Tíminn - 29.10.1976, Qupperneq 1

Tíminn - 29.10.1976, Qupperneq 1
ÆNGIRP Aætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 og 2-60-66 raHagnlr í virkjanir — hús verksmiðjur — skip SAMVIRKIS' Kópavogi 30 • Fjárlagaræða ráðherra — Sjá bls. 8 AÞ-Reykjavik. — Gylfi Þ. Gislason, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i sameinuðu þingi i gær og gerði að umtalsefni þingfrétt i fréttatima útvarpsins 27. október. Var formanni þing- flokks Alþýðuflokksins mikið niðri fyrir, en hann taldi, að þing- fréttamaðurinn hefði m.a. brotið 3. grein út- varpslaganna, sem seg- ir fyrir um óhlutdrægni Rikisútvarpsins. Frétt sú, sem svo mjög fór i taugarnar á formanni þingflokks Al- þýðuflokksins, var frá umræðum um skipun þingnefndar til að rann- saka gang og meðferð dómsmála. Var sagt i umræddri útvarpsfrétt, að eftir að ölafur Jó- hannesson dómsmála- ráðherra hefði gert at- hugasemdir viö tillög- una, hefði ,,litið staðið eftir af ágæti hennar”. Gylfi Þ. Gislason sagði, að hann hefði fyrir hönd þingflokks Alþýðuflokksins skrifaö útvarpsstjóra bréf vegna þessa máls, þar sem óskað er eítir þvi, að hann geri „tafar- lausar ráöstafanir” til þess, ,,að fréttaflutn- - ingur Rikisútvarpsins frá umræðum á Alþingi verði endurskoðaður og það vandlega tryggt, að hann verði i samræmi við gildandi reglur um óhlutdrægni”, eins og segir orðrétt i bréfinu. Verður ekki annað séð en formaður þingflokks Alþýðuflokksins sé með þessu erindi að óska eft- ir ritskoöun á þingfrétt- um útvarpsins. Þess má geta, að Gylfi Þ. Gisla- son sýndi þingfrétta- manni útvarpsins, Nönnu Úlfsdóttur, ekki þá sjálfsögðu kurteisi að ræða við hana, áöur en hann tók málið upp i saineinuðu þingi. Seina- gangur í Sakadómi skaðar Alþýðu- bankann segir Ingi R. Helgason HV-Reykjavik. — Það er pina og dauði hversu mikill seinagangur er á rannsókn- inni hjá sakadómi, og það sem við óttumst er, að hún taki að minnsta kosti sex mán- uði til viðbótar, áður en málið kemur aftur til saksóknara, sagði Ingi R. Helga- son, lögfræðingur Alþýðubankans, á blaðamannafundi, sem haldinn var hjá bankanum I gær. — Það er hreint furðulegt, nánast ótrú- legt, við hvaða aðstæður viðkomandi sakadómari verður að vinna að málinu, sagði Ingi ennfremur, til dæmis fær hann ekki aðgang að dómssal og ekki ritara nema einn af hverjum sex vinnudögum, eða þrisvar til fjórum sinnum i mánuði. A þessum degi verður hann að hafa allar vitnaleiðslur, og það i mörgum málum, þvi þetta mál er aðeins eitt af fjölda mála, sem viðkomandi dómari hefur til með- ferðar. Við höfum orðað það við saksóknara, hvort ekki sé hægt að flýta málinu eitt- hvað, en það virðist með öllu ómögulegt. Okkur þykir það óneitanlega hart, að bankinn þurfi að liða fyrir þetta. Á sinum tima taldi bankaráð það, sem þá sat, eðli- legast að æskja þess, að rannsókn yrði láíin fara fram á þvi, hvort viðskipti bankans við tiltekna þrjá aðila hefðu ver- ið i samræmi við gildandi lög eða ekki. Þeir stjórnendur, sem þá voru við yfir- stjórn bankans, hafa vikið úr sessi, og þvi þykir okkur óréttmætt, að stofnunin sjálf liði fyrir þetta enn. Það hafa verið gerðar ráðstafanir til af koma i veg fyrir, að slikt sem þetta endur taki sig, og nú vill bankinn geta einbeitl sér að uppbyggingu sinni. ^ — Gylfi Þ. Gíslason ævareiður ó Alþingi: Krefst ritskoðunar á þingfréttum útvarpsins Hafnarfjarðarvegur: Stöðvast framkvæmdir við Arnarneslæk? gébé Rvík — Ég sé ekki fram á annað, eins og málin standa í dag, en að einhver töf verði á framkvæmd- unum við Hafnar- fjarðarveginn, því varla verður haldið á- fram, þvert ofan í vilja bæjarstjórnar Garðabæjar, sagði Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri i gær. Vegurinn er nú um það bil kominn að Arnarneslæk en þar munu framkvæmdir að öllum líkindum stöðvast. Eins og kunnugt er, hefur bæjarstjórn Garðabæjar lagzt gegn lagningu hrað- brautar til Hafnar- f jarðar um Garðabæ, vegna þeirrar slysa- hættu, sem þar myndi skapast, auk hávaða frá umferð. Vill hún, að legu vegarins verði breytt en bæjarstjórn Hafnarf jarðar vill hins vegar, aö fram- kvæmdum verði þeg- ar haldið áfram. — Á meðfylgjandi Tíma- mynd Gunnars eru vegagerðarmenn að leggja þennan um- deilda veg síðasta spölinn að Arnarnes- læk, en þar stöðvast f ramkvæmdirnar senniiega i bili. „Jóhanna" kveður „Vertu sæl mín kæra..." Háhyrningurinn Jóhanna leggur af stað til Nizza Sjá frétt bls. 2 Timamynd Sverrir Aöalsteinsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.