Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 26.10.1976, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 26. október 1976 TÍMINN 21 „Þó að þeir hefðu Jóhann Cruyff.. — í liði sínu, myndu þeir lóta hann spila í vörninni", segir Tommy Docherty þegar hann lét í Ijós dlit sitt d Middelsborough, sem er á toppnum í Englandi Middlesbrough notaði tækitæri og skauzt á topp 1. deildar, þar sem Liverpooi náði aðeins jafn- tefli i Leeds. „Boro” keppti á heimavelli (23 þús áhorfendur) á móti WBA, og þarf varla að taka það fram, að sigur þeirra var 1-0. Markið kom óvenju fljótt i leikn- um, eða á 42. minútu. Þá skoraði David Mills fyrir þá eftir óvenju- vel útfærða sóknarlotu. Eftir þetta börðust þeir með kjafti og I klóm og tókst að halda þessu for- skoti út leikinn. Venjulega hefur ‘ Middlesbrough ekki skorað fyrr en á siðustu minútum heima- leikja sinna, þannig að andstæð- ingurinn á varla möguleika á að jafna metin. „Boro” setti, tvo menn til höfuðs Johnny Giles og þannig tókst að halda honum al- gjörlega i skefjum. Við það för mesti broddurinn úr sókn WBA. Það lýsir bezt stöðu knatt- spyrnunnar i Englandi nú, að lið, sem leggur ávallt megináherzlu á varnarleik, skuli vera i efsta sæti 1. deildar, með 15 stig úr 11 leikj- um, og aðeins átta mörk skoruð. Tommy Docherty, framkvæmda- stjóri Manchester er ófeiminn að láta i ljós álit sitt á Middles- brough, og sagði hann um þá nú fyrir helgi, ,,að jafnvel þótt þeir hefðu Johan Cruyff i liði sinu, þá Ólafui DAVID MILLS...... skoraði sigur- mark „Boro”. myndu þeir láta hann spila i öft- ustu vörninni.” ★ En lið Docherty, Manchester United, gengur ekkert allt of vel þessa dagana. Vitaspyrna frá Daly og mark frá Hill færðu Man- chester liðinu 2-0 forystu á móti Norwich i hálfleik, en i seinni hálfleik glutruðu þeir þessari for- ystu niður, er John Ryan, er kom inn á sem varamaður fyrir Nor- wich, skoraði með sinni fyrstu spyrnu i leiknum á 72. mínútu, og Phil Boyer jafnaði metin á 84. minútu. Manchester mátti siðan þakka fyrir að ná öðru stiginu, er Boyer fór illa með gott færi á sið- ustu minútu. Greinilegt er, að leikjadagskrá United eralltof stif fyrir hir.a ungu leikmenn liðsins. Þeir keppa nú tvo og stundum þrjá leiki i viku, og greinilegt er, að fjöldi leikjanna kemur niður á gæðum knattspyrnunnar (Áhorf- endur 54.356. ★rLeeds sótti og sótti á móti Liverpool i leiknum á Elland Road, en allt kom fyrir ekki, þannig að það hlaut eiginlega að verða Liverpool. sem skoraði. Og þannig varð það, að Kennedy Framhald á bls. 23 VömWest Orrason ENSKA KNATT- , SPYRNAN 1.DEILD 1 Middiesbro. ,ii 6 3 2 8-6 15 Aston Villa . . n 7 0 4 24-11 14 Liverpool... . 10 6 2 2 15-8 14 Everton .... . n 5 3 2 19-14 13 Ipswich .... . 10 5 3 2 17-13 13 Newcastle.. . n 4 5 2 17-13 13 Man City ... . n 4 5 2 15-11 13 Leicester... . u 3 7 1 12-9 13 Man Utd. ... . 10 4 4 2 17-14 12 Arsenal .... . 11 5 2 4 18-19 12 WBA . 11 4 3 4 16-12 11 Coventry ... . 10 4 3 3 13-12 11 QPR ....... /11 4 3 4 15-16 11 Stoke . 11 4 3 4 7-11 11 Birmingh... . 11 4 2 5 17-14 10 Leeds . 11 3 4 4 14-15 10 Norwich ... .42 3 3. 3 12-18 9 Tottenh .... .11 3 2 6 11-23 8 Derby . 10 1 5 4 15-17 7 Bristol . 10 2 3 5 10-13 7 West Ham .. . 11 1 3 7 9-22 5 Sunderl .... . 10 0 4 6 5-15 4 |2. DEILD Ham eins oa gatasigti.... Leikmenn Everton gengu út og inn um hana eins og þeim sýndist, og voru klaufar að vinna ekki stærri sigur en 3:2 Chelsea .... ..11 8 1 2 19-14 17 Blackpool .. .. 12 6 2 4 19-13 14 Wolves .. 11 5 3 3 26-14 13 Charlton ... .. 11 5 3 3 26-24 13 NottmFor.. .. 11 4 4 3 26-17 12 Bolton .. 11 5 2 4 19-16 12 Hull .. 11 4 4 3 14-12 12 Oldham .... . .11 4 4 3 16-17 12 Plymouth .. ...ii : 1 ! 5 3 18-16 11 Fulham .... . .10 3 5 2 13-12 11 South’ton ... ..11 4 3 4 20-20 11 Bristol R ... .. 11 4 3 4 12-12 11 Notts Co .... ..11 5 1 5 16-20 11 Millvall .... ..10 4 2 4 14-11 10 Biackburn.. .. 11 4 2 5 13-14 10 Luton ..11 4 2 5 15-18 10 SheffUtd... ..11 2 6 3 14-18 10 Carlisle .... ..11 3 4 4 15-23 10 Cardiff .. 11 3 3 5 17-20 9 Burnley .... ..11 2 4 5 16-21 8 Orient ..10 2 3 5 9-13 7 Hereford ... ..11 2 2 7 14-26 6 Það er nú altalaö meðal enskra knattspyrnumanna, að West Ham liðið hafi alls enga vörn, heldur bara eittstórt gat, þar sem vörnin ætti að vera. Og þannig var það lika þegar West Ham mætti Everton á Goodison Park i Liver- pool. Leikmenn Everton gengu út og inn um vörn West Ham eins og þeim sýndist, og geta einungis kennt um eigin klaufaskap að mörkin urðu aðeins þrjú, en ekki tiu eða jafnvel fimmtán. Hvað eftir annað skutu sóknarmenn Everton yfir eða framhjá, þar sem auðveldara hefði verið að skora, og að venju varði Day I marki „The Hammers” vel og tókst honum með góðri mark- vörzlu að hindra, að lið West Ham yrði að athlægi. Það voru liðnar 12 minútur, er Lyons skoraði fyrsta mark leiks- ins. Hann fékk knöttinn á eigin vallarhelmingi, lék upp miðjuna og var tilbúinn að gefa hann til samherja strax og að honum yrði sótt. En þar var nú bara meinið, engum datt i hug aö vera að trufla hann, svo hann labbaði beint I markið með knöttinn. Enda sagði Lyons eftir leikinn, að hann hefði aldrei á ævi sinni skorað auðveld- ara mark. Eftir markið dundu sóknarloturnar á mark West Ham, en góð markvarzla og klaufaskapur þeirra sem sóttu komu I veg fyrir fleiri mörk, i fyrri hálfleik. A 56. minútu skoraði King svo annaö mark Everton. Tekið var horn, allir varnarmenn West Ham dekkuðu hættulegasta sókn- armann Everton, Latchford, en árans fantarnir gáfu þá á King i staðinn, og átti hann auðvelt með að skalla I markið. Þriðja markið var svipað hin- um fyrri. A 70. minútu fékk Latchford knöttinn á eigin vallar- helmingi. En nú var vörn West Ham tilbúin við vitateig og átti nú aldeilis ekki að hleypa Latchford lengra en þangað. En Latchford ' sá við þvi, hann þurfti ekki að fara lengra en upþ að vítateig, þar sem hann var kominn I ákjós- anlegt skotfæri og boltinn söng 1 netinu. Mörk West Ham eru svo kapi- tuli út af fyrir sig. Á 76. minútu átti hinn tyrkneskættaði Ohran skot að marki, sem hefði fariö a.m.k. tiu metra framhjá, ef McNaught hefði ekki komið til skjalanna og stýrt boltanum snyrtilega framhjá eigin mark- verði. Og er tvær mlnútur voru til leiksloka, átti Billy Bonds skot upp i loftið, sem á óskiljanlegan hátt datt niður i mark Everton. Liðin voru þannig skipuö: Everton: Davies, Darracott, Lyons, McNaught, Jones, King, Hamilton, Dobson, Goodlass, Telfer, Latchfor. West Ham: Day, Bonds, Tayl- or, Green, (Lock), Lampard, Curbishley, Brooking, Paddon, Ohran, B. Robson, K. Robson. Áhorfendur: 23.163. — Ó.O. VIÐAR SÍMONARSON.... skoraöi 12 mörk gegn Vestmönnum I Evrópukeppninni. Viðar var óstöðvandi í Færevium —FH-ingar áfram í Evrópukeppninni VIÐAR Símonarson var ó- stöövandi, þegar FH-ingar tryggöu sér sigur (25:20) yfir Vestmönnum frá Fær- eyjum í Evrópukeppni meistaraliöa í Þórshöfn í Færeyjum. Viðar skoraði alls 12 mörk i leiknum, þar af 10 í síðari hálfleik. Færeyingar tóku Geir Hall- steinsson úr umferð i leiknum og elti „skuggi” hann allan leikinn, hvert sem hann fór. Þrátt fyrir það skoraði Geir 4 mörk gegn Færeyingum, sem höfðu yfir (11:9) i hálfleik. Eins og fyrr seg- ir, var Viðar óstöðvandi i siðari hálfleiknum og framlag hans (10 mörk) tryggði FH-ingum sigur. Mörk FH-liðsins skoruðu: Við- ar 12, Sæmundur 5, Geir 4, Þórar- inn 2 og Guömundur Arni 1. ................................... , Celtic tapaði 1 SKotlandi gerðist það merkilegast, aö bæði Celtic og Rangers töpuðu sínum leikjum. Celtic keppti I Aberdeen. Dalglish náði forystunni fyrir þá i seinni hálfleik, en tvö mörk frá Joe Harper sneru leiknum fyrir Aberdeen. Rangers keppti við Motherwell, Hamilton náði forystunni fyrir Rangers, en mörk frá Wark og Pettigrew (2) gerðu út um leikinn Motherwell I vil. Dundee Unit- ed vann 2-1 sigur i Edinborg á móti Hearts og heldur þvi ennþá þriggja stiga forystu í deildinni. öörum leikjum lyktaöi þannig, að Partick vann Kilmarnock 2:1 og Ayr tapaði fyrir Hibernian á heimavelli, 2:3. —Ó.O. JÓHANN og SIGURÐUR... leika mjög vel saman. Sigurður og Jóhann eru ósigrandi... ISLANDSMEISTARARNIR Sig- urður Haraldsson og Jóhann Kjartansson i tviliðaleik i bad minton eruósigrandi. Þeir iögðu alla keppinauta sina að velli i úr- tökumóti fyrir NM-mótiö, sem fór fram i íþróttahúsi TBR um helg- ina. Sigurður og Jóhann sigruöu þá Sigfús Ægi Arnason og Ottó Guð- jónsson iúrslitum — 17:16og 15:8. Lovisa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir urðu sigurvegar- ar i tviliöaleik kvenna — sigruðu Svanbjörgu Pálsdóttur og Ernu Franklin með yfirburðum — 15:1 og 15:6. Lovisa og Steinar Peter- sen urðu sigurvegarar i tvennd- arleik — sigruðu Sigurð Haralds- son og Hönnu Láru i úrslitum 15:8 og 15:8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.