Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 30. janúar 2006
SKIPT_um stíl
KÍNA, REUTERS Kínverjar segjast
hafa sönnun fyrir því að þeir hafi
fundið upp skíðaíþróttina.
Xinhua fréttastofan tilkynnti
nýverið að mynd hafi fundist í
helli í Altay-fjöllunum sem sanni
að íbúar fjallanna notuðu skíði við
veiðar á steinöld fyrir 100.000 til
200.000 árum. Vísindamenn sögðu
myndina vera af fjórum mönnum
á hesta- og nautgripaveiðum, og
standi þrír þeirra á löngum spýtum
og styðja sig við stafi.
Kínverjar segjast einnig hafa
verið fyrstir til að finna upp byssu-
púður, prentvélina, golf, knatt-
spyrnu og pasta. - smk
Fornar hellamyndir varpa nýju ljósi á skíðaíþróttina:
Kínverjar renndu sér
fyrstir á skíðum
SKÍÐAFERÐ Kínverjar segjast hafa fundið
upp skíðin. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS
ATVINNULÍF Forsvarsmenn einnar
stærstu byggingarvöruverslana-
keðju heims, Bauhaus, hafa lagt
fram formlega ósk til borgarráðs
um leyfi til að reisa 20 þúsund fer-
metra verslun í landi Úlfarsfells.
Ef leyfi fæst verður þetta stærsta
byggingavöruverslun landsins.
Áætlanir Bauhaus gera ráð fyrir
að verslunin verði opnuð sumarið
2007 og muni veita um 140 starfs-
mönnum atvinnu.
Mads Jörgensen, yfirmaður
Bauhaus í Danmörku, sem stýrir
sókn fyrirtækisins til Íslands, segir
engan vafa leika á því að fyrirtæk-
inu verði vel tekið af Íslendingum.
„Stefna Bauhaus hefur skilað fyr-
irtækinu miklum vexti til þessa og
ekki ástæða til að ætla annað en að
hún geti orðið íslenskum neytend-
um til hagsbóta.“ - aöe
ÚLFARSFELL Stærsta byggingavöruverslun
landsins mun rísa hér þarnæsta sumar ef
áætlanir Bauhaus-keðjunnar ganga eftir.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Bauhaus vill byggingarleyfi í Úlfarsfelli:
Opna sumarið 2007