Tíminn - 15.10.1976, Qupperneq 11
10
TÍMINN
Föstudagur 15. október 1976
Föstudagur 15. október 1976
TÍMINN
11
Orðio
oq trúin
bókmenntir
Þaö er einkenni á tslending-
um, aö þeir eru áhugamenn um
sögur og frásagnir, en gera sér
litiö far um skýringar og rök-
semdir. Aö mörgu leyti er þetta
skemmtilegur þjóöarkostur, en
þvi er þó ekki aö leyna, aö
böggull fylgir skammrifi og
mætti nefna um þaö mörg
dæmi. Nú vilja tslendingar
langflestir kristnir kallast, en
hafa þó lengi sýnt röksemdum,
vandamálum og jafnvel alvöru
kristninnar áhugaleysi um leiö
og þeim er fátt kærara umræöu-
og lestrarefni en dulrænar frá-
sagnir, ófreskigáfur og ein-
staklingsbundin trúarreynsla og
skynjun. Þessu ber ekki sizt
vitni sá mikli fjöldi misgóöra
bóka, sem út er gefinn um slik
efni, og hlýtur góöar viötökur.
Þetta misgengi i trúaráhuga
þjóöarinnar er til vansa. Kristn-
in er grundvallarþáttur i menn-
ingu okkar og sögu og full
ástæöa tilþess, aö menn geri sér
sem skýrasta grein fyrir hon-
um. Og kristnin er engin tæpi-
tunga eöa vafamál, sem þarf aö
vefjastfyrir fólki. Kristna menn
hefur löngum greint á um ýmis
trúarefni, og með hörmulegum
afleiöingum, en fyrir hendi eru
rökvislegar og skilmerkilegar
greinargerðir og skýringar á
ágreiningsefnunum. Engin trú-
arreynsla og dulskynjun getur
veriö harla vafasamur mæli-
kvaröi, enda þau öfl margvis-
leg, sem hafa áhrif á manninn
og hugrenningar hans. Það er
alkunna, aö ýmis aökeyptur og
heimaspunninn varningur hefur
verið keyptur á markaöi hér
sem kristinn dómur, og veit sú
stefna út I hafsauga. Meö
þessum oröum er ekki veriö aö
lasta þenna varning I sjálfu sér,
en dregið I efa, að vörumerkin
séu alltaf rétt eða nákvæm.
Þvl er einu sinni þannig fariö,
að mönnunum var ekki fyrir-
hugaö aö ákveöa vilja Skapar-
ans eftir draumsýnum eða geö-
þótta. Draumar og hugsýnir eru
ekki mælistika á kristna trú,
hvaö þá þau hyggindi, sem I hag
koma hverjum og einum, eöa
auka á þægindakennd hans,
heldur hefur Orö hins hæsta
verið opinberaö mönnunum,
þessu Oröi ber að lúta. vilji
menn kenna sig við Krist. Sú
bók er þvi mikil aufúsa, sem
flytur greinargóðar skýringar
og hugleiöingar um röksemdir,
vandamál og einkenni kristinn-
ar trúar, og sú bók á mikið
erindi viö þá Islendinga, sem af
alvöru vilja reyna aö gera sér
grein fyrir hinum hinztu rökum.
Nýlega kom út bók um þessi
efni: Oröið og trúin, trúfræöi-
þættir, eftir sira Einar Sigur-
björnsson dr. theol., prest til
Reynivallaþinga i Kjós. Bókin
er stutt og mjög skilmerkilegt
yfirlit um ýmis þau efni, sem
hér hefur verið vikiö aö. 1 for-
’mála segir, aö bókin sé aö stofni
tilerindi, sem sira Einar fhitti á
námskeiöi i Lýöháskólanum i
Skálholti sumariö 1975, og ber
efnismeöferðin merki þess,
samþjöppuö og hnitmiöuö.
Bókin skiptist i nokkra kafla,
en efnislega má segja, aö hún
skiptist i þrjá meginhluta. í
fyrsta hluta ræöir um kirkjuna
og prestsembættiö frá sögulegu
og trúarlegu sjónarmiði, og er
þarsérstaklega gerö grein fyrir
lútherskum skilningi. í öörum
hluta er fjallað um nokkur
mikilvægustu trúar- og játning-
aratriöi kristinna manna fyrr og
siöar og rakið hvern skilning
lútherskir menn hafa lagt I þau.
Loks fjallar siöasti hlutinn um
helgisiöu og sögu þeirra i þjóö-
kirkjunni.
I þessu stutta ritier komiö af-
skaplega viöa viö, og er þess
ekki kostur aö nefna nema örfá
atriöi, sem vafalaust er, aö fjöl-
margir hafa áhuga á aö kynna
sér. — Hvers konar vald er
mönnunum gefiö til aö túlka og
skýra orð Drottins, og hvaö er i
þvi sambandi „evangelisk trú”,
trú sem miöast alfariö viö ritn-
inguna? Hver er hin stríðandi
trú: kristnin andspænis illsku,
böli og eyöingu? Hvern skilning
leggja lútherskir menn i sam-
bandið milli breytni og endur-
lausnar, milli lögmáls og
fagnaðarerindis? Felur trúar-
játningin I sér einhverja til-
tekna heimsmynd, heimspeki-
kerfi eða náttúruvisindalega
kennisetningu? Hvaö er „frjáls-
lynd” trú, sem svo mjög er
gumaö af i þessu landi? Er unnt
aö finna hjálpræöi utan kirkj-
unnar? Getur kirkja, sem er trú
köllun sinni, þjónaö rikinu eöa
gerzt handbendi valdsins?
Getur þaö átt sér staö, að Guö
hafi hafnað kirkju sinni og velji
afneitara sér til liös viö aö bæta
þjóöfélagið og heiminn, aö Hann
teljikirkjunaónýta tilliöveizlu?
Hér hafa aðeins veriö nefndar
fáar af þeim spurningum sem
höfundur varpar fram og reynir
að finna svör viö. Hann kemst
að þeirri niöurstööu, aö kirkjan
hafi gagnrýnisskyldu aö gegna i
þjóöfélaginu, hún geti ekki veriö
niutlaus áhorfandi og þvi siöur
auðsveip þeim, sem meö völdin
fara. Hann bendir á þann mis-
skilning einstaklingshyggj-
unnar, aö dómur Drottins falli
yfir mönnunum á þann hátt, aö
einn hljóti dýrð og annar hel.
dómurinn veröi felldur yfir hinu
illa, yfir bölinu og illskunni
fremurer yfir einstaklingunum.
Og hann kemst svo að oröi, aö
hér á landi hafi tiökazt „fýlu-
legur” kristindómur án arid-
vara af dóminum — og þar meö
án vonarinnar.
öll framsetning sira Einars er
ljós og skýr. Hún ber vitni þeim
vUja hans að láta öll sjónarmiö
og kenningar njóta sannmælis
um leið og hann beitir þær
skyldugri gagnrýni. Þarinig
fjallar hann um fjölmörg atriöi,
sem hafa verið umdeild á
liönum árum og liöandi stund,
og reynir aö vega þau og meta i
ljósi þekkingar og röksemda.
Meö þvi aö hann er öfgalaus
maður og sanngjarn, getur hann
þetta, þó aö hann dragi enga dul
á eigin afstööu sina. Mannlegt
vit og skynsemi er ekki æðsti
dómur um trúarefni, heldur
opinberaö orö Drottins. Og þaö
er ekki unnt aö slá af þvi þaö,
sem er óþægilegt, andstætt tizku
eöa mannlegum skilningi og
þekkingu eins og hún er á
hverjum tima. En menn veröa
aöihuga boöskapinn og gera sér
hann ljósan, forðast rangtúlkun
og útúrsnúninga, en leita aö
réttum skilningi á honum. öll
mannleg rök eru takmörkum
háö, vekja spurn og vafa og búa
yfir eigin vandamálum, og sira
Einar bendir einnig á ýmis þau
vandamál, sem hin lútherska
trúarafstaða og skilningur eiga
við að glima.
Bókin Oriöiö og trúin er
fagnaðarefni á islenzkum bóka-
markaöi. Hún er ekki auglýst og
mun óviöa til sölu annars staöar
en i verzluninni Kirkjufelli við
Ingólfsstræti, þvi er þessi grein
skrifuð, til þess aö vekja á bók-
inni athygli. Hún á fullt erindi
viö Islenzka lesendur.
Jón Sigurösson
Ingólfur Daviðsson:
LITIÐ í DÖNSK BLÖÐ
mun nú vera til athugunar i
Danmörku.
Hér hefur fyrirtækiö Norsk
Hydro boriö á góma nýlega i
sambandi viö hugsanlega bygg-
ingu álvers viö Eyjafjörö og þá
helzt i verzlunarstaönum forna,
Gáseyri, skammt frá Hörgárós-
unum. Mengunarhætta hefur
jafnan þóttmikilfrá álverum og
verst þar sem loft er tiltölulega
kyrrt, svo sem i dölum og innar-
lega i fjörðum. Hafa m.a. Norð-
menn oröið þess illilega varir
heima hjá sér, og af spunnizt
miklar deilur og umræöur.
Móöa frá verksmiöjum berst
langt, af þvi hafa t.d. Akureyr-
ingar nærtæka reynslu frá tiö
reksturs sildarmjölsverksmiöj-
unnar i Krossanesi (og á Dag-
veröareyri). Þykk móöan
(ýldubrælan) barst jafnan yfir
bæinn og langt fram I Fjörö þeg-
ar hafgola var, en hún er oft
daglegur atburöur viö Eyja-
fjörð.NúsegjaNorömenn (ef ég
hef skiliö fréttina rétt) aö meng-
un frá þeirri fyrirhuguöu verk-
smiðju veröi aðeins 5% af
menguninni i Straumsvik,
vegna annarrar og þá betri
vinnsluaöferðar. Gott ef satt
reynist, en sliku ber þó jafnan
að taka meö varúö og leita meiri
upplýsinga. Sé mengunin i
Straumsvik svona miklu meiri,
sýnir þaö glöggt aö illa hefur
veriö aö málum staöiö og ærin
ástæöa til skjótra umbóta þar.
I ráöi mun vera aö láta fram
fara rannsóknir á mengunar-
hættu i sambandi viö hugsan-
lega álverksmiöju nyröra, enda
væri annaö glapræöi. En rann-
saka þyrfti lika skilyröi utar
meö firöinum, t.d. á Hjalteyri,
sildarplássinu gamla, þar sem
hús og fleiri mannvirki grotna
niður ef ekki er að gert.
II.
Þurrkur þar, bleyta hér!
Sumariö 1976 er taliö þurr-
asta sumar, sem sögur fara
af I Danmörku og hiö
næstsólrikasta. Meöalúrkoman
aöeins fjóröungur þess sem
venjulegter, (50mm I staö203) i
júni, júli og ágúst. Þó var þetta
nokkuö misjafnt eftir landshlut-
um. A austanveröu Fjóni „fyllti
úrkoman varla fingurbjörg”
sönglaöi fjörlegur Fjónbúi. Sér-
lega slæmt var lika ástandiö á
Suöur- og Miöjótlandi. Barr-
önnur lönd. Bændurnir virðast
hafa veriö máttarstólpar þjóö-
félasins.
A myndunum gefur aö lita til-
raunamyllu Poul la Cour i
Askov á Jótlandi. Taliö er aö til-
raunir hans meö ýmsar geröir
vindmylluvængja hafi komið
hönnuöum flugvélavængja að
verulegu gagni. Hér á landi
voru áður allmargar kornmyll-
ur, aðallega til aö mala rúg i
brauö og grauta. En það voru
vatnsmyllur viöast. Er mér i
barnsminni ein slik við bæjar-
lækinn á Ytri-Reistará. Þaö er
afturför aö flytja inn finmalaö
mjöl, oft gamalgeymt og bland-
aö misjafnlega hollum
geymslulyfjum. Kornmölun
innanlands þarf aö aukast.
Litum á húsamyndirnar. Það
er fróölegt að bera saman vík-
ingaaldarhús, gamlan stráþakt-
an bóndabæ og annan nýlegan,
hlaöinn úr múrsteinum, og með
skiögarði fyrir framn.
Hafmeyjan á Löngulinu i Höfn
er frægt listaverk.-Vitiö þiö aö
höfundur hennar á ættir sinar aö
rekja bæöi til Danmerkur og Is-
lands?
Tilraunavindmylla i Askov um aldamótin.
skógar tóku aö visna, grænt
graslendiö sviðnaöi og varö aö
fölri eöa gulri eyöimörk.
Kartöflugrös og rófnakál visn-
aöi og kornöxin ofþornuöu.
Margir uröu aö senda gripi sina
1 sláturhúsiö, eöa færa þeim
rándýran fóöurbæti út i hagann
um hásumariö.
Hin efri jarölög eru viöa gegn-
þurr, svo hætt er viö uppskeru-
bresti næsta sumar, nema
haustiö og veturinn veröi mjög
votviörasamur. Raki I jarölög-
um frá fyrri tima bjargaöi frá
algerum uppskerubresti I sum-
ar. Nú er jarðvegur viöa þurr 1-
2 metra niður. Notkun vatns
eykst lika hröðum skrefum, og
mikil framræsla undanfariö
gerir erfiöara um vik aö ná i
vatn, og efsta jarövegslagið þol-
ir minni þurrk af þeim sökum.
III.
Vindurinn tamiim. Vindmyll-
urhafa tiökazt um langan aldur
viða um lönd. En þegar ný
tækni, i sambandi við gufuafl,
oliu, gas og rafurmagn kom til
sögunnar, uröu vindmyllurnar
smám saman undir I sam-
keppninni. En nú er orka dýr
(sbr. oliuna) og menn þykjast
sjá fram á orkuskort i mörgum
löndum. Vindmyllurnar eru
komnar á dagskrá aftur þar
sem vindasamt er. Kári leggur
til orkuna og ekki fylgir nein
mengun eöa vandræöi meö úr-
gangsefni. I Danmörku t.d. er
nú mikil umræöa um þessi mál
og tilraunir i uppsiglingu. Um
aldamótin siöustu var hinn
frægi lýöháskólakennari i
Askov, Poul La Cour, brauðryðj
andi rannsókna i gerö og notkun
vindmylla. Poul var magister i
eðlisfræöi meö veðurfræöi sem
aöalgrein. Hann skrifar: „Þaö
blæs hressilega i Askov, við höf-
um aðeins 10 logndaga á ári!
Hvilikt afl er þaö, sem fer ó-
keypis yfir Askov — og raunar
allt landiö. — Getum viö ekki
beizlað vindinn á hagkvæman
hátt?” Poulla Courlétekki sitja
við oröin tóm heldur reisti til-
raunamyllu (sjá mynd) og hóf
miklar tilraunir. Ekki skal aö-
feröum hans og útreikningum
lýst hér, en látiö nægja aö geta
þess aö viö andlát hans 1908
voru komnar 30 vindmylluknún-
ar rafstöövar i Danmörku. En
þegar til átti að taka aö beizla
vindinn i stórum stil i Dan-
mörku og viðar, kom i ljós aö
ódýrara var þá oröiö aö nota
disilmótora og háspennustööv-
ar. Vindmyllum fækkaöi óöum.
Þærvoru aö visu notaöar á nýj-
an leik I striöinu 1914-1918, en
siöan kom afturkippur á ný. I
Danmörku voru 25 myllur i
notkun áriö 1940, en þeim f jölg-
aöi i heimsstyrjöldinni og voru
orönar 187 áriö 1943. En sföan
Bóndabær á Mors i Danmörku 1975.
Gamall stráþakinn suöurjózkur bóndabær
Vikingabóndahús frá Trelleborg á Jótlandi
viö sum önnur lönd ella. Eggja-
framleiöslan er aö visu minni á
hænu hverja i þröngu búrunum
en hagnaður samt meiri vegna
þess aö vélvæðingu má betur
koma viö. Fóörun, brynning,
eggjatinsla, hreinsun, allt er
orðið vélavinna. Gólfið hallast
fram i rennu og velta eggin
þangaö sjálfkrafa. En hænunum
liöur varla vel. Þaö er svo
þröngt á þeim aö þær geta ekki
einu sinni teygt úr fótunum, né
þaniö vængi sína. En hreyfing
er þeim auövitaö eðlileg. Vönt-
un áruslitilað „höggva i” verö-
ur til þess aö hænsnin fara aö
hrista hausinn á sérkennilegan,
óeölilegan hátt. Svona búr eru
leyfö i hinum EFTA-löndunum
og er t.d. taliö aö um 60 milljón
búrhænsni séu i V-Þýzkalandi.
En mikið er um þetta deilt og
tala sumir um fangabúöahænsni
og fangabúöaegg (KZ hænur).
V.
Sumir vikingabændur bjuggu
vel. Fornleifarannsóknir i Dan-
mörku þykja sýna aö hinir efn-
aöri bændur á vikingatimanum
hafi búiö i húsum mjög svipuö-
um þeim er myndir af húsi i
hinni fornu Trelleborg sýnir.
Hafa sum húsin verið sem litlir
herragaröar, 40 metra löng,
gerð úr gildum. plönkum. Auk
þess forhöll (gildaskáli?) við
sum, stundum stærri en ibúöar-
húsiö. Leifar benda til allmikill-
ar akuryrkju og viðskipta viö
Litla hafmeyjan á Löngulinu I Kaupmannahöfn.
lagöist starfsemin nær alveg
niöur.
Nú segja tæknifræöingar aö
500 stórar vindmyllur gætu ann
að 10% af rafmagnsframleiðsl-
unni i Danmörku — og vind-
myllutilraunir eru aö hefjast
aftur þar I landi og viöar, t.a.m.
i Bandarikjunum. E.t.v. keppa
vindmyllur sums staöar viö
ýmsar aörar orkulindir I fram-
tiöinni.
IV.
Fangabúöahænsni.l dönskum
blööum var nýlega sagt frá
hænsnabúum á tveimur stööum
(Abenra og Brande) þar sem
séu um 30 þúsund hænsni á
hvoru búi i ótrúlega þröngum
búrum, en slik búr hafa veriö
bönnuö i Danmörku til þessa.
Ensumirviljalétta þvi banniog
segja danska eggjaframleiö-
endur veröa undir I samkeppni
I.
„Þaö er skylda min aö vara
viö hættum” er haft eftir lækni i
Skelsör i Danmörku, þegar
fréttist um áform tveggja risa-
fyrirtækja (þ.e. Norsk Hydro og
Sænsk Kemanard) aö reisa i fé-
lagi PVC verksmiöju þar á
staönum. Þessi fyrirtæki vilja
framleiöa árlega um 50 þúsund
tonn af plastefninu PVC. Um
þetta mál virðast æöi skiptar
skoöanir I Danmörku. Sumir
vilja strax gleypa viö tilboöinu
vegna atvinnu er af þvi mundi
leiöa, en atvinnuleysi er alvar-
legt vandamál þar I landi. Aörir
vilja fara aö öllu meö gát, eöa
lizt beinlinis illa á hugmyndina.
Eru þess háttar verksmiöjur
svo illa þokkaöar i Noregi og
Sviþjóö, aö þeir kjósi aö koma
sérheldur fyrirerlendis? spyrja
sumir. Fyrirtækin þverneita aö
súsé ástæöan, heldur vaki fyrir
þeim mikil notkun PVC i Dan-
mörku. En hvers vegna eru
menn hikandi i þessu máli? Or-
sökin er sú, aö plastefniö PVC er
framleitt af hættulega eitruöu
efni „Vinglclorid”, sem taliö er
aö geti orsakaö bæöi krabba-
mein og fósturskemmdir. Máliö