Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 2
2 30. janúar 2006 MÁNUDAGUR ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� LÖGREGLUMÁL Kalla þurfti á aðstoð lögreglunnar á Egilsstöðum þegar tveir farþegar í leigubíl neituðu að greiða fargjaldið. Mennirnir eru báðir af erlendu bergi brotnir og starfa á Kárahnjúkum við virkjun- arframkvæmdir. Leigubílstjórinn ók þeim þaðan í Fljótsdal en farþegarnir harð- neituðu að greiða fargjald upp á tæplega tíu þúsund krónur þegar á leiðarenda var komið, en þeim mun hafa blöskrað hin íslenska verðlagning. Bílstjórinn óskaði eftir aðstoð lögreglu við innheimt- una og greiddu mennirnir skuldina þegar hún mætti á staðinn. -bs Leigubílstjóri þurfti lögreglu: Borguðu ekki fargjaldið NIÐURSTÖÐUR Í PRÓFKJÖRI FRAMSÓKNARMANNA Í REYKJAVÍK 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti Björn Ingi Hrafnsson 1794 1960 2082 2150 2209 2319 Anna Kristinsdóttir 816 1308 1628 1827 1964 2114 Óskar Bergsson 976 1281 1488 1638 1802 1960 Marsibil J. Sæmundardóttir 17 798 1302 1818 2156 2428 Ásrún Kristjánsdóttir 69 416 1107 1632 2097 2457 Elsa Ófeigsdóttir 2 85 307 705 1538 2336 Gerður Hauksdóttir 6 365 667 1226 1608 2055 Gestur Kr. Gestsson 24 905 1155 1340 1643 1853 Gestur Guðjónsson 12 122 781 1145 1456 1803 Hjörtur Gíslason 4 125 308 594 1055 1598 Brynjar Fransson 12 98 370 852 1131 1468 PRÓFKJÖR „Ég byrjaði kosninga- baráttu mína fyrir hálfum mán- uði en náði þúsund atkvæðum í fyrsta sætið á móti 800 hundruð atkvæðum Önnu Kristinsdóttur. Það er gríðarlega góður árangur,“ segir Óskar Bergssson um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Fólkið mitt vann vel á kjördag og ég er því þakklátur.“ Óskar, sem bauð sig fram í fyrsta sætið en hafnaði í því þriðja, komst ekki á blað fyrr en þegar tölur voru lesnar upp í fjórða sinn. „Það voru allt aðrar tölur sem komu upp úr utankjörfund- aratkvæðagreiðslunni en þeirri almennu. Ég kann ekki að skýra það.“ Óskar kveðst ekki hafa gert það upp við sig hvort hann tekur sæti á lista framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningar. „Frambjóðendur og kjörstjórn eiga eftir að setjast niður saman og þá kemur það í ljós.“ „Ég lagði ekki krónu í kosninga- baráttuna, en ég túlka þetta þannig að fólki hafi almennt hugnast mín áherslumál,“ segir Ásrún Kristj- ánsdóttir sem sóttist eftir 2. til 4. sæti en varð í því fimmta. Hún uppskar hins vegar flest atkvæði allra frambjóðenda. Ekki náðist í Önnu Kristins- dóttur borgarfulltrúa því hún hélt utan strax eftir prófkjörið. -bs Óskar Bergsson frambjóðandi um prófkjör Framsóknarflokks í Reykjavík: Ekki viss hvort hann verður á listanum SPURNING DAGSINS Björn, er björninn unninn? „Já, þessi björn að minnsta kosti.“ Björn Ingi Hrafnsson hreppti fyrsta sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík á laugardag. ÍSRAEL, AP Ríkisstjórnaleiðtogar Þýskalands og Ísraels voru sam- mála um það í gær að ekki kæmi til greina að taka upp tengsl við palestínska stjórn sem Hamas-liðar stýrðu. Úrslit palestínsku þingkosning- anna voru meðal þess sem efst var á baugi í viðræðum Angelu Merk- el, kanslara Þýskalands, við Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, á fyrsta degi opinberrar heimsóknar kanslarans til Ísraels. Eftir viðræður við ísraelska ráða- menn heldur Merkel til Vestur- bakkans í dag og hittir þar palest- ínska stjórnmálaleiðtoga, en ekki þó fulltrúa Hamas. ■ Merkel kanslari í Ísrael: Tala ekki við Hamas-stjórn OLMERT OG MERKEL Vel fór á með leið- togunum í Jerúsalem í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FEGURÐASAMKEPPNI Ólafur Geir Jónsson, sem fyrir helgi var sviptur titlinum Herra Ísland 2005, segist harma ákvörðun eig- enda keppninn- ar. „Ég lít svo á að ég hafi ekki skaðað ímynd Herra Íslands,“ segir Ólafur Geir í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér í gær. Ólafur segist eingöngu hafa verið að sinna vinnu sinni sem þáttastjórn- andi SplashTV og spyr af hverju honum hafi ekki verið greint frá því í upphafi keppninnar að þáttur hans ætti ekki samleið með titlinum. Forsvarsmenn keppninnar telja Ólaf Geir ekki hafa staðið undir þeim væntingum að vera fyrir mynd fyrir ungt fólk í landinu. - jóa Herra Ísland sviptur titlinum: Harmar ákvörðunina SVIPTUR TITLINUM Ólafur Geir Jónsson telur sig ekki hafa skaðað ímynd Herra Íslands. DANMÖRK Neytendur í sífellt fleiri löndum Miðausturlanda sniðganga nú danskar vörur eftir að yfir- völd í Sádí Arabíu mæltu til þess við neytendur. Með þessu vilja yfirvöld setja þrýsting á dönsku ríkisstjórnina um að bregðast við birtingu á teikningum af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum síð- astliðið haust. Haft er eftir forsvarsmönnum nokkurra fyrirtækja í Jótlands- póstinum í gær að sala á vörum þeirra hafi næstum stöðvast í Sádí Arabíu um helgina og minnkað töluvert í nágrannaríkjum. Um helgina brutust út mótmæli í Írak og Palestínu vegna teikning- anna og var danski fáninn brennd- ur í tvennum mótmælum á Vest- urbakkanum. Þá hafa stjórnvöld í Líbíu fylgt fordæmi Sádí Araba og kallað sendiherra sinn í Danmörku heim. Á fréttavef Politiken segir að tvenn bandalög múslimaríkja muni taka málið fyrir á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna innan skamms. Danir eru uggandi yfir þess- ari þróun og vilja sumir skella skuldinni á ritstjórn Jótlands- póstins. Sendiherra Dana í Sádí Arabíu gagnrýndi blaðið í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð um helgina og sagði birtinguna bera vott um dómgreindarskort. Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg meðal forsvarsmanna meirihluta- flokkanna í Danmörku. Ritstjóri Jótlandspóstsins sendi um helgina bréf á arabísku til helstu dagblaða í Sádí Arabíu. Í bréfinu segir hann að teikningarnar hafi verið birtar sem hluti af umfjöllun blaðsins um málfrelsi í landinu. Nú sé hinsvegar litið á þær sem ögrun við múslima í Danmörku og ann- ars staðar í heiminum. Hann seg- ist harma þá túlkun enda hafi það aldrei verið tilgangurinn að gera lítið úr trú múslima. kristjans@frettabladid.is Beita Dani þrýstingi og brenndu fánann Reiði vegna birtingar danska blaðsins Jótlandspóstsins á teikningum af Múhameð spámanni í haust sem leið breiðist nú út í múslimalöndum. Neytend- ur í Sádi-Arabíu og víðar sniðganga danskar vörur. Danski fáninn brenndur. FÁNINN BRENNDUR Danski fáninn var brenndur í mótmælum á Vesturbakkanum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VÍSINDI Vísindasiðanefnd vinnur nú að því að afla gagna um nefúða- rannsóknir Lyfjaþróunar hf. sem nú eru til rannsóknar hjá nefndinni en hún kom saman á laugardag til þess að fara yfir málefni nefndarinnar. Að sögn Ólafar Ýrar Atladóttur, framkvæmdastjóra Vísindasiða- nefndar, var ekki rætt sérstaklega um nefúðarannsóknirnar á fundin- um þar sem öflun gagna um málið er ekki lokið ennþá. „Nefndin hefur ekki enn rætt sérstaklega um þær rannsóknir sem nú eru til skoðunar og það verður ekki gert fyrr en öll gögn hafa borist til nefndarinnar.“ Þorsteinn Loftsson, deildar- forseti lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, segir málið hafa þegar verið rætt við Sveinbjörn Gizur- arson, prófessor við deildina, en hann var framkvæmdastjóri Lyfja- þróunar hf. á þeim tíma sem rann- sóknir á nefúða við bólusetningu, sem nú eru til skoðunar hjá Vís- indasiðanefnd, fóru fram. „Við ræddum við Sveinbjörn um þetta mál og hann neitar því að rannsóknirnar hafi á einhvern hátt verið óeðlilegar. Starfsmenn deild- arinnar trúa því að sjálfsögðu, þar til annað kemur í ljós,“ segir Þor- steinn. - mh Nefúðarannsóknir Lyfjaþróunar hf. enn til rannsóknar hjá Vísindasiðanefnd: Eru að afla frekari gagna ÞORSTEINN LOFTSSON Þor- steinn segir Sveinbjörn Gizurar- son njóta fulls traust lyfjafræði- deildar Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.