Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 21. nóvember 2005 13 Dómsmálaráðuneytið hefur falið Endurmenntun Háskóla Íslands að hafa umsjón með réttindanámi og prófum til löggildingar fasteigna-, fyrir- tækja- og skipasala. Með náminu er stefnt að því að gera stétt fasteignasala að meiri fagstétt. Eyvindur G. Gunnarsson lektor er umsjónarmaður löggildingar- námsins og segir hann helstu breytinguna sem nú verður þá að nám fasteignasala færist nær háskólastigi. „Stefnt er að því að stétt fast- eignasala verði meiri fagstétt,“ segir Ey- vindur. „Nú eru gerðar meiri kröfur en áður hafa verið gerðar. Til dæmis þarf viðkomandi að hafa lokið stúdents- prófi eða sambærilegri menntun áður en hann hefur nám ásamt því að að hafa tólf mánaða starfs- reynslu hjá löggildum fast- eignasala að baki.“ Markmið námsins er fjöl- þætt. Meðal annars verður lagt upp úr kunnáttu í fræði- kerfi íslenskrar lögfræði og þekkingu á reglum um stofnun samninga og reglum um ógild- ingu þeirra, hvaða skuldbinding- ar felast í samningum um skipti, kaup og sölu og hvaða afleiðingar vanefndir á þeim hafa. Einnig mun námið veita nemendum trausta þekkingu á lögum og regl- um sem gilda um fasteignakaup og þeim reglum sem lúta að rétt- indum og skyldum fasteignasala, bæði gagnvart kaupanda og selj- anda. Nemendur fá auk þess þjálfun í gerð þeirra skjala sem mesta þýðingu hafa við sölu fast- eigna, fyrirtækja og skipa. Sér- stök áhersla verður lögð á gerð og efni söluyfirlits, kauptilboðs, kaupsamnings og afsals ásamt fræðslu um þau tæknilegu og fjármálalegu atriði sem helst hafa þýðingu við skoðun og mat á fasteignum, fyrirtækjum og skip- um. Eyvindur segir það hafa verið lengi í umræðunni að auka kröfur til þeirra sem starfa sem fast- eignasalar. Fasteignaumhverfið sé orðið hraðara og kröfuharðara og með breytingum á námstilhög- un tilheyri fasteignasalar fag- lærðri stétt. Námið hefst 1. febrúar á næsta ári og eru náms- lok áætluð um miðjan júní árið 2007. Námið skiptist í þrjá hluta og er alls þrjátíu einingar á háskólastigi. Einnig verður kennt í fjar- námi fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og mun kennslan fara fram í gegnum vefumhverfi Horizon Wimba. Umsóknarfrestur rennur út 15. desember 2005 og er umsókn- areyðublöð að finna á vefsíðu Endurmenntunar Háskóla Ís- lands. Löggildingarnám fasteignasala Lýsing: Gengið er inn í spónaparkettlagða forstofu með hengi. Í húsinu er dúklagt baðherbergi með baðkari og nýleg hreinlætistæki. Eldhús er spónaparkettlagt með gömlum neðri skápum. Spónaparkettlögð skrifstofa er inni af eldhúsi en þaðan er gengt inn í teppalagða tvöfalda stofu. Brattur stigi liggur upp á efri hæð sem telur tvö svefnherbergi og opið rými. Upprunaleg gólfborð eru á efri hæðinni. Manngeng- ur kjallari er undir öllu húsinu og er þar þvottahús og geymslur, meðal annars köld geymsla.Timburgólf er á milli hæða. Utanáliggjandi rafmagn og endurnýjað á efri hæðinni. Texplötur eru í útveggjum að innan. Í öllu húsinu eru upprunalegar inni- hurðir. Annað: Húsið er byggt árið 1900 og er friðað. Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti, m.a. var það einangrað og klætt með bárujárni. Einnig er búið að skipta um glugga í húsinu. Ofnar eru nýlegir. Þakjárnið er um fimmtán ára gamalt og ný- lega málað. Skólplagnir endurnýjaðar út í götu. Fermetrar: 132,5 Verð: 14,3 milljónir Fasteignasala: Lögmenn Suðurlandi 820 Eyrarbakki: Friðað einbýlishús frá 1900 Bakarísstígur 4 (Skúmsstaðir I, Pálsbær): Fallegt einbýlishús með stórum kjallara á sjarmerandi stað Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali Úlfar Þ. Davíðsson sölustjóri Börkur Hrafnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali HÁTÚN 6A SÍMI 5 12 12 12 FAX 5 12 12 13 Netfang: foss@foss.is FASTEIGNASALA Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, Fax 512 12 13, Netfang foss@foss.is VANTAR = VANTAR = VANTAR = VANTAR = VANTAR = VANTAR = VANTAR = VANTAR = VANTAR = VANTAR = VANTAR = VANTAR VEGNA MIKILLAR SÖLU UPP Á SÍÐKASTIÐ VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. ENDILEGA HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN OKKAR Í SIMA 512 1212 SIGTÚN - RIS Erum með góða 88,7 fm 5 herb. risíbúð á eft- irsóttum stað. Íbúðin er nýstandsett að stór- um hluta. Eldhús með snyrtilegri eldhúsinn- réttingu. Falleg tvöfölld hurð með gleri skilur að borðstofu og stofu. Baðh. er nýstandsett á afar smekklegan hátt, flísar á gólfi og veggjum. Sameiginlegt þvottahús. Gott útsýni er úr íbúðinni. Verð 19,9 m. SELJAVEGUR - RISÍBÚÐ Opin og falleg 58,7 fm risíbúð á eftirsóttum stað í gamla vesturbænum. Baðherb., flísalagt hólf í gólf, baðkar. Stofa, borð- stofa og eldhús í alrými. Eldhús með snyrtil. hvítri innrétt. Rúmg. sv.herb.. Í kjall- ara er geymsla og sameiginlegt þvottahús. Verð 15,2 milljónir VESTURVALLAGATA - FALLEG Falleg og rúmgóð 65,4 fm 2ja herb. íbúð á 4. hæð. Íbúðin er afar snyrtileg með nýlegum gólfefnum á eftirsóttum stað í Vesturbæ. Frá- bært útsýni. Stórt eldhús. Björt stofa með út- gengi á rúmg. suðursvalir. Baðh. er rúmgott. Björt og rúmg. eign með einstöku útsýni á eftirsóttum stað í vesturbænum. Verð 15,6 m. LÆKJASMÁRI - SÉRINNGANGUR Falleg 127,1 fm, 4ra herb. íbúð á jarðh. með sérinng. Íb. fylgir stæði í bílskýli. Flísal. forst. Eldh. er rúmg. með hvítri innrétt. St. og borð- st. í alrými. Afg. hellul. garður. Baðh. flísal. 3 sv.h., öll með fatask. Stutt í alla þjón. Verð 33,9 millj. FALLEG 4RA HERB. ÍBÚÐ MEÐ SÉRINNG. Á EFTIRSÓTTUM STAÐ. MARÍUBAUGUR - FALLEG Glæsileg 3ja herb. eign á einum eftirsóttasta stað í Grafarholtinu. Íbúðin er 78,6 fm með um 25 fm einkalóð. Íbúðin er sérlega vel skipulögð, björt og opin. Allar innréttingar sérsmíðaðar. Gengið er út um eldhús í stóran garð með nýjum leiktækjum. Glæsilegt út- sýni. Verð 18,9 milljónir FROSTAFOLD - GRAFARVOGUR Góð 3ja herb. 95,6 fm íbúð ásamt stæði í bílageymslu. Forstofa með skáp. Eldhús er opið, hvít snyrtileg innrétting. Stofa er stór og björt með parketi á gólfi. Útgengt er á góðar svalir frá stofu. Baðherb. er stórt, tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Tvö svefnherbergi. Hús í góðu ásigkomulagi. Verð 18,9 milljónir. Fr um FUNALIND - ÚTSÝNI Rúmg. 3ja herb. íbúð með góðu útsýni á efstu hæð í fjögurra hæða fjölbýli. Parket er á flestum gólfum nema baðherbergi og þvotta- húsi. Hol með fataskáp. 2 svefnh. með góðu útsýni og fataskápum. Stofa og borðstofa í alrými. Útgengt á góðar svalir frá stofu. Lóð með leiktækjum. Verð 21,5 m. ÁLFKONUHVARF - 4RA HERB. Stórglæsileg 120 fm 4ja herb. íbúð í fallegu fjölbýli, með sérinng. af svölum og stæði í bílskýli. Stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Rúmgóðar svalir. Eldhúsið með flís- um á gólfi, vönduðum innréttingum og eld- hústækjum. Stór og fallegt baðh. Þrjú stór og björt parketlögð svefnherb. með skápum. Þvottahús í íbúð. Verð 30,5 m. FÍFULIND - KÓPAVOGUR 4ja herb. íbúð, 104,4 fm í Lindunum í Kópa- vogi. Úr stofu er útgengt á svalir sem snúa til suðurs. Eldhús með fallegum viðarinn- réttingum. Við eldhúsið er sér þvhús með flísum á gólfi. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Baðherbergi Flísalagt gólf og veggir. Stutt í alla þjónustu, leikskóla, skóla, verslanir og td. Smáralind. Verð 22,9 milljónir. SAFAMÝRI - EFRI SÉRHÆÐ Björt og falleg mikið endurýjuð efri sérhæð alls 163 fm, þar af bílskúr 26,2 fm á eftirsót- tum stað í Reykjavík. Fjögur svefnherbergi. Stórar stofur. Rúmgott eldhús. Fallegt beyki-parket á gólfum. Tvö baðherbergi bæði flísalögð hólf í gólf. Stórar svalir. Hús í góðu ásigkomulagi. Verð 41 milljónir. GVENDARGEISLI - RAÐHÚS Erum með í sölu glæsileg raðhús á einni hæð. Húsin er 140 fm íbúð og 28 fm bílskúr. Húsin eru vel staðsett og er stutt í grunnsk., leiksk. og aðra þjón. Timburverönd 25 fm fylgir hverri eign í suður. Húsin afh. fullb. að utan. Lóð er afh. m. hellul. stéttum og aðalinngi með hitalögn. Íbúðirnar skilast fullb. að innan, án gólfe. Anddyri, bað og þv.húsgólf skilast þó með flísal. á gólfi. Vönduð tæki og innr. Verð 38,7 - 39,8 millj. HEIÐARGERÐI - NÝUPPGERT Nýuppgert einbýli á 3 hæðum. Bílskúr byggður 1996 fylgir eigninni. Stofa og borðstofa með fallegu gegnheilu parketi á gólfi, hægt er að stækka stofu um ca 16 fm. Rúmg. eldh. og baðherb. Á 2. hæð er hol, Þrjú svefnherb. og baðherb. Í kj. er rúmg. herb. með sérinng. og þv.h. Verð 43 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.