Fréttablaðið - 03.01.2006, Page 21
[ ]
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Heimild: Almanak Háskólans
��������������
�������
������������������
�������������
��������
������
�����������������
��� ����
�������������������
�������
�������
�������������
��������������
��������������
���������������
��������������
� ��������
Góðan dag!
Í dag er þriðjudagurinn 3. janúar,
3. dagur ársins 2006.
Ertu með barn í
maganum, frænka,
eða hefurðu borðað
of mikið?
KRÍLIN
Reykjavík 11.17 13.32 15.48
Akureyri 11.29 13.17 15.05
Stefán Jón Bernharðsson er hornleikari
í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Horna-
blástur tekur töluvert á lungun svo
Stefán Jón þarf að halda sér í þokka-
legu formi. Það gerir hann með knatt-
spyrnu og einfaldlega með því að æfa á
hljóðfærið alla daga.
Stefán Jón er nýútskrifaður úr Tónlistarhá-
skólanum í Ósló en þar spilaði hann knatt-
spyrnu reglulega. „Þegar ég var úti spilaði
ég fótbolta tvisvar í viku,“ segir Stefán
Jón. „Við skólafélagarnir vorum með lið og
æfðum reglulega auk þess sem við spiluð-
um leiki og fórum á mót.“
Stefán Jón nefnir líka að félagslegi þátt-
urinn sé ekki síðri í boltanum en sá líkam-
legi. „Svo var aðstaðan svo góð því við hlið-
ina á skólanum var risa gervigrasvöllur og
öll búningaaðstaða til staðar í skólanum,“
Stefán Jón játar að eftir að hann kom
heim hafi hann ekki verið nógu dugleg-
ur í líkamsræktinni. „Ég sakna þess að
spila fótbolta en það hefur verið svo mikið
að gera hjá mér síðan ég kom heim að ég
hef ekki komist í neitt reglulegt. Reyndar
er ágæt líkamsþjálfun að spila á hornið,
lungun eru eiginlega í 100% starfi við það.
Það heldur mér í góðu formi og þó að ég sé
svo sem enginn íþróttagarpur get ég allt-
af tekið sprett án þess að leggjast í götuna
eftirá.“
Stefán hefur vissulega nóg að gera en
hann er fastráðinn hjá Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Auk þess hefur hann ferðast víða
síðasta árið og tekið þátt í ýmsum keppnum
og hlotið nokkur verðlaun. Ferðalögunum
er langt í frá lokið en næsti áfangastaður er
Svíþjóð en þangað heldur Stefán Jón síðar í
mánuðinum.
„Svo á ég líka lítinn strák og eins og flest-
ir foreldrar vita þá er það ágæt leikfimi að
eiga börn,“ segir Stefán Jón og í bakgrunn-
inum heyrist sá stutti skríkja af ánægju og
hefja trommusóló á eldhúspottana.
tryggvi@frettabladid.is
Heldur sér í formi
með hornablæstri
Stefán Jón með líkamsræktartækið sitt, hornið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Heilsugæslustöðvarnar á
höfuðborgarsvæðinu hafa
sameinast í eina stofnun
sem ber nafnið Heilsugæsla
höfuðborgarsvæðisins. Innan
hennar verða heilsugæslu-
stöðvarnar í Garðabæ, Hafn-
arfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ,
Reykjavík og á Seltjarnarnesi
auk Heilsuverndarstöðvarinnar
og Miðstöðvar heima-
hjúkrunar í Reykjavík.
Engar breytingar verða
á þjónustu heilsu-
gæslustöðvanna við
sameininguna, en
tvær nýjar heilsu-
gæslustöðvar verða
opnaðar í janúar,
Heilsugæslan Fjörð-
ur í Hafnarfirði og
Heilsugæslan Glæsibæ
í Reykjavík.
Útsölurnar eru byrj-
aðar. Margar búðir eru
nú þegar farnar af stað
með útsölur á völdum
vörum. Seinna í vikunni
fer svo allt af stað og því
gott að fara á stúfana og
sjá hvað er í boði.
Reykingabann gekk í gildi á
Spáni í gær, algert bann við
reykingum á vinnustöð-
um og öðrum
opinberum
stöðum.
Spánverjar
eru þekktir fyrir
reykmettaða bari
sína og nú eru veitingastaðir
skikkaðir til að bjóða upp
á reyklaus svæði. Reyk-
ingabannið veldur miklum
titringi meðal vanafastra
spænskra reykinga-
manna.
Kate Moss fékk upp-
reisn æru þegar hún
var valin best klædda
kona ársins 2005 að
mati margra tísku-
frömuða og tímarita.
Fékk hún mikið lof
fyrir óaðfinnanlegt
útlit og að vera ávallt
smekklega til fara þrátt fyrir
neikvæða athygli vegna
fíkniefnamisferlis. Sienna
Miller er talin næstbest
klædda konan og á eftir
henni kemur Gwen Stefani.
LIGGUR Í LOFTI
[HEILSA TÍSKA]
Þegar nýtt ár hefur runnið upp er gott að vita hvað er í tísku.
Ákveðinn klæðnaður, litir, tæknibúnaður og hetjur eru inni árið
2006 og annað dettur út í staðinn.
Inni árið 2006 Má skilja eftir með árinu 2005
Aðsniðin pils Útvíð pils
Hlutlausir, klassískir litir Skærir, ósamstæðir litir
Beinhvítur Skjannahvítur
Grár Brúnn
Dökkar gallabuxur Snjáðar gallabuxur
Sjóliðarendur Svart/hvítar rendur
Rokkaralúkk Háskólalúkk
Súperman Batman
iPod video iPod music
Mittisbuxur Mjaðmabuxur
Hylja sig Bera sig
Mótorhjólastígvél Stígvél í viktoríönskum stíl
Kúrekar Sverð- og sandalahetjur
Hreinar og beinar línur Óskýrar, flæðandi línur
Sjóliðarendur og Súperman
MEÐ NÝJUM TÍMUM KEMUR NÝ TÍSKA.
Ganga
Sífellt fleiri kjósa að
ganga sér til heilsubótar
BLS. 2
Útsölur
Alltaf er hægt að gera góð
kaup á vetrarútsölum
BLS. 4