Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 82

Fréttablaðið - 21.11.2005, Síða 82
 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR38 FARÐU Á LEIKINN ...EÐA SPILAÐU HANN Í PSP! VIÐ BJÓÐUM ÞÉR OG VINI ÞÍNUM AÐ SJÁ CHELSEA • LIVERPOOL 6. DES. Á STAMFORD BRIDGE! SENDU SMS SKEYTIÐ JA VAS Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VIÐ SENDUM ÞÉR 2 SPURNINGAR. ÞÚ SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ JA A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900! VINNINGAR ERU • FERÐ FYRIR 2 Á CHELSEA-LIVERPOOL* • PSP TÖLV UR • PLAYSTATION2 TÖLVUR • FIFA 2006 [PSP] • PRO EVOLUTION SOCC ER 5 [PSP] • CHAMPIONSHIP MANAGER [PSP] • LJÓSATÍMAR Í LINDARSÓL • FULLT AF TÖLVULEIKJUM, KIPPUR AF COCA COLA OG FLEIRA *FERÐIN Á LEIKINN ER DREGINN ÚR ÖLLUM INNSENDUM SMS SKEYTUM OG NAFN VINNINGSHAFA VERÐUR BIRT Á WWW.GRAS.IS 2.DES 2005. VINNINGAR VERÐA AFHENTIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI, MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 149 KR/SKEYTIÐ SMS LEIKUR DHL-deild karla: ÍR-FRAM 32-38 (17-19) Mörk ÍR: Andri Númason 6, Hafsteinn Ingason 6/1, Ólafur Sigurjónsson 5/1, Ísleifur Sigurðsson 5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Tryggvi Haraldsson 3, Ragnar Helgason 2, Karl Gunnarsson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 24/1. Mörk Fram: Sergey Serenko 9, Jóhann Gunnar Einarsson 7, Þorri Björn Gunnarsson 6, Haraldur Þorvarðarson 6, Guðjón Drengsson 3, Sigfús Sig- fússon 2, Jón B. Pétursson 2/2, Sverrir Björnsson 1, Stefán Stefánsson 1, Gunnar Harðarsson 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 23/1, Magnús Erlendsson 1. HK-FH 29-26 Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/7, Remigijus Cepul- is 5, Elías Már Halldórsson 4, Maxim Shalimov 3, Brynjar Valsteinsson 3, Jón Gunnarsson 2. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17, Arnar Freyr Reynisson 7. Mörk FH: Valur Arnarson 8, Linas Kalauskas 6/2, Jón H. Jónsson 3, Daníel Berg Grétarsson 2, Finnur Hansson 2, Sigursteinn Arndal 2, Pálmi Hlöðvers- son 1, Heiðar Arnarson 1, Hjörleifur Þórðarson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 17. STAÐA EFSTU LIÐA: VALUR 10 8 0 2 310-274 16 FRAM 11 7 2 2 301-284 16 HAUKAR 8 6 1 1 241-215 13 Þýska úrvalsdeildin: MAGDEBURG-NORDHORN 32-27 Sigfús Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Magde- burg en Arnór Atlason komst ekki á blað. MINDEN-GROSSWALLSTADT 27-29 Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 9/2 mörk fyri Minden. Einar Hólmgeirsson skoraði 2 fyrir Gross- wallstadt og Alexander Petersons var með 12/7. Iceland Express-deild kvk: BREIÐABLIK-KR 66-71 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Fréttablaðið vann örugg- an, og óvenju glæsilegan, sigur á Fjölmiðlamótinu sem fram fór í gær. Á leiðinni í úrslitin lagði Fréttablaðið lið Stöðvar 2, Morg- unblaðsins, Blaðsins og finna.is. Í úrslitum mætti Fréttablaðið liði Stöðvar 2 öðru sinni og Ívar Guðmundsson kom Stöð 2 yfir en það var fyrsta, og eina, markið sem Fréttablaðið fékk á sig á mót- inu. Stöð 2 var ekki lengi í parad- ís því Árni Þór Sævarsson jafn- aði leikinn skömmu síðar og Jón Skaftason tryggði Fréttablaðinu síðan verðskuldaðan sigur með stórglæsilegu marki en Jón fór á kostum í mótinu og skoraði sex mörk í öllum regnbogans litum. Fjölmiðlamótið í knattspyrnu: Glæsilegur sigur hjá Fréttablaðinu LANGBESTIR Sigurlið Fréttablaðsins. Efri röð frá vinstri: Árni Þór Sævarsson, Pétur Atli Lár- usson, Jón Skaftason, Freyr Bjarnason og Þorsteinn Eyfjörð Jónsson. Neðri röð frá vinstri: Trausti Hafliðason, Teitur Jónasson, Jón Kaldal fyrirliði og Ingi Freyr Vilhjálmsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HANDBOLTI „Ég er rosalega ánægð- ur með sigurinn. Við spiluðum alveg fantavel, sóknarleikurinn var fjölbreyttur og við gerum sæg af mörkum í öllum regnbog- ans litum. Mér fannst varnarleik- urinn ekki alveg nægilega góður til að byrja með en svo kom hann svo um munaði í síðari hálfleik og var ofboðslega sterkur og þá kom markvarslan líka og Petkevicius var stórkostlegur í síðari hálf- leiknum,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson þjálfari Fram eftir leik- inn. Petkevicius lokaði markinu á köflum og varði 23 skot en Sergey Serenko komst loksins á flug og skoraði níu mörk og Jóhann Gunn- ar Einarsson sjö. „Það er ekkert auðvelt að vinna ÍR hérna á þeirra heimavelli, þeir eru með sterkt lið og þess vegna erum við í skýjunum yfir því að ná sigrinum. Við töpuðum síðasta leik og gerðum jafntefli þar áður og því var þetta mjög mikilvæg- ur sigur. Við þurftum virkilega á báðum stigunum að halda og það tókst. Það var magnaður karakter í liðinu og andinn í hópnum er frá- bær, nú þurfum við bara að fylgja þessu eftir, við höfum burðina til þess. Við þurfum að nota hléið vel til að stilla saman strengina og bæta okkur,“ sagði Guðmundur að lokum. Hafsteinn Ingason var sínum gömlu félögum erfiður en hann skoraði sex mörk og var marka- hæstur ÍR ásamt Andra Núm- asyni. „Það er alltaf gaman að mæta gömlu félögunum en það er skemmtilegra að vinna þá. Þeir voru bara miklu betri en við á öllum sviðum, það er nokkuð ljóst. Við náum aldrei upp þeirri sterku vörn sem við höfum verið að spila í vetur og þetta var bara lélegt. Vörnin var líka slök í síðasta leik og er að eyðileggja þetta allt fyrir okkur. Við náum samt að halda hraðanum áfram og það er líklega það eina jákvæða við leikinn. Við erum að klára færin okkar illa og Petkevicius var að verja vel í markinu,“ sagði Hafsteinn við Fréttablaðið, súr í broti eftir leik- inn. - hþh Öruggur Framsigur á ÍR Framarar áttu ekki í erfiðleikum með að sigra ÍR í Austurbergi í gær en góður síðari hálfleikur var lykillinn að 38-32 sigri Fram. SERENKO SJÓÐHEITUR Úkraínumaðurinn Sergey Serenko vann loksins fyrir kaupinu sínu í gær og skoraði níu mörk í sigri Fram á ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HANDBOLTI Í Digranesi fór undar- legur handboltaleikur fram í gær. Heimamenn í HK unnu þá sigur á FH-ingum sem hentu frá sér sigrinum eins og um bolta hefði verið að ræða. Lokatölur 29-26 í leik sem FH átti að vinna. Það verður ekki sagt án þess að fegra sannleikann að fyrri hálfleikur hafi verið upp á marga fiska. HK var sterkari aðilinn framan af, en á lokaspretti fyrri hálfleiks náði FH góðum kafla og janfaði, 13-13. Það var ljóst að í seinni hálf- leik myndi hálfkák fyrri hálfleiks hverfa. HK-menn voru snöggir úr skotgröfunum og náðu fljótlega forskoti og tilfinning manns var sú að þeir væru komnir með pálm- ann í hendurnar. Svo gerðist það að FH-ingar komu sér úr skotgröfun- um sjálfir og með samhentu átaki náðu þeir forskoti, 22-25. Tilfinn- ingin breyttist í samræmi við það og undirritaður hélt að FH myndi ljúka þessu með sigri. Á lokamín- útunum hætti liðið svo að spila handbolta. Þeir hurfu í rykið af HK sem lét ekki bjóða sér ókeypis sigur tvisvar og gekk á lagið. HK vann lokakaflann 7-1. „Þetta er búið að gerast allt of oft hjá okkur í vetur. Við spilum vel í 50 mínútur og síðan gefumst við upp. Við héldum að þetta væri komið og við værum að vinna góðan sigur en síðan hrynur þetta. Ég bara skil þetta ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja,” sagði FH- ingurinn Daníel Berg Grétarsson gráti næst. - ghó Dapurt gengi FH hélt áfram í Kópavogi: FH henti frá sér sigrinum HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA VINUR? Það var hart tekist á þegar HK tók á móti FH í Digranesi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.