Fréttablaðið - 03.01.2006, Side 63

Fréttablaðið - 03.01.2006, Side 63
ÞRIÐJUDAGUR 3. janúar 2006 Svört föt í rokkarastíl í anda Johnny Cash og Bob Dylan eru að koma sterk inn. Í kjölfar þess að gerðar hafa verið kvikmyndir um tvo af svölustu rokkurum allra tíma, Bob Dylan og Johnny Cash, hefur fatatíska þeirra verið að ryðja sér til rúms. Myndin No Direction Home um fyrri hluta ferils Dylans kom nýlega út á DVD og var meðal annars sýnd í sjónvarpinu um daginn og myndin Walk the Line um ævi Johnny Cash verður brátt frumsýnd. Töffararnir tveir, Cash og Dylan, unnu á tíma náið saman en þó er varla hægt að segja að fata- stíll þeirra hafi verið nauðalíkur. Cash var þekktur sem maðurinn í svörtu og var iðulega klæddur svörtum jakkafötum og í þröngri svartri skyrtu. Dylan klæddist einnig mjög dökkum fötum og hafa svartar þröngar gallabuxur, líkt og hann klæddist, verið afar vinsælar upp á síðkastið. Hinn sveitalegi en umfram allt rokkaði stíll þeirra virðist því vel eiga heima í hinni miklu fortíðar- þrá sem ríkir í tískuheiminum í dag. Menn í svörtu Johnny Cash þegar hann var upp á sitt besta. 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.