Fréttablaðið - 03.01.2006, Síða 16
3. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR16
fréttir og fróðleikur
Fórnarlömbum kynferð-
islegs ofbeldis virðist oft
vera ofinn miskunnarlaus
örlagavefur. Margir leita á
náðir fíkniefna til að deyfa
sársaukann, vændi getur
orðið að fýsilegum kosti og
öryggi gagnvart misindis-
mönnum virðist hvergi vera
að finna. Blaðamaður ræddi
við konu á fertugsaldri og
rúmlega tvítugan mann sem
eiga slíkar harmasögur að
segja.
„Ein af helstu ástæðum þess að
konur leiðast út í ofneyslu vímu-
efna er sú að þær hafa verið
beittar kynferðislegri misnotkun
eða ofbeldi,“ segir Guðmundur
Jónsson, forstöðumaður Byrgis-
ins. Hann kannaði forsögu 150
vistmanna á Byrginu og þar af
höfðu 23 orðið fyrir ofbeldi eða
misnotkun á barns- eða unglings-
aldri. Þar af eru átján konur og
fimm karlar. Piltar sem lenda í
slíkri misnotkun eru einnig lík-
legir til að leiðast útí fíkniefna-
neyslu.
Misnotuð af stjúpföður
„Ég var fimm ára þegar stjúpfað-
ir minn byrjaði að misnota mig
kynferðislega og þannig gekk það
þangað til ég strauk að heiman
tólf ára,“ segir kona á fertugsaldri
sem býr nú í Byrginu. „Móðir mín
vissi af þessu allan tímann en
þorði ekkert að gera af ótta við
kallinn.“
Konan leiddist síðar út í fíkni-
efnaneyslu og þá varð hún að
beita ýmsum brögðum til að
verða sér úti um efni. „Ég braust
inn og stal en svo fór ég líka út
í vændi. Ég vann sem strippari
og þar komst ég í samband við
velefnaða kúnna; margir þeirra
voru háttmetnir í samfélaginu.
Þeir voru til í að nýta sér neyð
mína og borguðu vel fyrir. Ég gat
jafnvel fengið 800 þúsund fyrir
eina nótt en þá sinnti ég kannski
tveimur til þremur auðugum
kúnnum.“ Hún segir að eigendur
á strippstöðunum hafi komið sér
í samband við kúnnana en vænd-
isstarfsemin fór þó ekki fram á
strippstaðnum sjálfum. „Það var
farið með okkur í lúxuskerrum
til þessara stórlaxa á einhverja
staði og mér fannst eins og ég
nyti rosalegrar virðingar, það
var viss upphefð í kringum þetta
en það var fölsk virðing.“
Fyrirmyndar misindismenn
En þessi leynda iðja stórlaxanna
gat stungið verulega í stúf við það
hlutverk sem þeir léku í hvers-
dagsleikanum. „Ég hef lent í því
að hitta gamlan kúnna þar sem
hann var á rölti með konu sinni og
börnum.“
Ég varð mjög reið og skildi
ekki hvernig maður sem kemur
úr slíku umhverfi gæti nýtt sér
neyð mína. En ég veit ekki hvort
hann þekkti mig aftur. Hann var í
mikilli kókvímu þegar ég var með
honum svo kannski man hann ekk-
ert eftir mér. En þetta sýndi mér
að þessir menn bera það ekki utan
á sér að vera misindismenn.“
Nauðgað af fangaverði
Svo virðist sem uppvaxtarsaga
hennar hafi ofið henni þann
örlagavef að vera hvergi óhult
fyrir kynferðislegu ofbeldi. „Frá
því að stjúpfaðir minn misnotaði
mig hefur mín saga verið með
þessum hætti. Ég veit að það er
sjúkt en ég hef alltaf stofnað til
sambanda sem fóru á þann veg
að ég var misnotuð, beitt ofbeldi
eða nauðgað. Meira að segja hefur
þessi bölvun teygt sig in fyrir
fangelsisveggina þar sem ég
þurfti eitt sinn að dveljast.
Ég var ekki einu sinni örugg
þar því einn fangavörðurinn gaf
mér of sterk lyf svo ég sofnaði
og þá kom hann inn í klefann og
nauðgaði mér.“ Spurð hvort hún
hafi reynt að kæra fangavörðinn
svarar hún: „Mér var bara kennt
að halda kjafti svo það var aldrei
inni í myndinni að kæra eða gera
nokkuð vesen út af þessu. Þannig
var ég alin upp, stjúpfaðirinn sá
um það.“
Ekki virðist sá ógæfumaður
vera á batavegi því fyrir nokkrum
árum lék hann sama leikinn og
nauðgaði henni.
Drengjum er líka nauðgað
Ekki þarf jafn mörg áföll og þessi
kona hefur frá að segja til að lífið
fari úr skorðum eins og saga unga
mannsins sýnir fram á. „Ég var
17 ára og var í partíi með félög-
um mínum í einhverju húsi og
þar drapst ég áfengisdauða. Svo
vakna ég við það að einhver karl
er að nauðga mér,“ segir þessi
ungi maður. „Ég bara fraus og gat
ekkert gert. En svo þegar tæki-
færi gafst hljóp ég út. Ég þekkti
sama og ekkert til þessa manns
nema að ég vissi að hann var
Portúgali og ég veit ekkert hvar
hann er núna.“
Ungi maðurinn kærði ódæðis-
manninn og vann það mál en öðru
var tapað sem erfiðara er að vinna
aftur. „Á þessum tíma var ég að
drekka og fikta við hass en eftir
þetta fór ég að deyfa sársaukann
með amfetamíni. Ég var einnig
reiður út í félaga mína sem skildu
mig eftir í partíinu þótt þeir vissu
að þessi maður væri líklegur til
svona verka,“ segir hann.
Fyrirgefningin frelsar
Ungi maðurinn hefur verið í Byrg-
inu í tæpt ár en aðeins nokkrir
mánuðir hafa liðið frá því hann
fór að geta talað um þetta atvik.
Hann segist nú vera að vinna úr
þessum harmleik með hjálp trú-
arinnar. Margir kynnu að hugsa
sem svo að misindismaður sem
gerir 17 ára pilti svona lagað ætti
ekki fyrirgefningu skilið en hann
er á öðru máli. „Fyrirgefningin
frelsar,“ segir hann og bætir við
að enn geti hann ekki fyrirgefið
en þó standi vilji hans til þess.
Fertuga konan er sama sinnis
og vinnur nú í sínum málum. „Ég
er nú í fyrsta sinn í heilbrigðu
sambandi og hef aldrei áður verið
jafn lengi edrú,“ segir hún og
birta færist yfir andlitið.
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR
auglýsir eftir umsóknum
um styrki úr sjóðnum á árinu 2006.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september1977,
sbr. auglýsingar um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá
fyrir Þjóðhátíðarsjóð, nr. 673 frá 12. september 2000 og nr.
987 frá 19. október 2005, er tilgangur sjóðsins „að veita styrki
til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna
að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar,
sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf.“
Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði
viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru,
en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög
til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.
Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2006.
Eldri umsóknir ber að endurnýja.
Nálgast má umsóknareyðublöð á veffanginu
www.sedlabanki.is.
Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar,
Sigfús Gauti Þórðarson, í síma 569 9600.
Reykjavík, 30. desember 2005.
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR
SEÐLABANKA ÍSLANDS
KALKOFNSVEGI 1
150 REYKJAVÍK
Sorphirða
Reykjavíkur
hefur aldrei
eins mikið á
sinni könnu
eins og í
desembermán-
uði. Starfsmenn
sorphirðunnar
fengu lítið frí
yfir hátíðarnar
enda af nógu
að taka. Pétur
Elínarson er rekstrarfulltrúi Sorphirðu
Reykjavíkurborgar.
Voruð þið meira í rusli í desember?
Já, það er greinilega langmest að gera
í desember. Mikið af sorpi safnast upp
hjá fjölskyldum í þessu kaupsjúka
landi og það er nú einu sinni þannig
að nánast allt sem borið er inn á
heimilin endar í tunnunni.
Gerðuð þið einhverjar sérstakar
ráðstafanir? Við bættum ekki við
starfsfólki í desember heldur var
vinnudagurinn klukkustund lengri hjá
okkur í jólamánuðinum. Við byrjuð-
um klukkan sjö á morgnana eins og
venjulega en unnum til hálf fjögur.
Hvernig ganga borgarbúar frá sorp-
inu sínu? Það er mjög mismunandi.
Ég myndi segja að í flestum tilfellum
gangi fólk vel frá sorpinu sínu en gott
væri ef fólk nýtti sér meira grænu
plastpokana sem eru sérstaklega
ætlaðir fyrir sorp sem ekki rúmast í
tunnunni.
SPURT OG SVARAÐ
SORPHIRÐA
Mest að gera
í desember
PÉTUR ELÍNARSSON
Rekstarfulltrúi Sorphirðu
Reykjavíkurborgar.
Líf eftir nauðgun og niðurrif
ÞJÁNINGASYSTKININ GANGA VEGINN Á ENDA Það er ekki átakalaust að takast á við fortíð sem nauðgun, niðurlæging og neysla hefur
markað. Þau þjáningarsystkin bjóða sinni fortíð þó byrginn í Byrginu. Það er háll vegur sem skal genginn á enda.
Svona erum við
Eftir mikið jaml, japl og fuður hafa Rússar stöðvað gassölu til Úkra-
ínumanna. Evrópubúar óttast að þar með muni þeirra eigin gasbirgðir
dragast saman því það er flutt um sömu leiðslur.
Hvað er gas?
Rétt eins og olía myndast jarðgas úr ævafornum
plöntu- og dýraleifum sem finnast djúpt ofan í
jörðinni eða undir sjávarbotninum. Metan, sem
verður til við rotnun lífrænna efna, er helsta uppi-
staðan í jarðgasinu en própan, bútan og kósan er
einnig að finna í því. Gasið er litar- og lyktarlaust
og því setja framleiðendur af öryggisástæðum
lyktarefni í það svo hægt sé að greina gasleka.
Hvernig er gasið unnið?
Jarðgasi er einfaldlega dælt upp úr jörðinni en áður
en því er tappað á kúta eða sett í leiðslur er það hreinsað og greint í
ólíkar tegundir. Þrjú prósent af gasframleiðslu heimsins kemur raunar úr
lofti sem streymir upp úr rotnandi lífmassa, til dæmis sorpi og mykju.
Rússar eru stærstu gasframleiðendur heims, þar eru 555 milljarðar
rúmmetra framleiddir á ári, en Bandaríkjamenn fylgja fast á eftir og síðan
Kanadamenn og Bretar. Bandaríkjamenn nota hins vegar allra þjóða
mest af gasi.
Í hvað er gasið notað?
Jarðgas er til margra hluta nýtilegt, til dæmis í
áburðarframleiðslu og iðnað af ýmsu tagi, og
hérlendis er það ekki síst notað til eldamennsku.
Stærsti hluti gasframleiðslu heimsins er hins vegar
notaður til rafmagnsframleiðslu og húshitunar.
Þar sem gasbruni er umhverfisvænni en olíu- eða
kolabruni er búist við að notkun þess muni heldur
aukast á næstu áratugum. Til dæmis hafa bifreiða-
framleiðendur þróað bílvélar sem knúnar eru gasi
á borð við metan.
Spurn eftir gasi hefur aldrei verið meiri og er reiknað með að þær
gaslindir sem þekktar eru í heiminum verði uppurnar eigi síðar en í lok
þessarar aldar.
FBL-GREINING: JARÐGAS
Dýrmætt loft úr lífrænum leifum> Innflutt hráefni til fiskvinnslu 2004 eftir tegund vinnslu
Heimild: Hagstofa Íslands
Frysting 25,17%
Bræðsla 74,33%
Söltun 0,49%
FRÉTTASKÝRING
JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON
jse@frettabladid.is