Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2006, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 03.01.2006, Qupperneq 47
21■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { heilsublaðið } ■■■■ Fáir hafa náð eins góðum árangri í íþróttum á alþjóðavettvangi og sundkappinn Örn Arnarson, sem segist teygja eftir hverja æfingu og verða stífur og hálfómögulegur án teygjanna. Hann segir það fara eftir hverj- um íþróttamanni og þjálfara hans hversu mikil áhersla sé lögð á teygj- urnar. „Mér er ekki hleypt af æfingu fyrr en ég hef teygt almennilega, sérstaklega ekki lyftingaæfingum,“ segir Örn, en segist þó líka alltaf teygja á öxlum eftir sundæfingar. Örn heldur hverri teygju í um hálfa mínútu og segist ekki geta hugsað sér að sleppa þeim. „Ég er harður á því að það er bráðnauð- synlegt að teygja eftir æfingar.“ Elín Sigurðardóttir íþróttafræð- ingur er sammála Erni. „Það er alltaf gott að teygja,“ segir hún en bætir við að ekki sé sama hvernig það er gert. „Teygjur hjá mér eru í raun bara slökun. Það eru svo margir sem toga og þvinga sig í gegnum teygjurnar, sem er kol- rangt. Þá dregst vöðvinn saman og vinnur á móti þér. Svo lengi sem þú slakar á inn í teygjuna veit ég ekki til þess að teygjur hafi neitt nema jákvæð áhrif.“ Elín hefur kynnst gagnsemi teygjanna í starfi sínu sem einka- þjálfari og jógakennari. „Ég er með mikið af fólki hjá mér sem fær gjarnan sinadrátt og það hefur fundið mikinn mun á sér við það að teygja reglulega. Ef við teygjum ekki í gegnum árin endum við flest frek- ar stirð. Ég hef fengið til mín fjölda fólks sem ekki getur rétt almennilega úr bakinu vegna stirðleika.“ Elín keppti í sundi á tvennum Ólympíuleikum og hefur reynslu af reglubundnum teygjum. „Það eru meiri líkur á að þú meiðir þig ef þú ert ekki sveigjanlegur. Þær koma kannski ekki í veg fyrir harðsperrur en það er nauðsynlegt að teygja til að auka blóðflæðið í líkamanum.“ Árni Árnason, lektor í sjúkra- þjálfun við HÍ, er ekki jafnsann- færður um ágæti teygjanna. Hann telur fólki óhætt að sleppa teygjunum í ræktinni ef það er á hraðferð og segir það ekki þurfa ekki að hafa áhyggjur af skelfileg- um afleiðingum þess. „Það eru nánast engar rann- sóknir sem gefa tilefni til að ætla að teygjur hafi veruleg fyrirbyggjandi áhrif á vöðvatognanir og slíkt,“ segir hann. „Hins vegar má geta þess að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið eru ekki fullkomnar og það vantar stórar rannsóknir sem taka tillit til margra þátta.“ Hann segir teygjurnar þó gagn- legar í sumum tilvikum. „Sumir íþróttamenn þurfa auðvitað ákveð- inn liðleika vegna eðlis íþróttarinn- ar og þá verða þeir að teygja til að ná þeim hreyfanleika sem krafist er. Stuttir vöðvar geta einnig gefið ein- kenni frá stoðkerfinu, stífleikaein- kenni og jafnvel bakverki, og með því að teygja viðkomandi vöðva slaknar oft á þessum verkjum.“ Honum finnst þó óþarfi að hver maður fetti sig allan og bretti eftir minnstu hreyfingu. „Teygjur draga ekki úr harðsperrum, minnka tæp- ast meiðslatíðni að nokkru marki og rannsóknir gefa til kynna að þær séu alls ekki eins nauðsynlegar og yfirleitt hefur verið talið.“ Teygjuæfingarnar draga ekki úr harðsperrum Efasemdaraddir hafa verið uppi um nauðsyn teygjuæfinga eftir líkamsrækt. Frétta- blaðið leitaði álits þriggja sérfróðra aðila. Ekki eru allir á einu máli um nauðsyn æfinga sem þessara. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES ���������������������������������� ����������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ��������������������������������������������� �������������������������������������������� ������������������������������� �������������� �������������������������������������� ������������������������ ���������������������������� ������������� ������������ ����������������������������������������������� �����������������������������������������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.