Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 32
ATVINNA 12 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR Orkuveita Reykjavíkur framsækið þjónustufyrirtæki sem aflar og dreifir vistvænni orku á sem hagkvæmastan hátt og í sátt við umhverfið. Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur íslensku þjóðarinnar. Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir ódýrri orku sem framleidd er úr endurnýjanlegum íslenskum orkulindum. Þannig stuðlar fyrirtækið að aukinni notkun hreinnar innlendrar orku og leggur um leið sitt af mörkum til nýsköpunar og framfara í landinu. Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi- og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks við að samræma vinnu og fjölskyldu- ábyrgð eins og kostur er. Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Orkuveita Reykjavíkur leitar að öflugum stjórnanda til að veita sölusviði fyrirtækisins forstöðu. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 3 08 77 01 /2 00 6 Fyrirtækið sækist eftir dugmiklum og jákvæðum stjórnanda til starfa, einstaklingi sem getur axlað ábyrgð og tekist á við mjög krefjandi verkefni. Sölusvið er eitt af grunnsviðum Orkuveitunnar. Sölusvið annast og ber ábyrgð á sölu á afurðum fyrirtækisins og markaðsmálum er því tengjast. Sviðsstjóri sölu ber ábyrgð á framkvæmd sölu- og markaðsmála. Hann stýrir daglegum rekstri sviðsins og mótar framtíð þess. • Háskólamenntun á sviði viðskipta, markaðsfræða eða sambærileg. • Framhaldsmenntun æskileg. • Reynsla af stjórnun og sölu- og markaðsmálum skilyrði. • Mikil áhersla er lögð á öguð vinnubrögð, góða framkomu og frumkvæði. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 20. janúar 2006. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson, netfang: thorir@hagvangur.is Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum svarað. Sviðsstjóri sölu (5092) Starfs- og ábyrgðarsvið: Menntunar- og hæfniskröfur: Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leik- skólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. MENNTASVIÐ – LEIKSKÓLAR Spennandi stjórnunarstarf í boði. Aðstoðarleikskólastjóri í Hálsaborg Laus er staða aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Hálsa- borg, Hálsaseli 27 sem er þriggja deilda leikskóli í Seljahverfi. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði Berit Bae, þar sem virðing, sjálfræði og viðurkenning eru lykilhugtök. Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Ólöf Helga Pálmadóttir í síma 557-8360. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun er áskilin Hæfni og reynsla af stjórnun Færni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð vinnubrögð Skipulagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Staðan er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 16. janúar nk. Umsóknir sendist í leikskólann Hálsaborg, Hálsaseli 27. Einnig veitir starfsmannaþjónusta Menntasviðs upplýsingar í síma 411 7000. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara og Launa- nefndar sveitafélaga. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um laus störf er að finna á heimasíðunni www.leikskolar.is Málning óskar eftir því að ráða starfsmenn í framleiðslu á málningu. Um er að ræða blöndun á málingu. Lyftararétt- indi æskileg, ekki nauðsynleg. Vinna frá 8 til 16. Matur á staðnum. Upplýsingar gefur verkstjóri (Sigurður) á staðnum á milli klukkan 8 og 16 Dalvegur 18, 200 Kópavogi Hefur þú áhuga á lifandi starfi, mannleg- um samskiptum, sjálfstæði í starfi og góð- um tekjum? Ef svo er þá erum við rétti vinnustaðurinn fyrir þig. Hjá fasteignasölunni RE/MAX Stjörnunni starfar duglegt og metnaðarfullt fólk sem hefur það að markmiði sínu að veita viðskiptavinum sínum ætíð topp þjónustu. Ef þú hefur áhuga þá vinsamlegast sendu inn umsókn á auglýsingadeild Morgunblaðsins merkta “Frábær starfs- kraftur”. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Fasteignasalan RE/MAX Stjarnan Bæjarhrauni 6 220 Hafnarfirði. Forstöðumaður í sambýli Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík óskar eftir að ráða forstöðumann / forstöðuþroskaþjálfa á sambýli í Reykajvík. Sambýlið er í glæsilegu hverfi í austurborginni og íbúarnir eru 5 talsins. Í starfinu felst m.a. • fagleg ábyrgð á þjónustunni • uppbygging innra starfs • samskipti við aðrar þjónustustofnanir • starfsmannahald og rekstrarábyrgð • breytingastjórnun Menntunar- og hæfniskröfur • háskólapróf í þroskaþjálfun eða sambærileg menntun á heilbrigðissviði • reynsla af störfum með fötluðum og þekking á málefn- um þeirra • reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi • hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæð viðhorf Starfsmannastjóri gefur allar nánari upplýsingar í síma 533- 1388, netfang: gudnya@ssr.is. Einnig gefur Hróðný Garðarsdóttir upplýsingar í síma 533-1388, neftang: hrodny@ssr.is Frekari upplýsingar um starfsemi SSR er að finna á heimasíðunni www.ssr.is Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. • Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2006 • Laun eru í samræmi við samninga ríkisins og viðkoman di stéttarfélags • Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni Síðumúla 39 og á fyrrnefndri heimasíðu SSR • Skriflegar umsóknir ásamt lífsferilskrá berist til starfs mannastjóra, Guðnýjar Önnu Arnþórsdóttur, Síðumúla 39, 108 Reykjavík • Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun. Líftæknifyrirtækið LindGen ehf. leitar eftir tveimur starfs- mönnum á rannsóknarstofu. Vísindamaður, áhersla á tækniþróun: Starfslýsing: Hönnun, framkvæmd og túlkun tilrauna er lúta að þróun að- ferða. Hæfniskröfur: M.Sc. á sviði erfðafræði, lífefnafræði, sameindalíffræði eða skyldum greinum. Góð tölfræði- og tölvuþekking. Góð enskukunnátta er skilyrði. Leitað er að einstaklingi með starfsreynslu sem sýnir sjálfstæð vinnubrögð, auk áhuga og frumkvæði í starfi. Vísindamaður, áhersla á tölvu- og tölfræðiúrvinnslu: Starfslýsing: Tölvu- og tölfræðiúrvinnsla gagna, ásamt framkvæmd tilrauna á rannsóknarstofu. Hæfniskröfur: M.Sc. á sviði erfðafræði, lífefnafræði, sameindalíffræði, líftöl- fræði eða skyldum greinum. Víðtæk tölfræði- og tölvuþekking. Reynsla af S-language (S-plus, R) og forritun. Góð enskukunn- átta er skilyrði. Leitað er að einstaklingi með starfsreynslu sem sýnir sjálfstæð vinnubrögð, auk áhuga og frumkvæði í starfi. LindGen er einkahlutafélag, stofnað af og í eigu Cold Spring Harbor Laboratories, Long Island, New York. Fyrirtækið starfar að erfðarannsóknum og beitir öflugri skimunartækni við rannsóknir á erfðamenginu í samstarfi við NimbleGen á Íslandi og CSHL, NY. Rannsóknir LindGen beinast að erfðafræðilegum áhættuþáttum sjúkdóma, greiningu krabbameina og meingenaleit. Umsóknarfrestur er til 16. janúar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn á ensku ásamt lýsingu á starfsferli sendist til: Eirnýjar Þórólfsdóttur LindGen Vínlandsleið 2-4 113 Reykjavík Sími: 414 2131 eirny@lindgen.is http://www.lindgen.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.