Tíminn - 26.10.1976, Síða 9

Tíminn - 26.10.1976, Síða 9
Þriöjudagur 26. október 1976 TÍMINN 9 kaupmáttur kauptaxta er svipað- urog var 1971, en hins vegar virð- ist kaupmáttur raunverulegra tekna almennings verða svipaður i ár og hann var 1972. Þannig hef- ur náðst sæmilegt samræmi á ár- inu 1976. Auðvitað hefur sitthvað raskast i launahlutföllum i umróti siöustu ára, og á næsta ári þarf enn að leita leiða til að ná sanngjörnum launahlutföllum og tekjuskipt- ingu i þjóðfélaginu. Beita þarf skatta- og trygginga- kerfinu i þessu skyni, en allt inn- an þess ákveðna ramma, sem framleiðslugeta og jafnvægi i utanrikisverzlun setur. Reyndar fela gildandi kjarasamningar þegar i sér nokkra kaupmáttar- aukningu fyrir nokkrar stéttir, þegar kemur fram á næsta ár, þannig að fyrirfram hefur verið ráðstafað nokkru af þvi svigrúmi, sem fyrir hendi kann að vera. Aðalatriðið er aö reyna að ná settu marki i kjaramálum með sem minnstum verðhækkunum. Við höfum svo oft brennt okkur á þvi soöinu að ætla allir i senn og þegar i stað að njóta bættra kjara vegna bættra ytri skilyröa þjóðarbúsins. Nú er brýn þörf á, að þjóðin skilji, að við erum sem þjóðarheild búin aö taka út for- skot á sæluna og eigum þvi litið inni. Þvi reynir nú á raunsæi okk- ar allra. Könnun á Þjóðhags- horfum næstu ára Við rikjandi aðstæður i islenzk- um efnahagsmálum er sérstök þörf að meta þjóðhagshorfur nokkur ár fram I timann, svo unnt sé að skoða i lengra timasam- hengiákvaröanir, sem teknar eru frá ári til árs. Nú virðast þau straumhvörf i ytri skilyrðum þjóðarbúsins, að tækifæri gæti gefizt til aö vinna að skipulags- og framfaraverkefnum, sem að hluta hafa ýzt til hliðar i viður- eigninni viö þrálátan efnahags- vanda siöustu árin og i baráttunni fyrir yfirráðum okkar yfir fiski- miðunum við Island. Rikisstjórnin hefur falið Þjóðhags stofnun að vinna að könnun á þjóðhagshorfum næstu 4 ára i samvinnu við aðrar opinberar stofnanirá sviði efnahagsmála og aðra aðila. Að þvi er stefnt, að skýrsla um niðurstöður liggi fyrir á næsta ári. Þessa fyrirhuguöu könnun á þjóðhagshorfum næstu ára ber ekki að skoða sem vald- bundna, miðstýrða fram- kvæmdaáætlun stjórnvalda, held- ur sem viðmiðun og undirstöðu stefnuákvarðana i efnahagsmál- um hverju sinni — jafnt stjórn- valda sem aöila vinnumarkaðar- ins og annarra. Meginþættir þess- arar könnunar verða tveir, ann- ars vegar mat á útflutnings- og framleiðslugetu og hins vegar á útgj aldaþróun. Otflutningsáætlun sjávarút- vegs og stjórn fiskveiða veröur að reisa á fiskifræðilegu áliti á veiöi- þoli fiskstofnanna en einnig á efnahagslegum og félagslegum aðstæðum i landinu. Lausn land- helgismálsins gefur okkur miklu meira vald á þessu máli og skýr- ari forsendur til þess að meta efnahagsleg áhrif mismunandi fiskverndunarleiða. Þegar litið er til þróunar þjöðarútgjalda á næstu árum, virðist könnun á útgjaldaáform- um hins opinbera einkar mikil- væg. Skipting þjóðarútgjalda milli hins opinbera og einkaaðila á næstu árum ræður miklu um stefnuna i skattamálum. Einnig er mikilvægt að tryggt verði nægilegt þjóöhagslegt svigrúm til þess að byggja upp nýjar at- vinnugreinar og efla þær, sem fyrir eru, til undirstöðu fram- tiðarhagsældar i landinu. Verðbólguvandinn Þótt nokkuð hafi dregiö úr hraöa veröbólgunnar á þessu ári, verður hann engu að siöur tvöfalt til þrefalt meiri en i flestum ná- lægum löndum. Verðbólgan er tvimælalaust eitt alvarlegasta efnahagsvandamál, sem þjóðin á við að striða. A miklu veltúr, að okkur auönist að draga verulega úr verðbólguhraöanum. Þvi miö- ur er ástæða til að óttast, að sú öra verðbólga, sem geisað hefur hér á landi undanfarin ár, hafi enn alið á þeim verðbólgu- hugsunarhætti, sem hefur lengi sett svip á þjóðlifið. A þessu þarf að verða breyting, þvi verðbólga eins og við höfum reynt gerir margvislegttjón. Peningar missa ekki aðeins gildi sitt sem gjald- miöill, heldur sem mælikvarði á afköst og árangur af starfi manna. Verðbólgan felur i sér hættu á misskiptingu eigna og tekna og verðlaunar spákaupmennsku fremur en raunverulega verð- mætasköpun i þjóðfélaginu. Með þessum hætti slævir veröbólgan siðgæðisvitund þjóðarinnar og getur brenglað réttlætiskennd einstaklinga og hópa. Það kann að vera, að sá skortur á siðferði- legu viðhorfi i fjármálalegum viðskiptum, sem að undanförnu hefur komið fram i ýmsum myndum, sem nú eru i umfangs- mikilli rannsókn, eigi sér ein- hverjar rætur i þvi tjái og tundri, sem fylgir mikilli verðbólgu. Það er þvi ekki eingöngu efnahagsleg nauðsyn fyrir okkur að komast út úr vitahring verðbólgunnar, held- ur einnig siðferðileg nauðsyn. En vissulega er lausn verð- bólguvandans ekki fólgin i einu pennastriki. Þetta er vandamál þess eðlis, að þjóðin öll, hvert heimili, hver þegn, verður að leggja sitt af mörkum. Hér þarf sérstaklega sameiginlegt átak margra hagsmunahópa. Rikisstjórnin hefur þvi skipað nefnd til þess: Að kanna vandlega horfur 1 verö- lagsmálum á næstu misserum og greina ástæður þeirra verð- hækkana, sem orðiö hafa að undanförnu og orsakir verð- bólguþróunar hér á landi undanfarin ár. Að gera tillögur um ráöstafanir til þess að draga úr verðbólgu. Tillögur þessar skulu taka mið af þvi, að markmið, sem sett eru á þessu sviði, þarf að vega og meta við hlið annarra mark- miöa stefnunnar i efnahags- málum, svo sem jafnvægis i utanrikisviðskiptum og fullrar atvinnu. Rikisstjórnin telur mikilvægt, að sem flest sjónarmið komi fram i starfi nefndarinnar og hefur þvi farið þess á leit við aðila vinnumarkaðarins og þing- flokkana, að þeir nefndu menn til þessa starfs, auk þess skipar ríkisstjórnin sérfróða menn i nefndina, án tilnefningar. Rikisstjórnin gerir ráð fyrir, að álit nefndarinnar og tillögur veröi undirstaða umræðna á Alþingi og viðræðna rikis- stjórnarinnar við aðila vinnu- markaðarins um heildarstefnu i verðlags- og launamálum. Ríkisstjórnin mun óska eftir þvi, að i starfi nefndarinnar verði að því stefnt að skila áliti og tillögum sem fyrst, og eigi siöar en i febrúarmánuði 1977. Endurskoðun lifeyriskerfisins 1 stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar var ákveðið að fram skyldi fara sérstök könnun á stööu lifeyrissjóða og lifeyris- þega. Flestum er ljóst það misræmi, sem er milli lifeyrisþega eftir þvi hvort þeir eiga aðild aö verð- tryggðum lifeyrissjóði eða ekki. Þetta misrétti ágerist þegar verðbólga eykst. Auk þess að hamla gegn verðbólgu, verður að vinna að þvi að samræma og tryggja kjör aldraðra og öryrkja. 1 samræmi við samkomulag Al- þýðusambands Islands og vinnu- veitenda um lifeyrismál, sem var hluti kjarasamninga á siðastliðn- um vetri, beitti rikisstjórnin sér fyrir löggjöf, sem veitir úrlausn til tveggja ára hjá þeim hópum eftirlaunafólks, sem hafa ófull- nægjandi lifeyrisrétt. Jafnframt hefur rikisstjórnin skipað tvær nefndir i samræmi við þetta samkomulag til að gera tillögur um samfellt lif- eyriskerfi fyrir alla lands- menn, sem tryggi öllum lif- eyrisþegum lifeyri, sem fylgi þróun kaupgjalds á hverjum tima. Að þvi verður stefnt, að nýskipan lifeyrismála taki gildi á árinu 1978. Rikisfjármál Vonir standa nú til, að fjárhag- ur rikisins réttist við i ár og að grynnt verði á skuldum rikissjóðs við Seðlabankann, m.a. vegna sérstakra aðhaldsaðgerða. Þetta eru mikil umskipti frá siðustu tveimur árum er sjálfkrafa aukn- ing lögbundinna útgjalda og rýr- ari rikistekjur vegna minni um- svifai efnahagsmálum ollu halla i rikisbúskapnum hér á landi likt og i mörgum nágrannalöndum okkar. Enginn vafi er á þvi, að þróun rikisfjármálanna á þessu ári hefur átt sinn þátt i að miðað hefur I jafnvægisátt i þjóðarbú- skapnum. Til þess að tryggja þennan árangur er nauðsynlegt að beita aðhaldi i fjármálum rikisins á næsta ári og setur sú viðleitni mark sitt á fjárlaga- frumvarp ársins 1977. Traustur fjárhagur rikis er nú ef til vill enn brýnni en fyrr, þar sem verzlunarárferði hefur nú snúizt okkur i hag, og er okkur mikil nauðsyn að nota þetta tæki- færi til þess að styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við, en ekki ein- göngu til þess að auka þjóöarút- gjöldin. Af þessari ástæðu og einnig vegna brýnna þarfa á ýms- um sviðum, ekki sizt á sviöi dómsmála og löggæzlu, þykir ekki fært að gera ráð fyrir lækkun sérstaka 18% vörugjaldsins á næsta ári. Þetta gjald var hækkað i mai s.l. til þess að afla fjár til landhelgisgæzlu og fiskverndar. Þótt landhelgisdeilan viö Breta hafi verið leyst, er útgjaldaþörf til landhelgisgæzlu og hafrann- sókna enn mikil, auk þess sem mæta þarf tekjumissi vegna lækkunar tolla. Hægara er sagt en gert að halda hallalausum fjárlögum, þegar þjóðartekjur dragast saman. Tekjur ríkissjóðs minnka þegar kaupgeta þjóðarinnar rýrnar, en rikisútgjöldin minnka ekki sjálf- krafa.Ef dregið er um of úr rikis- útgjöldum, minnka tekjur al- mennings enn og samdrátturinn magnast. Ég tel, að i umræðum um rikisfjármálin undanfarin tvö ár, hafi ekki verið tekið sann- gjarnt tillittil þessara atriða. En þaö dregur ekki úr þvi, aö sér- staka áherzlu ber að leggja á, að aðhald i fjármálum hins opinbera er nauðsynlegur liður I viðnámi gegn verðbólgu og viðskiptahalla, eins og nú stendur á. Skattamál A þessu hausti verða lögö fram frumvörpum breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt og stefnt að afgreiðslu þeirra fyrir áramót. 1 heild er ekki reiknað með veru- legum breytingum á skattfjár- hæðum, en hins vegar er þessum breytingum ætlað að hafa áhrif i , Framhald á bls. 17 er stór að innan — en lítill að utan. Þessvegna er er hann mest seldi bíllinn í Evrópu í sínum - stærðarflokki. JL' |*'t. ir ^1,14 J j II R" T.gr.s L \ aana127 er framhjóladrifinn bíll með vélina frammí, þess vegna er hann sérlega skemmtilegur í akstri og óvenju duglegur í snjó. Einn sparneytnasti bíllinn á markaðnum aaaa^ er hannaður með þægindi og öryggi farþegans í huga. Til afgreiðslu strax Komið og leitið upplýsinga FIAT E IMKAUMBOÐ A ISIANDI I)avíð SiLíurðsson hf. SIÐUMULA 35 SIMAR 38845 38888 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.