Fréttablaðið - 23.01.2006, Page 14
23. janúar 2006 MÁNUDAGUR14
fréttir og fróðleikur
FRÉTTASKÝRING
SIGRÚN MARÍA KRISTINSD.
sigrunm@frettabladid.is
> Atvinnuþátttaka námsmanna á 1. ársfjórðungi hvers árs
Heimild: Hagstofa Íslands
Svona erum við
Miklar líkur eru á því að
stjórnarskipti verði eftir
þingkosningarnar sem
haldnar eru í Kanada í dag.
Kanadabúar kjósa sér nýja ríkis-
stjórn í dag og hafa skoðanakann-
anir ítrekað sýnt æ sterkari stöðu
Íhaldsflokksins sem setið hefur
í stjórnarandstððu undanfarin
þrettán ár. Fyrir helgi var jafnvel
talið hugsanlegt að íhaldsmenn
gætu myndað meirihlutastjórn.
Stjórnin felld
Minnihlutastjórn Frjálslynda
flokksins, undir forystu Pauls
Martin, var felld í vantraustsat-
kvæðagreiðslu í nóvember síð-
astliðnum í kjölfar hneykslismáls
innan flokksins. Stjórnin hafði þá
setið í 17 mánuði.
Frjálslyndi flokkurinn hefur
stýrt Kanada í 13 ár, en eftir að
upp komst um hneykslið hefur
hrikt í stoðum hans. Flokksmenn
hafa verið sakaðir um víðtæka
spillingu, um að hygla fylgismönn-
um sínum og að standa ekki við
gefin loforð. Martin var fjármála-
ráðherra seint á tíunda áratugnum
þegar Frjálslyndi flokkurinn er
talinn hafa hyglað fylgismönnum
sínum í Quebec. Þó að hann hafi
persónulega verið sýknaður fyrir
dómstólum, hefur hneykslið orðið
til þess að flokkurinn hefur misst
mikið fylgi.
Martin tók við sem forsætis-
ráðherra minnihlutastjórnar í
júní 2004, en forveri hans, Jean
Chrétien, hafði stýrt landinu í
rúman áratug á undan honum,
alltaf í meirihlutastjórn.
Flokkarnir
Þó að æðsta stjórn Kanada sé
formlega í höndum Elísabetar II
Englandsdrottningar, fer forsætis-
ráðherra að mestu með völdin líkt
og á Íslandi. Formaður þess flokks
sem fær flest sæti í þingkosning-
unum fær stöðu forsætisráðherra,
svo kosningarnar snúast eðlilega
mikið um formenn sterkustu flokk-
anna. Af hinum fjölmörgu flokk-
um sem eru í framboði eru fjórir
valdamestir í landinu: Frjálslyndi
flokkurinn, Íhaldsflokkurinn, Nýi
lýðræðisflokkurinn og flokkur
frönskumælandi Kanadabúa, Bloc
Québécois.
Íhaldsflokkurinn er talinn lík-
legastur til sigurs í þessum kosn-
ingum, því hneykslismál innan
bæði Frjálslynda flokksins og Nýja
lýðræðisflokksins veikja stöðu
þeirra, og stefnuskrá Bloc Qué-
bécois nær ekki til nógu margra
Kanadamanna, enda starfar sá
flokkur ekki utan Quebec-fylkis.
Fari svo sem skoðanakannanir
virðast benda til, verður formaður
Íhaldsflokksins, Stephen Harper,
næsti forsætisráðherra Kanada.
Kosningabaráttan
Í síðustu kosningum, í júní 2004,
sneiddu margir hjá Íhaldsflokkn-
um vegna fylgispektar Harpers
við George W. Bush Bandaríkja-
forseta. Ugg setti að mörgum
þegar Harper gaf í skyn stuðning
við stríðið í Írak, en Kanada tók
ekki þátt í stríðinu. Jafnframt ótt-
uðust margir um framtíð heilsu-
gæslu í landinu, sem og menn-
ingar, lista og umhverfisverndar,
hefði einstaklingshyggjusinnaður
flokkur Harpers náð völdum.
En nú virðast Kanadamenn
hafa fengið nóg af fjármálasukki
frjálslyndra, enda hefur Harper
nýtt sér það og hamrað mikið á
hneykslismálum í kosningaræðum
sínum við góðan hljómgrunn
kjósenda.
Jafnframt hafa flestir fram-
bjóðendurnir reynt að höfða til
innflytjenda. Á hverju ári fá rúm-
lega 160.000 innflytjendur kanad-
ískan ríkisborgararétt, en alls eru
Kanadamenn 32 milljónir. Sífellt
fleiri innflytjendur koma frá Asíu
og um 50 frambjóðendur í öllum
flokkum eru af suður-asískum
uppruna. Margir þeirra tala hindí
og punjabi til jafns við opinber mál
Kanada, ensku og frönsku. Algengt
er að hámenntaðir innflytjendur
fái nám sitt ekki metið í Kanada
og vinni því sem leigubílstjórar
eða við ræstingar, og sérstaklega
á þetta við um innflytjendur frá
fátækari löndum. Þetta er eitt
helsta mál Harpers, sem hefur
lofað að koma á stofnun sem myndi
auðvelda erlendum innflytjendum
að fá nám sitt metið í Kanada.
Miklar líkur á stjórnarskiptum
KOSNINGABARÁTTA Stuðningsmenn Frjálslynda flokksins halda á slagorðaspjöldum í Van-
couver þar sem lokakappræður flokksleiðtoganna fóru fram. Samkvæmt skoðanakönnun-
um er líklegt að frjálslyndir láti í minni pokann fyrir Íhaldsflokknum í kosningunum í dag.
NORDICPHOTOS/AFP
Frjálslyndi flokkurinn:
Hinn gullni meðalvegur
Frjálslyndi flokkurinn hefur átt sæti í rík-
isstjórn mestan hluta síðustu aldar, og
sat í meirihlutastjórn í tíu ár samfleytt
áður en Paul Martin myndaði minni-
hlutastjórn eftir kosningarnar 2004.
Stefnuskrá flokksins fellur í miðju skal-
ans og stór hluti almennings hefur lengi
vel stutt hann. Margir leiðtogar flokksins
hafa notið mikillar ástsældar í landinu.
Fylgi við hann hefur hins vegar dalað
mikið vegna hneykslismála. Flokkurinn
styður meða annars giftingar samkyn-
hneigðra og hafnaði Íraksstríðinu.
Íhaldsflokkur Kanada:
Hægrisinnaðir sameinaðir
Íhaldsflokkur Kanada varð til við samein-
ingu tveggja hægrisinnaðra flokka árið
2003. Flokkurinn er talinn líklegastur til
sigurs í kosningunum í dag, og þar með
yrði Stephen Harper, leiðtogi flokksins,
næsti forsætisráðherra Kanada.
Stefnuskrá flokksins leggur áherslu á rétt
einstaklingsins, þar með talinn réttinn
til að eiga fasteignir og reka fyrirtæki án
mikilla afskipta stjórnmála. Flokkurinn
segist vilja kanna einkavæðingu heilsu-
gæslu og herða lög gegn glæpum.
Nýi lýðræðisflokkur Kanada:
Aðeins lengra til vinstri
Nýi lýðræðisflokkur Kanada var stofn-
aður árið 1961. Í stefnuskrá sinni segist
flokkurinn berjast fyrir sósíal-lýðræði
í ríkisstjórn og opinberum málum. Á
seinustu árum hefur fylgi hans ekki
verið mjög mikið, þó að flokkurinn hafi
oft fengið sæti í ríkisstjórn. Núverandi
formaður flokksins, Jack Layton, hefur
starfað sem slíkur í tæp tvö ár. Flokk-
urinn er fylgjandi ríkisrekinni heilsu-
gæslu, atvinnuskapandi inngripum
ríkisvaldsins og lækkun skólagjalda.
Quebec-flokkur Kanada:
Quebec verði sjálfstætt ríki
Quebec-bandalagið, eða Bloc Québéc-
ois, var stofnað árið 1990 með það
í huga að gera hið frönskumælandi
Quebec-fylki að sjálfstæðu ríki. Flokkur-
inn starfar eingöngu í Quebec, en nýtur
mikils stuðnings meðal frönskumæl-
andi Kanadamanna.
Gilles Duceppe hefur verið formaður
flokksins síðan 1997. Stefnuskrá flokks-
ins er beint að sjálfstæði Quebec, sem
og að auka velferð Quebec innan
Kanada.
Fram kom í
Fréttablaðinu
fyrir skemmstu
að daglega leita
fimm manns
aðhlynningar á
slysa- og bráða-
móttöku Land-
spítalans vegna
ofbeldisáverka.
Geir Jón Þórisson
yfirlögregluþjónn
segir tölurnar koma sér á óvart.
Koma þessar tölur lögreglu á óvart?
Við höfum nú ekki neitt til að bera
okkur saman við því við trúlega höfum
ekki sömu tölur og slysavarðstofan. En
jú, ef þetta er svona alla daga vikunnar
þá finnst mér það mjög mikið – og
auðvitað allt of mikið.
Hversu stór hluti ofbeldisbrota
kemur inn á borð lögreglu?
Það er auðvitað voðalega erfitt að
fullyrða um það en ég held að öll
alvarlegustu málin komi til okkar. Það
kæmi mér ekkert á óvart þótt sjötíu
prósent mála bærust okkur.
Hefur ofbeldisbrotum fjölgað mikið
á undanförnum árum?
Ég merki það ekki af tölunum okkar,
þvert á móti hafa okkar tölur lækkað.
Á árunum 2000 til 2004 fækkaði
ofbeldisbrotum í miðborginni um
fjörutíu prósent samkvæmt rann-
sókn sem unnin var fyrir okkur. Það
er aftur staðreynd að alvarlegum
líkamsárásum hefur fjölgað.
SPURT & SVARAÐ
OFBELDISBROT
Allt of mikið
ofbeldi
GEIR JÓN ÞÓRISSON
Yfirlögregluþjónn
Þingkosningar fara fram í Kanada í dag í kjölfar
þess að minnihlutastjórn Pauls Martin var felld í
atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu í Ottawa í
lok nóvember.
Hver er stjórnskipun Kanada?
Kanada er sambandsríki með þingbundinni konungs-
stjórn. Þjóðhöfðingi Kanada er Elísabet II Englands-
drottning, sem í hlutverki sínu sem þjóðhöfðingi
Kanadamanna er kölluð drottning Kanada. Fulltrúi
hennar, landstjórinn, annast daglegar embættisskyld-
ur þjóðhöfðingjans. Núverandi landstjóri er Michaëlle Jean.
Landið, sem er það annað stærsta í heimi að flatarmáli, skiptist upp í tíu
fylki og þrjú sjálfstjórnarhéruð.
Kanadamenn settu sér ritaða stjórnarskrá árið 1981 sem var liður í að
slíta formleg þjóðréttarleg tengsl við Bretland en Kanada varð fyrst
sjálfstæð krúnulenda Breta árið 1867. Quebec-búar voru þó ósáttir við
nýju stjórnarskrána og krafan um aðskilnað og sjálfstæði nýtur mikils
hljómgrunns meðal þeirra.
Hvernig er kosningakerfi Kanada?
Stjórnmálaflokkar Kanada eru í megin-
dráttum fjórir. Frjálslyndi flokkurinn, sem
er frjálslyndur miðjuflokkur sem hallast
frekar til vinstri, hélt um stjórnartaumana
í landinu mestalla 20. öldina. Paul Martin,
núverandi forsætisráðherra, kemur
úr Frjálslynda flokknum. Aðeins einn
annar flokkur hefur myndað ríkisstjórn
í Kanada á síðustu 100 árum. Það var
Framfarasinnaði íhaldsflokkurinn (PC).
Lengst til vinstri af stóru flokkunum er Nýi lýðræðisflokkurinn (NDP).
Fjórði flokkurinn, Bloc Québécois, beitir sér fyrir sjálfstæði Quebec sem
frönskumælandi lands.
Kosningakerfi Kanada svipar til breska kosningakerfisins, sem flokkast
sem meirihlutakosningakerfi með einmenningskjördæmum, ólíkt hlut-
fallskosningakerfi eins og í gildi er á Íslandi. Eins og í Bretlandi er ekki
hefð fyrir samsteypustjórnum í Kanada. Sérreglur tryggja öllum fylkjum
landsins lágmarksfjölda þingfulltrúa.
FBL-GREINING: STJÓRNKERFI KANADA
Sambandsríki með breskar hefðir
20052003
At
vi
nn
uþ
át
ta
ka
61
,4
%
2004
58
,0
%
63
,1
%
LÖGREGLAN BLANDAÐI SÉR ÓVÆNT Í PRÓFKJÖRSSLAG
„ÉG VAR EKKI Á STAÐNUM,“ SAGÐI
FRAMBJÓÐANDINN BJÖRN INGI
Unglingadrykkja á
kosningaskrifstofu
Björns Inga
DV2x15 22.1.2006 21:34 Page 1