Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 67
MÁNUDAGUR 21. nóvember 2005 23
Hundruð kvenna í um 90 kvenfé-
lögum um land allt vörðu haust-
inu til dúkkugerðar og er afrakst-
ur vinnunnar 800 dúkkur. Verða
þær nú seldar til að koma fleiri
stúlkum í skóla í einu fátækasta
ríki heims, Gíneu-Bissá, en þar
ganga aðeins þrjár af hverjum
tíu stúlkum í skóla.
Það eru UNICEF Ísland og Kven-
félagasamband Íslands sem
standa sameiginlega að verkefn-
inu.
Hver og ein dúkka er handgerð
og unnin af mikilli alúð. Kvenfé-
lagskonur hafa lagt mikla vinnu
í þær, hvort sem er að hekla pils-
in, búa til töskur og hatta eða
prjóna litla íslenska lopapeysu
á dúkkurnar sem eru af báðum
kynjum og nokkrar eru svartar
á hörund.
Dúkkurnar verða selda í Iðu
við Lækjargötu og á skrifstofu
UNICEF á annari hæð á Lauga-
vegi 42. Hver dúkka kostar 5.000
krónur og um leið og þær gleðja
börnin sem þær eignast er ljóst
að ágóðinn mun nýtast stúlkun-
um í Gíneu-Bissá. ■
Dúkkur til stuðnings stúlkum í Gíneu-Bissá
Tveir íslenskir fræðimenn, Jónas
Kristjánsson og Svavar Sigmunds-
son, voru nýlega heiðraðir með
veglegum verðlaunum frá Kung-
liga Gustav Adolfs Akademien í
Uppsölum. Jónas hlaut verðlaun
úr sjóði sem kenndur er við Nils
Ahnlund en Svavar úr sjóði Tor-
stens Jancke.
Verðlaunin voru afhent við
hátíðlega athöfn á árshátíð aka-
demíunnar í hinni fornu konungs-
höll í Uppsölum 6. nóvember. Á
myndinni sem fylgir hér með sjást
fræðimennirnir, Svavar og Jónas,
að athöfn lokinni. ■
Fræðimenn
verðlaunaðir
VERÐLAUNAHAFAR Svavar Sigmundsson og
Jónas Kristjánsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGERÐUR ÁRNADÓTTIR
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlækn-
ir á barna- og unglingageðdeild
Landspítalans, hlýtur viðurkenn-
ingu Barnaheilla fyrir sérstakt
framlag í þágu barna og réttinda
þeirra. Ólafur er fjórði aðilinn sem
fær þessa viðurkenningu en áður
hafa Barnahús, Hringurinn og Vel-
ferðarsjóður barna á Íslandi hlotið
hana.
Stjórn samtakanna segir að
með þessari viðurkenningu vilji
samtökin styðja við bakið á þeirri
baráttu sem Ólafur og starfsfé-
lagar hans standa fyrir, en Ólafur
hefur um margra ára skeið verið
ötull talsmaður þeirra barna og
unglinga sem þurfa á geðheil-
brigðisþjónustu að halda. ■
Ötull tals-
maður barna
ÓLAFUR Ó. GUÐMUNDSSON
DÚKKUSALA UNESCO og
kvenfélaganna - Dúkkur -