Tíminn - 26.11.1976, Qupperneq 4
4
Föstudagur 26. nóvember 1976
MEÐ |
MORGUN
l
KAFFINU
rra
8
tímans
'* vyL\ •
■
M
flwE#1
Elizabeth
Taylor og
væntanlegur
eiginmaður
Þegar Elizabeth Tayl-
or tilkynnti I siöast-
liönum mánuöi aö 6.
eiginmaöur hennar (7.
hjónaband, þvl aö hún
giftist Ilichard Burton
tvisvar) yröi einhver
hr. John William
Warnes, spuröu marg-
ir aðdáendur hennar:
Hver er hann eigin-
lega? John Warner —
yngri — er auðvitað
vel þckktur i Washing-
ton, þar sem hann er
fæddur og uppalinn.
Hann er lögfræðingur
að mennt og vann und-
ir stjórn Richard Nix-
ons. Warner er hár og
myndarlegur, var i
sjóhernum i striöinu.
Þar til 1973 var hann
giftur Catherine
Cónover Mellon, sem
var sterkur stuönings-
maður repúblikana.
Sem tengdasonur
Mellons var hann vel
séður i kosningabar-
áttu Richards Nixons,
sem setti hann i em-
bætti aöstoðarritara
sjóhersins aöeins
mánuöi eftir að hann
hóf störf þar. En
hvernig skyldi Warner
henta llfsstill Eliza-
bethar Taylor? Allir
fyrrverandi eigin-
menn hennar hafa
verið I skemmtiiðnaö-
inum, og þótt hún hafi
oft lýst yfir þvi, að
hún ætlaöi sjáif að
hætta, hefur hún
aldrei getað staðið við
það. Ef til vill nú —
með lögfræðing og
stjórnmálamann sér
við hlið og oröin 44 ára
gömul — gæti henni
tekizt það. Hún er
móðir fjögurra barna
og amma tveggja.
Hún er ekki sérlega
heilsugóð, og hefur
staöiö fyrir framan
myndavélarnar siðan
hún var smábarn.
Hún er brezkur rikis-
borgari, borgar skatt-
ana sina i Sviss, og
sagt er að hún hafi
lagt það mikla pen-
inga til hliðar, að hún
geti lifaö áhyggjulaust
I ellinni. Auðæfi henn-
ar standast samt ekki
samanburð við auðæfi
Mellons. Ef Warner
vill vinna I þing-
kosningunum 1978 til
stuðnings William
Scott frá Virginiufylki
gæti frægð Elizabeth-
ar hjálpað honum
frekar en auðæfi henn-
ar. i hjónabandi sinu
mað Catherine Mellon
átti Warner þrjú börn,
Mary, Virginia og
John William IV. Vinir
Elizabethar segja að
brúökaupið muni fara
fram næsta Þakkar-
gerðardag, eða þegar
hún liefur lokið við að
leika i myndinni ,,LIt-
ið næturljóð: hvort
sem verður látið hafa
forgang. Elizabeth
Taylor er fögur, blið-
lynd, ekki mikið
menntuð og stundum
svolitið spillt af lifinu i
Hollywood. Hún ætti
skilið að fá að lifa eitt
rólegt, langvarandi og
hamingjusamt hjóna-
band. Fyrrverandi
eiginmenn hennar
voru: Nickey Hilton
(látinn), Michael
Wilding leikari, Mike
Todd (látihn), Eddie
Fisher söngvari og
Richard Burton leik-
ari. Hér er mynd af
Elizabeth Taylor og
væntanlegum eigin-
manni.