Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 08.01.2006, Qupperneq 21
ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� STÖRF Í BOÐI Verkamenn Skólastjóri Leikskólastjóri Umhverfis- og þróunarfulltrúi Loftræstihönnuður Veg- og gatnahönnuður Verkeftirlit Forritari Lagermenn Innkaupastjóri Sölumenn Deildarstjóri Forstöðumaður Sérfræðingur Fjármálaráðgjafi Lögfræðingur Stuðningsfulltrúar Viðskiptafræðingur Hagfræðingur Fagstjóri Kaffibarþjónn Rafmagnsverkfræðingur Árslaun á Íslandi eru há miðað við laun í öðrum Evrópulöndum samkvæmt alþjóðlegum sam- anburði á launum sem sjá má á heimasíðu Hagstofu Íslands. Helstu skýringar á launum Íslendinga eru langur vinnutími og hátt verðlag. Íslendingar eru lengur að vinna fyrir laununum sínum en aðrar Evrópuþjóðir og verðlag hér á landi er með því hæsta í Evrópu. Félagsmenn í VR með erlent ríkisfang eru um það bil sexhundruð og fimmtíu og hefur þeim fjölgað um þriðjung á síðasta ári samkvæmt frétt á heimasíðu VR. Félagsmenn VR eru nú frá alls sjötíu og átta þjóðlöndum. Grunnlífeyrir almannatrygg- inginga á ekki að skerðast við viðbótarlífeyrissparnað samkvæmt því sem kemur fram á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Viðbótarlífeyrissparnaðurinn er meðhöndlaður á sama hátt og greiðslur úr lífeyrissjóðum við útreikning bóta og því skerðir hann ekki grunnlífeyrinn. Bandarískar konur eru mjög ósáttar við það misrétti sem þær segjast vera beittar á vinnustöðum á meðan þær ganga með börn og þegar þær snúa aftur til vinnu eftir barnsburð. Kærum vegna slíks misréttis hefur fjölg- að um þrjátíu og þrjú prósent í Bandaríkjun- um síðustu tólf ár samkvæmt frétt á heimasíðu VR. LIGGUR Í LOFTINU ATVINNA Ólafur Ragnarsson mjólkurfræðingur hefur starfað hjá Mjólkursamsölunni síðan 1988. Hann segir að það sé mjög skemmtilegt að fylgjast með fram- leiðsluferli mjólkurvara. Ólafur lærði mjólkurfræði í Óðinsvéum í Danmörku. „Það læra allir mjólkurfræðingar í Danmörku en námið er mjög fjölþætt og kemur inn á alla þætti mjólkurvinnslu,“ segir hann. Eftir að Ólafur lauk náminu kom hann heim og fór strax að vinna hjá Mjólkur- samsölunni. „Fyrstu níu árin var ég að vinna á rannsóknarstofunni við gæðaeftirlit og efnamælingar og annað slíkt sem tengist vinnslunni. Árið 1997 fór ég síðan að vinna í vinnslunni sjálfri,“ segir hann. Starf Ólafs felst í keyrslu á framleiðslu- vélum Mjólkursamsölunnar. „Framleiðslu- vélarnar gerilsneyða mjólkina og fitu- sprengja og skilja hana síðan í undanrennu og rjóma ef á að gera það. Svo er verið að pakka og koma vörunum í umbúðir. Einnig þarf að sjá til þess að gæðin séu í lagi en rannsóknarstofan sér um gæðaeftirlitið,“ segir hann og bætir við að mjólkuriðnað- urinn sé orðinn mjög tæknivæddur og öll tæki séu tölvustýrð. „Við sitjum mikið fyrir framan tölvuskjái og stýrum því sem við erum að gera þaðan.“ Ólafi finnst skemmtilegast við starfið að fylgjast með framleiðslunni. „Það er mjög gaman að sjá vörurnar verða til, svo ég tali nú ekki um í jógúrtframleiðslu þar sem verið er að vinna með lifandi gerla eða í ostagerð þar sem fylgst er með því ferli þegar mjólk verður ostur.“ Ólafur segir að því miður hafi mjólkur- drykkja Íslendinga minnkað á síðustu árum. „Það er mikið framboð af öðrum drykkjum eins og gosi og söfum sem dregur úr mjólkurneyslu.“ Hann segir að mjólkurdrykkja Íslendinga hafi líka breyst og sala á léttmjólk hafi aukist á meðan sala á nýmjólk hafi minnkað. „Ég sé stóran mun á því síðan ég byrjaði og léttmjólkurdrykkja er á síðustu árum orðin alveg jafn mikil ef ekki meiri en nýmjólkurdrykkja.“ emilia@frettabladid.is Íslendingar mættu drekka meiri mjólk Ólafur Ragnarsson segir að það sé skemmtilegt að fylgjast með framleiðsluferli mjólkurvara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 8. janúar, 8. dagur ársins 2006. Reykjavík 11.09 13.34 16.00 Akureyri 11.18 13.19 15.20 Hljóð getur verið hættulegt bls. 2 Einelti á vinnustað bls. 2 Verzlunarfélag Reykjavíkur hefur ákveðið að skipta um nafn en núverandi nafn þykir ekki henta lengur. Forráðamenn VR hafa ákveðið að efna til samkeppni um nýtt nafn og er 300.000 krónum heitið fyrir bestu tillöguna. Núverandi nafn þykir ekki endurspegla starfsemi félagsins lengur því innan við tuttugu prósent félagsmanna VR eru verslunarmenn. Flestir félagsmenn VR eru stjórnendur og sérfræðingar, um 37 prósent, og 25 prósent félagsmanna teljast sérhæft starfsfólk og tæknar. Nýja nafnið skal endurspegla starfsemina, vera skýrt og þjált en þó má það vera lengra ef skammstöfunin er hentug. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að skammstöfunin sé ný útfærsla á skammstöfuninni VR. Í dómnefnd sitja rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Gerður Kristný ásamt Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, og Kristínu Sigurðardóttur, forstöðumanni samskipta- og þróunarsviðs VR. VR skiptir um nafn Landsbankinn - Fræðsludeild Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfs- ánægju og gott starfsumhverfi, sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, séu lykillinn að farsælum rekstri bankans. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LB I 30 85 4 0 1/ 20 06 Starf sérfræðings í fræðsludeild Landsbankans á starfsmannasviði er laust til umsóknar. Viðkomandi kemur til með að vinna með fræðslustjóra bankans að hinum ýmsu verkefnum er snúa að fræðslu og þjálfun starfsmanna. Helstu verkefni: • Umsjón og undirbúningur námskeiða • Skráning og úrvinnsla upplýsinga • Greining fræðsluþarfa • Mat og greining á fræðsluframboði • Ýmis verkefni tengd fræðslumálum Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði félagsvísinda, viðskiptafræði eða sambærilegt • Reynsla af störfum við fræðslumál er kostur • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Góð framkoma og samskiptahæfileikar • Geta til að miðla efni á skýran hátt, bæði í ræðu og riti • Góð íslenskukunnátta er skilyrði Nánari upplýsingar veita Bergdís Björt Guðnadóttir fræðslustjóri í síma 410 7911 og Atli Atlason framkvæmdastjóri starfsmannasviðs í síma 410 7904. Umsókn og ferilskrá sendist til atlia@landsbanki.is fyrir 17. janúar nk. Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is Lausar stöður við leikskóla Kópavogs • Leikskólakennarar. Kópavogsbær starf- rækir 16 leikskóla fyrir börn á aldrinum 1 – 5 ára. Í leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf, en hver leikskóli hefur sína skólanámskrá og sína áhersluþætti í starfinu. • Sérkennslustjórar. Starfssvið þeirra er að halda utan um sérkennslu í einstaka leikskólum. • Matráður. Leikskólinn Núpur og leikskólinn Dalur Um er að ræða bæði heilar og hluta stöður. Konur jafnt og karlar eru hvött til að sækja um störfin. Upplýsingar um leikskóla Kópavogs er að finna á heimasíðu Kópavogs www.kopavogur.is, þar sem einnig er hægt að sækja um stöður. Nánari upplýsingar eru veittar á leikskólaskrifstofu s: 570 1600 og hjá leikskólastjóra hvers leikskóla fyrir sig. Fræðsluskrifstofa Kópavogs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.