Fréttablaðið - 08.01.2006, Page 29
ATVINNA
SUNNUDAGUR 8. janúar 2006 9
SKJÓL
HJÚKRUNARHEIMILI, KLEPPSVEGI 64
104 REYKJAVÍK
Hjúkrunarfræðingar !
Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa. Einkum
vantar á kvöld- og helgarvaktir. Starfshlutfall samkomulag.
Sjúkraliðar.
Sjúkraliðar óskast til starfa á morgun- og kvöldvaktir.
Starfshlutfall samkomulag.
Starfsfólk í aðhlynningu.
Starfsfólk óskast við umönnun aldraðra á morgun og
kvöldvaktir. Starfshlutfall samkomulag
Skjól er hjúkrunarheimili aldraðra þar sem hjúkrun er veitt í
hlýlegu umhverfi. Að vinna við umönnun aldraðra er dýrmæt
og góð reynsla. Góð starfsaðstaða. Reyklaus vinnustaður.
Nánari upplýsingar veitir
Aðalheiður Vilhjálmsdóttir hjúkrunarforstjóri
(alla@skjol.is) virka daga í síma 522-5600
Veðurstofa NFS býr yfir aðgengi að fullkomnustu
tölvuspám sem völ er á auk fullkomins tölvubúnaðar til
flutnings veðurfrétta. Um er að ræða fullt starf á vöktum.
Umsækjendur skulu:
-hafa lokið háskólaprófi í raunvísindum
-búa yfir léttleika og hæfni í
mannlegum samskiptum
-vera hnitmiðaðir og skilmerkilegir í máli
-hafa brennandi áhuga á veðurfræði og
skyldum greinum
-búa yfir frumkvæði.
Nánari upplýsingar veitir Ólafía B. Rafnsdóttir
starfsmannastjóri 365 miðla. Ráðið verður í stöðuna
sem fyrst. Umsóknum með upplýsingum um menntun
og reynslu skal skila á: olafia.b.rafnsdottir@365.is.
VEÐURFRÉTTAMAÐUR
Við leitum að veðurfréttamanni á veðurstofu NFS.
Starfið felst í gerð veðurspáa og flutningi þeirra,
samningu og gerð fræðslu- og fréttaefnis á sviði
raunvísinda og skyldra greina auk hugmyndavinnu.
Styrktarfélag vangefinna
Matráður
óskast til starfa í mötuneyti fyrir
Bjarkarás og Lækjarás.
Um er að ræða 100% starf frá 8.00 til 16.00.
Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Bjarkarás og Lækjarás eru staðsettir í Stjörnugróf
7 og 9 og þjónar mötuneytið um 120 manns.
Hjá Styrktarfélagi vangefinna er lögð áhersla á
heilsusamlegt fæði í samræmi við heilsustefnu
félagsins. Krafa er gerð um menntun og reynslu
á þessu sviði.
Nánari upplýsingar veita Þórhildur Garðarsdóttir
Bjarkarási í síma 568-5330, Laufey Gissurardóttir
Lækjarási í síma 553 9940 og starfsmannastjóri
félagsins í síma 551-5941 á skrifstofutíma.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins.
Hægt er að nálgast upplýsingar um Styrktarfélagið
á heimasíðu þess, http://www.styrktarfelag.is.