Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 8
8 30. janúar 2006 MÁNUDAGUR EIGUM ALLTAF Bílaþing Heklu er rétti staðurinn til að finna góðan notaðan Volkswagen *M ið að v ið 2 0% in n bo rg un Laugavegi Laugavegi LaugavegiLaugavegi KletthálsKlettháls Klettháls Klettháls VW Golf Highline 4x4 beinsk. skráður 05/03 ek. 51.000 verð áður 1.730.000 kr. verð 1.350.000 kr. Afborgun pr. mán.: 21.678 kr. í 60 mán.* VW Passat stw 1,6 beinsk. skráður 06/03 ek. 70.000 verð áður 1.640.000 kr. verð 1.440.000 kr. Afborgun pr. mán.: 23.115 kr. í 60 mán.* VW Passat 1,6 beinsk. skráður 11/02 ek. 67.000 verð áður 1.440.000 kr. verð 1.290.000 kr. Afborgun pr. mán.: 20.716 kr. í 60 mán.* VW Golf Highline 1,6 sjálfsk. skráður 07/03 ek. 49.000 verð 1.560.000 kr. Afborgun pr. mán.: 25.034 kr. í 60 mán.* VW Passat 4x4 1,8 skráður 05/00 ek. 135.000 verð áður 1.090.000 kr. verð 890.000 kr. Afborgun pr. mán.: 23.280 kr. í 36 mán.* VW Golf 4x4 2,0 skráður 01/04 ek. 45.000 verð áður 1.690.000 kr. verð 1.400.000 kr. Afborgun pr. mán.: 19.262 kr. í 72 mán.* VW Golf Highline 1,6 skráður 10/03 ek. 40.000 verð áður 1.720.000 kr. verð 1.350.000 kr. Afborgun pr. mán.: 21.678 kr. í 60 mán.* VW Bjalla 1,6 skráður 11/01 ek. 82.000 verð áður 1.290.000 kr. verð 1.100.000 kr. Afborgun pr. mán.: 22.585 kr. í 48 mán.* SKIPULAGSMÁL Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans saka borgar- fulltrúa um að viðhafa hentistefnu í málinu um uppbyggingu við Aust- urhöfn þar sem tónlistar- og ráð- stefnuhús mun rísa. Þetta kemur fram í bókun borgarfulltrúanna á borgarráðsfundi á fimmtudag. Þar lýstu fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins yfir verulegum efa- semdum um staðsetningu bensín- stöðvar sem reisa á við Hringbraut í stað þeirrar sem víkja mun af Austurbakkanum. Fulltrú- ar Reykjavíkurlistans svara því svo til að sömu borgarfulltrúar og lýstu yfir þessum efasemdum hefðu báðir samþykkt samning við Ker hf. þar sem þessi staðsetning bensínstöðvarinnar er tilgreind. Það eina sem breyst hefur síðan þá, segir í bókun borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans, er að umfang stöðvarinnar hefur minnkað og tímatakmörk eru sett á starfsemi hennar. „Samningurinn í heild sinni var samþykktur, en hann inni- hélt fleiri atriði en staðsetningu stöðvarinnar. Í framhaldi af því koma fram alvarlegar athuga- semdir frá Landsspítalanum og upp frá því eru okkar athugsemdir runnar. Einnig þykir okkur ekki mikið prýði af bensínstöð þarna við Hringbrautina. En við lýstum því yfir að ef borgin og spítalinn kæmust að samkomulagi mynd- um við ekki leggjast gegn þessari staðsetningu,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðis- manna. - jse Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans um uppbyggingu við Austurhöfn: Saka sjálfstæðismenn um hentistefnu FRÁ RÁÐHÚSINU Bókanir gengu á víxl þegar rætt var um nýja bensínstöð við Hringbraut og sökuðu borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans sjálfstæðismenn um að viðhafa hentistefnu í því máli. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VEISTU SVARIÐ 1Hver varð í efsta sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík? 2Hver mun leiða lista Vinstri grænna á Akureyri? 3Hvaða tveir frambjóðendur nota systkini sín til að stjórna kosninga- baráttu fyrir prófkjör? SVÖR Á BLS. 34 Tveir teknir ölvaðir Lögreglan í Kópavogi stöðvaði tvo ökumenn vegna ölvunaraksturs aðfaranótt sunnudags. Báðir verða þeir væntanlega sviptir ökuréttindum. Hraðakstur heldur áfram Lögregl- an í Stykkishólmi stöðvar enn ökumenn vegna hraðaksturs. Á föstudag voru fjórtán teknir fyrir að aka of hratt og sex bættust við um helgina. Tveir ökumenn mældust á 132 kílómetra hraða. Missti fjórar tennur Maður um tví- tugt missti fjórar tennur þegar hann var kýldur í andlitið í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Að sögn lögreglu er ekki vitað hver lagði til mannsins eða hver upptök slagsmálanna voru. Þá voru fjórir teknir fyrir ölvunarakstur. Fyrir utan minni háttar ryskingar í miðbæn- um segir lögreglan nóttina hafa verið rólega. Þorrablótin fara vel fram Rólegt var að gera á flestum lögreglustöðvum um helgina. Fjölmenn þorrablót fóru fram víða um land og að sögn lögreglu var hegðun gesta í flestum tilfellum til fyrirmyndar. LÖGREGLUFRÉTTIR ATVINNUMÁL Nú þegar rúmt ár er liðið síðan Haraldur Böðvars- son & co. sameinaðist Granda í Reykjavík hafa tapast 55 til 65 störf. Landvinnslan hefur tapað 45 starfsmönnum auk þess sem átta sjómenn hafa misst vinnuna. Hér eru ekki taldir ellefu skipverjar á Víkingi AK 100 sem fengu nýlega uppsagnarbréf en skipinu verður líklega lagt fljótlega. Þetta segir V i l h j á l m u r Birgisson, for- maður verka- l ý ð s f é l a g s Akraness, og það er þungt í honum hljóðið. Vilhjálmur vill meina að þessi þróun sé ekki aðeins áfall fyrir þá sem hafa misst vinnuna heldur megi ekki gleyma að fólk á Akra- nesi tengist fyrirtækinu sterkum tilfinningaböndum. Vart sé hægt að finna mann á Akranesi sem ekki hefur unnið hjá fyrirtækinu á einhverjum tímapunkti og þess vegna svíði öllum undan því að sjá hvernig málin hafa þróast. Vissu- lega má segja að hluti þessa sam- dráttar hér á Akranesi sé vegna minni afla og hagræðingar innan fyrirtækisins en það skýrir ekki allan þennan samdrátt. „Það sem ég vil sjá er sann- girni á milli þeirra starfstöðva sem eru í eigu HB Granda.“ Er það mat Vilhjálms að fólk á Akra- nesi hafi verið niðurlægt í þessari sameiningu. -shá FRÁ AKRANESI Fólk á Akranesi hefur almennt miklar áhyggjur af þróun atvinnumála. Á sjöunda tug starfa hafa tapast á Akranesi ári eftir samieningu HB og Granda: Skagamenn niðurlægðir SKÓLAMÁL Íslenskir háskólanemar eru að jafnaði á svipuðum aldri og háskólanemar á hinum Norður- löndunum þegar þeir ljúka grunn- námi á háskólastigi. Jón Torfi Jónasson, prófess- or í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands, hefur borið saman skólakerfi Danmerkur, Íslands og Svíþjóðar vegna vinnu við styttingu námstíma til stúd- entsprófs. „Ef miðað er við stúd- entsprófið ljúka íslenskir nemend- ur því að jafnaði einu ári seinna en jafnaldrar þeirra í nágranna- löndum okkar. Þegar kemur að háskólastiginu er hins vegar ljóst að íslenskir nemar eru að ljúka námi á svipuðum aldri og nemar í löndunum í kringum okkur. Það er því mikilvægt að horfa ekki bara á framhaldsskólann heldur á skólakerfið frá grunnskóla til háskóla.“ - mh Prófessor í kennslufræðum: Óþarfi að flýta stúdentsnámi VILHJÁLMUR BIRGISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.