Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 32
 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR10 Bláa Lónið – Lækningalind tekin í notkun 2005. Aðlögun að hinu sérstæða umhverfi er höfð að leiðarljósi við efnisnotkun og mótun bygginganna. Arkitekt: Anna Sigríður Jóhannsdóttir SEGIR FRÁ VERKUM SÍNUM Verkin myndi samspil við umhverfið „Hér hjá VA arkitektum ehf. eru tuttugu starfsmenn, þar af tíu eigendur. Öll vinn- um við að fjölbreyttum verkefnum, svo sem innréttingahönnun, alhliða mann- virkjahönnun og skipulagsvinnu og allt undir merkjum stofunnar,“ segir Anna Sig- ríður Jóhannsdóttir, arkitekt og einn af eigendum fyrirtækisins. Hún segir mikla áherslu lagða á að hvert mannvirki fái notið sín sem hluti af því umhverfi sem það rís í, bæði í efnisnotkun og formmótun, hvort sem er í náttúru eða borg. Einnig að mannvirkið endurspegli það hlutverk sem því er ætlað og sé auðvelt og aðgengilegt í notkun. „Við reynum að sjálfsögðu að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavinanna um notagildið,“ segir hún og nefnir til sögunnar nokkur þeirra verka sem stofan hefur teiknað: Ingunnarskóla í Grafarvogi, Lækn- ingalindina í Bláa lóninu, Safnaðarheimili Neskirkju og fjölbýlishús við Sóltún sem eru í smíðum. „Þetta eru verkefni af ólíkum toga en eru þó lýsandi fyrir það sem stofan fæst við,“ segir Anna Sigríður að lokum. Ingunnarskóli var tekinn í notkun 2005. Nýtt kennsluform kallar á nýja hönnun skóla- byggingar. Opin rými eru í góðum tengslum við opin svæði innandyra sem utan. Safnaðarheimili Neskirkju var tekið í notkun 2004. Formmótun tekur mið af kirkjubyggingunni og leggur áherslu á rýmismyndun. Fjölbýlishús í Sóltúni í byggingu. Tvö fjölbýlishús með sam- tals 64 íbúðum sem hönnuð eru með áherslu á gæði íbúðanna og gott samspil við umhverfið. VALLENGI - 5 HERB. ENDAÍBÚÐ Mjög falleg, rúmgóð og björt 111 fm, 5 herb. íbúð með sér inngang á efri- hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin er opin og vel skipulögð. Björt og rúmgóð stofa, útgengt á suður-svalir. 4 svefnherb. öll með skápum. Baðherb. er með baðkari, sturtuklefa og innréttingu. Flísalagt þvottaherb. innan íbúðar. Glæsilegt eldhús opið inn í stofu. Vandaðar flísar og parket á gólfum. Útsýni. Stutt í alla þjónustu. V. 23,9 millj. FANNAFOLD - EINBÝLI Glæsilegt 195,5 fm einbýlishús á einni hæð ásamt innbyggðum bílskúr á góðum stað í Grafarvogi. Húsið er í botnlanga, í rólegu hverfi og með fal- legu útsýni. Flísar og Merbau parket á gólfum. 3 svefnherb. og 3 stofur. Arinn. Eldhúsið er bjart og glæsilegt með vandaðri innréttingu og tækjum. Hátt til lofts í stofum og eldhúsi. Baðherb. með hornbaðkari, sturtuklefa, vegghengdu salerni og innréttingu. Glæsilegur og skjólgóður sólpallur. V. 49,8 millj. BORGARTÚN - LÚXUS ENDAÍBÚÐ Mjög falleg, 160,4 fm „lúxus-endaíbúð“ á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi við Borgartún ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Húsið er byggt 2003 og álklætt. Íbúðin er vel skipulögð og björt, gluggar á 3 vegu. Gengið inn í forstofu beint úr lyftu. 2 svefnherb., fataherb., 2 baðherb., eldhús með vandaðri innréttin- gu og tækjum. 2 svalir. Í kjallara er sérgeymsla. Að auki er sér merkt bílastæði við húsið. V. 49,5 millj. HVASSALEITI - 4RA HERB. M/BÍLSK. Mjög björt og falleg 93,5 fm endaíbúð á 3. hæð með gluggum á 3 hliðar ásamt 21,8 fm bílskúr. Baðherb. með glugga, lagt er fyrir þvottavél. Eldhús með borðkók. Stærra svefnherb. er mjög rúmgott með stórum skáp. Á holi, eldhúsi og svefnherb.gólfum er korkur. Stofurnar eru samliggjandi, bjartar og fallegar og með fallegu stafa parketi. Stigahúsið er ný málað og tepplagt. Vestur svalir. V. 21,3 millj. ÞRASTARÁS - 4RA HERB. ENDAÍBÚÐ Mjög falleg 4ra herb., 111,5 fm endaíbúð á 3. hæð í Hafnarfirði. Glæsilegt útsýni. Sér inngangur af svölum en sameiginlegur inn í húsið. 3 svefnherb., öll með skápum. 16 fm hjónaherb.. Flísalagt baðherb.. Eldhús með borðkrók. Þvottaherb. innan íbúðar. Fallegar innréttingar, innfelldar hurðar. Flísar og parket á gólfum. Sér geymsla í sameign. Stutt í alla þjónustu. V. 25,8 millj. ÖLDUGRANDI - 3JA HERB. SÉRINNG. Góð 85,4 fm, 3ja herb. endaíbúð á jarðhæð með sérinngang og stæði í lokaðri bílageymslu. Fyrir framan eldhúsið er borðstofa, inn af henni er rúmgóð stofa með útgengi á skjólgóða og afgirta hellulagða verönd. Baðherb. með baðkar og innréttingu. Tengt fyrir þvottavél. Dúkalögð herb.. Sérgeymsla í kjallara. Til stendur að laga húsið að utan og greiðir seljandi fyrir þá framkvæmd. V. 20,5 millj. STYKKISHÓLMUR - EINBÝLI Mjög fallega staðsett, glæsilegt 80,1 fm einbýlishús á 2 hæðum við Höfðagötu. Uppgert í gamla stílnum að utan. Forstofa og 2 flísalögð baðherb.. Þvottavél fylgir. Stofa og fallegt eldhús. 2 svefnherb.. Út af stofu er sólpallur, glæsilegt útsýni. Rúmgóður sjónvarpsskáli með náttúrurstein á gólfi. Geymsluskúr á lóðinni. Allt nýuppgert á afar smekklegan hátt, bæði að innan og utan. TILBOÐ ÓSKAST Í EIGNINA. STYKKISHÓLMUR - EINBÝLI 145,2 fm timburhús á steyptum grunni við Tangagötu. Kjallari, hæð og ris. Húsið er klætt að utan og þarfnast standsetningar. Hæðin er forstofa, 2 stofur, svefnherb. og bað. Í risi eru 2 stór svefnherb.. Eign sem gefur möguleika. V. 7,9 millj. Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali sími 896 4489 Karl Dúi Karlsson sölumaður GSM 898 6860 Samtengd söluskrá Sex fasteignasölur - ein skráning - minni kostnaður - - margfarldur árangur - wwwhus.is Opið virka daga frá kl. 09:00-18:00. www.fmg.is Sími 575 8585 – Spönginni 37 – 112 Reykjavík – www.fmg.is F ru m STYKKISHÓLMUR - EINBÝLI Til sölu fallegt og vel skipulagt 220,9 fm. einbýlishús á einni hæð með tvöföldum, óvenjustórum innbyggðum bílskúr við Tjarnarhólm. 4-5 svefn- herb.. Rúmgott og bjart eldhús með stórum borðkrók. Gestasnyrting og stórt baðherb.. Þvottaherb. með innréttingu, geymsla og búr. Patket og flísar á gólfum. Falleg staðsetning. Mikið útsýni til fjalla. Skipti möguleg á eign í Reykjavík. V. 26,8 millj. STYKKISHÓLMUR - EINBÝLI Fallegt 140,4 fm timbur einbýlishús ásamt ca 40 fm bílskúr á fallegum stað við Garðaflöt. 3 svefnherb. og rúmgóð og björt, tvískipt stofa. Mögul. að bæta við 4. herb.. Eldhús með fallegri innréttingu og borðkrók. Baðherb. með baðkari og innréttingu. Fallegt parket og vandaðar náttúruflísar á gólfum. Húsið er við opið svæði, fallegt útsýni. Stutt á golfvöllinn. Skipti möguleg á eign á Stór-R.víkur svæðinu. V. 19,5 millj. SELD SELD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.