Fréttablaðið - 08.01.2006, Side 30

Fréttablaðið - 08.01.2006, Side 30
Starfið Mannfræði fjallar um mann- inn bæði sem félagsveru og lífveru. Hún skiptist í tvö meginsvið, félags- og m e n n i n g a r m a n n f r æ ð i annars vegar og líffræði- lega mannfræði hins vegar. Starfsvið mannfræðinga er mjög víðfeðmt en þeir vinna meðal annars við rannsóknarstörf, stjórnun, kennslu og ráðgjafarþjónustu. Starfsviðið verður þrengra ef mannfræðingar taka sérnám og sem dæmi um störf eru þróunarhjálp, mannréttindabarátta, fjöl- miðlun, menningartengd ferðaþjónusta og skipulagn- ing ráðstefna hjá ýmsum fyrirtækjum. Námið Boðið er upp á BA-próf í mannfræði við Háskóla Íslands. Hægt er að taka mannfræði sem aðalgrein til 90 eða 60 eininga eða sem aukagrein til 30 eininga. Í mannfræði sem aðal- grein fá nemendur á fyrsta ári kennslu í grunnhug- myndum og hugtökum félagslegrar og líffræðilegr- ar mannfræði. Einnig læra þeir um rannsóknir félags- mannfræðinga og kynnast fornleifafræði. Á öðru og þriðja ári hafa nemendur meira val í námi sínu og geta valið greinar eftir áhugasviði. Helstu námsgreinar Meðal þeirra námskeiða sem kennd eru í deildinni eru þjóðernishópar, aðferða- fræði, mannfræði kynmenn- ingar, vinnulag í mannfræði og þjóðfræði, maður og umhverfi, etnógrafía Afríku, mannfræði Íslendingasagna, notagildi og fagurfræði, mannfræði barna, hagræn mannfræði, mannfræði stjórnmála, trú og tákn, lík- ami og samfélag, etnógrafía Eyjaálfu og mannfræði þró- unar. Inntökuskilyrði Nemandi skal hafa lokið stúd- entsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla en æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum námsleiðar sem valin er. Að námi loknu Háskóli Íslands býður upp á framhaldsnám í mannfræði. Mastersnámið tekur tvö ár og er samtals 60 einingar. Þar sækja nemendur annars vegar námskeið og skrifa hins vegar viðamikla ritgerð. Doktorsritgerð er metin til 90 eininga en þó má krefjast þess að doktorsneminn taki allt að 30 eininga bóknámshluta að auki ef talin er þörf á frekari undirstöðuþekkingu fyrir ritgerðina. Yfirleitt er gert ráð fyrir að hluti námsins sé tekinn í erlendum háskóla. Mannfræðinemendur fá að kynnast fornleifafræði á fyrsta ári. Hvernig verður maður mannfræðingur? Mannfræðingar starfa meðal annars við þróunarhjálp. ATVINNA 10 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.