Tíminn - 26.10.1976, Page 6

Tíminn - 26.10.1976, Page 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 26. október 1976 Ásgeir Ásgeirsson: 4. grein /F Bóndi minn„ þitt bú..." 'jmm : Leiðrétting: Af einhverjum ástæðum hefur ein lina dottið niður, i 3. grein minni, ég undirstrika þá linu hér á eftir: 1 annarri grein minni setti ég fram nokkrar tölur til viö- miðunar þegar rætt er um gras- eða hey-bergingu. Viö skulum lita eilitið nánar á þær, og von- andi leiðrétta þeir, er telja sig geta, ef meö þarf. Nokkrir punktar til athugunar og glöggvunar: Göð visa er sjaldan ofkveöin: „Til að tryggja góða votheys- verkun, þarf að sjálfsögðu að vanda til allra verkþátta: Siá grasið i sprettu. Helzt slegið i þurru veðri. Fylla geymsluna á sem skemmstum tima. Jafna heyinu vel og þjappa. (Jtiloka að loft komist i heyið.” Þetta eru staðreyndir sem ekki verður gengið framhjá, ef vel á að takast, og svo mælti Agnar Guðnason 6. 12. 1975. „Meginhlutverk bóndans er aö hjáipa gróðrinum og gefa „barninu brauö” i viöustu merkingu þeirra orða. Hlut- verk ykkar, virðulegu vis- indamenn, sem starfið á sviði landhúnaðarins er að hjálpa bændunum i þessu starfi. Þvi fagna islenzkir bændur alveg sérstaklega komu ykkar og vænta sér góðs af þessu þingi og öllu ykkar starfi.” Svo mælti bóndinn og ráöherr- ann Vilhjálmur Hjálmarsson við setningu 15. ráðstefnu nor- rænna búvisindamanna, 1. 7. 1975. Undir þessi orð munu margir hafa tekið, og vonandi taka enn. „islenzkur búpeningur, þótt e.t.v. sé sauðheimskur, vill heldur vel og rétt þurrkað þurrhey heldur en myglaö úr sér vaxiö og illa hirt hey og eyðilagt með 4-6 mánaða súg- þurrkun, enda þótt þessum aðilum sé boðið upp á súrhey, sem mér skilst að sé jafnilla séð af búpeningi og gegninga- mönnum hans.” /firskrift þessara „fögru” orða Guðfinns Þorbjarnarsonar, 30. 3. 1976 i DB, er: „MEIRI AHERZLU A NÝJUNGAR í HEYVERKUN.” Ég get ekki fundið i nefndri grein neina vis- bendingu um nýjungar i hey- verkun, enda gleymir maður- inn, að nytjadýr okkar, þó „sauðheimsk” séu, vilja helzt fóður sem er minnst frábrugðið ferskum jurtum, þvi þau eru að sem kallað er jórturdýr, ýrnar og sauðféð. Ekki þekki ég, eða hefi heyrt um neinn stað þar sem „vel þurrkað” gras sprettur. „Súrhey” getur oft verið hvimleitt, þaö er rétt, en velverkað vothey er margsann- að gæðafóður, enda enn sem komið er sú verkunaraðferð er minnst breytir frá hinu náttúru- lega. Það er rétt, að við höfum hér á landi i rikari mæli en margir aðrir við erfiðari veðráttu að etja, en þá erfiðleika er hægt mikið að minnka, og það þarf að styðja við bak þeirra er að þvi vinna, ekkert siöur en þess er verkar og meðhöndlar fisk sinn vel. Það er nefnilega staðreynd, sem ekki verður umflúin, að búnaður er grundvallar atvinnuvegur þjóöa sem vilja lifa. „Bæta þarf votheysgeymslur stórlega og verkunaraðferöir — Fjárskortur við tilraunir eru alvarlegur fjötur um fót — tæknilegu vandamálin eru veikasti hlekkurinn i rann- sóknarkeðjunni.” Þetta er yfirskrift á frásögn vegna viðtals Alþbl. 21. 8. 1976, við dr. Björn Sigurbjörnsson, og óhugsandi er að þessi vel- menntaði maður láti hafa annaö eftir sér, en það sem hann getur varið. Fréttamaður, Helgi F. Helga- son, átti 28. ágúst s.l. viðtal við formann Búnaöarsambands Vilhjálmur Hjálmarsson, ráð- herra. Suðurlands, Stefán bónda Jasonarson i Vorsabæ, og fórust þeim orð sem hér segir: HFH: „En hvernig standa bændur almennt að vigi eftir allan þennan rosa? SJ: Ja, ég ferðaðist talsvert um Arnessýslu i gær, og ég frétti það, að þvi miður munu vera margir bændur hér á Suöur- landi, sem ekki hafa hirt strá ennþá i sinar heygeymslur. HFH: Eiga þeir þá hey sin flöt eða i múgum eða . . ? SJ: Ja, i alla vega ástandi, stór hluti af túnunum ósleginn, sumt er undir vatni, með hrakning, það er i múgum og alla vega ástandi, sem sagt, aö þaö er afskaplega misjafnt frá manni til manns og jafn- vel frá sveit til sveitar. Það er alveg greinilegt, að þeir sem geta friðaö túnin á vorin og byrjað fyrr, þeir standa betur að vigi, og svo er stór ástæða góð súgþurrkun, þá nýtast þessar þurrkglýjur betur, og siðast en ekki sizt, og það er kannski mál málanna hjá okkur á Suðurlandi, það er vothey og meira vothey. HFH: Votheysgerð, ekki hafa allir bændur verið sammála um gildi hennar? SJ: Nei, þvi miður og það er af- skaplega erfitt að fá bændur til þess að trúa þvi, hvað vot- heyið gildir mikið I búskapn- um. Ég heimsótti bónda i gær hér i Flóanum og hann var að heyja há, slá há og hirða i Stefán Jasonarson, bóndi. marg áöur fyllta votheys- turna, en hann byrjaði snemma i vor og náði miklu fóðri, góðu fóðri i kýrnar sin- ar, hann gaf 80% af heyfóðr- inu sem vothey i fyrra, og hafði mikla mjólk, og hann á fallegar kýr og góðar mjólkurkýr. Nú var hann að bæta ofan á turnana sina i gær háartöðu. HFH: En eru þess dæmi, að ágætar votheysgeymslur séu tómar eftir allan þennan rosa? SJ: Ja, ég vil ekki trúa þvi aö slikt sé. Vel má vera að ein- hverjir bændur eigi tóma geymslu og töðuna ónýta á túninu, en ég vil ekki trúa þvi. HFH: Geta bændur helzt brynj- að sig gegn þriðja rosa-sumr- inu með þvi að auka vot- heys..? SJ: Ég tel stærstu atriðin til bjargar vera öfluga súg- þurrkun og góðar votheys- geymslur, — sem eru notað- ar.” Samtal þeirra Stefáns og Helga var lengra, en við skulum ekki tiunda það frekar að sinni. Það er illt til þess að vita, ef það hef- ur hent, að bændur á þurrk- leysissvæðum nota ekki vot- heysgerðar-aðstæðu, sem þeir kunna að hafa, og tilhneigingu hefur maður til að nefna það fyrirhyggjuleysi eða litiö bú- mannslegt athæfi. Hér fyrir nokkru, var alltaf ánægjulegt að lesa „Bréf til Bjargar” hans Jóns Helgason- ar, og það er þá kannski ekki úr vegi að nota hér, eða réttara sagt endursegja orð hans frá 26. 9. s.l.: „Bændur, sem ekki hafa horfið að votheysverkun, þurfa ekki lengur að þreifa sig áfram eða renna blint i sjóinn eins og brautryðjendurnir urðu að gera. Þeir geta fengið fyllstu vitneskju um allt, sem að þessu lýtur, bæði hjá sér- fræðingum sinum og fjölda bænda, einkum á Vestfjörð- um, sem kunnáttuna hafa og reynsluna. Sannast að segja er ekki ámælislaust, hversu treglega hefur gengið að útbreiða vot- heysverkun í landinu, og þá fyrst og fremst i þeim héruð- um, þar sem allir vita, að vot- viðrin geta hvaða sumar sem er verið eins og sverð yfir höfði manna. Tvö siðustu sumur ættu að vera öllum rækileg áminning um, að við svo búið má ekki standa.” Þessi áminningarorð Jóns Helgasonar eru of siðbúin fyrir þetta ár, en óskandi að bú- hyggnir menn gæti þeirra vel án kinnroða, og athugi að það er geysimunur á votheyi og „súr- heyi”. Blaðrými mitt er þrotið aö sinni, en vonandi gefst tækifæri til að ræða þessi vandamál nánar sið- ar, og það án allra öfga. Reykjavlk, 19. 10.1976 KARTÖFLUUPPSKERAN AÐEINS segir Edvald B. Malmquist 50% AF ÞJÓÐARNEYZLUNNi F.I. Reykjavik. —■ Kartöfluupp- skeran i haust niun aðeins ná um 55 þús. tunnum, og verður það að teljast með afbrigðum lélegt, sé miðaö við síðastliðin tiu ár a.m.k. Hún var þó 64 þús. tunnur á ári frá og nieð haustinu ’66 til’70, og hvorki meira né minna en 110 þús. tunnur að meðaltali siðastliðin fimm ár, sagði Edvald B. Malmquist I viðtali við Tímann. Þegar talað er um 110 tunnur, þá verður að taka það með i reikninginn, að meira en helm- ingur þess magns kemur úr garð- löndum i Þykkvabæ, og bregðist þau, er ekki von á góðu. 24. júni var örlagarikur dagur fyrir Sunn- lendinga, en þá geisaði storm- sveipur, sem eyðilagði um 70% af garðlöndum Þykkbæinga, en þau spanna yfir um 270 ha. Sömu sögu er að segja af Djúpárhreppi, og aðrar sveitir á Suðurlandi urðu einnig fyrir stórtjóni, svo sem i Landeyjum og viðar. Norðanlands var uppskera varla i meðallagi vegna burrka lengst af yfir sprettutimann, en sveitir við Hornafjörð munu hafa skilað einna beztum afrakstri, þegar litið er á landið i heild. Ekki má gleymast i þessu sam- bandi hin svokallaða heimilis- ræktun, en hún gegnir mikilvægu hlutverki i þjóðarframleiðslunni. Má gera ráð fyrir að kartöflu- uppskera þeirrar ræktunar muni nú nema um 20 til 25 þús. tunnum og verður uppskeran þá alls um 75 til 80 þús. tunnur, eða aöeins helmingur þess magns sem þjóð- in þarfnast á þessu uppskeruári. En hvað sem öllum tölum liður, þá ber þess að geta, að búast má við góðri nýtingu þar sem upp- skerustörfin gengu með ágætum I haust. tslendingar vilja fá sinar kart- öflur, en þeir vilja einnig gul- rófur. Þær hafa þó sjaldan verið til, þegarfram á veturinn liöur og gulrófur hefur stundum vantað á markaðinn strax á Þorra. Úr þessu verður vonandi bætt og er það spor i rétta átt, að stofnað hefur verið félagið Garður h/f austur I Fljótshlíð, sem hefúr gulrófnaræktun að markmiði sinu. Fyrirtæki þetta hefur þegar lokið við að byggja geymslu með sérstökum kæliút- búnaði og rakastilli og er slikt dýrmætt fyrir framleiðsluna. Spretta á gulrófum hefur verið með bezta móti I sumar og nemur uppskeran i heild um 15 þús. tunnum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.