Tíminn - 05.11.1976, Qupperneq 20

Tíminn - 05.11.1976, Qupperneq 20
1& Föstudagur 5. nóvember 1976 Auglýsingasími Tímans er 'v. LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustig 10-Sími 1-48-06 ^ALLAR TEGUNDIR- Fisher Price leikjöng eru heimsfrceg Póstsendum Brúðuhús Skólar Benzinstöðvar Sumarhús Flugstöðvar Ðílar FÆRIBANDAREIMA FYRIR ' Lárétta færslu na' f*r*h Einnig: Færibandareimar úr 'u ryöfríu og galvaniseruöu stáli Arni ólafsson & co, .. annas 40098 KROFLU" SVÆÐIÐ: f gébé Rvik — Kennsli hraunkvik- unnar, sem er á um 3-4 km dýpi, og rann frá Kröflusvæðinu norður i Gjástykki, var 500-1000 rúm- metrar á sekúndu, sem er tiu sinnum meira rennsli en var I Heimaeyjargosinu á fyrstu dög- um þess. Ekki er vitaö hvers vegna gosið fór þessa leiö, en ekki upp á yfirborðiö, sagði Eysteinn Tryggvason, jarðeðiisfræðingur hjá Raunvisindastofnun Háskóla Islands, meðal annars, þegar Timinn ræddi viö hann i gær. — t umbroturium á Kröflusvæö- inu um siðustu helgi, seig landið mjög snögglega á milli stöðvar- hússins og Leirhnjúks, eða um hálfan metra. Ég hef gert halla- mælingar við Leirhnjúk og i Hliðardal, sem styðja þetta, sagði Eysteinn. Mikill gosórói eða stöðugur titringur i jörðinni, sem fylgir eldgosum, hófst snemma morguns 31. október, og á eftir fylgdi jarðskjálftahrina, sem smádró úr, unz henni lauk á þriðjudagsmorgun. Upptökin reyndust vera um 20 km norðan við Kröflusvæðið eða i Gjástykki. — A 3-4 km dýpi hefur hraunkvika verið að safnast sam- an i nokkurs konar þró á virkjunarsvæðinu, og reis landið jafntogþéttá meðan. Um siðustu helgi gerist það svo, að hraun- kvikan hleypur úr þessari þró norður i Gjástykki. — Við höfum gert mælingar á þvi um hve mikiö magn hraunkviku var að ræða, og reyndust það um 50 milljónir rúmmetra, en þessi tala getur skakkað til eða frá um helming, sagði Eysteinn. Þegar rennslið Rennsli hraunkvikunnar mun meira en rennslið í Heimaeyjargosinu ■1 m J '5',' 'V >'%3 . var mest, s.l. sunnudags- morgunn, var það um 500-1000 rúmmetrar á sek., sem er um tiu sinnum meira rennsli en var i Heimaeyjargosinu á fyrstu dög- um þess. Hins vegar er þetta mun minna en var I Heklugosinu 1947, sem er mesta gos I manna minn- um hér á landi. Þetta var þvi all- mikið og ákaft neðanjarðargos, en hvers vegna það fór þessa leið, en ekki upp á yfirboröið vitum við ekki, sagði Eysteinn. — Hraunkvika hefur þegar byrjað að safnast fyrir á ný i þróna á virkjunarsvæðinu og min skoöun er sú, að það muni taka um 2-2 1/2 mánuö þangað til land- ið nær sömu hæð og það var s.l. laugardagskvöld. Þennan tima ætti því litið að vera um aukna jarðskjálftavirkni á virkjunar- svæðinu, en eftir það gæti aukin virknihafiztá ný og landið byrjað að siga snögglega, en hvert hraunkvikan fer, er ómögulegt að segja. Um mánaðamótin sept/okt, en þá hafði landið á svæðinu verið að smárisa siðan i marz, tók það að risa snögglega, en minnkaði fljót- lega aftur og byrjaði að risa á ný. Þá tók um 3 vikur aö ná aftur sömu landhæð, en um siöustu helgi seig landið mun meira. Eru það þessi umbrot sem valda þvi hve rennsli hefur minnkað I borholum á virkjunarsvæöinu? — Þeir virðast ekki finna eins mikið af vatnsæðum nú og i fyrra- sumar, en hvort þessi umbrot valda þvi að rennsli er nú miklu minna, þori ég ekki að fullyrða um, þó ég hafi grun um það. Aðal- vandamálið er núna, að mér skilst, hve litil gufa kemur úr bor- holunum, sagði Eysteinn. „Kemur sterklega til greina að selja Ver" — segir stjórnar- formaður Krossvíkur Gsal-Reykjavik — Eigendur varðskipsins Vers munu fá togarann sinn frá Landhelgisgæzlunni einhvern næstu daga, en þessi skuttogari var sem kunnugt er leigður til landhclgisgæzlustarfa i fyrra. Að sögn Valdimars Indriðasonar stjórnarformanns Krossvikur, en það er eigandi Vers, kemur sterklega til greina að selja skipið og kaupa minni togara í staöinn. Hann sagði, aö þegar hefðu fariö fram viðræður við tvö útgerðarfyrirtæki um kaup á skipinu, Bæjarútgerö Hafnar- fjarðar og útgerðarfyrirtækið Samherja, en þessar viðræður væru þó enn á algjöru byrjunarstigi. Ver skemmdist mikið I þorskastriðinu, en viðgerð er nú að fullu lokið. Verður síld seld úr landi í 10 kg. umbúðum? wí m? Brazilíukaffi — IVvalskaffi gébé Rvik — Samningaumleitanir standa nú yfir milli Sildarútvegs- nefndar og finnskra siidarinn- flytjenda um sölu á verulegu magni af sykursaltaðri sild i 10 kg umbúðum, og er ekki óliklegt að samningar takist um sölu á sykursaltaðri sild i slikum um- búðum fyrir allt að 50 millj. isl. króna til afgreiðslu á fyrrihluta komandi árs. Þetta er gert sam- kvæmt tilraunum sem Sildarút- vegsnefnd hefur unnið að undan- farin ár, til þess að koma til móts við þróunina iþessum málum hjá kaupendum íslenzku sildarinnar. Svo sem kunnugt er, er söltuð sild að verulegu leyti flutt út sem fullunnin neyzluvara. Sildin er ýmist seld I verzlanir erlendis I þvi ástandi sem hún er afgreidd héðan, eða pökkuð i mismunandi stórar dreifingarumbúðir í þvi ástandi sem hún kemur úr tunn- unum. Nokkur hluti saltsildarinn- ar i Sviþjóð og sykursildarinnar i Finnlandi, er þó flakaður áður en pakkað er i þessar umbúðir. Sildarútvegsnefnd hóf m.a. til- raunaframleiðslu á pökkun haus- skorinnar og slógdreginnar sildar og einnig sildarflaka i 10 kg dreifingarumbúðir, áður en sildveiðibannið sunnanlands hófst á sinum tima. Tilraunasending, sem send var til Finnlands 1972, kom á markað þar i góðu ásig- komulagi. Eftir að sildveiðibann- inu með hringnót lauk, var haldið áfram þar sem frá var horfið, og er nú i undirbúningi að senda aukið magn i tilraunaskyni til Finnlands, Bandarikjanna og fleiri landa, og hafa þegar ýmsar undirbúningsráðstafanir verið gerðar i þessu skyni. Gert er ráð fyrir að fyrstu sendingarnar verði settar á markaðinn i 3-10 kg um- búðum.Sildin verður að vera full- verkuð áður en hægt er að pakka henni i dreifingarumbúðirnar. Áframhald i tilraunapökkun þessari verður fyrst um sinn á vegum Sildarútvegsnefndar, en ef markaðurinn eykst fyrir salt- aða sild i þessum umbúðum á við- unandi verði, er ráðgert að pökk- unin verði framkvæmd á þeim sildarsöltunarstöðvum, sem góða aðstöðu hafa til slikrar vinnslu. PALLI OG PESI Þingeyri: Heimilis' skemmast - vegna of hórrar rafmagnsspennu gébé Rvik — Þau mistök urðu I sambandi við viðgerð á raf- niagnslinum á Þingeyri, að of há spenna kom inn I nokkur hús á staönum, og hafði þaö þær afleiðingar, aö heimilis tæki og sjónvörp skcmmdust — Rafveitur eru tryggðar gegn skemmdum, sem verða vegna rafmagnstruflana, og f þessu tilviki sér rafveitan sjálfsagt um kostnað, sem verður af viðgerð þeirra tækja sem skemmdust, sagði Aage Steinsson, umdæmisstjóri raf- veitunnar á Vestfjörðum. — Það var upphaflega slæmt veður og mikið selturok i þorpinu, sem gerði þaö aö verkum, að útispennir bilaði, ásamt tengibúnaði, sagði Aage Steinsson, en nokkrar rafmagnstruflanir uröu af þessum sökum á Þingeyri á þriðjudag og miövikudag, en I gær var allt komið i eðlilegt horf á ný. — Aumingja Sig- ( hvatur. | — Nú, hvers vcgna? — Karvel ætlar að reynast ofhvatur. jmn 7<o

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.