Tíminn - 07.01.1977, Qupperneq 2
Föstudagur 7. janúar 1977
2
erlendar f réttir
Hundrað og
sjötugfalt
kartöfluverð
Reuter, Dublin. — Ný upp-
skera af kartöflum, sem tekn-
ar voru úr jöröu nii um nýáriö,
seldist f gær í Dublin fyrirtutt-
ugu og fjögur sterlingspund
hvert pund, eöa um fimmtiu
steriingspund, tæplega fimm-
tán þúsund krónur islenzkar,
hvert kilógramm.
Þetta óltrúlega verö, sem er
uni hundraö og sjötugfalt
venjulegt kartöfluverö, fékkst
á uppboöi, sem James
Brophy, kaupmaöur, hélt á
kartöflum, sem hann hefur
sjálfur ræktaö i bakgaröi sin-
um undir yfirbreiöslum úr
piasti.
Nýjar kartöflur seljast allt-
af á háu veröi á iriandi i
janúarmánuöi, enda eru írar
cnn minnugir þess, er kart-
öfluskortur olli hungursneyö,
þar um niiöja nftjándu öld.
Brophy haföi þvi gert sér von-
ir um aö fá allt aö fjörum
sterlingspundum fyrir pundiö
af kartöflunum, cn hann ætl-
aöi aö selja þær eigendum
veitingastaöa, scni gjarnan
hafa sérstaka rétti á boöstól-
um um þessar mundir, byggöa
á nýjum kartöflum, ef þeim
tekst að ná i þær.
En uppskera Brophys seldis
á stundinni fyrir sexfalt það
verð, sem hann hafði gert sér
vonir um að fá, og þótt verð-
bólga hafi þegar haft mikil á-
hrif á kartöfluverö, þykir
þettaþó ganga úrhömlum. Til
venjulegra neytenda kostuöu
kartöflur i Dublin i haust fjór-
tán pencehvert pund, eða rétt
um áttatiu krónur Istenzkar
hvert kilógramm.
Fyrsti verulegi
jarðskjálftinn
á árinu
Reuter, Washington. —
Bandariska jaröfræöistofnun-
in tilkynnli I gær fyrsta veru-
lega jaröskjálftann á árinu
1977, en hann varö á Kyrra-
hafssvæöinu, nálægt eyjunni
Papua-Nýju Guineu.
Ekki var búizt við, aö
skemmdir hcföu oröiö að ráöi,
né heldur, aö fólk hcföi sakaö,
þar sem svæöi þetta cr mjög
strjálbýlt.
Jaröskjálftinn, sem varö
klukkan 4.12 i gærmorgun,
mældist 6,5 stig á Richter-
kvaröa.
Mikil skjálftavirkni er á
þessu svæöi, scm er noröur af
Astraliu.
Bandariska jaröfræöistofn-
unin flokkar jaröskjálfta
þannig aö allir skjálftar, sem
valda skemmdum eöa saka
fólk, svo og allir þeir, sem
mælast 6.5 á Richter-kvarða
eöa meir, eru taldir.
Réðust á
fangalest
Reuter, La Plata i Argentinu
—Skæruliöar veittu I gær sveit
hermanna úr stjórnarhernum,
sem var að flytja fanga til La
Piata I Argentlnu, fyrirsát, og
lögregian i landinu segir, að
átta manns hafi látib lifib,
þegar skæruliðarnir gerðu
árás sina, um sextfu kílómetra
suður af Buenos Aircs
Ekki er vitað, hve margir
skæruliöarnir voru, en taliö
cr, aö þeir hafi veriö á tiu bif-
reiöum.
Haft cr cftir heimildum hjá
lögreglunni, aö sex hinna
föllnu hafi verið úr hópi
skæruliöanna, þar á ineöal ein
kona. Tveir hinna föllnu voru
úr fangahópnum.
Engum fanga tókst aö kom-
ast undan meöan á bardagan-
um stóð.
I i ! 'l 'I < 'l «
Harðbakur sló metið hvað
aflaverðmætið snertir
skipstjórinn 24 óra gamall Akureyringur
gébéRvik — t Timanum igær var
sagt frá hinum góða afla fjögurra
Akureyrartogara og þar á meðal
Ilarðbaks, sem fékk rúmar 23,6
milljönir króna fyrir afla sinn,
sem var 324,4 tonn, en meðalverð
pr. kg. var kr. 72,81. Timinn hefur
nú fengiö staöfest, aö þetta muni
vera metsala, þvi enginn islenzk-
ur togari hefur fengið svo gott
verð fyrir afla sinn hér á landi
áður, hvorki heildarverö né
meðalverð. —Þetta var líka mjög
góður fiskur sem skipið kom meö,
sagði Gisli Konráösson
framkvæmdastjóri Ctgeröar-
félags Akureyringa i gær. Stingur
þaö nokkuð I stúf viö það, sem
ýmsir hafa viljað halda fram um
þorskinn, sem veiddist á Hala-
;miðunum. Skipstjórinn á
Harðbak var i jólaleyfi þessa
veiðiferð, og með skipið var I.
stýrimaður 24 ára gamall
Akyreyringur, Þorsteinn Vil-
helmsson. Þetta var þó ekki
fyrsta ferö hans sem skipstjóra
aö sögn Gisla Konráössonar,
hann hefur fariö i nokkrar feröir
sem skipstjóri áöur.
— Til gamans má geta þess, að
systir Þorsteins, Margrét
Vilhelmsdóttir, var annar kokkur
hjá bróður sinum i þessari met-
veiðiferð, og einn bróðir þeirra er
vélstjóriá einum af togurum okk-
ar, sagði Gisli Konráðsson. Faðir
þeirra ,,afla”systkina er Vilhelm
Þorsteinsson, annar
framkvæmdastjóra CA
GÓÐ BYRJUN
VETRAR VERTÍÐAR:
Tveggja daga
löndun 3260 tonn
— sem er afli 8 loðnuskipa
gébé Rvik — Fjögur skip til-
kynntu Loðnunefnd um afla igær,
Grindvikingur með 480 tonn, As-
berg með 340 tonn, og örn meö 150
tonn sem fóru til Sigluf jaröar, og
Pétur Jónsson, með 420 tonn sem
fór til Raufarhafnar til löndunar.
— Hálfgerð bræla var á miöunum
NNA af Koibcinsey í gær, en þó
voru um 14-15 skip þar, sagði
Andrés Finnbogason hjá Loönu-
nefnd i gær. Nú hafa alls 24 loðnu-
skip haldiö til veiða. Rannsókna-
skipiö Arni Friðriksson var I gær-
morgun nokkru dýpra en skipin
hafa verið undanfarna daga.
Loðnan finnst á mjög stóru svæði,
en er þó ekki samfelld, og nokkuð
langt á milli loðnutorfanna.
Loðnan heldur sig djúpt i birtu
og hefur tunglsljós þvi oft
hamlað veiði, en i fyrrinótt var
nokkuð kafald á miðunum,
þannig að fyrrnefnd skip fengu
nokkuð góð köst. Litið er enn
vitað um hvernig loðnan hagar
sér i göngunum, en að sögn
Andrésargetur hún gengið allt að
10 sjómilum á einum sólarhring.
Hjá Loðnunefnd notumst við við
kort tilkynningarskyldunnar,
sem á eru tölusettir 30x20 sjó-
milna reitir, og er þeim siðan
hverjum fyrir sig skipt i fjóra
reiti með bókstöfum, þannig að
við fáum góðar upplýsingar um
hvar skipin eru stödd hverju sinni,
sagði Andrés Finnbogason i gær,
þegar blaðamaður Timans heim-
sótti hann á skrifstofu nefndar-
innar. Enn kvaðst Andrés vera
einn við störf á skrifstofunni, en
upp Ur næstu helgi byrjar vakt
þar allan sólarhringinn, svo sem
venjan er yfir vetrarvertiðina.
Andrés Finnbogason hjá Loönu-
nefnd tekur á móti öllum til-
kynningum skipanna um veiöi og
livar og hversu miklu þau landa
af loönu. Tímamynd: Gunnar
Lógmarksverð rækju
hækkar allt að 10 kr.
gébé Rvik — Nýtt lágmarks-
verðá rækju var ákveöið á fundi
Verðlagsráðs sjávarútvegsins i
gærog gildirþaðfrá l.janúar til
15. maí 1977. Verðið á stórri
rækju er nú 10 krónum hærra en
fyrir áramót og smærri rækju 5
kr. hærra. Einnig var ákveöið
verð á úthafsrækju, en verð
þessi öll eru rniöuö viö aö selj-
andi skili rækju á flutningstæki
viö hliö veiöiskips.
Hið nýja lágmarksverö rækj-
unnar er sem hér segir: Óskel-
flett rækja i vinnsluhæfu
ástandi, 220 stk i kg eða færri
(4,55 gr hver rækja eða stærri)
kr. 93,- fyrir hvert kg. Smá
rækja, 221 stk. til 320 stk. i kg
(3.13 gr til 4.55 gr hver rækja)
kr. 45.- hvert kg.
Verö á úthafsrækju, 180 stk
eða færri í kg (5,4 gr hver rækja
eöa stærri) skal vera kr. 105.-
hvert kg.
Nýjar
hitaveitur:
Óhagstæð-
ari lóna-
kjör hærri
kostnaður
gébé Rvik — Hitaveitufram-
kvæmdir eru i gángi hjá mörgum
sveitarfélögum á landinu, og eru
svo að segja á öllum stigum, allt
frá vatnsleit og til þess að vera
komnar á misjafnlega hátt fram-
kvæmdastig, sagði Magnús Guð-
jónsson, framkvæmdastjóri Sam-
bands isl. sveitarfélaga. — Nýjar
hitasveitur eru að sjálfsögöu mun
dýrari en gamlar, þar sem þær
eru byggðar á dýrari tfma, ef svo
má segja, og fer kostnaður neyt-
enda langt upp i oliuniðurgreiðsl-
ur fyrstu árin, en fer lækkandi,
þegar frá liöur. Lánakjör eru lfka
mun óhagstæðari nú, þar sem eru
hærri vextir og styttri lánstimi.
Allt að 90% af rekstrarfé hita-
veitnanna fer til að greiða afborg-
anir af lánum, vexti og annað,
sem þeim viðvikur, sagöi
Magnús.
Þær hitaveituframkvæmdir,
sem lengst eru komnar, eru á
Siglufirði og á Suðurnesjum, en
siðan á Suðureyri við Súganda-
fjörð. Eins og sagt hefur verið frá
hér i Timanum áður, mun fyrsti
áfangi hitaveitu á Akureyri fljót-
lega verða boðinn út, og einnig
eru undirbúningsframkvæmdir
komnar vel á veg á Blönduósi.
Ýmsir aðrir staðir eru i athugun,
og er áætluð leit og borun eftir
heitu vatni á mörgum stöðum á
þessu ári.
Ýsuflök
hækka um
64 kr.
í smásölu
gébé Rvik — Smásöluverð á ýsu
og þorski hefur hækkaö verulega,
og er ástæöan hiö nýja fiskverö,
sem tók gildi um áramótin, en
sem kunnugt er varðhækkunin að
meöaltali 9%. Ýsuflök i smásölu
hækka verulega, eöa úr kr. 308.-1
372.- og þorskflök hækka úr kr.
308.- i kr. 330.-.
Slægð ýsa með haus hækkar úr
138.- i kr. 168.-, og slægður þorsk-
ur með haus hækkar úr kr. 138.- i
kr. 148.-. — Ýsa seld upp úr bát-
um hækkar um 25% og þorskur
um 8,5%.
Næsta tölublað Heim-
ilis-Tímans kemur út
20. janúar n.k.