Tíminn - 30.10.1976, Page 8

Tíminn - 30.10.1976, Page 8
8 TÍMINN Laugardagur 30. október 1976 FJÖLBREYTT STARFSEAAI KJARVALSSTAÐA í VETUR „Fólk og dýr” eftir Jóhannes Kjarval. Listaráö Kjarvalsstaöa hefur sent frá sér yfirlit yfir fyrirhug- aöa starfsemi á siöasta árs- fjóröungi 1976 til vors 1977. Kennir þar margra grasa. Fjöl- margar sýningar veröa i hiís- inu, i sölunum tveim, Austur- og Vestursal, en auk þess er gertráö fyrir litlum sýningum á skúlptúr, gullsmiöi, keramik og fl. i glerskápum hússins. Kjarval Nti stendur yfir sýning á mál- verkum og teikningum eftir Jó- hannes Kjarval i kaffistofu Kjarvalsstaöa, en þaö,sem sýnt er, eru verk úr safni Þorsteins B. Magnússonar og Karitasar ’ Bjargmundsdóttur. Vilja for- ráöamenn Kjarvalsstaöa meö þessum hætti minnast 91 árs af- mælis listamannsins, sem var 15.októbersiðastliöinn. Þetta er skemmtileg sýning og vel þess verö, aö hún sé skoöuö, ekki siö- ur en heföbundin sýning á verk- um meistarans, sem staðið hef- ur mánuðum saman i Austursal, Reykvikingum og feröamönn- um til mikillar ánægju. Kjar- valsstaöir verða, ef un'nt er, aö hafa nokkra tilbreytingu i kynn- ingu á verkum og persónu Jó- hannesar Kjarvals. Vill sá,sem þetta ritar, ennfremur nota tækifærið til þess enn, aö hvetja listaráð til þess aö reyna aö gera t.d. ritstörfum Kjarvals, skáldskap og fl. einhver skil i húsinu, „þjóðsagan” Kjarval er ekki minna viröi fyrir þjóöina, en málarinn og þvi æskilegt aö þetta haldist i hendur. Fyrirlestrar og fl. Siðastliöinn fimmtudag hófust fyrirlestrar sem halda á i hús- inu á hverjum fimmtudegi til jóla. Þar mun Aöalsteinn Ing- ólfsson, listfræðingur og fram- kvæmdastjóri listaráðs Kjar- valsstaöa, halda eftirtalda fyr- irlestra: 1. Forverar: Van Gogh, Gauguin & Cézanne. 2. Fauvismi: Matisse, Derain o.fl. 3. Expressjónismi i Þýzkaiandi. 4. Kúbismi: Pikassó, Braque, Gris o.fl.. 5. Fútúrismi og Vortex. 6. Dada 7. Súrrealismi. 8. Ný-plastik i Hollandi: Mondrian, van Doesburg o.fl. 9. Ameriskur Afstrakt- Expressjónismi. 10. Amerisk list 1950-1965. 11. Minimal og Concept. 12. Skúlptúr á 20. öld. Að sögn fyrirlesarans veröur stiklaö á stóru i þessum fyrir- lestrum og leitazt veröur viö aö gefa almenningi innsýn I eöli og þróun nútimalistar. Veröa fyr- irlestrarnir haldnir i fundarsal Kjarvalsstaöa, og er öllum heimill aögangur meöan hús- rými leyfir. Eftir jól mun verða haldið á- fram fyrirlestrahaldi, og þá verður fjallað um nútimamynd- list, erlenda og islenzka. Skáld og rithöfundar lesa úr verkum sinum Þá hefur undirritaður heimild ir fyrir þvi, aö ætlunin muni vera aö fá skáld og rithöfunda til þess að lesa úr nýútkomnum bókum (jólabókunum), og virð- ist þaö vel til fundiö. Er þarna fundin ný leiö til fjölmiðlunar fyrir höfundana, sem aöeins hafa fengið örfáar minútur i rikisútvarpinu til þess aö kynna bækur sinar, og er þetta siöur en svo sagt til þess aö kvarta und- an framlagi útvarpsins, sem á- vallt hefur haldið upp á skáld- skap og fagrar bókmenntir. Mjög mikilvægt er þó, aö vel veröi búiö að slikum bók- menntakynningum, og er stung- iö upp á þvi hér, aö kaffihúsiö veröi notaö undir þessar uppá- komur, ef þaö rekst ekki á hags- muni kaffihússins aö ööru leyti. Þaö er vitaö, aö ýmsir at- hyglisveröir höfundar veröa meö bækur aö þessu sinni, og sumar eru þegar komnar út og fleiri koma næstu daga. Ef til vill væri einnig mögu- leiki á aö kynna þarna valda kafla úf leikritum eftir islenzka höfunda i lestrarformi, eins og Þjóöleikhúsiö er nú aö rföa á vaðiö meö, en þetta lesform viröist tilvaliö til almennrar bókmenntakynningar. Austursalur Þá eru það sýningarsalirnir tveir. Vestursalur mun notaður undir „venjulegar” sýningar, en Austursalurinn fyrir hina föstu sýningu Kjarvals, auk annars. Nú stendur yfir i Austursal Kjarvalsstaöa sýning á verkum Magnúsar A. Arnasonar (14.-31. okt.) en þar sýnir listamaöurinn tæplega 100 myndir frá ýmsum timum, en flestar þó frá sein- ustu tveim árum. 1 nóvember og desember verður skipulagssýn- ing á vegum Reykjavikurborg- ar, en sem kunnugt er hefur borgarstjóri verið meö fundi um áætlanir um þróun Rvíkur næstu 20 árin. Þetta er fróölegt á aö lita, og þeirri ábendingu er hér með komið á framfæri, að nokkurtsérhæft starfsliö verði á staönum til þess að greina frá hugmyndum kerfisins um höf- uðborgina, þvi ekki eru allar sllkar sýningar alþýðlegar viö fyrstu sýn. Eftir áramót veröur norræn vefjalist i Austursalnum, hún verður i báðum sölum dagana 19.1-22.2. 1977. Að þvi loknu mun Kjarvalssýningin opna á nýjan leik, og þá vænta menn ein- hverranýjunga,sbr.það sem að framan var sagt. Vestursalur Nýlokið er sýningu á verkum Einars Hákonarsonar og Harö- ar Agústssonar. Siðan tekur viö hver sýningin af annarri, og standa þær yfirleitt hálfan mán- uö. Hafa listamennirnir ýmist allan salinn undir, eöa skipta honum meö sér.' Þessi munu sýna þarna til vors (7. jún. 1977). 27. okt.-9. nóv. Magnús Kjartansson og Guðni Hermannsen 10. nóv.-23. nóv. Veturliöi Gunnarsson 24. nóv.-14. des. óráðstafaö i bili 1977 5. -18. jan. Sigfús Halldórsson 19. jan.-22. febr. Norræn vefjalist 23. frbr.-15. marz. Hringur Jóhannesson 16. marz-5. apr. Baltasar Semper 6. apr.-26. apr. Haukur Dór og Þorbjörg Höskuldsdóttir 27. apr.-26. apr. Jónas Guömundsson og Ómar Skúlason 11. mai-7. júni 12 ungir iistmálarar frá Bret- landi. Þessar upplýsingar komu fram i bréfi, sem afhent hefur verið fjölmiðlum, nema um bókmenntakynninguna, sem komu eftir öðrum leiöum. Forstööumaður Kjarvals- staða er Alfreð Guðmundsson, en framkvæmdastjóri listráðs Aðaisteinn Ingólfsson, listfræð- ingur. Jónas Guðmundsson. G.Ó. Sauöárkróki — Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi Is- landsklukkuna s.l. fimmtudag. Leikstjóri er GIsli Halldórsson og leikmynd geröi Jónas Þór Páisson. Gestir á frumsýning- unni voru Vilhjálmur Hjálmars- son, menntamálaráöherra, sem flutti ávarp að lokinni sýningu, og Vigdis Finnbogadóttir, leik- hússtjóri. Leikendur I Islandsklukkunni eru 33, en meö helztu hlutverk fara: Assessor Arnas Arn- æus..... Haukur Þorsteins- son, Snæfrlöur Björnsdóttir Ey- dalln...Kristln Dröfn Arna- dóttir, Jón Hreggviös# son........ Hafsteinn Hannesson, Eydalin lögmaö- Islandsklukkan á Sauðárkróki ur...Kristján Skarphéöinsson, Grinvicensis.... Jón Ormar Ormsson, Jón Marteinsson..... Kári Jónsson, junkærinn...... ólafur Matthlasson, Dóm- kirkjupresturinn..... Knútur Ólafsson. Kristin Dröfn Arnadóttir er Jón Hreggviösson hreilir Grinvicensis, Hafsteinn Hannesson og Ormar Ormsson. Jón ung leikkona, sem hefur áöur vakiöathygli á leiksviöi hér,en I hlutverki Snæfriðar hefur hún nú sannað ótvlræöa hæfileika, til aö túlka erfiö og margslungin hlutverk. Jón Ormar Ormsson er trúverðugur Grinvicensis og Knútur Ólafsson gerir Sigurö dómkirkjuprest sannan og lif- andi. Haukur Þorsteinsson, Hafsteinn Hannesson, Kristján Skarphéöinsson og Kári Jónsson eru vanir leikarar, og allir gera þeir hlutverkum sinum eftir- minnilega góð skil. Þá vil ég sérstaklega nefna, aö gamla manninn (úr Blá- skógaheiöinni) leikur okkar gamli og góöi leikstjóri og leik- ari Eyþór Stefánsson, en móöur Jóns Hreggviössonar leikur Kristin Sölvadóttir. Bæöi eru þau Eyþór og Kristln þekktir og vinsælir leikarar frá fyrri tlö hér á Sauðárkróki, en hafa ekki komiöá „fjalirnar” I nokkur ár, en létu tilleiöast aö vera enn á ný meö slnu gamla félagi, sem þau hafa áöur unnið svo vel, á þessu 100 ára leiklistarafmæli. Sem vænta mátti skiluðu þau bæði hlutverkum slnum af fyllstu nákvæmni og rikum skilningi. Um aðra leikendur er þaö aö segja, aöþeir standa sig af hinni mestu prýði, enda er heildar- svipur sýningarinnar sérstak- lega samstilltur og glæsilegur. Þaö er vissulega ástæöa til aö fagna þessari sýningu Leikfé- lags Sauöárkróks, enda var þaö óspart gert aö lokinni frum- sýningu. Leikstjóra og leikend- um voru færöir blómvendir og ákafthylltir. Þökk sé leikendum öllum og hinum vandvirka og snjalla leikstjóra Gísla Hall- dórssyni, fyrir frábæra skemmtun og túlkun á hinu mikla verki Halldórs Laxness — Islandsklukkunni. Leikmynd Jónasar Þórs Pálssonar er meö ágætum. 1 vandaöri sýningarskrá, sem gefin var út, ritar Kristmundur Bjarnason rithöfundur um leik- mennt á Sauöárkróki 1876-1941. Þar eru einnig greinar eftir rit- höfundana Indriöa G. Þor- steinsson og Helga Hálfdánar- son. Húsfyllir var á frumsýning- unni og þeim sýningum sem slö- an hafa verið. Kristln Dröfn Arnadóttir og Kristján Skarphéðinsson I hlutverkum Snæfríðar og Eydalins lögmanns.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.