Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.10.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. október 1976 TÍMINN 3 Rækju- veiðar hefjast í Húnaflóa gébéRvik — Frá og með deginum i dag eru rækjuveiðar leyfðar á Húnaflóa, en þó verða þar nokkur svæði lokuð vegna þess hve mikið seiðamagn hefur fundizt, en þau eru i Reykjafirði, Steingrimsfiröi, Hrútafirði og Miðfirði. Sjávarút- vegsráðuneytið ákvað að opna Húnaflóann til rækjuveiða að tiliögum Hafrannsóknastofnunar, en starfsmenn hennar hafa fylgzt gaumgæfilega með seiðamagni þar að undanförnu, svo og i Axar- firði, en þar var rækjuveiði aftur leyfð i vikunni. Rækjuveiðar eru einnig leyfðar á Isafjarðardjúpi, nema i nokkrum innfjörðunt, þannig aö nú er þessi veiði stund- uð á þrem fjörðum við landiö. Að sögn Jóns B. Jónssonar, deildarstjóra i sjávarútvegsráðu- neytinu, er vandlega fylgzt með seiðamagni á fyrrnefndum stöð- um, en Axarfirði var einmitt lok- að fyrir stuttu siðan vegna þess hve sjómenn urðu varir við mikið af seiðum i trollum sinum. Þaö mun ekki hafa gerzt um langt árabil, að vart hefur orðið svo mikils magns af seiðum inni á fjörðum og flóum eins og nú, en ástæðan er mjög velheppnað klak á siðastliðnu vori. Sjö bátar eru gerðir út á rækju- veiðar í Axarfirði frá Húsavik, og öfluðu þeir mjög vel i vikunni. I Afkastageta verksmiðju Fisk- I iðjusambandsins er um 25 tonn á I viku, og það magn höfðu bátarnir I fengið eftir aðeins tveggja daga | veiði. * Ákveðnir í því að bankinn verði hafinn til vegs og virðingar að nýju — segir Stefdn M. Gunnarsson, bankastjóri Alþýðubankans HV-Reykjavik. — Við erum ákveðnir i þvi að hefja bankann til vegs og virðingar, þannig að hann verði I raun, eins og I fyrstu var ætlað, sverð og skjöldur verkalýöshreyfingarinnar i land- inu, sagði Stefán M. Gunnarsson, bankastjóri Alþýðubankans, á blaðamannafundi, sem haldinn var I bankanum I gær. — Bankinn hefur skaðazt af rannsókn þeirri, sem nú fer fram á viðskiptum nokkurra aðila viö hann, og einnig hefur hann skað- azt af neikvæðum skrifum fjöl- miðla um hann. Viö höfum af- skrifað þrjátíu milljónir af þeim skuldum, sem rannsóknin fjallar um, en erum bjartsýnir á, að af- gangur þeirra náist inn. A blaðamannafundinum kom fram, að eftir að bankastjórar Alþýðubankans fóru frá, fyrir um ári siðan, hélt bankaráð áfram að lána fyrirtæki því sem þrjátiu milljónirnar tapast á. Hins vegar var þar ekki um háa upphæð að ræða, og það lán var veitt, vegna þess að einmitt þaö gat leitt til þess að eitthvað af fyrri lánum næðust til baka Hefur bankinn nú von um að fá sex til átta milljónir upp i þrjátiu milljónirnar, einmitt vegna þessa láns sem um var rætt. — Það er óneitanlega ýmislegt sem bendir til þess að ýms öfl i þjóðfélaginu hafi horn i siðu bankans, sagöi bankastjórinn ennfremur igær, enda verður þaö óneitanlega hnekkur fyrir and- stæðinga verkalýðshreyfingar- innar, ef þeir eru einhverjir, ef bankanum tekst aö vinna sig upp. A fundinum kom einnig fram aö þau viðbrögö sem verkalýðs- s * Benedikt Daviösson, formaður bankaráðs, Stefán M. Gunnars- son, bankastjóri, og Ingi R. Helgason, lögfræöingur Alþýöu- bankans, á blaðamannafundinum i gær. hreyfingin hefur sýnt gagnvart framtiðaruppbyggingu bankans hafa verið mjög jákvæð. ir Heilbrigois- >fiskar eftirlitið skoðar Sæ- Ymislegt athugavert við öryggisbúnað gagnvart gestum var sett. Hrafn sagði ennfremur, að nú væri unniö að þvi að semja skýrslu um skoöunarferð þessa, og yrði hún send sýslumanns- embættinu i Hafnarfirði, en þar yröu ákvarðanir teknar um hvaöa ráðstafanir og fram- kvæmdir þyki nauðsynlegt að gera i safninu til að öll skilyröi verði uppfyllt. ■y. gébé Rvik — Skoðunarferð var farin i Sædýrasafnið I Hafnar- firöi að frumkvæði Heilbrigðis- eftirlits rikisins, og voru þar á ferð Hrafn Friöriksson, for- stöðumaður og Árni Kárason heilbrigöisráðunautur frá eftir- litinu, ásamt héraðsdýralækni og fulltrúum sýsiumanns og heilbrigöisráðs I Hafnarfirði. — Astæðan fyrir þvl, aö ferö þessi var farin, var sú að nú mun ver- iö að skipuleggja hópferðir skólabarna i safnið, og vildum við skoða staðinn til að gera okkur hugmynd um ástand þar meö tilliti til öryggisbúnaðar og heiibrigðismála, sagði Hrafn Friðriksson. — Viö fundum ýmislegt athugavert, t.d. að nauðsyn væri á að auka öryggi við bjarnargryfjuna. Vitni eru að þvi, aö börn gera sér að leik að klifra yfir girðinguna fyrir ofan , Héraösdýralæknir og full- trúar heilbrigðiseftirlits ræða saman I Sædýrasafn- inu að lokinni skoðunar- ferð. Tlmamynd: Gunnar. gryfjuna til aö svindla sér inn á svæöiö, og einnig er talin full ástæða til að setja virnet ofan á girðinguna fyrir framan gryfj- una, sagði Hrafn en einnig var athugað almennt hreinlæti á staðnum með tilliti til gesta. Hraf n sagði, að miöað við þær kvartanir, sem borizt hafa að undanförnu um Sædýrasafnið, bæöi i fjölmiðlum og annars staðar, þá virtist ástandið ekki eins slæmt og þvi hefði verið lýst, en þó væri ýmissa úrbóta þörf. — Til er reglugerð no. 67 frá árinu 1971, um dýragarða og sýningar á dýrum, en ekki virð- istsem farið sé bókstaflega eftir reglum þessum i Sædýrasafn- inu, sagði hann, en þess ber aö gæta, að safniö hafði tekið til starfa, þegar reglugerö þessi ávíðavangi Reiður og sakbitinn maður Það er reiður og sakbitinn rnaður, sem skrifar leiðara Dagblaðsins i gær, en vissu- lega er Jónasi Kristjánssyni þó vorkunn. Hann er I hlut- verki matins, sent öll þjóðin brosir að. Ritstjórinn, sent beitti sér fyrir krossför i þágu dr. Braga Jósepssottar, reynd- ist sjálfur hafa barizt gegn honum setn formaöur fræöslu- ráðs Reykjanesutndæmis, þegar Itann hafði tækifæri til aö styöja hann. Maður, sem hcgðar sér þannig, getur ekki vænzt þess, aö fólk taki al- tnennl mikiö mark á honum. Og Jónas Kristjánsson gerði réttast I þvi aö segja af sér sem fræösluráðsmaður, þvl aö þaö cr einnig upplýst, aö sök- um ótta og hræðslu viö ráöu- neytisstjóra menntamála- ráðuneytisins, þorir Itann ekki að greiða atkvæöi samkvæmt sannfæringu sinni. Slfk hræðsla við embættismenn kerfisins útiiokar það, að Jónas Kristjánsson geti gegnt störfum I valdamikilli stofnun eins og fræösluráði Reykja- nesumdæmis eins og ætlazt er tii af honurn. Kitstjóri Dagblaösins mun ekki hafa búizt við, aö .auka- störf hans I fræösluráöi Reykjanesumdæmis yröu kynnt fyrir alþjóð. En á dög- um svonefndrar rannsóknar- biaðamennsku gera tnenn sér far um að kynna sér innviö kerfisins, afla sér gagna og staöreynda, setn siðan eru lagðar á borðið. Það var gert I þessu máli. Engar hálfkveðn- ar vlsur eða dylgjur, Iteldur blákaldar staðreyndir, Eftir langa, langa þögn viðurkenndi svo Jónas Kristjánsson aö hafa greitt öbrum aðila en dr. Braga Jósepssyni atkvæði sitt. Auðvitað er Jónasi Kristjánssyni frjálst aö greiða atkvæöi eins og honum sýnist. Og auðvitab er þaö ekkert sak- næmt, þótt liann hafi taiið réttara aö ljá öörum manni en dr. Braga Jósepssyni atkvæði sitt. En hér er um alvarlcgan siöferöisbrest að ræöa. um þaö eru flestir sammála. Að lýsa yfir stuðningi viö ákveöinn aö- ila á opinberum vettvangi, en berjast gegn honum á bak viö tjöldin. Ennþá alvarlegra er hátterni ritstjóra Dagblaðs- ins fyrir þá sök, að hann hefur lagt menntamáiaráðherra i einelti og valið honum verstu orö fyrir þaö eitt að taka ná- kvæmtcga sömu afstööu til dr. Braga Jóscpssonar og hann sjálfur. Jónasi Kristjánssyni er aö sjálfsögöu frjálst að hrópa sorpblaðamennska eins oft og hann lystir. Staöreyndir þær, sent Tlminn hefur kynnt I þessu tnáli, brcytast ekkert við það. Jónasi væri sæmra að biðjast opinberlega afsökunar á leiðurutn þeitn, sem hann hefur skrifað unt þetta mál, I stað þess aö berja höfðinu við steininn eins og hanii gerir. -a.þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.