Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 50
ATVINNA 22 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR ÞJÓNUSTU- OG REKSTRARSVIÐ Félagsráðgjafi Þjónustumiðstöð Breiðholts óskar að ráða félagsráðgjafa í 60 % starf. Um er að ræða afleysingu til eins árs. Þjónustumiðstöðin er þekkingarstöð í fjölskylduráðgjöf. Helstu verkefni: • Lausnarmiðuð ráðgjöf í einstaklings- og fjölskyldumálum. • Þverfaglegt starf í Þjónustumiðstöð Breiðholts. • Samvinna við samstarfsaðila og hagsmunasamtök. Hæfniskröfur: • Starfsréttindi í félagsráðgjöf. • Þekking og reynsla í lausnarmiðaðri vinnu með einstak- linga og fjölskyldur æskileg. • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu. Þjónustumiðstöð Breiðholts býður upp á: • Möguleika á að hafa áhrif og taka þátt í uppbyggingu og mótun nýrrar þjónustumiðstöðvar. • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki. • Sveiganlegan vinnutíma. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa. Nánari upplýsingar veitir Þóra Kemp í síma 411 1300, net- fang: thora.kemp@reykjavik.is Umsóknum skal skilað á Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, 109 Reykjavík fyrir 20. janúar 2006 Eldhús Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða óskar eftir starfs- manni í eldhús í Félags- og þjónustumiðstöðina Bólstaðarhlíð 43. Um er að ræða 75% starf. Í starfinu felst aðstoð við móttöku og sölu á aðsendum mat, kaffisölu og almennum eldhússtörfum. Óskað er eftir starfsmanni sem er lipur í mannlegum samskiptum og sveigjanlegur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Jóna Þ. Vernharðsdóttir í síma 535 2760, netfang: jona.th.vernhardsdottir@reykjavik.is Umsóknum skal skilað á Félags- og þjónustumiðstöðina Bólstaðarhlíð 43 fyrir 24. janúar 2006. Sjálfstæð búseta Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða óskar eftir starfs- manni í íbúðarkjarnann að Skúlagötu 46. Um er að ræða aðstoð og stuðning við fólk með fötlun sem býr í sjálfstæðri búsetu. Í boði er hlutastarf um kvöld og helgar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Katrín Jacobsen í síma 561 3141. Umsóknum skal skilað á netfangið katrin.jacobsen@reykjavik.is fyrir 18. janúar 2006. Sjúkraliði/starfsmaður vanur umönnun Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Vesturgarður óskar eftir sjúkraliða eða starfsmanni vönum umönnun í 62,5 % starf á dagdeild aldraðra Þorrasel, Þorragötu 3. Í starfinu felst öll almenn þjónusta við gesti dagdeildarinnar. Vinnutími er frá 9.00 til 14.00 virka daga. Þorrasel er dagdeild fyrir 40 aldraða einstaklinga þar sem fram fer skapandi og skemmtileg starfsemi. Góð vinnu- aðstaða í fallegu umhverfi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttafélags. Nánari upplýsingar veita: Droplaug Guðnadóttir í síma 562 2571 droplaug.gudnadottir@reykjavik.is og Björg Einarsdóttir í síma 561 2828 bjorg.einarsdottir@reykjavik.is Þjónustu- og rekstrarsvið fer með þjónustu, innkaupamál, upplýsingatækni og rekstur. Nýstofnaðar þjónustumiðstöðvar í hverfum heyra undir sviðið, innkaupa- og rekstrarskrifstofa, skrifstofa þjónustu- og upplýsingatækni, upplýsingatæknimiðstöð og símaver. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Áhugaverð störf í boði Starfsólk – félagsliðar Starfsólk óskast á heimili fólks með fötlun, að Vættaborg- um 82. Vaktavinna. Skipulögð aðlögun. Æskilegir eiginleikar umsækjenda: • Áhugi á að vinna með fólki • Hæfni í mannlegum samskiptum • Jákvæð viðhorf Nánari upplýsingar um störfin veita Soffía Sigurðardóttir forstöðuþroskaþjálfi eða Kristin Anna Jónsdóttir yfirþroska- þjálfi í síma 586 2253, netfang vaettaborgir@ssr.is. Frekari upplýsingar um SSR má fá á heimasíðunni www.ssr.is og þar er unnt að sækja um störfin. • Laun eru í samræmi við samninga ríkisins og SFR • Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2006 • Aldurstakmark umsækjenda er 20 ár • Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni Síðumúla 39, Reykjavík Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun. Auglýst er laust til umsóknar starf Eures ráðgjafa hjá Vinnumálastofnun Meðal helstu verkefna Eures ráðgjafa eru: • Vinnumiðlun og ráðgjöf varðandi störf og starfs fólk á Evrópska efnahagssvæðinu. • Upplýsingagjöf um lífs- og vinnuskilyrði á Evrópska efnahagssvæðinu. • Samskipti og samvinna við Eures ráðgjafa í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins og þátttaka í “starfaráðstefnum” (job fairs) og öðrum ráðstefn um og fundum á Evrópska efnahagssvæðinu • Samskipti við atvinnurekendur, menntastofnanir og aðra aðila vegna málefna sem tengjast vinnu miðlun og fólksflutningum milli landa. • Viðhald og uppfærsla upplýsinga um laus störf á Íslandi í evrópskum starfabanka. Hæfniskröfur: • Gerð er krafa um háskólamenntun svo sem í náms- og starfsráðgjöf, öðrum félagsvísindum eða í skyldum greinum. Mikilvæg er • góð kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli; • færni í mannlegum samskiptum; • færni í að miðla upplýsingum í rituðu máli, í bein- um samskiptum við einstaklinga, sem og opinber lega á kynningum og ráðstefnum; • góð almenn tölvuþekking og -færni. Þá er æskileg • kunnátta í þýsku eða frönsku og/eða öðrum opin berum tungumálum Evrópusambandsins; • þekking og/eða reynsla af ráðgjöf; • þekking og skilningur á efnahagslífinu, vinnumark- aðnum og lögum og reglum honum tengd. EES-Vinnumiðlun eða EURopean Employment Services, skammstafað EURES er heiti á samevr- ópskri vinnumiðlun sem Vinnumálastofnun tekur þátt í fyrir Íslands hönd. Um er að ræða samstarfs- net um 600 ráðgjafa um allt Evrópska efnahags- svæðið og eru tveir slíkir starfandi á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 25. janúar n. k. og skal um- sóknum skilað í afgreiðslu Vinnumálastofnunar, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, eða á tölvupósti á karl.sigurdsson@vmst.is. Nánari upplýsingar veitir Karl Sigurðsson, Vinnumálastofnun, sími 515 4800. RE/MAX BORG SÖLUFULLTRÚAR FASTEIGNA RE/MAX BORG óskar eftir að ráða metnaðarfulla sölu- fulltrúa til starfa strax. RE/MAX BORG leggur mikinn metnað í fagleg vinnu- brögð og fara allir sölufulltrúar í gegnum starfsþjálfun. Tekið verður á móti umsóknum hjá RE/MAX BORG Tryggvagötu 11, 101RVK, frá klukkan 11:00 – 15:00 mánudaginn 9. janúar. Ella Lilja Sigursteinsdóttir, löggiltur fasteigna- og skipasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.