Tíminn - 26.10.1976, Síða 2

Tíminn - 26.10.1976, Síða 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 26. október 1976 erlendar fréttir Ford fer á kostum Ileuter, Portland. — Gerald Ford, Bandarlkjaforseti, var umsvifamikiil f kosningabar- áttunnif Bandaríkjunum I gær og hélt kosningafundi í fjórum fylkjum i vesturhluta Banda- rikjanna, áður cn hann flaug meir en tvö þúsund mitna vegaiengd (3.500 kflómetra) til Pittsburg I gærkvöldi. Honum veitir enda ekki af, þar sem tvær nýjar skoðana- kannanir sýna að áskorandi hans, Jimmy Carter, forseta- cfni demókrata, hefur enn for- ystuna i baráttu þeirra um forsetaembættið. Skoðanakönnun Time sýndi i gær aö Carter hefur fylgi 48 af hundraði kjósenda. cn Ford ckki nema 44 af hundraði, sem er allnokkuð, þótt það teljist ckki nægilegt til öruggs sig- urs, þar sem ákaflega stór hluti kjósenda cr óákvcöinn enn þá. Timaritið Newsweek birti I gær skoöanakönnun, sem náöi yfir öll fylki, cn niöurstöður hennar eru þær aö Carter hafi nægilcgt fylgi til að tryggja sér þrjú hundruð og átta kjör- menn, sem er þrjátiu fleira en þarf til aö ná kjöri til forseta- embættisins. Pundið enn á niðurleið Reuter, London. — Sterlings pundið féll enn gagnvart doll- ar á gjaldeyrismörkuðum I gær, að þessu sinni um sjö cent. Þegar markaðir lokuðu i gær stóð pundið i 1.5935 dollur- um. Þá var sterlingspundiö einn- ig lægra en nokkru sinni fyrr gagnvart vestur-þýzka mark- inu, franska frankanum og belgiska frankunum, auk nokkurra annarra gjaldmiðla. Jafnaöarfall sterlings- pundsins gagnvart öörum lciðandí gjaldmiðlum veraid- ar síöastliðinn fjögur ár, var i gærkvöld 47,6%, eftir aö hafa komist i 47.8% um hádegi I gær. Hefur þaö aldrei verið svo lágt áður. Sögusagnir ganga um þaö að alþjóðlegi gjaldeyrissjóö- urinn og Bandarikin vilji koma sterlingspundinu niður i 1.5 dollara til þcss aö hjálpa útflutningi Brcta fram á veg. Metframleiðsla á korni í Sovét? Reuter, Moskvu. — Leonid Brezhnev, formaður sovc/ka kommúnistaflokksins, sagði I gær aö kornframleiösla I Sovétrikjunum gæti vel oröiö meirien nokkru sinni fyrr, eöa yfir 222.5 milljón tonn. Sagöi hann að þegar heföi uppskeran náö þvi að verða 216 milljónir tonna, scm er næst mesta ársframleiösla I Spvét til þessa. ] — Uppskeran heldur áfram saghi hann og það er ekki óifk- legt að við náum metinu frá 1973, jafnvel bætum það — . DC-fórst í Columbíu í gær Reuter, Bogota. — Columbísk DC-3 íarþegaflugvél fórst i flugtaki við borgina Villav- icencio í Columhiu í gær og meö henni fórust þrjátfu og tveir, eða allir sem I henni voru. Flugvélin, sem var frá flug- félaginu E1 Venado, var í inn- anlandsflugi, þegar hún fórst eftir að eldur kom upp I hreyfli. Fluginaðurinn reyndi að lenda aftur á flugvellinum við Villavicencio, en vélin hrapaöi logandi til jarðar. Þörungavinnslan h.f.: 125,7 millióna tap á rekstri fyrstu 8 món- uði órsins — áætlun gerð til langs tíma um uppbyggingu gébé Rvik. — Gerö hefur veriö áætlun til langs tima um uppbyggingu Þörungavinnslunnar hf., þar sem miöað er við, aö á næsta ári verði unnt aö framleiöa 2300 tonn af þurru mjöli en 4000 á öðru ári og stiga- aukning þar til náö verði 6000 tonna framleiöslu árið 1983, en fram- leiöslan á þessu ári varð 1500 tonn. Jafnframt verði smám saman lengdur starfstimi vinnslunnar með vinnslu þara og þurrkun smáfisks, þar til unnt yrði aö framleiöa 500 tonn af hvoru áriö 1985. Aætlun þessi sýnir rekstrarhalla um 113 milljónir kr. á næsta ári, 35 millj. kr. áriö 1978, 5 millj. kr. árið 1979, en rekstrarhagnaö upp frá þvi sem færi vax- andi. — Fyrstu 8 mánuði þessa árs er reikningslegt tap á rekstri Þör- ungavinnslunnar 125,7 millj. kr., og ljóst er, aö rekstur fyrirtækisins hefur brugðizt hrapallega. Stjórn félagsins telur þó rétt aö gera frekari tilraun til rekstrar og gera þær ráðstafanir I fjárhagslegum, stjórnun- arlegum og tæknilegum efnum, sem hugsanlega geta leitt til árangurs. Stjórnin hefur lagt greinargerö sina og tillögur um aðgerðir fyrir iðnaöarráöherra. Framtíð fyrirtækisins veröur ekkiráöin fyrr en svar hefur borizt, enda ljóst aöáfram veröur ekkihaldið nema með stórlega auknu hlutafé, er rétt geti eigin fjárstöðu og séð fyrirtækinu farborða á fyrirsjáanlegu erfiöleika- og uppbyggingartfmabili. Um margháttaöa byrjunar- öröugleika hefur veriö að ræöa hjá vinnslunni, tæknilegs og stjórnunarlegs eölis. Þar er fyrst að telja skort á heitu vatni, gallar og bilanir á tækjum i verk- smiöjunni, og svo, aö verulegar tafir uröu á þvl, aö full starf- ræksla hæfist I vor, þar sem dráttur varð á afgreiöslu f járfest- ingarlána. öflunartæki hráefnis hafa brugðizt og þangskurðarpramm- ar þeir, sem keyptir voru til að tryggja hráefnisöflun hafa ekki skilað nema þriðjungi þess, sem upphaflega var vænzt. Bilanir á prömmum hafa veriö miklar, og hafa þannig ekki nýtzt nema tæp 60% hugsanlegra sláttudaga, en stefnt haföi veriö aö 83,5% nýt- ingu. I tillögum stjórnar Þörunga- vinnslunnar um bættar öflunar- aðferöir, segir m.a. aö í septem- ber og október i ár, hafi veriö geröar tilraunir meö handöflun á þangi I tengslum viö notkun þang- skurðarpramma. Niðurstööur benda til, að meö slikri samvinnu, megi létta af öflunarmönnum erf- iöasta og timafrekasta þætti handöflunarinnar. Byrjunartölur sýna, að hver sláttumaöur geti skoriö 3-4 tonn á dag aö meöaltali. Ef þetta reynist rétt, viröist kom- inn grundvöllur fyrir mun hag- kvæmari handslátt en áöur var taliö. Hiö mikla álag á mannafla af völdum vatnsskorts, bilana og annarra byrjunarerfiöleika hafa óhjákvæmilega leitt til óhag- kvæmrar nýtingar mannafla og mikillar yfirvinnu. Ef unnt reyn- ist aö koma reglu á starfsemina, veröur einnig hægt aö vinna aö rekstrarhagræðingu, sem getur Þörungavinnslan Reykhólum við fjörð. h.f. að Breiða- haft I för meö sér um'talsveröa lækkun rekstrarkostnaöar. Aö lokum segir I greinargerö stjórnarinnar, að ljóst sé að horf- ast verður i augu viö verulega Framhald á bls. 18 VerðurlSkoti fenginn til að stjórna Þörungavinnslunni? nAUnlil hi 1 ni AViAIftiinrT gébé Rvik. — Skozka fyrirtæk- iö Alginate Industries Ltd. hefur boöiö Þörunga- vinnslunni h.f. að lána mann til aö annast verklcga þjálfun og framkvæmdastjórn fyrir- tækisins. Skozka fyrirlækið hefur einnig boöizt til að hækka verð fyrir afurðir Þör- ungavinnslunnar, umfram áö- ur geröa samninga og einnig að auka hlutafjárþátttöku slna. 1 áliti tveggja starfs- manna AIL, sem komu hingaö til lands á s.l. sumri, kemur frant, að stjórnunarþáttur Þörungavinnslunnar hafi ver- ið vaninetinn og ekki nægilegt aðhald né leiðbeining gefin öfiunarlíði miðað við hinar ný- stárlegu aðstæöur. Stjórn Þörungavinnslunnar telur gagnrýní AIL réttmæta, og aö ckki hafi fengizt út úr öflun- inni það, scm af henni megi vænta, vegna skorts á mark- vissri starfsþjálfun og verk- stjórn. „Brýn nauðsyn að efla einingu sjómanna" — segir nýkjörinn formaður Sjómannasambandsins, Oskar Vigfússon gébé Rvik. — Brýnustu verkefnin framundan hjá nýkjörinni stjórn Sjómannasambands islands eru að efia einingu sjómanna og að leita eftir nánu samstarfi við Far- manna- og fiskimannasamband íslands og Alþýðusambönd Vest- fjarða og Austfjaröa, sem sjá um samninga fyrir sjómenn í þessum landshlutum, sagöi óskar Vigfús- son, nýkjörinn formaöur Sjó- mannasambandsins, en hann tek- ur við afi Jóni Sigurðssyni, sem hefur verið formaöur sambands- ins siöastliöna áratugi. — Þaö er frumskilyröi til að ná umtals- veröum árangri, aö þessi sam- bönd vinni mjög náið saman, sagði Óskar. — Við höfum enga aðstöðu til að leita samninga, þar sem það eina vopn sem viðmælendur okkar skilja, verkföllin, hefur verið tek- ið úr höndum okkar, sagði Óskar og átti þar við bráðabirgðalögin. Hvert er hlutskipti dætra verkamanna? NÝENDURKJÖRINN for- maður Alþýðuflokksins, Bene- dikt Gröndal, svaraði nokkr- um spurningum fréttamanns i sjónvarpi i gærkvöldi i tilefni af nýafstöðnu flokksþingi. Fréttamanni lék forvitni á, einsog svo mörgum öðrum, að fá að vita hvernig á þvi stæði að verkamönnum færi sifellt fækkandi i forustuliði Alþýðu- flokksins, en menntamönnum fjölgaði að sama skapi i þeirri sveit. Formaðurinn hafði þau svör á reiðum höndum, að synir verkamanna gengju nú menntaVeginn og þvi væri eðlilegt að þeir tækju upp merki feðranna i flokknum sem menntamenn en ekki verkamenn. Ekki lét hann þess getið i hvaða forustusveit verkamenn skipa sér nú á tim- um. Hins vegar vekur það nokkra athygli að formaður fyrrum verkalýðsflokks lét þess hvergi getið hvert væri hlutskipti dætra verkamanna, hvort þær ganga menntaveg- inn, leggjast i barneignir og búsýslu, fari á eyrina eða hvort þær eiga þess jafnvel kost á að láta að sér kveða i liði toppkrata. Óskar Vigfússon, nýkjörinn for- maður Sjómannasambands ts- iands.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.