Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 10
10 3. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR FAÐIR FROST Minnismerki um stofnanda Moskvuborgar, Júrí Dolgoruki, í klæðum rússneska jólasveinsins Föður frosts. Rússar undirbúa nú jólafagnað sinn, en samkvæmt tímatali austurkirkjunnar er jóladagur þann 7. janúar. NORDICPHOTOS/AFP Dæmi um verð. Áður. Núna. Rúllukragapeysa 6.000.- 1.900.- Marglit peysa 7.200.- 1.900.- Jakkapeysa 6.200.- 2.900.- Flís-jakkapeysa 5.300.- 1.900.- Dömuskyrta 4.900.- 1.900.- Ullarblazer 6.600.- 1.900.- Gallajakki 5.300.- 1.900.- Úlpa m/hettu og skinni 5.800.- 2.900.- Mokkajakki 10.800.- 3.900.- Pelsjakki 7.900.- 3.900.- Kjóll m/perlum 7.300.- 1.900.- Gallapils 4.800.- 1.900.- Teinóttar buxur 3.600.- 1.800.- Kvartbuxur 4.700.- 1.900.- Gallabuxur 5.400.- 2.700.- Silfur sandalar 5.400.- 1.900.- Einnig fantaður á kr. 500.- og kr. 990.- Og margt margt fleira Opið frá 10:00 – 18:00 ÚTSALA ÚTSALA 50 – 80 % AFSLÁTTUR Ótrúlega lágt verð Síðumúla 13 • Sími 568-2870 FLJÓTSDALSHÉRAÐ Heilbrigðiseftir- lit Austurlands ráðleggur íbúum Fellabæjar á Héraði að neyta ekki kalda vatnsins næstu vikurnar nema sjóða það fyrst en nota heita vatnið ella til drykkjar. Sýni var tekið úr vatninu í vikunni eftir að íbúarnir kvörtuðu undan megnu óbragði af vatninu og í ljós kom að óæskilegir jarðvegsgerlar höfðu komist í vatnsból Fellamanna. Helga Hreinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir vatnið ekki skaðlegt heilsu fólks en geti valdið óþægindum. „Ungabörn og aðrir þeir sem viðkvæmir eru gætu fengið niðurgang en engin bráða- hætta stafar af vatninu,“ segir Helga. Jarðvegsgerlarnir síast yfir- leitt frá vatninu áður en það fer í vatnslagnir sem liggja að íbúð- arhúsum og fyrirtækjum, en Helga segir jarðrask í malarnámu nærri vatnsbólinu hafa valdið því að gerlarnir eru nú í kranavatni Fellamanna. „Óvíst er hversu lengi þetta ástand varir en gera má ráð fyrir að vatnið verði nokkrar vikur að hreinsast,“ segir Helga. - kk Óbragð af kalda vatninu í Fellabæ þegar gerlar komust í vatnsbólið: Íbúum ráðlagt að sjóða vatnið FELLABÆR Jarðvegsgerlar komust í kalda vatnið í Fellabæ og er íbúunum ráðlagt að drekka ekki vatnið nema sjóða það fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/KK ÍBÚATAL Fólksfjölgun á Íslandi á árinu var hlutfallslega mest í Fljótdalshreppi á Austurlandi. Þar fjölgaði íbúum um 36 prósent, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Íbúum fjölgaði næst mest í Skil- mannahreppi í Borgarfjarðarsýslu eða um 28 prósent. Þess ber að geta að bæði þessi sveitarfélög eru fámenn. Íbúar í Fljótdalshreppi eru 355 talsins og 167 manns búa í Skilmannahreppi. Íbúum fjölgaði annars mest á Austurlandi. Í Fjarðarbyggð fjölg- aði þeim um 23 prósent og í Fljót- dalshéraði um 16 prósent. Athygli vekur að íbúum fækkaði í flestum öðrum sveitarfélögum í landshlut- anum. Ef tekið er mið af fjölda ein- staklinga hefur fólksfjölgun orðið mest í Reykjavík, en þar fjölgaði íbúum um 1.070. Fólksfjölgunin er hins vegar eingöngu 0,9 prósent í prósentum talin og fjölgunin í höf- uðborginni er minni en fjölgun á landsvísu, en þar var hún 2,1 pró- sent. Flestir einstaklingar fluttu af Seltjarnarnesi, eða 86, en hlutfalls- lega fækkaði íbúum mest í Árnes- hreppi í Strandasýslu en þar nam fækkunin 12 prósentum. Þar búa hins vegar eingöngu 57 manns. - sk Fólksflutningar í sveitarfélögum landsins: Fjölgun fyrir austan REYKJAVÍK Íbúum fjölgaði mest í höfuð- borginni á árinu. Hlutfallslega var fjölgunin þó meiri á landinu í heild. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir íslenska ríkinu frá því 13. júlí síðastliðinn. Ríkið var þá sýknað af kröfum manns sem taldi sig hafa orðið fyrir ólög- mætri gjaldtöku, en Skattstjórinn í Reykjavík lagði á hann iðnað- armálagjald á árunum 2001 til 2004. Maðurinn vísaði til þess að í landinu væri félagafrelsi og því ólögmætt að gera honum að greiða félagsgjöld til Samtaka iðnaðar- ins. Héraðsdómurinn vísaði til fyrri úrskurðar Hæstaréttar frá árinu 1998 þar sem ekki var fall- ist á að iðnaðarmálagjaldið gæti talist félagsgjald, en tekjum af því mun varið til eflingar iðnaði og iðnþróun. Þá skoðun áréttaði Hæstiréttur nú. - óká Sýkna ríkisins staðfest: Ekki brotið á félagafrelsi STJÓRNMÁL Lögð hefur verið fyrir alþingi tillaga til þingsályktun- ar um hreyfingu sem valkost í heilbrigðiskerfinu. Lyfjastofnun og Landlæknir eru nú að skoða umdeilda markaðsherferð lyfja- fyrirtækis sem borgar líkamsrækt fyrir sjúklinga sem nota ákveðið lyf. Þingsályktunartillagan gengur út á að heilbrigðisráðherra skipi nefnd sem undirbúi nauðsynlegar breytingar með það fyrir augum að læknir geti vísað á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum á sama hátt og lyf eða læknisaðgerðir. „Þing- málin sem ég hef lagt fram ganga út á að allir geti fengið beiðni um hreyfingu frá lækni, en núna hefur lyfjafyrirtæki sem er með mjög dýrt blóðþrýstingslyf samið við eitt líkamsræktarfyrirtæki,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður, en hún hefur áður lagt fram sambærilega tillögu. Meðflutningsmenn eru úr öllum flokkum. Hún telur að tvíbent kunni að vera að lyfjafyrirtæki borgi líkamsrækt með þessum hætti. Í greinargerð kemur fram að hér hafi offita fullorðinna tvöfaldast síðustu tuttugu ár og fjórfaldast hjá níu ára börnum milli áranna 1978 og 2002. Ásta Ragnheiður segir kjöraðstæð- ur hér til að bjóða líkamsrækt sem valkost í heilbrigðiskerfinu, hvergi séu sundlaugar fleiri og íþróttaaðstaða er góð og víða ekki fullnýtt, auk þess sem hér séu margar vel búnar líkamsræktar- stöðvar. - óká Hreyfing verði einn valkosta Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur tvisvar lagt til breytingu á heilbrigðiskerfi, þar sem hreyfing verði metin sem valkostur. ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR Ásta Ragnheið- ur, sem er þingmaður Samfylkingar, á sæti í heilbrigðis- og trygginganefnd þingsins. HREYFING ER HOLL Í þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fyrir alþingi, er lagt til að hægt sé að fá tilvísun á hreyfingu frá lækni. SVÍÞJÓÐ, AP Sænskur maður sem var talinn af fyrir tveimur árum er hann hvarf á veiðum úti fyrir Nor- egsströnd birtist í vikunni bráðlif- andi undir stýri á bíl sínum heima í Svíþjóð. Uppgötvaðist hvers kyns var þegar lögregla stöðvaði mann- inn vegna umferðareftirlits. Maðurinn tjáði sænskum fjöl- miðlum að hann hefði sett dauða sinn á svið árið 2003 með því að leigja bát í Noregi sem hann síðan ýtti úr vör. Báturinn fannst aldrei. „Ég vildi losna úr mínu fyrra lífi og hefja nýtt,“ tjáði Palm dagblaðinu Sydöstran í Karlshamn, þar sem hann dvelur nú í faðmi fjölskyldu sinnar eftir tveggja ára flakk. ■ Svíi sem var talinn af: Birtist heima eftir tvö ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.