Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 73

Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 73
 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR29 F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 PATROL JÓLA–NISSAN PAKKINN N†R PATROL Á GJAFVER‹I OG fiRJÚHUNDRU‹ OG FIMMTÍU fiÚSUND KRÓNA JÓLAGJÖF Í KAUPBÆTI. A‹EINS 20 BÍLAR Á fiESSU TILBO‹I! 350.000 KALL Í JÓLAGJÖF! STÓRI 250.000 kr. aukahlutapakki Tegund Ver› Patrol Luxury beinskiptur 4.090.000.- Patrol Luxury sjálfskiptur 4.190.000.- Patrol Elegance beinskiptur 4.390.000.- Patrol Elegance sjálfskiptur 4.490.000.- Innifali›: 33" dekk, krókur og toppbogar. KAUPAUKI100.000 kr.GJAFABRÉF HJÁ SKIPT_um væntingar A‹EINS 20 BÍLARÁ fiESSU TILBO‹I! [ BÆKUR ] UMFJÖLLUN Það syrtir heldur betur í álinn hjá vini okkar honum Harry Potter í þessari sjöttu bók J.K. Rowling um baráttu galdra- drengsins með örið á enninu við myrkraöflin. Spennan magnast því í Harry Potter bálknum sem heild þó höfundinum hafi heldur verið að fatast flugið í tveimur síðustu bókunum. Rowling toppaði í Harry Potter og eldbikarnum sem er að mínu mati langbesta Harry Pot- ter bókin þó það hefði að ósekju mátt stytta hana um 100 blaðsíð- ur eða svo. Það gekk hins vegar svo rosalega mikið á í bókinni og í lífi Harrys sem á viðkvæmu þroskaskeiði þurfti að horfast í augu við erkifjandann Voldemort í öllu sínu veldi. Næstu tvær bækur, Harry Potter og Fönixreglan og nú Harry Potter og blendingsprins- inn halda ekki sama dampi en það breytir því þó ekki að þessi nýjasta bók er þrælskemmtileg og vægast sagt áhugaverð fyrir alla þá sem eru fastir í töfraneti Rowling. Það er hins vegar ekki Harry sjálfur og ævintýri hans sem vekja mesta forvitni í blendings- prinsinum heldur óvenju djúp innsýn sem lesandinn fær í hug- arheim og ævisögu Trevor Del- gome sem síðar tekur upp nafnið Voldemort. Fyrir utan þessi safaríku inn- lit í brenglaðan huga og ættar- sögu Voldemorts gengur allt sinn vanagang í Hogwarts. Harry, Ron og Hermione gruna Malfoy um græsku og hafa á honum góðar gætur. Þá heldur gelgjan og hormónaruglið áfram að gera krökkunum lífið leitt og Snape er leiðinleg sem aldrei fyrr. Rowling gerði mikið úr því þegar hún byggði upp spennu fyrir tvær síðustu bækur sínar að mikilvægar persónur myndu láta lífið í þeim báðum. Þessi brella hefur virkað vel í tvígang og aðdáendur Potters voru með hjartað í buxunum fyrir útkomu beggja bókanna, svefnlaus- ir af áhyggjum yfir því hvern Rowling tæki upp á að drepa. Sirius Black var vitaskuld öllum harmdauði í Fönixreglunni en ótímabært dauðsfall þessarar bókar er stóráfall og með því raskast ákveðið ógnarjafnvægi sem ríkt hefur milli hins góða og illa í síðustu fimm bókum. Nú hefur Voldemort yfirhönd- ina og allt getur gerst. Það spill- ir svo ekki fyrir að í þessari bók eru framin hádramatísk svik og upplausin er alger í lokin. Harry Potter og blendingsprinsinn gefur því fögur fyrirheit um að síðasta bókin verði kynngimagn- að og dimmt drama. Þórarinn Þórarinsson Ógnarjafnvægi raskað HARRY POTTER OG BLENDINGSPRINSINN HÖFUNDUR: J.K: ROWLING ÚTGEFANDI: BJARTUR Niðurstaða: Nú hefur Voldemort yfirhöndina og allt getur gerst. Það spillir svo ekki fyrir að í þessari bók eru framin hádramatísk svik og upplausin er alger í lokin. Hjá Máli og menningu er Vetrarvíg, myndasögubók eftir Emblu Ýr Bárudóttur og Ingólf Örn Björgvinsson komin út. Bókin er sjálfstætt framhald verð- launabókanna Blóðregns og Brenn- unnar, myndasagna sem byggðar eru á Brennu-Njáls sögu. Hjá Máli og menningu er komin út bókin Bæjarins verstu eftir Hrein Vilhjálmsson, tæplega sextugan Reykvíking sem leiddist kornungur út í óreglu og missti tökin á tilverunni. Í þessari hispurslausu bók lýsir höfundur því á vægðarlausan en þó broslegan hátt hvernig hann fer í hundana. Hjá Máli og menningu er komin út sakamálasagan Blóðberg eftir Ævar Örn Jóseps- son, sem hefur með glæpa- sögum sínum Skítadjobbi og Svörtum englum tekið sér stöðu í fremstu röð glæpasagnahöfunda lands- ins. Bækurnar hafa hlotið lofsamlega dóma og Svartir englar var tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverð- launanna. Hjá Máli og menningu er komin út bókin Túristi eftir Stefán Mána. Bókin er ferðasaga um lendur ástarinn- ar, um refilstigu bókmenntanna og dularfulla afkima mannsins. Metsölu-bókin Þú ert það sem þú borðar eftir dr. Gillian McKeith er komin út á íslensku hjá bókaútgáfunni Hólum. Í bók- inni er að finna upplýsingar um fæðu- tegundir sem geta valdið ýmsum kvillum eða hjálpað manni að losna við þá. NÝJAR BÆKUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.