Fréttablaðið - 08.01.2006, Page 45

Fréttablaðið - 08.01.2006, Page 45
Fjölbreytt og áhugavert lögfræðistarf er laust til umsóknar á lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga Meginhlutverk lögfræðisviðs er: • Hagsmunagæsla fyrir sveitarfélögin. • Gerð umsagna um lagafrumvörp og reglugerðardrög. • Vinna við kjarasamninga og starfsmannamál starfs manna sveitarfélaga. • Lögfræðileg ráðgjöf til sveitarfélaga. • Lögfræðileg ráðgjöf til samstarfsstofnana sambandsins, Bjargráðasjóðs og Lánasjóðs sveitarfélaga. • Samskipti við Alþingi, ráðuneyti o.fl. Lögfræðingurinn vinnur náið með sviðsstjóra lögfræðisviðs að framangreindum verkefnum og öðrum tengdum verk- um. Hæfniskröfur: • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði. • Áhugi á málefnum sveitarfélaga. • Geta unnið sjálfstætt að úrvinnslu verkefna. • Gott vald á rituðum texta og framsetningu upplýsinga. • Gott vald á íslensku og almenna færni í einu öðru norrænu tungumáli og ensku. • Góð þekking á stjórnsýslurétti æskileg. • Eiga auðvelt með mannleg samskipti, hópvinnu og miðlun upplýsinga á fundum. Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfs- mannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfs- þróunar. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Óli Kolbeinsson, sviðs- stjóri lögfræðisviðs, í síma 515-4900, eða netfangi: sigurdur.oli.kolbeinsson@samband.is. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga er hægt að nálgast á heimasíðu þess, www.samband.is. Umsóknir, merktar Umsókn um starf, berist eigi síðar en 24. janúar 2006 til Sambands íslenskra sveitarfélaga, b.t. Þórðar Skúlasonar framkvæmdastjóra, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík. Starfsfólk – félagsliðar Starfsfólk óskast í hlutastörf og full störf á heimili fyrir fólk með fötlun í Hllíðahverfi. Sveigjanlegt vaktakerfi. Skipulögð aðlögun í boði. Æskilegir eiginleikar umsækjenda: • Áhugi á að vinna með fólki • Hæfni í mannlegum samskiptum • Jákvæð viðhorf Nánari upplýsingar um störfin gefur Sigrún Sigurðardóttir forstöðuþroskaþjálfi, í síma 568-8810, netfang sigrun.sigurdardottir@ssr.is Frekari upplýsingar um SSR má fá á heimasíðunni www.ssr.is og þar er unnt að sækja um störfin. • Laun eru í samræmi við samninga ríkisins og SFR • Umsóknarfrestur er til 22.janúar 2006 • Aldurstakmark umsækjenda er 20 ár Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni Síðumúla 39, Reykjavík Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leik- skólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. MENNTASVIÐ – LEIKSKÓLAR Atferlisþjálfi í leikskóla Laus er staða atferlisþjálfa í leikskólann Furuborg, v/Áland. Um er að ræða krefjandi og spennandi starf sem felur í sér að annast þjálfun nemanda með einhverfu. Starfsmaður fær markvissa leiðsögn við að beita aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Unnið er í nánu samstarfi við foreldra barnsins, atferlisráðgjafa og annað starfsfólk á leikskólanum. Hæfniskröfur: • Þroskaþjálfi, leikskólasérkennari eða háskólamenntun á sviði uppeldis- eða sálfræði • Reynsla af vinnu með einstaklingum með þroskafrávik æskileg • Færni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni, áreiðanleiki og nákvæmni í starfi. Um er að ræða 90% starf. Umsóknarfrestur er til 23. jan. n.k. Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Sigurþórsdóttir leikskólastjóri í síma 553-1835. Umsóknir sendist í leikskólann Furuborg, v/Áland. Einnig veitir starfsmannaþjónusta Menntasviðs upplýsingar í síma 411-7000. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. ATVINNA SUNNUDAGUR 8. janúar 2006 17

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.