Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 66

Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 66
 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR44 DRAUMAHÚSIÐ MITT GAUTUR G. GUNNLAUGSSON Stofur fyrir stofuóperurHeiðarskóli stendur viðLeirá í Borgarfirði, um miðja vegu milli kaupstað- anna Akraness og Borgar- ness. Hann þjónar sveitar- félögunum sunnan Skarðs- heiðar og norðan Hvalfjarð- ar að undanskildum Akra- neskaupstað – sem munu sameinast hinn 1. júní næstkomandi. Heiðarskóli var teiknaður af Húsameist- ara ríkisins og undir teikn- ingarnar skrifa Hörður Bjarnason og Guðmundur Þór Pálsson. Byrjað var á byggingunni árið 1959 en skólinn tók til starfa árið 1965. Upphaflega var hluti hússins heimavist en hún var lögð niður snemma á áttunda áratugnum. Nú sækja um 110 nem- endur skólann og er húsnæðið fullnýtt undir kennslu. Skólastjóri er Helga Stefanía Magnúsdóttir. HEIÐARSKÓLI „Draumahúsið mitt væri sennilegast stórt og reisulegt bárujárns- hús frá 1920 í Þingholtunum,“ segir Gautur G. Gunnlaugsson, tón- skáld og söngvari með meiru, þegar hann er spurður um drauma- húsið sitt. „Þar er risastór bókaveggur eins og var inni hjá Brahms, kannski heilt herbergi þakið bókum frá gólfi og upp í loft svo þar inni væri maður umkringdur bókum. Húsið er á tveimur hæðum svo það sé nóg pláss fyrir alla fjölskylduna og því fylgir góður og gróðursæll garður með háum trjám. Eldhúsið er stórt og hlýlegt, innréttingarnar gamaldags en öll nútímaþægindi eins og til dæmis gaseldavél. Stofurnar væru líka stórar og þar væri auðvitað flygill og líka pláss til að setja upp litlar kammeróperur fyrir gesti og gangandi. Úr stofunum væri síðan brattur stigi upp í turn þar sem ég myndi geta setið og samið tónlist og handrit.“ Gautur er ekki alveg fjarri þeim raunveruleika þar sem hann stendur nú fyrir flutningi á kammeróperunni Gesti í reisulegu gömlu bárujárnshúsi, Iðnó við Reykjavíkurtjörn. Óperan fjallar um samkynhneigð hjón og nágrannann sem kemur róti á líf þeirra. Þeir Gautur og Gunnar Kristmannsson sömdu tónlistina og handritið og syngja hlutverk hjónanna en hlutverk nágrannans syngur Hrólfur Sæmundsson. Íbú›aver› upp á vi› Enn hækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 0,8 prósent frá enduðum september til loka október. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins, www.fmr.is Þar er fylgst með þró- uninni frá mánuði til mánaðar og vísitala íbúðaverðs reiknuð út mið- að við að hún væri 100 stig í janúar 1994. Í október síðastliðnum var vísitalan 285,6 stig. Þegar breyting- ar á verði eru skoðaðar síðustu misserin kemur í ljós að hækkunin nemur 1,1 prósenti á síðustu þrem- ur mánuðum, 9,2 prósentum á síð- ustu sex mánuðum og frá því í októ- ber í fyrra hefur vísitalan hækkað um 36,4 prósent. Eftirspurn í Eyjum Líflegur fasteignamarkaður er í Vestmanneyjum. Góðar húseignir í Vestmanneyj- um hafa hækkað í verði um tíu til tuttugu prósent á síðustu mánuð- um og eftispurn eftir slíkum eign- um er meiri en framboð. Smærri eignir seljast vel líka. Nýlega var einbýlishús við Smáragötu selt á 23,5 milljónir króna og er það með hæsta verði sem fengist hefur fyrir hús í Vestmannaeyj- um. Einnig eru nýbyggingar í burðarliðnum í bænum á svokall- aðri Baldurshagalóð þannig að enn sem fyrr þykir fólki gott að búa í Eyjum. Heimild: www.eyja- frettir.is SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 30/9- 6/10 181 7/10- 13/10 210 14/10- 20/10 158 21/10- 27/10 194 28/10- 3/11 168 4/11- 10/11 166 Gæ›i í gegn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.