Tíminn - 15.10.1976, Qupperneq 6

Tíminn - 15.10.1976, Qupperneq 6
6 TÍMINN Föstudagur 15. október 1976 Umsjónarmenn:Pétur Einarsson r Omar Kristjónsson Hermann Sveinbjörnsson Mikilvægir málaflokkar Alþingi það, sem nýkomið er saman, kemur til með að f jalla um mörg stórmál, og þess verður að vænta, að þingmenn reynist þeim vanda vaxnir að leysa úr þeim fjölmörgu veigamiklu málum, sem úrlausnar biða. Á fyrri hluta þingsins er það einkum þrir mála- flokkar, sem búast má við að taki mikinn tima. Þar má fyrst nefna afgreiðslu fjárlaga, i öðru lagi endurskoðun skattalaga og i þriðja lagi af- greiðslu þeirra frumvarpa, sem fram komu á sið- asta þingi um dómsmál. Þvi er stundum haldið fram, að það sé Fram- sóknarmönnum mest að kenna, hve illa dómstól- ar og lögregla eru undir það búin að takast á við þau miklu afbrotamál, sem upp á siðkastið hafa séð dagsins ljós. Slikt er þó regin iirra, og engum manni er það betur ljóst en núverandi dómsmálaráðherra, hve rik þörf er á úrbótum. Og löngu áður en þær miklu umræður hófust, sem nú standa yfir um þessi mál, skipaði hann nefnd til að endurskoða skipan dómsmála hér á landi. Sú endurskoðun var mjög viðamikil og tima- frek, en á siðasta þingi sáu nokkrir þættir endur- skoðunarinnar dagsins ljós i formi frumvarpa til laga á alþingi. Þar var veigamesta breytingin frumvarp til laga um rannsóknarlögreglu rikis- ins. Dómsmálaráðherra lagði á það áherzlu, að það frumvarp, ásamt fylgifrumvörpum, næði fram að ganga á siðasta þingi, og slikt átti að vera mjög auðvelt vegna þeirrar miklu vinnu, sem farið hafði i undirbúning þessara frumvarpa. En þá brá svo við, að málin voru þæfð af þing- mönnum annarra flokka en Framsóknarflokks- ins, og tókst þvi ekki að afgreiða þau. Slikt má ekki endurtaka sig, og timi er kominn til, að þing- menn taki upp ábyrg vinnubrögð og leggi sig fram um að breyta löggjöfinni i þá átt, að dóm- stólar og lögregla verði færari að takast á við veigamikil mál. Dómsmálin mega ekki lengur vera hornreka á alþingi, eins og þau hafa verið um árabil, enda er þar að finna ástæðuna fyrir þvi, hve vanmáttugt kerfið er að takast á við þau viðamiklu afbrota- mál, sem fram hafa komið að undanförnu. Á það má minna, að samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og krata fór með yfirstjórn dómsmála, sem annarra mála i tólf ár. Allan þann tima var ekkert gert til að bæta ástandið og færa skipan þessara mála til nútimalegra horfs. Enginn þarf þó að efast um, að þá þegar var full þörf breyt- inga, og seinagangur kerfisins var þá þegar orð- inn flestum ljós. En þrátt fyrir það var það ekki fyrr en Fram- sóknarmenn tóku við yfirstjórn dómsmálanna, að hafizt var handa um að bæta ástandið. Og á sið- asta þingilagði dómsmálaráðherra samtals fram fjölmörg frumvörp, en áhugi og atorka þing- manna var ekki meiri en svo, að einungis eitt þeirra var afgreitt frá alþingi. Þegar á fyrsta degi þessa þings lagði dóms- málaráðherra aftur fram frumvarpið um rann- sóknarlögreglu rikisins ásamt tveimur fylgi- frumvörpum. Þessi frumvörp hafa verið endur- Framhald á bls. 19. Kynning á ungu framsóknarfólki „Leggja ber aukaskatt á innfluttan varning og auka eftirspurn á ísl. framleiðslu" — segir Kristján B. Þórarinsson S(J nýbreytni verður tekin upp á SUF-siðunni í vetur, að birt verða viðtöl við ungt franisóknarfólk. Fyrsta við- talið af þessu tagi áttum við nýverið við Kristján B. Þórarinsson. Kristján er 31 árs að aldri og starfar i utan- rikisráðuneytinu i Reykja- vik. Hann er fæddur á ísa- firði og uppalinn i Reykja- vik, en flutti fyrir nokkrum árum i Mosfellssveit, þar sem hann gegnir mörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Fer viðtalið hér á eftir: — Hvaö leiddi til þess, að þú hófst afskipti af stjórnmálum, og hvað olli þvi að þú valdir Framsóknarfiokkinn umfram aðra stjórnmálaflokka? — Þessari spurningu er frek- ar auðsvarað af minni hálfu. Frá þvi að ég man eftir hef ég verið að vasast i einhvers konar félagsmálum. t.d. var ég i K.F.U.M. þegarég var drengur, og svo var ég i skátahreyfing- unni þegar ég hafði aldur til. Ég held meira að segja að það hafi verið fyrsta félagið, sem ég hafði afskipti af. Ég gekk i Knattspyrnufélagið Þrótt, sem þá hafði völl vestur á Grims- staðaholti, en það átti ekki fyrir mér að liggja að verða iþrótta- maður. Ég er elztur af 12 syst- kinum, þannig að ekki var mik- illtimi tilleikja. Oft var litið um aura á minu heimili, og varð ég að fara að vinna strax og ég ga t. 9 ára gamall fór ég að vinna hjá Tryggva Ófeigssyni á Kirkjusandi. Mér er það minnisstætt, aðþegarégkom og bað um vinnu þá var mér strax neitað, en rétt i þvi að ég var að fara þá kom Tryggvi að, og tók mig tali. Þegar hann heyrði, að ég var elztur systkina minna, sem þá voru 7 talsins fékk ég vinnuna strax. Ég fór 15 ára til sjós, og var við sjómennsku til 24 ára aldurs, en á þeim tima gat ég ekki skipt mér af félags- málum. Það er um þær mundir sem ég kem i land, að ég fæ mikinn á- huga á stjórnmálum. Það þarf ekki að orðlengja það, að um þriggja ára skeið var ég í for- ystusveit ungra Framsóknar- manna i Reykjavik, gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. um tima gjaldkeri og siðar varaformaöur F.U.F. Ég flutti svo i Mosfellssveitina og hætti þess vegna afskiptum af pólitik i Reykjavik, en sneri mér að fé- lagsmálum i Mosfellssveit. Ég tók þátt i, ásamt nokkrum öðr- um félögum minum, að stofna Framfarafélag Mosfellinga og var varaformaður i stjórn þess félags um skeið. Siðar unnum við aö endurvakningu karla- kórsins Stefnis i Kjósarsýslu, og er ég formaður hans nú. Einnig er ég i stjórn Framsóknarfélags Kjósarsýslu, en á vegum þess hef ég haft með höndum rit- stjórn Framsóknarblaðs Kjós- arsýslu. Einnig veiti ég forystu U.M.F. Vikverja i Reykjavik, semervaxandi ungmennafélag, svo þú mátt vera viss um að ég hef gaman af að vera i félags- málum. T.d. var ég um tima i varastjórn Póstmannafélags ts- lands. Þú spyrð af hverju ég hafi valið Framsóknarflokkinn. Þvi ertil að svara, að þegar ég gerði það upp við mig I hvaða flokk ég gengi, reyndi ég eftir megni að kynna mér stefnu þeirra og bar- Kristján B. Þórarinsson. áttumál. Eftir nokkra umhugs- un varð Framsóknarflokkurinn ofaná, og einfaldlega vegna þess, að baráttumál hans sam- ræmdust bezt skoöunum min- um. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi landbúnaðar, og t.d. hefur stefna Framsóknar- flokksins i dreifbýlismálum og landbúnaðarmálum heillað mig. Einnig er hann öfgalaus og miðar skoðanir sinar við is- lenzkar aðstæður, án þess að vera að eltast við einhver úrelt „ismakerfi”, sem löngu hafa gengið sér til húðar, og hafa sannað það svo ekki er um að villast, að lýðræði verður ekki komið á, þar sem slikir ismar hafa verið til staðar. Framsóknarflokkurinn er rammislenzkur og minnir á þá sem börðust fyrir sjálfstæði ts- lands fyrr á öldum. — Hverjir eru mikilvægastir málaflokkar i þinu byggðar- lagi? — Það eru nú fyrst og fremst simamál, en þau eru f algerum ólestri. Hygg ég, að það væri farið að heyrast i Kópavogsbú- um og Hafnfirðingum, ef þeir þyrftu að hringja um það bil 20 sinnum til Reykjavikur áður en þeir næðu sambandi. Simamál hafa verið og eru þau mál, sem einna brýnast er að fá bætur á. Nú, vegamál mættu vera i betra ásigkomulagi hér i hreppnum. Okkur vantar slökkvilið. Hér er ekki einu sinni til slökkvibill, og kvikni i þá tekur um 20 min. að fá slökkvibil úr Hraunbæ i Mos- fellssveitina. Það er staðreynd, að allir húsbrunar hér i sveit hafa brunnið svo að segja til enda. Ég held að þetta sé það sem er mest aðkallandi nú, en það er ýmislegt fleira, sem hægt væri að tiunda hér ef tækifæri gæfist til. — Finnst þér þáttur kven- fólks i félagsmálum minni en karla og ef svo er, hvað er þvi til bóta? — Ég hef starfað að félags- málum i minu byggðarlagi um nokkurt skeið og verð að segja að mér finnst þáttur kvenfólks i félagsmálum sérstaklega góður hér i Mosfellssveit, og veit ekki hvort annars staðar er um betri þátttöku þeirra að ræða. t kring um mig er alls staðar starfandi kvenfólk i félagsmálum. Þær mættu að visu vera fleiri á þingi, en raun er á. Ég held að kvenfólk spjari sig bara vel, það þarf ekki að reka á eftir þvi, þær passa vel upp á sitt, og ef eitt- hvað er til úrbóta, þá snýr það helzt að karlmönnum. — Hver er skoðun þin á stjórnarsamstarfinu? — Þegar vinstri stjömin fór frá varð ég fyrir vonbrigðum eins og fleiri. Ef hún hefði haft gæfu til að standa að efnahags- tillögu Ólafs Jóhannessonar væri islenzkt þjóðlif miklu betra idag, en ég er þeirrar skoðunar nú, að eftir það sem þá gekk á og úrslit siðustu kosninga, þá hafi ekki verið um annað að ræða en að fara i samstarf með Sjalfstæðisflokknum. ■ Framsóknarflokkurinn hafði enga möguleika til að gegna ábyrgu stjórnmálastarfi öðru- visi. Ég held, að enginn stjórn- málaflokkur hafi samt lagzt eins lágt og Sjálfstæðisflokkur- inn þegar hann samþykkti svo tillögur Ólafs Jóhannessonar i efnahagsmálum, sem hann hafði þó verið á móti áður. Ef hann hefði samþykkt efnahags- frumvarp ólafs Jóhannessonar er hann var forsætisráðherra, þá hefði farið á annan veg, en miklu er fórnað fyrir ráðherra- stóla — jafnvel þjóðarhag, —ef von er um að ná völdum. — Eru tengslin milli Framsóknarflokksins og Sam- vinnuhreyfingarinnar nægilega mikil að þinu mati? — Nei, ég er sannfærður um það, að sú gjá, sem rikir þar á milli, hefur aldrei verið meiri en nú, og þvi geta tengslin ekki verið nægilega mikil. Ég hygg þó, að fiokkurinn eigi þar lfka nokkra sök á. — Kristján , hvað er að þlnu mati brýnasta verkefni rikis- stjórnarinnar i dag. — Ég er á þvi að ekki verði komizt hjá þvi að gera eitthvað mikið i efnahagsmálum, eins og t.d. að leggja aukaskatt á inn- fluttan varning og auka þar með eftirspurn á islenzkri fram- leiðslu. Þá er það skoðun min að dómsmálin þurfi mikilla endur- bóta við. Auka þarf traust al- mennings á stjórnmálamönn- um. Fáir þingmenn segja hingað og ekki lengra vegna hræðslu um að tapa atkvæðum, eða vellaunuðu starfi, eða þá eiga á hættu að fá einhverja kritik um að þeir séu ihalds- samir og standi á móti framför- um. Ég tel kjarkleysi þing- manna og þekkingarleysi þeirra á almennu atvinnulifi sé of mikiö. Ef svo væri ekki, þá væri pólitik miklu ábyrgari i stað þess að vera ævintýrapólitik at- vinnusportmanna. Skattakerfið þarf endurbóta við. Óréttlætið gagnvart þegnum þjóðfélags- ins, er tslendingum tií skamm- ar. T.d. málefni gamla fólksins, álög á það eru forsmán i þeirri mynd sem nú er. Gamla fólkið verður að fá að vera skattlaust — allt að einni milljón. Það nær ekki nokkurri átt, að það skuli vera þrælar rangláts skatta- kerfis. Ef þetta yrði tekið til meðferðar á Alþingi tslendinga og brotið til mergjar af þjóö- kjörnum mönnum, sem eru kosnir til að fara með landsmál- in i stað þess að láta embættis- menn stjóma gjörðum sinum og hlaupa þannig undan ábyrgð- inni, þá væri islenzku lýðræði vel borgið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.