Fréttablaðið - 21.11.2005, Qupperneq 78
34 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Sigurður Ingimundarson, þjálfari
Keflavíkur í körfubolta, þvertekur
fyrir að liðið vanvirði Powerade-
bikarkeppnina en þeir sættu
nokkurri gagnrýni eftir tapið
gegn Njarðvík síðastliðinn
föstudag í undanúrslitunum
fyrir að reyna ekki að fresta
leiknum. Keflavík spilaði gegn
Riga í Evrópukeppninni daginn
áður og vann frækinn sigur
sem tók allan vind úr
liðinu sem tapaði
gegn Njarðvík með
28 stiga mun
daginn eftir.
„Ég held að
þetta sé frekar
virðing við keppn-
ina að við drullumst til að mæta í alla
leiki og spila þá í staðinn fyrir að
draga okkur úr keppninni af því
við viljum taka þátt í þessu öllu.
Menn skyldu því aðeins hafa sig
hæga við að gagnrýna þetta,
anda djúpt og skoða hvað þeir
eru að segja áður en þeir fara
að röfla. Ég tel að við séum að
sýna keppninni mikla virðingu og
menn eru að leggja sig gríðar-
lega fram við að spila þessa
leiki. Menn skyldu virða
það.“ sagði Sigurður við
Fréttablaðið í gær.
„Það var ekki um
neitt annað að ræða en
að spila svona þar sem
við vildum ekki vera
að segja okkur úr keppninni. Dagskráin
okkar er svo þétt að við spilum marga
leiki í hverri viku en við lögðum okkur
alla fram en það fór mikil orka í leikinn
gegn Riga en við erum ekkert að nota
þetta sem afsökun, við vissum alveg
hvað við vorum að gera og hvað við
vorum að fara út í.“
Keflvíkingar eru komnir í sextán liða
úrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir mæta
kunnuglegu liði, CAB Madeira frá Portúgal
sem þeir hafa mætt þrjú ár í röð í keppn-
inni. „Þeir virðast vera sterkari núna en þeir
hafa verið áður og eru til að mynda efstir
í deildinni í Portúgal. Þeir eru með mjög
sterkt lið en það er allt hægt þannig að við
erum hvergi bangnir.“ sagði Sigurður en
fyrri leikurinn fer fram í Keflavík 8. desem-
ber en síðari leikurinn ytra viku síðar.
SIGURÐUR INGIMUNDARSON, ÞJÁLFARI KEFLAVÍKUR: GEFUR LÍTIÐ FYRIR GAGNRÝNISRADDIRNAR
Engin vanvirðing hjá okkur
FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þor-
valdsson, leikmaður Halmstad í
Svíþjóð, missir af stórleik liðsins
gegn Sampdoria Í UEFA-bikar-
keppninni á fimmtudaginn vegna
meiðsla sem hann hlaut á æfingu
liðsins í gær. Gunnar Heiðar er þó
ekki mikið meiddur og verður að
öllum líkindum með liðinu gegn
Steaua frá Búkarest í lok mán-
aðarins en Halmstad hefur tapað
báðum leikjum sínum í keppninni
til þessa og enn ekki náð að skora.
Gunnar Heiðar er enn mjög
eftirsóttur af liðum í Evrópu en
ensk og þýsk lið hafa verið að
bera víurnar í Gunnar sem varð
markakóngur í Svíþjóð á nýaf-
stöðnu tímabili. Gunnar á aðeins
eitt ár eftir af samningi sínum við
Halmstad og fer að öllum líkind-
um frá félaginu í janúarmánuði
þegar liðin geta farið að tala við
hann. Halmstad vill fá um tvær
milljónir punda fyrir kappann
en meðal liða sem áhuga hafa á
Gunnari eru ensku úrvalsdeildar-
félögin Everton og Birmingham.
- hþh
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
meiddur:
Ekki með gegn
Sampdoria
GUNNAR HEIÐAR Væntanlega ekki illa
slasaður.
FÓTBOLTI Hjörtur Júlíus Hjartar-
son, markakóngur Skagamanna
í sumar hefur ákveðið að fram-
lengja dvöl sína hjá liðinu og
mun hann því spila með ÍA næsta
sumar. Hjörtur fékk gullskóinn
á Íslandsmótinu árið 2001 þegar
hann skoraði fimmtán mörk en
hann setti þau sex í sumar og var
liðinu mjög mikilvægur. Hann
spilaði fjórtán leiki með ÍA en
þurfti síðan að fara til Banda-
ríkjanna þar sem hann stundar
nám samhliða knattspyrnunni og
missti af síðustu fjórum leikjum
liðsins.
Hjörtur er 31 árs og lýsti því
yfir eftir síðasta leik sinn með
Skagamönnum í sumar að hann
mundi helst vilja spila áfram
með Skagaliðinu. Báðir aðilar
eru því í skýjunum með málið en
líklegt er að Skagamenn þurfi að
fara á markaðinn í leit að öðrum
sóknarmanni því Sigurður Ragn-
ar Eyjólfsson verður ekki með
ÍA næsta sumar. Sigurður sleit
krossband og er á leiðinni í aðgerð
í byrjun desember vegna meiðsl-
anna sem halda honum frá knatt-
spyrnuiðkun í marga mánuði.
- hþh
Góð tíðindi fyrir ÍA:
Hjörtur áfram
á Skaganum
HJÖRTUR HJARTARSON Fagnar hér einu
að mörgum mörkum sínum fyrir ÍA. Hann
mun væntanlega fagnaf fleiri mörkum
næsta sumar í gula búningnum.
FÓTBOLTI Forystumenn Chelsea
láta fátt stöðva sig þegar þeir
vilja fá einhvern leikmann og það
sönnuðu þeir í gær með því að
punga út rúmlega 370 milljónum
króna fyrir 16 ára strák frá Ser-
bíu, Slobodan Rajkovic. Þetta er
hæsta upphæð sem greidd hefur
verið fyrir leikmann sem er yngri
en 18 ára.
Rajkovic mun vera í herbúð-
um OFK Belgrade fram á sumar
2007 en þá flytur hann til London.
Chelsea var ekki eina liðið sem
hafði áhuga á þessum stórefni-
lega strák sem er fastamaður í
U-21 árs landsliði Serba. Arsenal
og AC Milan sýndu honum einnig
mikinn áhuga en voru ekki tilbúin
að greiða jafn mikið og Chelsea
fyrir hann. - hbg
Chelsea setur heimsmet:
Kaupir 16 ára
strák á 370
milljónir króna
FÓTBOLTI Stuðningsmenn enska
landsliðsins í knattspyrnu munu
eyða samtals rúmum 300 millj-
örðum króna í varning tengdan
þátttöku enska liðsins í HM á
Þýskalandi næsta sumar, fari svo
að liðið komist alla leið í sjálfan
úrslitaleikinn. Þetta voru niður-
stöður könnunar sem NatWest
kreditkortafyrirtækið á Bret-
landseyjum stóð nýlega fyrir.
Fyrrnefnd upphæð snýst að öllu
sem viðkemur þátttöku enska liðs-
ins, meðal annars að sölu keppnis-
treyja, ferðalögum til Þýskalands
og gríðarlegri áfengisneyslu.
Fastlega er gert ráð fyrir því að
enska þjóðfélagið fari á annan
endann ef lið þeirra kemst í úrslit
HM. En jafnvel þó að liðið komist
ekki þangað gerir könnunin ráð
fyrir því að eyðsla ensku stuðn-
ingsmannanna muni að lágmarki
verða 110 milljarðar.
Könnunin sýndi að hinn
almenni stuðningsmaður er lík-
legur til að kaupa sér þrjá bjóra
kjósi hann að horfa á leik á bar
og að lágmarki einn sérstakan
HM-drykk sem flestar krár í
Englandi bjóða upp á þegar HM
er annars vegar. Ef stuðnings-
maðurinn kýs að horfa á leik-
inn í heimahúsi mun hann fá
sér að minnsta kosti fjóra bjóra
og meðalstóra pitsu með heim-
sendingarþjónustu. Þá er búist
við því að yfir fimmtíu þúsund
Englendingar fari til Þýskalands
til að berja goðin augum og mun
það ferðalag kosta samtals 3,5
milljarða. Er þá ekki talinn
með kostnaður vegna uppihalds,
áfengis eða öðru slíku. - vig
Almenningur í Englandi hefur áhuga á landsliði sínu:
Enskir stuðningsmenn
munu missa sig yfir HM
KLIKKAÐIR Stuðningsmenn Englands eru
líklega þeir ötulustu sem finna má í heim-
inum. Fastlega má búast við því að enska
þjóðfélagið muni fara á annan endann nái
enska landsliðið að komast langt á HM.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
� � SJÓNVARP
� 15.00 World Golf Championship
á Sýn.
� 15.35 Helgarsportið á Rúv.
� 18.30 NFL á Sýn. Bengals gegn
Colts.
� 20.30 Ítölsku mörkin á Sýn.
� 21.00 Ensku mörkin á Sýn.
� 21.30 Spænsku mörkin á Sýn.
� 22.00 Bardaginn mikli á Sýn.
Tyson gegn Lewis.
� 23.25 Spænski boltinn á Sýn. Real
gegn Barcelona.
� 23.50 Ensku mörkin á Rúv.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
18 19 20 21 22 23 24
Mánudagur
OKTÓBER
FÓTBOLTI Það kraumar allt í her-
búðum Manchester United þessa
dagana og menn bíða spenntir
eftir nýjum fréttum. Ferguson er
búinn að reka hjarta liðsins á brott
en á sama tíma á liðið verulega
undir högg að sækja innan vallar
og ekkert leyndarmál að farið er
að hitna undir Ferguson. Staða
hans styrktist ekki í gær þegar
þýski þjálfarinn Ottmar Hitzfeld
greindi frá því að hann hefði feng-
ið tilboð frá United og væri tilbú-
inn að snúa aftur í boltann.
„Mig langar að koma aftur
í boltann og næsta sumar væri
fínn tímapunktur. Eiginkona
mín myndi koma með mér til
Manchester og ég er tilbúinn í
nýja áskorun,“ sagði Hitzfeld við
þýska fjölmiðla en hann hefur
ekki starfað í knattspyrnuheim-
inum síðustu 18 mánuði. Hann er
almennt talinn einn besti þjálfari
Evrópu enda gerði hann bæði Bay-
ern Munchen og Borussia Dort-
mund að Evrópumeisturum. Fjöl-
mörg félög hafa reynt að freista
Hitzfelds síðan hann hætti og
meðal annars stóð honum til boða
að þjálfa þýska landsliðið. Hann
sagði nei og kom sú ákvörðun
hans verulega á óvart enda vildi
flestir Þjóðverjar að hann myndi
stýra liðinu á HM næsta sumar en
sem kunnugt er fer keppnin fram
í Þýskalandi. Hitzfeld segir það
skipta sig miklu að kona hans vill
koma með til Manchester.
„Það skiptir gríðarlega miklu
máli. Ég hef fengið tilboð víða í
gegnum tíðina og meðal annars
frá Mílanó en ég sé mig ekki fyrir
mér að þjálfa á Ítalíu. Ég verð 57
ára í janúar og sé mig ekki fyrir
mér hætta á þeim aldri. Ég er til-
búinn að vinna á nýjan leik,“ sagði
Hitzfeld sem nýlega hafnaði til-
boði frá Hearts um að þjálfa liðið.
henry@frettabladid.is
Hitzfeld segir United
hafa boðið sér vinnu
Þýski þjálfarinn Ottmar Hitzfeld greindi frá því í gær að Man. Utd hefði boðið
honum starf en sagði ekki hvort það væri starf knattspyrnustjóra. Þetta þykja
ekki vera góð tíðindi fyrir Sir Alex Ferguson, stjóra United.
HERSHÖFÐINGINN Á OLD TRAFFORD Ottmar Hitzfeld gengur stundum undir nafninu Hers-
höfðinginn en hann þykir einstaklega klókur þjálfari. Hann hefur margoft áður verið orðað-
ur við stjórastöðuna hjá Man. Utd en aldrei hefur þótt eins líklegt að hann fari til liðsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Skýrist í vikunni
Framtíð Garðars Gunnlaugssonar skýrist
að öllum líkindum í vikunni en nokkur
erlend félög hafa borið víurnar í hann
síðustu vikur. Meðal annars franska liðið
Dijon. Ef Garðar fer ekki utan verður
hann áfram með Val.
> Ólöf að missa af lestinni?
Ólöf María Jónsdóttir er í 63. sæti á
lokastigi úrtökumótsins fyrir evrópsku
mótaröðina eftir tvo hringi. Hún lék
fyrsta hringinn á 80 höggum en stóð sig
ívið betur í gær er hún kom í hús á 76
höggum. Hún er samtals á tíu höggum
yfir pari. Ólöf þarf klárlega að leika sitt
besta golf næstu
daga ætli hún sér
að komast á Evr-
ópumótaröðina
því aðeins 30
efstu fá fullan
þáttökurétt
á mótaröð-
inni.