Tíminn - 05.11.1976, Qupperneq 13
Föstudagur 5. nóvember 1976
TÍMINN
13
kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli atriöa.
Spjallaö viö bændur kl.
10.05 óskalög sjúklinga kl.
10.25: Kristin Sveinbjörns-
dóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Eftir
örstuttan ieik” eftir Eiias
Mar Höfundur les (6).
15.00 Miödegistónleikar. FIl-
harmoniusveitin i Stokk-
hólmi leikur Sinfóniu nr. 7
eftir Allan Petterson, Antal
Dorati stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.30 (Jtvarpssaga barnanna:
„Óli frá Skuld” eftir Stefán
Jónsson Gisli Halldórsson
leikari les (6).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári
Jónasson.
20.00 Tónieikar Sinfóniuhljóm-
sveitar Isiands i Háskóla-
biói kvöldiö áöur: — fyrri
hluti. Hljómsveitarstjóri:
Karsten Andersen.
Einleikarar : Einar Grétar
Sveinbjörnsson og Ingvar
Jónasson.a. „Eldur”, dans-
sýningartónlist eftir Jór-
unni Viðar. b. Konsertsin-
fónia I Es-díir fyrir fiðlu,
lágfiölu og hljómsveit
(K364) eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. — Jón
Múli Arnason kynnir tón-
leikana. —
20.50 Leiklistarþátturi umsjá
Hauks Gunnarssonar og
Sigurðar Pálssonar
21.20 Prelúdia, stef og til-
brigöi I C-dúr fyrir horn og
pianó eftir Rossini.
Domenico Ceccarossi og
Ermelinda Magnetti leika.
21.30 Ctvarpssagan: „Nýjar
raddir, nýir staöir” eftir
Truman Capote Atli
Magnússon byrjar lestur
þýðingar sinnar.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Ljóöaþátt-
ur óskar Halldórsson sér
um þáttinn.
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
sem Asmundur Jónsson og
Guðni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
5. nóvember
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.40 Kastljós. Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maöur Eiður Guðnason.
21.40 Etta, Wonderog Porter.
Bandariska söngkonan Etta
Cameron syngur lög eftir
Steve Wonder og Vole Port-
er. Þýðandi Jón Skaptason.
(Nordvision- Danska
sjónvarpið).
22.05 Björgunarbáturinn
(Lifeboat). Bandarisk bió-
mynd frá árinu 1944, byggð
á sögu eftir john Steinbeck.
Leikstjóri Alfred Hitcock.
Aðalhlutverk Tallulah
Bankhead, William Bendix,
Walter Slezak og Mary And-
erson. Sagan gerist á At-
lantshafi i siöari heim-
styrjöldinni. Þýskur kaf-
bátur sökkvir bandarisku
skipi og fáeinir farþegar og
skipverjar komast i björg-
unarbát. Skipbrotsmenn
bjarga þýskum sjómanni,
og i ljós kemur, að hann er
skipstjóri kafbátsins. Þýð-
andi Dóra Hafsteinsdóttir.
23.40 Dagskrárlok.
Arthur Conan Doyle:
UÓNSFAXIÐ
kennarinn. Á næsta andartaki mættum við honum á
veginum.
„Góðan dag," mælti Stackhurst. Hinn kinkaði aðeins
kolli, leit út undan sér til okkar með þessum einkennilegu
augum og mundi hafa gengið fram hjá okkur, ef yfir-
maður hans hefði ekki stöðvað hann.
„Hvað voruð þér að gera hér?" spurði Stackhurst.
Murdock skipti litum af reiði.
„ Ég er undir yður gef inn herra minn, þegar ég er und-
ir yðar þaki. En ég veit ekki til að ég sé skyldur að skýra
yður frá einkamálum mínum."
Taugar Stackhurst höfðu þolað mikla áreynslu vegna
þess sem fram var komið. Hefði öðruvísi verið ástatt,
mundi hann samt hafa stillt skap sitt, en nú brást honum
jafnvægið. „Eins og nú stendur á, er svar yðar hrein og
bein ósvífni, herra Murduck."
„Líklega mætti kalla spurningu yðar hinu sama
nafni."
„Þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem ég hef mátt þola ó-
hlýðni yðar og uppreisnarhneigð. En það er áreiðanlega í
síðasta sinn. Þér gerið svo vel að búa yður undir brottför
héðan hið fyrsta."
„Ég hafði þegar ásett mér að gera það. í dag hef ég
lika misst einasta manninn, sem gerði veruna hér þol-
andi."
Hann gekk svo hvatlega á brott. Stackhurst horfði með
reiðisvipá eftir honum. „Ö, hann er óþolandi og óviðráð-
anlegur," hrópaði hann. f
Fyrstu og einu áhrifin, sem þetta hafði á mig var su
staðreynd, að Jan Murdock notaði hér fyrsta tækifærið,
sem bauðst til þess að hafa sig á brott frá þessum ó-
happastað. Daufur og óljósgrunur byrjaði að læðast inn
hjá mér. Vera mátti að heimsóknin til Bellamys gæti
gefið einhverja skýringu. Stackhurst bjóst til farar og
við héldum áleiðis til hússins. Herra Bellamy var mið-
aldra maður, með mikið rautt alskegg. Hann virtist vera
í illu skapi og andlit hans var nærri því jafnrautt og
skeggið.
,,Nei, herra minn, ég óska ekki eftir neinum skýring-
um. Bæði ég og sonur minn þarna erum þeirrar skoðun-
ar, að stimamýkt og kurteisisatlot hr. McPhersons við
Maud dóttur mína hafi verið móðgandi," — hann benti
mér á hraustlegan ungan mann með ólundarlegum svip,
er sat þar út í horni stofunnar. „Ég skal segja yður,
herra minn, orðið „hjónaband" var aldrei nefntog samt
voru bæði bréf og stefnumótog ýmislegt f leira, sem okk-
ur feðgum var ógeðfellt. Stúlkan er móðurlaus, svo við
erum einu verjendur og ráðunautar hennar. Við erum á-
kveðnir í..
Hann var hindraður í að segja f leira. Stúlkan sjálf kom
inn. Það var engum blöðum um það að fletta, að þessi
stúlka hefði vakið aðdáun hvar sem vera skyldi. Hver
mundi hafa trúað því, að slík blómarós gæti vaxið upp af
slikri rót og í slíku umhverf i: Ég er lítt hrif inn af konum,
því að ég hef ævinlega látið höf uðið ráða meira en hjart-
að. En samt var mér Ijóst, að sennilega hefði þessi
hreina ferska fegurð truflað hjartafrið hinna ungu
manna, sem urðu á vegi hennar. Þessi stúlka stóð nú i
opnum dyrunum og leit stórum augum á Stackhurst.
„Ég veit nú þegar að Fitzroy er dáinn. Verið óhrædd-
ir að segja mér öll nánari tildrög að dauða hans."
„Annar þessara herra sagði okkur frá því," sagði
faðir hennar.
„Það er engin ástæða til að flækja systur minni inn i
þetta mál," urraði yngri maðurinn.
Systir hans sneri sér snöggt að honum og mælti hvöss i
rómi: „Þetta er málefni, sem mér kemur við Williám,
gerðu svo vel að lofa mér að sjá f yrir því sjálf ri. Hvernig
sem öllu er háttað hefur hér verið framinn glæpur. Gæti
ég hjálpað til að afhjúpa hann, þá er það hið minnsta
framlag frá minni hálfu og fyrir þann, sem nú er horf-
inn okkur."
Hún hlýddi á stutta greinargerð f rá félaga mínum með
svo mikilli rósemi og stillingu, að augljóst var að skap-
gerð hennar og kjarkur var ekki síður aðdáunarverður
en fegurð hennar. Ég mun ávallt minnast Maud Bellamy
sem hins bezta sýnishorn fullkominnar og göfugrar
konu. Það virtist svo sem hún þekkti mig í sjón, því næst
sneri hún sér að mér.
„Reynið að framkvæma réttvísina, hr. Holmes, og
láta hina seku gjalda. Samúð mín og aðstoð skal vera
yður vís, hver eða hverjir, sem hlut eiga að máli."
„Þakka yður fyrir," svaraði ég. Ég kann vel að meta
kvenlegt hyggjuvit i málum líkum þessum. Þér sögðuð
áðan „þeir". Haldið þér að hér sé um f leiri en einn söku-
dólg að ræða?"
„Ég vissi það um McPherson, að hann var hraust-
menni og hugrakkur að sama skapi. Enginn einn maður
hefði getað leikið hann jaf nilla og hér varð raun á."
„Mætti ég segja eitt orð einslega við yður?"
„Ég banna þér Maud, að blanda þér inn í þetta mál,"
sagði faðirinn reiðilega.
Hún leit vonleysislega á mig: „Hvað á ég að gera?"
„Innan skamms mun allur heimurinn vita, hvað gerzt
hef ur hér, svaraði ég. „Það getur því ekki skipt máli, þó
að talað sé um það hér. Ég hefði helzt óskað að spyrja
yður einslega, en sé þess ekki kostur, geri ég það í áheyrn
hans."
Því næstsagði ég frá blaðinu, sem fannst í vasa dauða
mannsins. „Það verður áreiðanlega lagt fram við réttar-
rannsóknina. Má ég biðja yður að bregða einhverri birtu
yfir þetta atriði ef þér getið?"
„Ég sé enga ástæðu til að dylja neitt," svaraði hún.
,, Við vorum heitbundin hvort öðru og ætluðum að giftast.
Eina ástæðan til þess að við héldum því leyndu var
föðurbróðir Fitzroys, sem var gamall og nær dauða
kominn. Hann gæti hafa gert Fitzroy arflausan, hefði
hann kvænzt gegn vilja gamla mannsins. Þessi var á-
stæðan og engin önnur."
„Þetta gætir þú hafa sagt okkur f yrr," urraði Bellamy
hinn eldri.
„Ég mundi líka hafa gert það, faðir minn, ef þú hefðir
viljað hlýða á það."
„Ég er mótfallinn því, að dóttir mín velji sér mann ut-
an hennar stéttar."
„Það var andúð þín gegn honum, sem hindraði mig í að
segja þér alltaf létta. Hvað við kemur blaðinu, þá er það
svar við orðsendingu."
Hún þreifaði í barm sinn og kom fram með bögglaðan
seðil, svohljóðandi: „Elskan — á gamla staðnum í fjör-
unni eftir sólarlag á þriðjudag. Það er eini timinn, sem
ég hef lausan." í dag er þriðjudagur og ég átti að hitta
hann í kvöld."
Ég sneri blaðinu við. „Þetta kom ekki í pósti. Hvernig
barst yður það?"
„Ég vil siður svara þeirri spurningu. Hún hefur heldur
enga þýðingu fyrir rannsókn yðar í málinu. En um allt er
það varðar skal ég svara yður."
Hún efndi það heit sitt trúlega, en ekkert í f ramburði
hennar varð til þess að upplýsa málið. Hún hélt ekki að
unnusti hennar hefði átt neina leynilega óvini. Aftur á
móti játaði hún, að hún hefði átt marga aðdáendur.
„Má ég spyrja hvort Jan Murdock var einn þeirra á
meðal?"
Hún roðnaði og varð vandræðaleg. „Um skeið hélt ég
að svo væri, en svo breyttist allt, þegar hann vissi um
samband okkar Fitzroys."
Aftur fannst mér einhver skuggi falla á þennan ein-
kennilega mann. Ekki varð hjá þvi komizt að kynna sér
æviferil hans. Herbergi hans varð að rannsaka. Hér
mundi Stackhurst verða hjálpsamur, því hjá honum voru