Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.01.2006, Qupperneq 4
4 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR ������������������������ ������������������������������������ ��������������������� ������������������������������������ �������������� �������������������������������������� ���������������������������� ��������������������������������� ���������������������������������������������������� ��������� ������������������������ ���������������������������������������� DÓMSMÁL Hæstiréttur sneri í gær fyrri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi mann grunaðan um innbrot og þjófnað til að láta lögreglunni í Reykjavík í té munnvatnssýni. Sýnatakan tengist rannsókn lögreglu á innbroti í verslun í Reykjavík í sumar. Í öryggis- myndavélum mátti sjá gulum Suz- uki Ignis bíl ekið að versluninni og hvernig mjósleginn, hávaxinn maður braut rúðu og stal fartölv- um. Hér eru einungis fáir svona bílar og þótti manninum sem grunaður er um þjófnaðinn svipa til þess sem sást í upptöku örygg- ismyndavélanna. Lögregla sá til slíks bíls nærri heimili mannsins, en eins bíl hafði verið stolið af bílasölu. Hæstiréttur heimilaði því sýn- atökuna, enda væri fyrir hendi rökstuddur grunur um að þessi maður hefði verið að verki. Hér- aðsdómur taldi hins vegar ekki búið að tengja mannin nægilega vel við bílinn. - óká Hæstiréttur snýr úrskurði: Grunaður þjófur gefi sýni HÆSTIRÉTTUR Snúið var í gær úrskurði Hér- aðsdóms þar sem hafnað var beiðni um að taka úr manni munnvatnssýni. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 06.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 60,94 61,24 Sterlingspund 106,96 107,48 Evra 73,66 74,08 Dönsk króna 9,872 9,93 Norsk króna 9,285 9,339 Sænsk króna 7,901 7,947 Japanskt jen 0,5242 0,5272 SDR 88,17 88,69 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 103,1916 Skaut mormóna Saksóknarar í Chesapeake í Virginíuríki hafa gefið út ákæru á hendur nítján ára gömlum manni sem grunaður er um að hafa skotið tvo mormónatrúboða. Annar dó en hinn hlaut alvarlegt skotsár. Lögreglu grunar að skotið hafi verið á mormón- ana vegna þess að þeir hafi orðið vitni að glæp. BANDARÍKIN ÍRAK, AP Mannræningjar rændu bandarískri blaðakonu og myrtu íraskan túlk hennar í vesturhluta Bagdad í gær, samkvæmt upp- lýsingum frá íraska innanrík- isráðuneytinu. Túlkurinn náði að gefa lögreglunni upplýsingar um rán konunnar skömmu áður en hann dó, en þau höfðu verið á leið á fund með leiðtoga súnní- araba. Uppreisnarmenn hafa rænt fleiri en 250 útlendingum síðustu tvö árin í tilraun til að neyða fjöl- þjóðaherinn úr landi eða til að koma í veg fyrir að arabaþjóðir bindist ríkisstjórn Íraks sterkari böndum. ■ Ofbeldi í Írak: Blaðamanni rænt í Bagdad VIÐSKIPTI Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hafnar því alfarið að hann hafi komið að stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar umfram það að stýra aðalfundum sjóðsins. Í bréfi sem hann sendi Fjár- málaeftirlitinu 6. september hafnar hann fullyrðingum Sigurð- ar G. Guðjónssonar lögmanns um að hæfi Fjármálaeftirlitsins til að fjalla um Sparisjóðinn kunni að vera skert vegna eignarhlutar ríkisendurskoðanda í honum. „Getsökum um að ég misbeiti lögbundnum skoðunarheimildum mínum sem endurskoðandi Fjár- málaeftirlitsins í þágu meints hagsmunahóps meðal stofnfjár- eiganda SPH mótmæli ég jafn- framt harðlega sem algerlega tilhæfulausum. Svo sem yfir- stjórn fjármálaeftirlitsins er vel kunnugt hef ég aldrei í starfi mínu sem endurskoðandi þess rætt málefni SPH eða annarra aðila, sem því ber að lögum að hafa eftirlit með,“ segir hann og telur Sigurð G. á „órökstuddan og ógeðfelldan hátt“ vega að bæði starfsheiðri hans og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins. Ríkisendurskoðandi er lög- skipaður endurskoðandi árs- reikninga Fjármálaeftirlitsins - óká Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi svarar ásökunum um vanhæfi: Segir ásakanir ógeðfelldar SIGURÐUR ÞÓRÐARSON Sigurður, sem er ríkisendurskoðandi, hafnar því að hafa verið hluti af hópi sem stjórnað hafi SPH. LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum rannsakar enn fíkniefnamál sem kom þar upp á gamlársdag. Tugir manna voru yfirheyrðir vegna málsins. Lög- reglan lagði hald á um 1,5 kíló af hassi og lítilræði af amfetamíni og e-töflum. Einn maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald á gamlársdag, grunaður um fíkniefnasölu, en honum var sleppt síðdegis í gær. Rannsókn málsins heldur áfram og miðar vel. ■ Fíkniefni í Vestmannaeyjum: Sleppt úr gæsluvarðhaldi JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Á síðustu dögum hefur hann geng- ist undir tvær aðgerðir vegna alvarlegs heila- blóðfalls sem hann fékk síð- astliðinn mið- vikudag og í gær bárust þær fréttir að bjúg- urinn í höfði hans væri á undanhaldi. L æ k n a r munu ákveða í dag hvenær þeir reyna að vekja Sharon úr lyfjadáinu sem honum er haldið í. Ástand hans er stöðugt, en þó er forsætisráðherrann enn í lífs- hættu. Shlomo Mor-Yosef, stjórn- andi Hadassah-sjúkrahússins, sagði í viðtali í gær að læknar teldu það mögulegt að bjarga lífi Sharons. - smk Forsætisráðherra Ísraels: Sharon enn þungt haldinn LIGGUR ÞUNGT HALD- INN Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir heilablóðfall sem hann fékk í síðustu viku. KJARAMÁL Tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að kjarasamningur í Kópavogi var samþykktur með rúmlega 70 prósentum atkvæða. „Hinn 16. desember samþykkti Reykjavíkurborg kjarasamning og þá varð mismunur á kjörum starfs- manna sveitarfélaganna augljós,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi. „Eðli- lega verður óánægja.“ Ármann segir bæjarstjórn hafa látið reyna á hvort ástandið myndi batna eftir þenslu á vinnumarkaði í desember. „Svo varð raunin. Fyrir áramót vantaði 28 starfsmenn þegar mest var en núna vantar 16 starfsmenn á leikskólana,“ segir Ármann og bendir á að í Reykja- vík vanti 80 starfsmenn, sem sé nokkurn veginn í réttu hlutfalli miðað við stærð sveitarfélaganna. Einnig segir Ármann að staðið hafi verið við loforð um að öll tveggja ára börn fengju vistun á leikskól- um bæjarins. 15 börn á þessum aldri hafa ekki fengið vistun, sem meðal annars má rekja til séróska foreldra varðandi staðsetningu leikskólanna. „Þrjár vikur eru liðnar síðan óánægjan kom upp í tengslum við kjarasamningana í Reykja- vík,“ segir Ármann. „Það finnst mér ekki langur tími miðað við þá vinnu sem er farin af stað. Meirihlutaflokkar bæjarstjórnar funduðu á föstudag með trúnað- armönnum leikskóla bæjarins og með starfsmannafélagi Kópavogs. Á mánudag hefur svo verið boðað til fundar með fulltruúm foreldra og leikskólakennara til að fara yfir stöðu mála.“ Ármann segir að á fundinum á föstudag hafi komið fram tillögur sem verði notaðar sem veganesti í vinnunni sem fer fram fyrir launaráðstefnu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 20. janúar. „Mín von er að niðurstaða launaráðstefnunnar verði til þess að bæta kjör þeirra lægst launuðu svo það standist samanburð við önnur sveitarfélög,“ segir Ármann og bætir við að bæjarstjórnin muni koma fram með tilboð á ráðstefn- unni. Í framhaldi af bæjarstjórnar- fundi á mánudag mun fara fram opinn fundur þar sem fulltrúar minnihlutaflokka bæjarstjórnar í Kópavogi munu fara yfir stöðu mála. Hafsteinn Karlsson, bæjar- fulltrúi Samfylkingar í Kópavogi, segir að lagt hafi verið til af hálfu flokksins að bæjarstjórnin öll héldi fund. „Bæjarstjórnin ákvað að fara þá leið að funda sérstaklega með hagsmunaaðilum,“ segir Hafsteinn. Umræða um málið verður svo tekin upp á bæjarstjórnarfundi á þriðju- daginn. johannas@frettabladid.is Nauðsynlegt er að hækka lægstu launin Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, segir vinnu hafna sem miðist að því að ná fram sátt í kjaramálum á launaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í janúar. Nauðsynlegt sé að bæta laun hinna lægst launuðu. ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Forseti bæjarstjórnar í Kópavogi segir eðlilegt að óánægja hafi komið upp eftir að Reykjavíkurborg samþykti kjarasamning um miðjan desember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.