Tíminn - 26.10.1976, Síða 10

Tíminn - 26.10.1976, Síða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 26. október 1976 Flokksþing Alþýðuflokksins: Prófkjör og varnarmól efst á baugi auk fjórmóla flokksins AÞ-Reykjavik. — Benedikt Grön- dal var endurkjörinn formaður Alþýðuflokksins á 37. þingi flokksins, sem haidið var um heigina. Var öll æðsta stjórn flokksins endurkjörin, en ritari er Björn Jónsson, gjaldkeri Kristin Guðmundsdóttir, varaformaður Kjartan Jóhannsson, vararitari Karl Steinar Guðnason og vara- gjaldkeri Eyjólfur Sigurðsson. Aðalmál flokksþingsins voru fjármál flokksins. Gerði Benedikt þeim itarleg skil i þingsetningar- ræðu. Kom hann viða við, rakti sögu Alþýðublaðsins og gat um ýmsar eignir Alþýðuflokksins. Urðu töluverðar umræður um þessimál, en fjármál Alþýðu- flokksins hafa að margra áliti verið óhrein. A þessu þingi var gerð tilraun til að ,,moka flór- inn”, eins og einn af þingfulltrú- um komst að orði við blaðamann Timans. Er óhætt að segja, að eftir ræðu Benedikts eru þessi mál töluvert skýrari en áður, en hins vegar er ljóst, að mörgum spurningum i sambandi við fjármál Alþýðuflokksins er ó- svarað. Benedikt gerði grein fyrir gömlum skuldum Alþýðuflokks- ins, þ.e. skuldum frá 1966 og eldri, en ekkert yfirlit var gefið um rekstur hinna ýmsu útgáfufyrir- tækja Alþýðublaðsins, sem starf- að hafa undanfarin ár. Þessi mál verða væntanlega rædd i Tfman- um á næstunni. Tvö mál önnur tóku nokkurn tima þingsins. Annars vegar var um að ræða tillögu um prófkjör, sem samþykkt var, og hins vegar tillaga um varnarmálin. Tillög- urnar, eins og þær voru sam- þykktar endanlega, verða birtar hér á eftir, en það sama gildir um þær og fjármál flokksins, að þær verða ræddar nánar hér i blaðinu siðar. Prófkjörstillagan ,,1 hverju kjördæmi landsins ut- an Reykjavikur skal vera kjör- dæmisráð. Hlutverk kjördæma- ráðs er að skipuleggja og efla flokksstarfið i kjördæminu og standa fyrir framboði við Alþing- iskosningar. 1 kjördæmisráði eiga sæti full- trúar allra flokksfélaga i kjör- dæminu, þar með talin félög ungra jafnaðarmanna, þingmenn flokksins i kjördæminu svo og aðrir þeir, sem samþykktir ráðs- ins kveða á um. Kjördæmisráð skal skipa til tveggja ára í senn, en ráðið skal koma saman til fundar árlega. Kjördæmisráð kýs sér stjórn til tveggja ára i einu. Kjördæmisráð setur sér sjálft samþykktir, sem staðfestar skulu af flokksstjórn, þar sem itarlega skal kveðið á um hlutverk ráðsins og skipan, stjórn þess og starfs- vettvang, svo og gjaldskyldu flokksfélaga og kostnað af störf- um ráðsins. Komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal flokksstjórn skera úr. Kjördæmisráð ákveður fram- boðslista flokksins við kosningar til Alþingis, skylt er að hafa próf- kjör um val i efstu sæti framboðs- lista, sem borinn er fram i nafni Alþýðuflokksins við Alþingis- og sveitarstjórnakosningar. Kjördæmisráð skal sjá um framkvæmd á prófkjöri til Al- þingis, en fulltrúaráð, eða stjórn- ir félaga, um kjör fulltrúa á lista til sveitarstjórna. Heimilt er þó að fela sérstakri kjörstjórn að sjá um kosningar, og er hún þá kosin af viðkomandi aðilum. Kjörstjórn annast allan undir- búning prófkjörs. Þar sem starf- andi eru Alþýðuflokksfélög skal hafa opna kjörstaði. A stöðum, þar sem ekki eru starfandi Al- þýðuflokksfélög er kjörstjórn heimilt að velja trúnaðarmenn til að annast framkvæmd prófkjörs, eða að einstakir flokksmenn greiði atkvæði bréflega. Viðkom- andi kjörstjórn setur nánari á- kvæði um framkvæmd bréflegrar atkvæðagreiðslu. Kjörstaðir skulu vera opnir minnst 6 klst. hverju sinni. Velja skal með þessum hætti i jafnmörg sæti framboöslistans og fulltrúar Alþýðuflokksins urðu i næstu sambærilegu kosningum á undan, að einu viðbættu. Þar sem flokkurinn hafði engan kjörinn fulltrúa, skal kjósa i eitt sæti. 1 þessu sambandi teljast lands- kjörnir þingmenn fulltrúar Al- þýðuflokksins i kjördæminu. Prófkjör skal hefjast minnst fjórum mánuðum fyrir regluleg- ar kosningar, en sé um aukakosn- ingar að ræða, ákveður kjörstjórn timasetningu prófkjörs i samráði við flokksstjórn. Kjörgengi til prófkjörs vegna alþingiskosninga hafa þeir, sem til þess hljóta meðmæli minnst 50 flokksbundinna Alþýðuflokks- manna i Reykjavik og Reykja- neskjördæmi, en 25 i öðrum kjör- dæmum. Fulltrúaráð eða flokks- félög ákveða tölu meðmælenda vegna sveitarstjórnakosninga. Berist aðeins eitt framboð til sæt- is á lista er sjálfkjörið i það sæti. Öllum, sem eru 18 ára og eldri og ekki eru flokksbundnir i öðrum stjórnm alaflokkum, er heimil þátttaka i prófkjöri Alþýðuflokks- ins i viðkomandi kjördæmi eða sveitarfélagi. Kjörstjórn skal halda skrá yfir alla þátttakendur i prófkjöri Al- þýðuflokksins. Niðurstöður prófkjörs eru bind- andi hljóti sá frambjóðandi, sem kjörinn er, minnst 20 af hundraði af kjörfylgi Alþýðuflokksins við siðustu sambærilegar kosningar, eða hafi aðeins eitt framboð bor- izt. Heimilt er þó fulltrúaráðum eða flokksfélögum i sveitarfélög- um, þar sem Alþýðuflokkurinn fékk færri en 100 atkvæði við sið- ustu sambærilegar kosningar, að vikja frá þessum ákvæðum við val á framboðslista við sveitar- stjórnarkosningar. Framboð á vegum Alþýðu- flokksins þarf endanlega stað- festingu flokksstjórnar.” Varnarmdlatillagan -.,37. þing Alþýðuflokksins harmar, að flota- og kjarnorku- kapphlaup stórveldanna, risa- vaxin uppbygging sovézka flotans við Murmansk og vaxandi mótað- gerðir Bandarikjanna skuli hafa aukið spennu á norðanverðu Atlantshafi i þann mund, er Hel- sinki-samkomulagið gaf von um að draga mætti úr ófriðarhættu. Flokksþingið telur þvi rökrétt með tilliti til öryggis Islands, og viðhorfa i heimsmálum, að Is- lendingar leiti að svo stöddu trausts i varnarbandalagi grann- þjóðanna og taki þátt i sameigin- legum vörnum Atlantshafs- bandalagsrikjanna. Þingið leggur jafnframt á- herzlu á, að vakað verði yfir fyrsta tækifæri til þess að láta varnarliðið hverfa úr landi án þess að öryggi þjóðarinnar stafi hætta af og að um þá ákvörðun verði höfð þjóðaratkvæða- greiðsla. Þingið minnir á 30 ára aðild Is- lands að Sameinuðu þjóðunum og tilgang þeirra samtaka að koma i veg fyrir ófrið i heiminum og tryggja öllum þjóðum frið og ör- yggi- Reynslan hefur sýnt, að tilvist hernaðarbandalaga ein sér hefur ekki komið i veg fyrij- hernaðará- tök, og nauðsynlegt er að tryggja frið með öðrum hætti. 1 þvi sam- bandi er mikilvægast að efla Sameinuðu þjóðirnar og friðar- gæzlustarf þeirra, ná samkomu- lagi um gagnkvæma afvopnun, auka friðsamleg samskipti þjóða og stefna að afnámi hernaðar- bandalaga. Flokksþing Alþýðuflokksins bendir á, að óeðlilegt er, að varn- arliðsmenn njóti sérréttinda um- fram landsmenn. Þingið krefst þess, að sem allra fyrst verði öll sh'k sérréttindi varnarliðsmanna afnumin, svo sem sérstakur gjaldmiðill, trollfriðindi o.fl.” . FURÐULEGT BÓKHALD REIKNINGAR Alþýðu- flokksins voru kyndugir í meira lagi. Á plagginu hér til hliðar, sem útbýtt var á þinginu, er skrá yfir eignir og skuldir Alþýöuf lokksins. Kemur þar fram, að eignir Alþýðuf lokksins eru rúmar 6 milljónir, en skuldirnar nærri 8,5 milljónir. í öllu venjulegu bókhaldi eru ekki aðeins eignir held- ur einnig skuldir færðar á efnahagsreikning. Af ein- hverjum dularfullum ástæðum hefur það ekki verið gert hér sem sjá má, þegar efnahagsreikningur Alþýðuf lokksins er skoðað- ur. Ýmislegt annað mis- ræmi er að finna í þessum pappirum. T.d. er eign flokksins i Blaðaprenti ekki færð á efnahagsreikn- ingi. Og tölum á listanum yfir eignir og skuldir, þar sem hlutabréf í Alþýðu- brauðgerðinni eru færðar, ber ekki saman við efna- hagsreikning. Auk þess munu eignir Alþýðuf lokksins, sam- kvæmt núverandi efna- hagsreikningi, ekki hafa verið til staðar í reikning- um flokksins að undan- förnu. Fýsir marga að fá skýringar á þessu. Þingskjal IV. Skrá yfir eignir og skuldir Alþýðuflokksins. 1 Eignir: Hlutabréf í Alþýóuprentsmiðjunni h.f. 100.000.- I Hlutabréf í Alþýöubrauðgerðinni h.f. 6.900.- I Hlutabréf í Alþýöuhúsinu h.f. 425.- I Framlag til Blaðaprents h.f. 1.150.000.- I Minningarsjóður Magnúsar Bjarnasonar 5.000.000.- I Saratals krónur 6.257.325.- 1 Skuldit Alþýðuflokksins vegna útgáfu Alþýöublaösins; Skuld í Búnaðarbanka íslands 2.700.000.- I Skuld í Útvegsbanka íslands 3.000.000.- I Skuld í Iðnaðarbanka íslands 270.000. 1 Skuld í Verzlunarbanka íslands 637.500.- I Skuld í Landsbanka íslands 1.872.000.- 1 Samtals krónur 8.479.500,-I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.