Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 7
Þri&judagur 26. október 1976 TÍMINN 7 Sýning Einars Hákonarsonar Kjarvalsstöðum Einar Hákonarson er aðeins liðlega þritugur maður, en samt hefur hann um árabil verið i röðum þekktari mynd- listarmanna okkar, enda tók hann ungur til við myndlistina, aðeins fimmtán ára gamall, og seinasta áratug hef- ur hann starfað að list sinni, eftir sjö ára myndlistarnám i Myndlista- og handiða- skólanum og síðar við Valands listaháskólann i Gautaborg, en þar stundaði hann nám á árunum 1964-1967. Einar Hákonarson hélt sina fyrstu einkasýningu i Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1968 og siðan hefur hver sýningin rekið aðra, en sú siðasta á undan þessari, sem núna stendur yfir að Kjarvalsstöðum, var haldin i húsnæði Byggingarþjónustu arkitektafélagsins, sem var at- hvarf myndlistarmanna meðan deilurnar um Kjarvalsstaði stóðu sem hæst. Þá hefur Einar tekið þátt i mörgum samsýningum innan- lands og utan. Einar Hákonarson er um margt merkilegur málari. Hann er einn fyrsti innflytjandi vissr- ar listastefnu, er margir málar- ar fylgja nú hér á landi, en þrátt fyrir aðflutt tilefni eru myndir hans persónulegar, þær þekkj- ast hvar sem þær fara frá myndum eftir aðra menn. Viðfangsefni Einars Hákon- arsonar eru hin margvisleg- ustu. Sendibréf af miðhálend- inu, Talað við isinn, Stór fjöl- skvlda, Netaveiðar og Kali- fórniupálmi svo eitthvað sé nefnt. Úrvinnsla er i sjálfu sér ein- föld. Hann setur á léreftið úr- drátt úr mótivinu, leysir siðan upp i litafleti og skreytir, eða kryddar eftir þvi sem við á, og útkoman verður siðan sam- bland af sögu og mynd. Hin myndræna saga, sem höfðar til okkar með svipuðum hætti og ljóð eða saga, og svo málverkið sjálft, sem orkar á aðra staði með öllum sinum formum og lit- um. Árangurinn af þessum tvileik er auðvitað misgóður. Stundum er sambúð áðurnefndra afla i ágætu lagi, en stundum brennur á hinn bóginn ekki saman. Myndir Einars Hákonarsonar eru af ýmsum stærðum. Sumar ekki stærri en asklok, aðrar eru á stærð við bflskúrshurðir. Ef myndirnar að Kjarvals- stöðum eru bornar saman við þær sem sýndar voru i bygg- ingarþjónustinni i fyrra, þá virðist eitt og annað vera að gerast i myndlist Einars Hákon- arsonar. Hann er sýnilega að færast nær realisma, til þess væntanlega að gefa söguefni sinu meira svigrúm og þetta verður auðvitað á kostnað mál- verksins, stundum a.m.k., en þetta jafnast þó dálitið upp með breyttri litanotkun. Litanotkun er hógværari en áður var og þetta teljum við hér nokkra framför. BjörnTh. Björnsson, listfræð- ingur lýsir sambúð sögu og myndlistar vel i grein er hann ritar i' sýningarskrá, en þar seg- ir Björn á þessa leið m.a.: „Svo sem ævinlega er i listum erefnið sjálft,myndtilgangurinn þó einskis virði, nema i slikum listrænum búningi, að uppruna- leg lifun málarans veitir á- horfandanum hlutdeild i ævin- týri nýrrar sjónreynslu. Það er einmitt á slikum vegum sem Einar Hákonarson fer: Hann beitir aldrei beinni endursögn þess sem á hann leitar, heldur þeirri umritun áhrifanna sem við köllum list eða skáldskap. Þar skilur höfundurinn og ávallt eftir loftmilli linanna þetta and- Einar Hákonarson. rúm sem við hin lesum úr og sem gerir okkur að þátttakend- um i sköpun verksins. Sú aðferð Einars, að kristalla ákveðin atriði með þvi að marka þeim sérstakan flöt, eða fella önnur i einskonar glugga — og jafnvel það,að kljúfa form og missetja, —■ lyftir alkunnum efnum upp á svið skáldskapar. 1 nýjustu og stærstu myndinni á sýningunni safnar hann sam- an hópi fólks aö bronsmynd skálds, i umgerð kunnuglegs landslags, og kallar hana „Hlustað á skáldiö”. 1 myndinni rikir hátiðleg kyrrð, eftirvæntingarfull þögn, likt og beðið sé eftir boð- skap. Er þetta einskonar þesa Islands, þar sem skáldskapinn hefur ævinlega borið hærra en önnur mannanna verk og jafn- velhið liðna skáld hefur enn lif- andi orð að segja? Hvort sem svo er, þá sýnist mér mynd þessi geta staðið sem einkunn sýningarinnar og þess skilnings, sem meistari Kjarval kallaði svo ágæta vel hljóm hins mennska heims og bergmál mannfélags byggingar.” Undir þetta getum við öll tek- ið. „Hann beitir aldrei beinni endursögn”, og við sjáum orku- fursta vorn Eirik Briem verk- fræðing, meðal blóma, en þjóð- frægt skáld Indriða G. Þor- steinsson á hinn bóginn sem hinn mikla örlagavald, klettinn i hafinu. Einmitt þannig er þetta oft i' myndlist Einars Hákonar- sonar, nýr flötur kemur upp. Jónas Guðmundsson fólk í lisfum Verndið börnin um gegn ferðar- slysum & c»y P 0 * v 2pf? 4 9 ( P /V' JT' C' V VO ^ 9 -C ^ « k Arið 1975 slösuðust 123 börn á aldrinum 0-14 ára í umferðinni. Meiðsl þess- ara barna urðu mismikil, sum náðu sér fljótlega önnur bera þess merki ævilangt. Nokkur þessara barna slasast það alvar- lega að þau verða ör- kumla oa útilokast frá eðlilegu lífi jafnaldra sinna. Af þessum 123 börnum létust 4. Sem betur fer hefur slysum fækkað hin siðari ár og kemur þar margt til eins og t.d. bætt skipulag ibúðahverfa og aukin umferðarfræðsla. En betur má ef duga skal. Sá hópur barna sem verður fyrir tiltölulega flestum umferðarslysum eru börn undir skólaskyldualdri þ.e.a.s. 6 ára og yngri. Af þeim 123 börnum sem slösuðust voru 45 6 ára og yngri. Þessir aldurs- flokkar hafa algjöra sérstöðu vegna þroska og reynsluleysis. Þvi hefur verið haldið fram af sálfræðingum að fullorðnir geti alls ekki sett sig i spor barna og gera sér þvi oftast of seint grein fyrir hættunni. Hér á eftir fara nokkur atriði sem ökumenn ættu að hafa hugfast til að hindra slys á börnum. Barn að leik Alls staðar þar sem bolti velt- ur er ávallt einnig barn á ferð- inni. Veltandi bolti táknar þvi fyrirökumennina sama og rautt aðvörunarljós. Jafnvel barni sem er ekki að leik og stendur kyrrt á gangstéttinni er ekki treystandi. Það gæti á næsta augnabliki, án nokkurrar skilj- anlegrar ástæðu, hlaupið út á götuna. Ef fullorðinn maður kallar til barns þvert yfir göt- una ( sem aö sjálfsögðu má ekki gera) þá hleypur það án þess að taka nokkuð tillit til umferðar- innar. Ef maður sér barn hlaupa yfir götuna ætti alltaf að gera ráð fyrir að fleiri fylgi á eftir. Barn sem er eitt á ferö hleypur sjaldnast, það gengur frekar. Ef það er á hlaupum eru mun meiri likur á að það sé hluti af hóp. Þegar ekið er framhjá bílum sem lagt er við gangstéttarbrún er öruggast að aka hægt og ekki of nærri bilunum. Einnig þarf af viðhafa varúð þar sem eru ógirtar lóðir milli húsa. Börn sem eru að leik á slikum lóöum geta oft hlaupið fyrirvaralaust út á götuna beint af grasvellin- um. Barn á leið í skólann Fyrstu þrjár til fjórar vikurn- ar eftir að skólinn byrjar á haustin eru sérstaklega hættu- legar. Skólabörnin eru ekki enn- þá komin i æfingu aftur. Hættu- legustu timabil dagsins fyrir börnin i umferðinni eru eftirfar- andi: Kl. 7-9 að morgni. Á þeim tima eru flest börn á leið i skól- ann og einnig eru mjög margir ökumenn á leiö til vinnu. Kl. 11-13. Á þessum tima er venjulega matarhlé óg börnin hlaupa heim á leið svöng og hreyfingarþurfi eftir langa kyrrsetu. Kl. 16-18. A þessum tima er yfirleitt mikil bilaumferð og farið er að skyggja. Okumenn eru þreyttir eftir önn dagsins. Þetta er mjög hættulegur timi fyrir börn sem eru i skóla eftir hádegi þar sem skóla lýkur yfir- leitt á þessu timabili. Þar sem aðvörunarmerki eru um að börn að leik eða skóli i nánd ættu ökumenn alltaf að fara varlega enda þótt engin hætta virðist sjáanleg. Sérstaka varkárni þarf að sýna við gang- brautir i nágrenni skóla. 1 ná- grenni iþróttasvæða og sund- staða má alltaf gera ráö fyrir börnum, þvi oft þurfa þau að fara úr skólanum i leikfimi eöa iþróttatima. Barn á reiðhjóli Börn á reiðhjólum fara sjaldnast þráðbeint leiðar sinn- ar. Þau sveiflast til hægri og vinstrj og þarf að gæta vel að þvi að þau hafi nægilegt svig- rúm. Börn á reiðhjólum gefa of sjaldan merki áður en þau beygja og þekkja ekki um- ferðarreglur nógu vel. Alltaf er sérstök hætta þvi samfara að börn reiði eitthvað á bögglaberanum. Þyngd flutn- ingsins gerir jafnvægið óstöð- ugra og erfiðara er um vik að halda beinu striki. I hálku eða snjó verður ökumaður sem fer fram úr hjólreiðarmanni alltaf T. BYRGJUM BRUNNÍNN að vera viðbúinn þvi að hann detti á hjólinu. Barn í strætisvagni Okumenn ættu alltaf að vera viðbúnir þvi er þeir aka framhjá strætisvagni sem numið hefur staðar að barn komi hlaupandi fram undan vagninum og út á götuna. Það ætti þvi alltaf að fara mjög varlega er ekið er framhjá strætisvagni og vera i góðri fjarlægð frá honum. Vis hætta fylgir þvi alltaf er barn sér móður sina eða föður biða t.d. i bil hinum megin göt- unnar, þvi þá getur barnið um- svifalaust hlaupið yfir götuna án þess aö lita i kringum sig. Feður eða mæður, sem stöðva bílinn þeim megin götunnar sem barnið er ekki ættu alltaf að sækja barnið og fylgja þvi yfir götuna. Að vera við öllu búinn það er það sem greinir góðan ökumann frá slæmum. Sá sem situr undir stýri og hugsar aðeins um það sem þegar hefur gerzt er ekki virkilega góður ökumaöur, hversu laginn sem hann getur verið við að stjórna bifreiðinni. Að vera viðbúinn hverju sem | er, hversu fjarstætt eða fárán- | legt sem það gæti virzt, er stærsta krafa sem gerð er til allra þeirra sem aka bil. Að vera við öllu búinn, hvar gildir það frekar en þar sem börn eru að leik i umferðinni? ð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.