Tíminn - 05.11.1976, Síða 11

Tíminn - 05.11.1976, Síða 11
Föstudagur 5. nóvember 1976 TÍMINN 11 gróður og garðar Sumarið kvaddi með bliðu og veturinn heilsaði hlýlega að þessu sinni. Græn grös i túnum, rófur spretta i görðum — og mörg sumarblóm skarta enn i byrjun nóvember. Trén fella óð- um laufið. Það litla sem enn tollir er löngu orðið gult, brúnt eða rautt. Undantekningar eru þó til, gljáviðirinn stendur enn með gljáandi grænu laufi viðast hvar, og algengasta garðrósin — igulrósin — sömuleiðis. Al- askaviðirinn stendur með visn- uðu laufi, en það er silfurgrátt, svo að lýsir af honum. Aður sindraði hann bara i golu, þegar sá i neðra borð blaðanna, en nú eru þau gegn silfruð. Það er gaman að virða fyrir sér lim- gerðin og sjá breytinguna frá i sumar, t.d. á Miklatúni i Reykjavik. Næst götunni er fag- urgrænt belti af gljáviði, en bak við dökkt, blaðfallið birkið — og i miðju græn röð grenihrislna. „Það er dökkt yfir björkinni dimman vetur, þá dái ég grenið og furutetur”. Gljáviðirinn fell- ir sitt lauf að lokum, en alltaf skartar grenið — sumar og vet- ur. Það gerir furan lika, en lerk- ið er fegurst á vorin með ný- sprottnu barri skrúögrænu. Fátt er um furur i görðunum. Vert væri að rækta þar meira af fjallafuru, hún fer vel sem stór runnieða litið tré, t.d. úti i gras- flöt, sigræn með sinar löngu barrnálar Nýlega var birt i þættinum mynd af akstrénu mikla á Lauf- ásvegi 43, en i sama garði vaxa einnig tvö önnur tré, með þeim stærstu sinnar tegundar, þ.e. hlynur og beyki. Margir hafa reikað um i súlnahöllum beyki- skóganna i Miðevrópu, en hér er beykið litils vaxtar, viðast bara kræklóttur runni. En það teygir talsvert úr sér á Laufásvegin- um. Undir vegg Miðbæjarskól- ans i Reykjavik stendur beyki- hrisla, liklega 30-40 ára gömul?, en aðeins rúmlega mannhæðar há. Hafa margir tekiö eftir henni á vetrum, þvi að lauf tolia stundum fram á vor. AAkureyri eru sumir garðar nú rauðir af rósaaldinum, en lit- ið er um það hér syðra i haust, nema i einstaka garði, t.d. á Miklubraut 7, en þar ræktaði Gunnar sál. Hannesson margar rósategundir með góðum ár- angri — og fjölmargt annað. Margir sækja nú skrúð- plantnaþekkingu i grasagarð- ana á Akureyri og i Reykjavik. í grasagörðunum er ræktaður fjöldi plantna, bæði garðjurta og Alftir kvaka við Tjarnarhornið villiblóma. Sérhver tegund er merkt með nafni, og er það mik- iö hagræði, þegar menn vilja þekkja plöntur og velja til rækt- unar i garða sina. Komið var á fót ofurlitlum visi að grasagörð- um fyrir löngu, bæði á Akureyri og i Reykjavik, en ekki var þeim haldið við til langframa og lengi var hljótt um málið (þótt minnzt væri að visu á það). Aðalhvata- maður að núverandi grasagörö- um var Jón heitinn Rögnvalds- son, garðyrkjumaður á Akur- eyri um langt skeið, heiðursfé- lagi Garðyrkjufélags Islands. Jón heitinn var mikill áhuga- maður, brennandi i andanum, og lét ekki sitja við orðin tóm. í Fifilgerði i Eyjafirði kom hann, með aðstoð Kristjáns bróður sins, á fót trjá- og blómagarði sem um skeið var fjölskrúðug- asti garður islenzkra jurta á landinu. Urðu jurtir þaðan siðar visir að jurta- og grasagarðs- (26. okt. 1976) deildinni i Lystigarðinum á Ak- ureyri. Arið 1937 gaf Isafoldar- prentsmiðja út bókina „Skrúð- garðar. Um fyrirkomulag og byggingu skrúðgarða” eftir Jón. Eru i henni 58 myndir og uppdrættir. Suma garðaupp- drættina teiknaði Jón sjálfur. Aðrir eru erlendir að uppruna, en Jón breytti þeim i samræmi við islenzka staðhætti. Bókin var vinsæl, einkum norðan- lands, — og kom önnur útgáfa litið breytt árið 1953 og þá á Ak- ureyri. Jón ritaði kaflann um fjölærar jurtir i fyrri útgáfu Skrúðgarðabókar Garðyrkjufé- lagsins. Fyrsta verulega næturfrostið gerði i Reykjavik aöfaranótt 28. október. Var jörð alhvit af hélu fram yfir hádegi, og skæni á Tjörninni. En siðan hlýnaöi á ný- Nú er mikiö rætt og ritað um hugsanlega byggingu stórrar álverksmiðju utan Faxaflóa- svæðisins. Hefur einkum verið stungið upp á að reisa hana skammt utan við Akureyri, en Húsavik og Reyðarfjörður hafa þó einnig verið til nefndir sem aðsetur. 1969 var ofurlitið rætt um álverksmiðju við Eyjafjörð, en þá var mönnum ekki eins ljós og nú mengunarhættan. í raun og veru er varla hægt að hugsa sér óheppilegri stað fyrir meng- andi stórverksmiðju en Eyja- fjörð, luktan háum fjöllum. Liggur það i augum uppi. Nefndar hafa verið Dagverðar- eyri eða þá Gáseyri, sem verk- smiðjuból, aðeins um 10 km ut- an við Akureyri. A Dagverðar- eyri og i Krossanesi skammt frá, voru lengi sildarverksmiðj- ur. Muna fullorðnir Akureyring- ar vel hráýldumóðuna, sem haf- golan bar iðulega yfir bæinn og langt fram i Fjörö — frá verk- smiðjunum. Sýnir það glöggt hvert álmóðan mundi berast. Og þó telja fróðir menn meng- unina enn varasamari og um- fangsmeiri 1 kyrru lofti langtim- um saman að vetrinum. Reynsl- an frá Noregi sýnir að kyrrir dalir og fjarðarbotnar eru verstu staðir fyrir verksmiðjur, sem mengun fylgir. Kom það m.a. fram nýlega hér i norskri sjónvarpsmynd frá Sunndal i Noregi, en þar munu skilyröi allsvipuð og við Eyjafjörð. í Sunndal hefur álmóðan drepið skóg og valdiö beinaveiki i búfé. Islenzkir sendimenn nýlega munu aðeins hafa séð álver úti i eyju i skerjagarðinum i Noregi, en þar likjast skilyrði helzt þvi sem gerist á Húsavik, en er mjög ólikt Eyjafirði. Norð- menn segja hreinsitæki miklum framförum hafa tekið og má það satt vera. Þeir segja lika, að sé tækjunum beitt til hins ýtr- asta, sé hætta á þvi aö loftið versni inni i verksmiðjunum og verði óhollara starfsfólki en áö- ur. Rætterum að rannsaka veð- urfar, gróður o. fl. i Eyjafirði vegna verksmiðjuhugmynd- anna. En lika þyrfti þá að rann- saka hið sama á Húsavik og Reyðarfirði. Samanburður verður að fást, en fram hjá þvi atriði hefur að miklu leyti verið gengið i umræðum. Þetta eru nokkur atriði fram dregin um mengunarhættu i lofti, en hætt- an er lika mikil i sjó, og allt bendir til, að hún sé lika meiri, liklega miklu meiri, i sjó hins langa Eyjafjarðar, heldur en við Húsavik eða Reyðarfjörð. Rætt er einnig um byggða- röskun er stórverksmiðja mundi valda. Enginn hinna þriggja fyrrnefndu staða getur lagt til nægilegt vinnuafl, 500 manns, án stórkostlegrar rösk- unar i atvinnulifi. Ætli verka- mennirnir flestir eða margir, yröu ekki að vera aðfluttir, og þá liklega helzt af Faxaflóa- svæðinu? Sé þetta rétt, virðist ekkert vit i að velja einmitt Eyjafjörð, þar sem mengun mundi veröa mest og það á ein- hverju blómlegasta búskapar- svæöi landsins. A strætóstöðli i Breiðagerði (26. okt. 1976) Birkihrislur við öldugötu 24.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.