Tíminn - 15.10.1976, Qupperneq 9

Tíminn - 15.10.1976, Qupperneq 9
Föstudagur 15. október 1976 TlMtNN 9 Wwfam* Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri: Steingrímur GíslasoiyRitstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Áskorun iðnaðarins til alþingismanna Meðal þeirra höfuðmála, sem Alþingi mun fjalla um að þessu sinni, er staða iðnaðarins i þjóðarbúskapnum. Þegar gengið var i Friverzlunarbandalag Evrópu og siðar gerður viss friverzlunarsamningur við Efnahags- bandalag Evrópu, var iðnaðinum heitið að honum yrði búin sambærileg aðstaða og erlendum keppinautum áður en aðlögunartim- anum svonefnda væri lokið. Þetta hefur enn ekki verið efnt, og eiga allar þær þrjár rikis- stjórnir, sem farið hafa með völd siðan gengið var i Friverzlunarbandalagið sök á þvi. Fyrir- sjáanlegt er, að þetta verður ekki gert áður en aðlögunartimanum lýkur. Þvi er eðlilega komin fram sú krafa af hálfu iðnaðarins, að samið verði um það við bandalögin að fram- lengja aðlögunartimann og þannig gefist nokkuð lengri timi til að styrkja samkeppnis- stöðu iðnaðarins. í bréfi, sem öllum alþingismönnum hefur borizt frá Islenzkri iðnkynningu, er vikið að þessu máli á athyglisverðan hátt. Bréf þetta er undirritað af Birni Bjarnasyni, formanni Landssambands iðnverkafólks, Davjð Sch. Thorsteinssyni, formanni Félágs isl. iðnrek- enda, Eysteini Jónssyni, formanni Sambands isl. samvinnufélaga og Sigurði Kristinssyni, formanni Landssambands iðnaðarmanna. í bréfinu er bent á, að eigi islenzkur iðnaður að vérða fær um að taka við þúsundum manna i ný störf á komandi árum, verði hann að búa við sömu kjör og erlendir keppninautar. Mikið skorti nú á að svo sé^Siðan segir i bréfinu: ,,Til þess að svo sé þarf m.a. að fella niður aðflutningsgjöld af öllum aðföngum iðnaðarins og annað hvort breyta söluskattslögunum þannig, að þau hygli ekki beinlinis innfluttum vamingi og dragi úr möguleikum á útflutningi, eins og nú er, eða taka upp nýtt kerfi. Við viljum ennfremur benda á að auk þess sem islenzkur iðnaður býr við mikinn rekstrar- fjárskort greiðir hann að meðaltali miklum mun hærri vexti af rekstrarlánum en aðrir framleiðsluatvinnuvegir og hærri vexti en erlendir keppinautar. Iðnaðurinn verður að fá að njóta möguleik- anna á lágu rafmagnsverði hérlendis og má ekki þurfa að greiða rafmagnið hærra verði en tiðkast i helztu viðskiptalöndum okkar. Meðan búið er við þessi skilyrði er erfitt um vik með framfarir i iðnaði, enda er vöxtur islenzka iðnaðarins alltof litill miðað við þarfir þjóðfélagsins. Island má ekki verða láglaunasvæði. Með þvi að láta islenzkan iðnað njóta sanngirni verður skapaður grundvöllur betri kjara.” Að lokum er svo bent á, að óhjákvæmilegt sé að sækja um lengri aðlögunartima að Efta og samningi við EBE vegna þess, hve dregizt hefur að gera aðstöðu islenzks iðnaðar sam- bærilega við erlenda keppinauta. Tvimælalaust er hér fjallað um eitt mikil- vægasta málið, sem Alþingi fær til meðferðar að þessu sinni. Það má ekki lengur dragast að sinna málum iðnaðarins af alvöru og festu, eins og gerzt hefur undanfarna áratugi. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Nordli hefur aukið fylgi flokks síns Flokkurinn myndi sigra, ef kosið væri nú Ef kosið hefði verið nú og úr- slitin orðið i samræmi við Gallupkönnunina, hefðu Glistrupar misst öll þingsæti sin, fjögur talsins, en Hægri flokkurinn bætt við sig fimm þingsætum og fengið 34. Kristilegi flokkurinn heföi tapað einu og fengið 19, og Miðflokkurinn tapaö einu og fengið 20. Flokksbrotin úr Vinstri flokknum gamla hefðu tapað einu og fengið 2. Sósialiski vinstri flokkurinn hefði tapað 13 þingsætum og fengið 3. Verkamannaflokkur- inn hefði bætt við sig 15 þing- sætum og fengið 77. ÞAÐ ER huggun borgarlegu flokkanna, að næstum ár er eftir til þingkosninganna og margt getur gerzt á þeim tima. Viss hætta sé fólgin i þvi fyrir Nordli að hljóta vinsæid- ir strax i upphafi stjórnarfor- ustu sinnar, þvi að slikt geti oft breytzt. Þvi sé hins vegar ekki að leyna, að sá áróður Verkamannaflokksins, að borgaralegu flokkarnir myndu illa geta unnið saman, hafi borið árangur, en milli þeirra innbyrðis er verulegur ágreiningur, þar sem Hægri flokkurinn er annars vegar, en miðfiokkarnir hins vegar. 1 allmörgum kjördæmum er nú unnið að þvi, að miðflokkarnir allir, þ.e. Miðflokkurinn, Kristilegi flokkurinn og flokksbrotin úr Vinstri flokkn- um, hafi með sér kosninga- bandalag, en slikt er hægt, þótt þeir bjóði fram sérstak- lega. Rétt er að geta þess, að könnunin i september mun hafa farið fram að verulegu leyti áður en úrslit sænsku kosninganna uröu kunn. Ekki er ótrúlegt, að það geti haft einhver áhrif á kosningarnar i Noregi næsta haust, hvernig stjórnarsamstarfi borgara- legu flokkanna i Sviþjóð vegnar. Þ.Þ. Kare Willoch, aðalleiðtogi Hægri flokksins ÞVI var spáð af mörgum, að þaö myndi tæplega gefast norska Verkamannaflokknum vel, aðskipta forustu flokksins milli tveggja manna, þegar Bratteli léti af henni. Þetta varð þó niðurstaöan, þar sem ekki náðist samkomulag um annað. Reiulf Steen var kosinn formaður flokksins, en jafn- framt ákveðiö, að Oddvar Nordli yrði forsætisráöherra, þegar Bratteli léti af þvi starfi. Þetta var eins konar sátt milli hægri manna I flokknum, sem studdu Nordli, og vinstri manna, sem studdu Steen. Fyrst I stað bentu skoðanakannanir til þess, að kjósendur litu þessa tviskipt- ingu með tortryggni, en smám saman fór þetta að breytast, einkum þó eftir að Nordli varð forsætisráðherra rétt eftir sið- ustu áramót. Samkvæmt skoöanakönnun Gallups, sem fór fram i desember 1975, hefði Verkamannaflokkurinn fengið 38% af atkvæðamagn- inu, ef kosið hefði verið þá, en hann fékk 35.3% i þingkosn- ingunum 1973 og 38.5% i héraösstjórnarkosningunum 1975. Siðan Nordli tók við stjórnarforustunni viröist fylgi flokksins hafa sivaxið. Samkvæmt könnun Gallups var það komið upp i 42.8% i april og samkvæmt septem- berkönnuninni var það komiö upp i 44.9%. Ef kosið hefði ver- ið i siðasta mánuði og úrslitin orðið i samræmi við niðurstöö- ur Gallups, hefði Verka- mannaflokkurinn fengiö fleiri þingmenn kjörna en borgara- legu flokkarnir samanlagt. Hann hefði fengiö 77 þingmenn kjörna, en borgaralegu flokkarnir 75. Sósialiski vinstri flokkurinn hefði verið lóðið á vogarskálinni með 3 þingmenn, en litil hætta væri á þvi, að hann þyröi að ganga til liðs við borgaralegu flokkana undir þessum kringumstæð- um. Rikisstjórn Verkamanna- flokksins hefði orðið stórum öruggari I sessi en hún er nú. ÞESSI niðurstaöa septem- berkönnunarinnar hefur að vonum vakið mikla athygli i Noregi. Foringjum borgara- legu flokkanna lizt eðlilega ekki á blikuna, ef þessu heldur áfram, þar sem sigurvonir þeirra hafa þótt sæmilegar fram að þessu, sökum hins mikla taps Sósialistaflokksins. Það fylgi, sem Verkamanna- flokkurinn hefur bætt við sig siöan Nordli varð forsætisráð- herra, er að mestu leyti unnið frá borgaralegu fiokkunum. 1 Steen og Nordli desemberkönnuninni 1975 fékk Hægri flokkurinn 22.2%, en fékk I septemberkönnuninni nú 21%. Kristilegi flokkurinn fékk i desemberkönnuninni 13.6%, en fékk 11% i septem- berkönnuninni. Miðflokkurinn fékk i septemberkönnuninni 11.5%, en fékk nú 11.3%. Flokksbrotin úr Vinstri flokknum gamla lækkuðu úr 5.8% samanlagt I 3.9%. Þá minnkaði fylgi Glistrupista úr 2.3% I 0.9%. Eini flokkurinn, sem ekki hafði misst fylgi, heldur staðið i stað var Sósíal- iski vinstri flokkurinn. Hann fékk 5.1% i bæði skiptin. I þingkosningunum 1973 fékk hann 11.2% atkvæöanna og hefur þvi tapað miklu fylgi. I kosningunum 1973 fékk Hægri flokkurinn 17.4% at- kvæðanna og hefur hann ber- sýnilega heimt talsvert af þeim kjósendum, sem þá kusu Glistrupista. Kristilegi flokk- urinn fékk þá 12.2% og Mið- flokkurinn 11%. Flokksbrotin úr gamla Vinstri fiokknum fengu þá samanlagt um 7%.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.