Fréttablaðið - 08.01.2006, Side 16
8. janúar 2006 SUNNUDAGUR16
Í öllum samfélögum og á öllum tímum sem skráðir hafa verið hefur hugmyndin um einhvers
konar guð verið til. Svo virðist sem
þörfin til að trúa sé manninum
næstum jafn eiginleg og þörfin til
að nærast og fjölga sér. En hvaðan
kemur þessi þörf til að trúa?
Dean Hamer, yfirmaður
genadeildar hjá Bandarísku krab
bameinsrannsóknarstofnuninni,
heldur því fram í bókinni The God
Gene að trúarvitund sé nokkuð
sem mannkynið hafiþróað með
sér í aldanna rás. Hún erfist með
öðrum orðum. Ekki nóg með það,
heldur segist hann hafa fundið
sjálft „guðsgenið“. Það er þetta
gen sem gefur okkur tilfinninguna
fyrir guði sem allir þeir sem trúa
segjast finna fyrir.
Allt í himnalagi
Genið heitir VMAT2 og er eitt af
þeim genum sem framleiða efnið
mónóamín. Mónóamín stjórnar
skapsveiflum okkar og er það efni
sem geðlyfið prózak hefur áhrif
á, en einnig ofskynjunarlyf eins
og LSD og meskalín. Það er því
ekki að furða að ofskynjunarlyf
hafi oft verið notuð í ýmiss konar
trúarlegum tilgangi, jafnvel
er talið að forfeður okkar hafi
innbyrt ofskynjunarsveppi þegar
þeir blótuðu Óðin og Þór. Það
má því velta því fyrir sér hvaða
áhrif mismunandi lyf hafi haft
á trúarhugmyndir í gegnum
aldirnar. Kannski munu einhvern
daginn spretta upp prózaksöfnuðir,
þar sem æðstuprestar sjá ekki
fyrir sér eld og brennistein,
heldur halda því fram að allt sé í
himnalagi.
Guð og konur
„Í upphafi var orðið, og orðið var
hjá guði, og orðið var guð,“ segir
í byrjun Jóhannesarguðspjalls.
Þetta kemur í raun heim og saman
við rannsóknir mannfræðinga,
sem benda til að trúin og talmálið
hafi þróast á svipuðum tíma.
Margar dýrategundir nota, rétt
eins og Íslendingar um helgar,
ýmis hljóðmerki og líkamstjáningu
til að gefa til kynna ógnun, hættu
á árás eða tilboð um kynlíf. En
mannskepnan er einnig fær um
að nota orð til að tjá sig. Hún er
einnig eina lífveran, svo vitað sé,
sem trúir á guð og hún er eina
lífveran sem getur tjáð sig um
hluti utan líðandi stundar. Og hún
er eina lífveran sem er meðvituð
um að hún muni einhvern daginn
deyja.
Upphaf kynjamisréttis
Reiknað er með að nútímamaðurinn
hafi verið fyrsta skepnan sem tókst
að þróa með sér talmál og að það hafi
gerst fyrir um 40.000 árum. Talið
er að megi rekja verkaskiptingu
kynjana (og að einhverju leyti
kynjamisrétti) til þessa tímabils,
því erfitt hefði verið að koma á
verkaskiptingu án talmáls. Einnig
hefði verið erfitt að skipuleggja
veiðiferðir án þess. Ef til vill hafa
trúarbrögðin komið til sögunnar
um svipað leyti. Eða jafnvel fyrr.
Ekki er talið að
Neanderdalsmenn hafi haft nógu
þróað barkakýli til að búa yfir
flóknu talmáli. Samt sem áður
eru vísbendingar um að þeir hafi
gert sér hugmyndir um líf eftir
dauðann. Þeir jarðsettu hina látnu
og létu jafnvel verkfæri fylgja
með í gröfina. Því getur verið að
trúarþörfin sé jafnvel eldri en
talmálið.
Guð og götugengi
Trúarbrögðin hafa verið
nauðsynleg til að vígja menn
inn í samfélagið. Helstu tíma-
mótin á æviskeiðinu; fæðing,
fullorðinsþroski, gifting og dauði,
eru á einn eða annan þátt mörkuð
af trúarbrögðunum. Í kristinni
trú samsvara skírn, ferming,
hjónavígsla og jarðarför þessum
tímamótum. Hafa sumir, svo sem
rithöfundurinn Robert Bly, getið
sér til að fullorðinsvígsla, sem
allir geta tekið þátt í án þess að
þurfa að leggja mikið á sig, hafi
leitt til gengisfellingar hennar.
Fermingin er gott dæmi um þetta.
Því sé í raun að litlu að stefna
og mönnum finnist þeir verða
utanveltu í samfélagi sem tekur of
auðveldlega við þeim en ætlast ekki
til neins af þeim í staðinn. Ungir
karlmenn reyna því að búa sér
til sínar eigin manndómsvígslur,
eins og tíðkast í götugengjum í
stórborgum erlendis.
Hvers vegna að hlýða?
Trúarbrögð eru ef til vill nauðsyn-
leg til að hægt sé að skipuleggja
þjóðfélag, límið sem bindur það
saman. Því hvað heldur í raun
aftur af hinum sterka að ráðast á
þann veika annað en trúin á ein-
hvern enn sterkari fyrir ofan til
að refsa honum? Ekki er líklegt
að samfélög hefðu verið stofn-
uð á skynsemisgrundvelli einum
saman, því skynsemin má sín
gjarnan lítils þegar stjórnmál eru
annars vegar.
Margir hafa haft áhyggjur af
því að samfélagið myndi hrynja til
grunna án aðstoðar trúarbragðanna.
Heimspekingurinn Saint-Simon
vildi að vísindamenn tækju að
sér hlutverk æðstupresta, með
Newton í stað guðs. Aldous Huxley,
í háðsádeilu sinni á kapítalismann
Veröld ný og góð, lætur persónur
sínar tilbiðja heilagan Henry Ford.
En ef það er í genum okkar að
trúa mun líklega alltaf einhver
vera til sem reynir að fullnægja
trúarþörf okkar, rétt eins og
iðngreinarnar keppast um að
fullnægja öðrum þörfum.
valur@frettabladid.is
Er Guð forsenda siðmenningarinnar?
GUÐ ALMÁTTUGUR Altaristafla frá Gent.
MAÐURINN HEFUR FRÁ UPPHAFI TRÚAÐ Á ÆÐRI MÁTTARVÖLD. Hellamynd frá Lascaux
sem sýnir andleg dýr og tákn.
Vísindamaður vestanhafs, Dean Hamer, hefur gefið út bók þar sem hann heldur því fram að trúarvitund mannsins sé í genum
hans. Hvaðan kemur þessi þörf mannsins til að trúa á æðra máttarvald? Valur Gunnarsson kynnir sér málið.
SKÖPUN ADAMS EFTIR MICHELANGELO Freska í sixtínsku kapellunni.
Gamlar hefðir valda nú
deilum í spænsku þjóð-
félagi, því margir telja
að þær komi í veg fyrir
að Spánn nútímavæðist
og verði samkeppnishæf
þjóð á alþjóðagrund-
velli. Albert Örn Eyþórs-
son skrifar um langlífi
miðdegisdúrsins.
Esther Hormigon í Madríd á Spáni finnst gaman að skemmta sér. Hún
fer reglulega út að borða með
fjölskyldu sinni og vinum og
hún heldur sjaldan aftur af
rauðvínsdrykkju þegar svo ber
undir. Komi hún heim til sín fyrir
klukkan tvö á næturnar á slíkum
kvöldum má telja víst að kvöldið
hafi ekki verið eins skemmtilegt
og hún ætlaði enda algengara að
hún sé lengur úti en það. Esther er
84 ára gömul.
Hefðir og venjur
Fyrir mörgum, og kannski sér-
staklega á norðlægari slóðum, er
hrein fásinna að eldra fólk á borð
við Esther sé úti svona seint og
hvað þá við drykkju. En Esther
er ekkert frábrugðin milljón-
um annarra landa sinna þar sem
venjur og hefðir eru frábrugðn-
ar því sem fólk á að venjast ann-
ars staðar í heiminum. Það eru
einmitt þessar sömu venjur og
hefðir sem valdið hafa deilum og
klofningi í spænsku þjóðfélagi að
undanförnu því margir telja að öll
gömlu gildin komi í veg fyrir að
Spánn nútímavæðist almennilega
og verði samkeppnishæf þjóð á
alþjóðagrundvelli.
Síestan er dýrkeypt
Eitt dæmið er hin víðfræga síesta.
Meðan fólk annars staðar í álfunni
rétt gefur sér klukkustund til
hádegismatar og hefur svo vinnu
á ný láta flestir Spánverjar eftir
sér að halla sér vel aftur eftir
matinn og liggja á meltunni fram
eftir degi. Flestum er sama þótt
upprunalega hafi bændur og
búalið tekið sér síestu meðan sól
var hvað hæst á lofti. Það vita
þeir sem reynt hafa að hitinn
getur þá orðið óbærilegur og
jafnvel létt verk og löðurmannleg
verða að púli og striti undir heitri
sólinni. En þeir dagar eru liðnir
að mestu enda tæki og tól komin í
stað erfiðis hjá þeim fáu sem enn
stunda akuryrkju eða búskap af
einhverju tagi í landinu. Síestan
lifir hins vegar góðu lífi áfram
og telja margir það gagnrýnivert.
Spánverjar kjósa frekar að taka
tveggja til fjögurra tíma langt hlé
yfir hádaginn frá hádegi hvern
dag og halda svo til starfa á ný og
vinna fram eftir kvöldi en að feta
í fótspor annarra ríkja álfunnar
og vera komnir heim til sín upp úr
klukkan fimm á daginn. Í staðinn
vinna þeir margir til níu og tíu á
kvöldin, sem aftur útskýrir hvers
vegna veitingastaðir í landinu eru
tómir fram að þeim tíma. Eftir
góðan kvöldverð og afslöppun er
haldið heim á leið á ný og sýna
rannsóknir að Spánverjar leggjast
að meðaltali ekki til hvílu fyrr en
nokkuð er komið yfir miðnætti.
Jákvætt fyrir þjóðarsálina, nei-
kvætt fyrir þjóðina
Margir sem ferðast hafa til Spánar
hafa lent í að koma að lokuðum
dyrum verslana og jafnvel
veitingastaða yfir hádaginn. Verra
er þó að síestan á sér stað á sama
tíma og öll viðskipti og atvinnulíf
annars staðar í Evrópu eru í
hámarki og þessi hefð Spánverja
er fyrirtækjum mörgum dýr
biti. Öll fyrirtæki sem vilja
hafa starfsemi í gangi meðan á
síestunni stendur verða að semja
sérstaklega við starfsmenn vegna
þess og var það lengi vel óvinsælt
þótt sú óánægja hafi minnkað
hin síðari ár. Flugfélagið Iberia
og verslanakeðjan El Corte Ingl-
és voru meðal þeirra fyrirtækja
sem lentu milli tannanna á fólki
áður fyrr vegna þess að síestan
var virt að vettugi og starfsmenn
skikkaðir til að vinna.
En áhrif síestu Spánverja
eru meiri og mikilvægari en
að hún sé eingöngu baggi á
fyrirtækjum. Hún gefur þeim
það sem mörgum finnst einmitt
vanta í streituþjóðfélögum norðar
í álfunni; afslöppun og sterkari
bönd vina, ættingja og fjölskyldu.
Rannsóknir hafa staðfest að
streita hrjáir Spánverja mun
minna en aðra í Evrópu þrátt fyrir
þá staðreynd að vinnutími þeirra
flestra sé í raun lengri. Og enginn
sem setið hefur á veitingastað
með spænskri stórfjölskyldu
verður ósnortinn af þeirri gleði
og hlátrasköllum sem jafnan
fylgir slíkum samkomum.
Esther Hormigon er lifandi
sönnun þess. Þessi lífsglaða
eldri kona sem hefur glímt við
hryggskekkju í fjörutíu ár lifir
fyrir þær stundir jafnvel þó að
á stundum fari hún aðeins yfir
strikið í rauðvínsdrykkjunni. ■
Síestan á undanhaldi
GAMLI MAÐURINN OG BÝLIÐ Áður fyrr var vart komist hjá því að hætta vinnu yfir hádaginn
þegar sól var hátt á lofti og aðstæður allar erfiðar til vinnu, sérstaklega hjá bændum og
öðrum þeim er unnu líkamlega vinnu. Til eru þeir sem vilja síestuna burt þar sem aðeins
minnihluti þjóðarinnar vinnur erfiðisvinnu. NORDICPHOTOS/AFP