Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 66
30 30. janúar 2006 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Einstakt enskunámskeið
�����������������������������������������
���������������������������
• Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum
• Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist
frá Friðriki Karlssyni
• Vinnubók með enska og íslenska textanum
• Taska undir diskana
• Áheyrnarpróf í lok náms
Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið
Allar uppl‡singar
www.pareto.is
eða í símum 540-8400 eða 820-3799
Það sást á íslenska liðinu í gær
að leikurinn skipti engu máli á
meðan Ungverjar spiluðu upp á
stoltið og spiluðu vel. En miðað
við að leikurinn tapaðist fannst
mér of miklu kostað og ég hefði
viljað fá betri nýtingu úr þeim
þáttum sem eiga eftir að skipta
máli þegar fram í sækir. Besta
dæmið um þetta er Guðjón Valur
Sigurðsson, sem lék engan veginn
vel en samt er hann inni lungann
úr leiknum. Ég hefði viljað sjá
hann hvíldan og leyfa öðrum að
fá tækifæri. Og ég spyr mig eftir
þessa síðustu tvo leiki hvort fyr-
irliðabandið fari honum eitthvað
illa því frammistaða hans í fyrsta
leiknum og næstu tveimur er eins
og svart og hvítt.
Mér fannst það orðið ljóst
snemma í síðari hálfleik að við
myndum tapa leiknum og þess
vegna hefði mátt dreifa spilinu
á fleiri menn. Markvarslan var
því miður slök og fyrst hann lét
Eradze byrja, líklega til þess að
láta hann fá leik eftir meiðslin,
hefði ég viljað sjá hann klára
leikinn einnig. Ég hefði líka alltaf
látið Hreiðar á bekkinn því gildi
leiksins var lítið og því óþarfi að
láta Birki Ívar, sem hafði staðið
sig vel í fyrstu leikjunum, kynn-
ast því. Mér finnst Viggó nýta
leikhléin illa þriðja leikinn í röð
. Til dæmis tekur hann leikhlé
þegar þrjár sekúndur eru eftir
af fyrri hálfleik þegar hann hefði
klárlega átt að gera það þegar við
vorum 13-11 undir. Mér finnst
leikhléin á mótinu vera tekin á
röngum augnablikum.
Það voru þrír leikmenn sem
skáru sig úr í leiknum. Snorri
hélt dampi og spilaði gríðarlega
vel enn einu sinni. Það er löngu
kominn tími til að minnast á þátt
Alexanders í þessu liði. Hann er
kannski ekki að skora neitt mikið
en hann spilar frábæra vörn og
er yfirleitt fyrstur til baka, þrátt
fyrir að vera hornarmaður. Þá
var línan mjög góð í leiknum og
Róbert nýtti færin sín afskaplega
vel.
Annars held ég að svona tap
muni engin áhrif hafa á liðið.
Nú er allri pressu aflétt, liðið er
komið með góða stöðu í milliriðli
sem þegar er frábær árangur.
Framhaldið ætti að vera skemmt-
un ein og leikmenn eiga að geta
notið sín í þeim þremur leikjum
sem bíða í milliriðlinum.
Hefði viljað nýta leikinn betur
ÍÞRÓTTALJÓS
ÍSLENSKA
LANDSLIÐIÐ
Í HANDBOLTA
Á EM Í SVISS
GEIR SVEINSSON
SÉRFRÆÐINGUR FRÉTTABLAÐSINS
HANDBOLTI „Það var hálfgert slen
í mönnum. Ég hef spilað marga
svona leiki og það er rosalega
erfitt að rífa sig upp fyrir svona
leiki,“ sagði nýliðinn Sigurður
Eggertsson sem sagðist ekkert
hafa verið stressaður fyrir leik-
inn í gær.
„Nei, alls ekki. Ég var svolítið
tæpur eftir fyrstu þrjú klikkin en
svo var ég orðinn góður,“ sagði
Sigurður og glotti. “ - hbg
Sigurður Eggertsson:
Erfitt að rífa
sig upp
HANDBOLTI „Ástæðan fyrir svona
tapi er að innst inni vita menn að
leikurinn skiptir ekki máli. Menn
reyna að rífa sig upp stoltsins
vegna en maður sá það strax að
þetta myndi ekki ganga. Það er eðli-
legt og ég hefði gert slíkt hið sama
hefði ég spilað,“ sagði fyrirliðinn
Ólafur Stefánsson sem hvíldi aftur
í gær en hann spilar á þriðjudag.
„Ég spila á þriðjudag og það var
snilld að fá að hvíla aftur núna því
ég er ekki orðinn góður. Ég fann
fyrir þessu á æfingunni í morgun
og þetta verður vont í svona tvær
vikur en það er engin hætta á ferð-
um. Ég verð sprautaður og mæti
hress á þriðjudag.“ - hbg
Ólafur Stefánsson:
Ég spila á
þriðjudaginn
> Guðjón hefur áhuga
Guðjón Þórðarson, stjóri Notts County á
Englandi, sagði við Fréttablaðið í gær að
Leicester hafi ekki formlega haft sam-
band við sig, en fjölmiðlar í Englandi
hafa verið duglegir við að orða hann við
starfið á síðustu dögum. Guðjón segir
þó að ef það gerðist myndi hann skoða
tilboðið vel. „Leicester er stór klúbbur
með frábærar aðstæður og bara það
að ég sé til skoðunar hjá
þeim sýnir hversu vel
ég er metinn hérna
á Englandi,“
sagði Guðjón
og áhuginn
á stjórastöð-
unni leyndi
sér ekki.
TENNIS Roger Federer sýndi það
og sannaði enn einu sinni að hann
er besti tenniskappi heims þegar
hann bar sigurorð á Opna ástr-
alska mótinu í tennis sem lauk um
helgina. Federer vann hinn tví-
tuga Kýpurbúa Marcos Baghdatis
í fjórum settum eftir að hafa tapað
því fyrsta 5-7 en unnið þrjú næstu
sett 7-5, 6-0 og 6-2.
Þetta er sjöundi sigur Federer á
stórmóti á ferlinum en hann vann
einnig Opna bandaríska mótið
sem og Wimbledon-mótið í ár og er
fyrsti maðurinn til að vera hand-
hafi allra þriggja titlanna frá því
Pete Sampras afrekaði það fyrir
rúmum áratug. Federer brast í
grát þegar hann tók við sigurverð-
laununum af Rod Laver en hann er
sá sem síðast vann öll fjögur stór-
slemmumótin á einu ári. - hþh
Roger Federer:
Gjörsamlega
ósigrandi
HANDBOLTI Hún var furðuleg
stemningin í Stadthalle í Sursee
þegar leikurinn hófst. Liðin tvö
höfðu ekki að neinu að keppa og
áttu greinilega erfitt með að kom-
ast í stemningu fyrir leikinn. Ofan
á það bættist við að áhorfendur
voru hálfvankaðir enda engin
stemning á leik sem engu máli
skiptir.
Fyrri hálfleikur var í raun
hryllilegur handboltaleikur af
hálfu beggja liða. Leikmenn voru
andlausir með öllu, ekkert tal
heyrðist í herbúðum liðanna og
leikurinn var mjög hægur og ein-
kenndist af mistökum og klaufa-
skap.
Sá sem mest líf var í heitir
Viggó Sigurðsson en hann vildi
sigra leikinn og honum ofbauð
greinilega frammistaðan því um
miðjan hálfleikinn fór hann að
láta vel í sér heyra í þeirri von
að vekja sína menn en því miður
gekk það ekki eftir.
Ungverjar voru alltaf skrefi á
undan og þeir leiddu með tveim
mörkum í leikhléi, 14-16. Íslenska
liðið byrjaði síðari hálfleikinn
skelfilega, skoraði fyrsta mark
hálfleiksins en síðan tóku Ung-
verjar völdin og skoruðu fjögur
mörk í röð, 15-20. Þetta bil náði
íslenska liðið aldrei að brúa enda
var varnarleikurinn hreint út sagt
skelfilegur og markvarslan því
engin. Svo var einfaldlega engin
stemning.
Það er erfitt að gagnrýna liðið
þar sem leikurinn skipti engu
máli. Það var greinilega mikið
spennufall í gangi eftir hasarinn í
fyrstu tveim leikjunum og strák-
arnir þar að auki augljóslega farn-
ir að hugsa of mikið um framhald-
ið. Í ljósi þess hefði maður viljað
sjá leikmenn eins og Snorra Stein,
Alexander, Arnór og Guðjón Val
hvíla meira en þeir gerðu en mikið
álag hefur verið á þeim og örugg-
lega smá þreyta farin að gera vart
við sig. Vonandi kemur sú ákvörð-
un Viggós að láta þá spila svona
mikið í dag ekki í bakið á honum.
Snorri átti fínan leik og skor-
aði tíu mörk í annað sinn í mót-
inu. Hann er spila hreint ótrúlega
vel og það er stór plús hversu vel
hann nýtir vítin en það hefur oft
verið liðinu dýrt hversu mörgum
vítum það hefur klúðrað. Það var
einnig jákvætt að Róbert skyldi
spila mikið og skora mörk því
hann þurfti á því að halda að hitna
aðeins. Að sama skapi er það nokk-
uð áhyggjuefni að Einar Hólm-
geirsson hefur ekki verið að finna
sig. Hann er engu að síður óragur
við að skjóta og vonandi að lukkan
fari að ganga í lið með honum.
Spennufall í Sursee
Íslenska landsliðið var með hugann við milliriðilinn í St. Gallen þegar það
mætti Ungverjum í gær. Liðið lék því illa og tapið var verðskuldað, 31-35, en það
breytir engu um framhaldið.
VIPPA Alexander Petersson var einn besti
leikmaður Íslands í gær og sést hér vippa
yfir markvörð Ungverja í einu hraðaupp-
hlaupa íslenska liðsins. Á litlu myndinni
sjást leikmenn liðsins ganga hnípnir af velli
í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/BÖDDI
EM Í HANDBOLTA
HENRY BIRGIR GUNNARSSON
skrifar frá Sursee í Sviss.
henry@frettabladid.is
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari vildi
vinna leikinn gegn Ungverjum þótt
hann hafi ekki skipt neinu máli og því
til staðfestingar stillti hann upp sínu
sterkasta liði í byrjun. Hann var því
örlítið ósáttur við niðurstöðuna í leikn-
um. „Við vorum búnir að ræða það á
fundi að fara frá þessum riðli með stæl
og sigri og því var hugarfar leikmanna
nokkur vonbrigði. Þeir voru komnir með
hugann í milliriðilinn og það er erfitt
að hvetja liðið þegar staðan er þannig,“
sagði Viggó. En hverjir voru jákvæðu
punktarnir ef einhverjir? „Við vorum þó
að berjast við að reyna að komast inn
í leikinn. Vorum samt alltaf á eftir þeim
og ég sé ekki neitt stórkostlega jákvætt.“
Það kom mörgum á óvart að Viggó
skyldi ekki hvíla lykilmenn sem hafa
verið undir miklu álagi á mótinu. „Við
vildum vinna en svo fann ég að Snorri,
Arnór og Guðjón voru þreyttir og þá
byrjaði ég að skipta mönnum af bekkn-
um. Heimir og Sigurður stóðu sig mjög
vel og við verðum fljótir að gleyma
þessum leik en alvaran tekur bráðlega
við á ný,“ sagði Viggó. En hvernig leggst
milliriðillinn í hann?
„Króatar eru stigi á eftir okkur og
við byrjum væntanlega á þeim þannig
að þetta verður stórleikur. Ef við förum
með sigur af hólmi í þeim leik verðum
við í góðum málum. Rússarnir eru alltaf
sterkir á stórmótum og komu á óvart
gegn Króötum enda með tiltölulega
nýjan mannskap en það er hægt að
vinna þá. Norðmenn verða hættulegir
enda búnir að spila mikið við þá. Það
verður blóðugur bardagi um öll stigin
í milliriðlinum. Svo
verður fínt að
skipta um
umhverfi því
við höfum
verið nokkuð
einangraðir
hér í þessum
smábæ.
Þessi leikur
mun ekki sitja
í mönnum og við
mætum klárir til
leiks með Ólaf
Stefánsson á
þriðjudaginn.“
LANDSLIÐSÞJÁLFARINN VIGGÓ SIGURÐSSON: VILDUM VINNA RIÐILINN MEÐ STÆL
Voru með hugann við milliriðilinn
Snorri markahæstur
Snorri Steinn Guðjónsson er marka-
hæstur allra á Evrópumótinu í Sviss.
Hann hefur skorað 29 mörk í leikjunum
þremur en næstur á eftir honum er
Slóveninn Siarhei Rutenka. Guðjón Valur
Sigurðsson kemur næstur Íslendinga
með 13 mörk.
SIGURÐUR EGGERTSSON Átti ágæta inn-
komu í leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
STARFSMAÐUR SECURITAS DRAKK BJÓR
Á SPORTROKKI OG ÓK Á BROTT
Vitni sá hann aka á brott
Öryggisvörður í
vondum málum
eftir bjórdrykkju
DV2x10-lesið 29.1.2006 21:36 Page 1