Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 36
10 Með kransæðasjúkdómum er átt við það að fá kransæðastíflu, eða það að þurfa á hjartaaðgerð eða kransæðaútvíkkun að halda. Krans- æðasjúkdómar koma til af mörgum þáttum og getur því margt valdið kransæðasjúkdómi. Þegar talað er um hjarta- eða æðasjúkdóma er ásamt kransæðasjúkdómum átt við heilblóðföll, ýmsar æðakalkanir og hjartasjúkdóma. Blóðsykur er einn af þeim þátt- um sem geta valdið hjarta- og æðasjúkdómum. Fólki ber því að fylgjast með blóðsykurmagni í sínu blóði, en ef því er ekki hald- ið í jafnvægi getur það skemmt æðar og valdið kransæðasjúkdóm- um. Reykingar auka svo líkurnar á kransæðasjúkdómum til muna og eru reykingamenn mikill áhættu- hópur í þessum efnum. Blóðfita er enn annar áhættuþáttur, en kólest- eról er til dæmis blóðfita sem hefur veruleg áhrif á heilsu. Hár blóð- þrýstingur er einnig áhættumerki, sem og offita. Hreyfing er mjög mikilvæg í baráttu við þessa sjúkdóma, hún hækkar hlutfall HDL í blóðinu en það er oft kallað „góða kólesteról- ið“. Hreyfing hefur einnig jákvæð áhrif á blóðþrýsting og jafnandi áhrif á blóðsykur, auk þess sem hreyfing hefur jákvæð áhrif sem forvörn fyrir aðra sjúkdóma svo sem krabbamein, beinþynningu, þunglyndi og kvíða. Margir hafa gengið svo langt að kalla hreyfingu hin eina sanna lífselexír, enda ljóst að skynsöm hreyfing hefur ekkert nema jákvæð áhrif á líðan fólks og heilsu. Áhættumat Hjartaverndar er skynsamlegur kostur fyrir alla þá sem hafa minnstu ástæðu til að ætla að þeir séu haldnir æða- eða hjartasjúkdómi. Í slíku mati eru ýmis áhættuatriði metin og tekin út. Blóðþrýstingur, HDL, þrí- glyceriða (brennslufita), blóðsykur, blóðhagur, kólesterol og kreat- in er meðal þess sem er mælt hjá þeim sem koma í slíka rannsókn. Eftir athuganir á niðurstöðum og áhættumati þar sem reiknað- ar eru líkur á því að viðkomandi fái kransæðasjúkdóm eru teknar ákvarðanir um frekari rannsóknir. Hafin er meðferð ef fengnar upp- lýsingar gefa tilefni til. Varðandi kransæðasjúkdóma og forvarnir í þeim efnum er þó mikilvægast að hafa í huga að góð hreyfing og hollt mataræði er mikilvægsta og besta forvörnin. Kransæðasjúkdómar vinna á hjá fólki yfir langan tíma og allir verða að vera vakandi fyrir þeim. Farðu vel með hjartað þitt Hjarta- og æðasjúkdómar eru stórt vandamál sem mörgum stafar ógn af. Heilbrigð- ur lífsstíll og hreyfing eru besta svarið við þessum sjúkdómum, en margir hafa nefnt hreyfingu hinn eina sanna lífselexír. Á heimasíðu Hjartaverndar er að finna reiknivél sem reiknar út hve miklar líkur eru á því að sá sem taki þátt fái kransæðasjúkdóm á næstu tíu árum. Reiknivélin er fyrir ein- staklinga á aldrinum 35-77 ára, konur og karla. Niðurstöðurnar birtast í prósentulíkum á því að viðkomandi fái sjúkdóminn á næstu tíu árum. Spurt er um aldur, þyngd, hæð, efri mörk blóðþrýstings, íþróttaiðkun og fleira og út frá þeim upplýsingum eru svo reiknaðar lík- urnar á kransæðasjúkdómi. Varað er þó við því að útkoma reiknivélarinnar er ekki sjúkdóms- greining á neinn hátt, og þó svo að þátttakandi beri ekki mikið sem bendi til kransæðasjúkdóms er rétt að minna á að þeir geta leynt mikið á sér. Það er því www.hjarta.is fyrir þá sem vilja hafa varann á. Kransæðareiknivél REIKNAÐU ÚT LÍKURNAR Á KRANSÆÐASJÚKDOMI Á WWW.HJARTA.IS. Húsnæði Hjartaverndar ■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Drífðu börnin út úr húsi. Mörg börn eyða allt of miklum tíma í það að spila tölvuleiki og horfa á sjón- varp, rektu þau út úr húsi og sendu vini þeirra með. Skráðu þau svo á íþróttanámskeið eða eitthvað annað uppbyggilegt og láttu þau læra að njóta lífsins í gegnum eitthvað annað en gerviveruleikann. Fjöldi íþróttafélaga er mikill, sérstaklega í Reykjavík, og geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Börn eru flest lífsglöð og hress og því er um að gera að virkja þau. Börnin út úr húsi Sími 698 1834 • www.leppin.is ������������������ �������������� �������������������������������������������������������� ������������������������������ ������������������������������������ ��������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.