Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 81
MÁNUDAGUR 21. nóvember 2005 37
Enska úrvalsdeildin:
TOTTENHAM-WEST HAM 1-1
1-0 Mido (16.), 1-1 Anton Ferdinand (90.).
MIDDLESBROUGH-FULHAM 3-2
0-1 Collins John (9.), 1-1 James Morrison (64.),
1-2 Papa Boupa Diop (70.), 2-2 Aiyegbini Yakubu
(76.), 3-2 Jimmy Floyd Hasselbaink (84.).
Heiðar Helguson lék síðustu 13 mínútur leiksins
fyrir Fulham.
STAÐAN:
CHELSEA 13 11 1 1 31-7 34
WIGAN 12 8 1 3 15-8 25
MAN. UTD 12 7 3 2 19-12 24
ARSENAL 12 7 2 3 19-10 23
BOLTON 12 7 2 3 14-11 23
MAN. CITY 13 6 3 4 15-11 21
SPURS 12 5 5 2 13-8 20
LIVERPOOL 11 5 4 2 12-8 19
CHARLTON 12 6 1 5 17-17 19
WEST HAM 11 5 3 3 15-10 18
MIDDLESB. 13 5 3 5 18-18 18
BLACKB. 13 5 3 5 15-15 18
NEWCASTLE 13 5 3 5 12-13 18
FULHAM 13 3 3 7 14-19 12
A. VILLA 13 3 3 7 13-22 12
WBA 13 3 2 8 13-22 11
PORTSMOUTH 13 2 4 7 11-18 10
EVERTON 12 3 1 8 4-16 10
BIRMINGH. 12 1 3 8 7-17 6
SUNDERL. 13 1 2 10 12-27 5
Ítalska úrvalsdeildin:
CHIEVO-ASCOLI 1-1
Pellissier - D´Anna.
FIORENTINA-AC MILAN 3-1
Luca Toni 2, Martin Jörgensen - Alberto Gilardino.
LECCE-SIENA 3-0
Konann Vucinic, Cozzolino.
LIVORNO-EMPOLI 2-0
Morrone, Lucarelli.
REGGINA-CAGLIARI 3-1
Amoruso, Cozza (víti), Paredes - Abeijon.
SAMPDORIA-LAZIO 2-0
Diana, Flachi.
TREVISO-PALERMO 2-2
Reginaldo 2 - Ferri, Brianza.
Hollenska úrvalsdeildin:
GRONINGEN-AZ ALKMAAR 0-0
Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Alkmaar
og lék allan leikinn.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Heiðar Helguson og
félagar í Fulham sóttu ekki gull í
greipar Middlesbrough á River-
side-vellinum í gær. Þrátt fyrir að
hafa tvisvar komist yfir í leiknum
vann Boro leikinn, 3-2.
Jimmy Floyd Hasselbaink
skoraði sigurmarkið sex mínútum
fyrir leikslok en bæði lið lögðu
allt undir á lokakaflanum sem var
í meira lagi fjörugur. Hasselbaink
átti einnig jöfnunarmarkið en hann
skaut óvart í Yakubu og þaðan fór
boltinn í netið. Boro sótti án afláts
í kjölfarið og Hasselbaink tryggði
síðan sigurinn eins og áður segir.
Heiðar Helguson spilaði síð-
ustu mínútur leiksins og gerði
allt vitlaust þegar hann stökk
með hnéð í bakið á einum leik-
manni Boro.
Í fyrri leik gærdagsins mætt-
ust Lundúnaliðin Tottenham
og West Ham en bæði lið hafa
verið á fínni siglingu í vetur.
Spurs komst yfir með skalla-
marki Egyptans Mido en það
var litli bróðir Rios Ferdinand,
Anton, sem jafnaði metin fyrir
West Ham rétt fyrir leikslok og
tryggði þeim þar með eitt stig í
leiknum.
Mikil dramatík í enska boltanum í gær:
Hasselbaink tryggði
Boro sætan sigur
MARKASKORARARNIR Egyptinn Mido hjá Tottenham og Anton Ferdinand, leikmaður West
Ham, bítast hér um boltann í leik Spurs og West Ham á White Hart Lane í gær. Þeir skor-
uðu mörkin í jafnteflisleik, 1-1. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
AKSTURSÍÞRÓTTIR Alexandre Premat
sá til þess að Frakkar tóku afger-
andi forystu í A1-kappakstrin-
um þegar hann stýrði bíl sínum
örugglega til sigurs í Malasíu.
Premat tók forystuna snemma og
hélt henni örugglega allt til loka.
Keppendur í A1 geta átta sinnum
í hverri keppni notað svokallað-
an „krafttakka“ sem gerir það að
verkum að bíllinn fer hraðar. Yfir-
burðir Premats voru slíkir að hann
þurfti aðeins einu sinni að grípa til
krafttakkans.
„Ég notaði takkann til þess að
komast fram úr Svisslendingn-
um Jani og síðan gat ég slakað á.
Bíllinn var frábær og þetta gekk
allt ótrúlega vel,“ sagði Premat en
Frakkar hafa nú fengið 92 stig en
Sviss er í öðru sæti með 65 stig.
Brasilía kemur síðan í því þriðja
með 60 stig og Nýja-Sjáland er
með 42 stig. - hbg
Línur farnar að skýrast í
A1-kappakstrinum:
Frakkar búnir
að stinga af
ALEXANDRE PREMAT Hefur farið á kostum í
A1-aksturskeppninni.FRÉTTABLAÐIÐ/AFP