Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 18
 30. janúar 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Súr hvalur sá besti í bænum Nesvegur 100 s:5576922 Arnarbakka 4-6 s:5621070 -Þú getur alltaf treyst á prinsinn- Hlíðasmári 8 • S:5547200 • www.hafid.is Mikið úrval fiskrétta Nýr ritstjóri Ákvörðun útgefenda Blaðsins að ráða Ásgeir Sverrisson, fréttastjóra erlendra frétta á Morgunblaðinu, ritstjóra kom á óvart. Í fjölmiðlaheiminum og líklega víðar áttu menn von á því að eitthvert þekkt andlit yrði fyrir valinu, einhver sem lesa hefur mátt um í Séð og heyrt. En þetta er ánægjuleg ákvörðun. Ásgeir er þungavigtarmaður í íslenskri blaðamannastétt eftir nærri tveggja áratuga starfsferil. Æskufjör er gott en reynsla er dýrmætari. Gaman verður að sjá hverjar áherslur hans verða og hvert hann vill fara með Blaðið. Það hefur verið útbreidd skoðun að Blaðið hafi ekki nógu margt að segja og það hefur hrapað í lesendakönnunum. Maður með reynslu og þekkingu Ásgeirs á að geta breytt þessu og gert þennan nýja fjölmiðil að frískum keppinaut hinna eldri miðla á markaðnum. Skammtaðar fréttir „Fjölmiðlar segja okkur ekki sannleikann er þeir skammta í okkur fréttir“, segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, í pistli á vefsíðu sinni jonas.is. Hann skrifar: „Þegar þeir sögðu á netinu frá ást hálfrar þjóðarinnar á orkuverum, vil ég ekki bara vita hvaða álit fólk á Aust- urlandi hefur á Landsvirkjun. Ég vil líka vita um álit annars fólks, en fæ það ekki. Ég fæ að vita um prósentur, sem styðja vatnsafl og áliðnað, en fæ ekki á netinu að vita um prósentur hinna, sem gera það ekki. 48% styðja ekki frekari álver og 43% styðja ekki frekari vatnsorkuver. Það eru háar tölur, en sáust ekki í morg- un á netsíðum fjölmiðlanna.“ Kanínur í Lesbók Kanínur njóta mikilla vinsælda hér á landi sem gæludýr. En hitt er óljóst hvers vegna risastórar teikningar af þeim skreyta hvert tölublað Lesbókar Morgunblaðsins á fætur öðru. Það gæti kannski gengið einu sinni við eina grein en þegar allt blaðið er undirlagt slíkum teikningum er líklegt að fleiri en einn lesandi verði hissa. Getur verið að þarna búi einhver djúp merking að baki sem venjulegir lesendur ná ekki en gáfumennir í kringum blaðið séu með á hreinu? Kannski eitthvað rosalega svalt? gm@frettabladid.is Ég held að það hafi verið í Mogg- anum - kannski á vísindavef HÍ - að ég rakst á spurningu til íslensku- fræðinga um það hvort maður eigi að tala um að „gúgla“ eitthvað eða „gúgla“ einhverju - en þessa snið- ugu sögn notar almenningur um það þegar leitarvélin Google er notuð á Netinu til að finna vefsíð- ur um hvaðeina. Fyrir svörum varð forstöðumaður Orðabókar Háskól- ans, og virtist stödd á einhverju allt öðru grasafjalli íslenskrar tungu en spyrjandinn, því hún ómakaði sig ekki við að svara spurningunni heldur vísaði henni nánast á bug. Í stað þess að segja spyrjanda að betur myndi fara hér á þolfalli og nota fágætt tækifæri til að útskýra fyrir áhugasömu ungmenni muninn á eðli þolfalls og þágufalls þá talaði málfræðingurinn af sínum grasa- fjallstindi um að hún kannaðist ekki við þessa sögn, sem þar með væri ekki til. Í stað þess að velta vöngum með spyrjanda og nota þar með fágætt tækifæri til að taka þátt í hinni eilífu sköpun íslenskrar tungu þá lét málfræðingurinn á sér skilja að þeirri sköpun sé nú lokið, ekki sé rúm fyrir fleiri orð, búið sé að loka málinu: sögnin „að gúgla“ er ekki í seðlasafni Orðabókarinn- ar og þar með er hún ekki til. For- stöðumaðurinn benti fyrirspyrj- anda á það að betur fari á því að tala um „að leita á Google“. Þetta er eins og einhver komi í búð og biðji um Kristal að drekka en fái þau svör að sá drykkur sé ekki til og hafi aldrei verið til og skuli ekki vera til: hins vegar eigum við hérna Jolly Cola handa þér... Spurningin sýnir tvennt: annars vegar fágæta hæfni íslenskunnar til að búa til snaggaralega sögn um hvers kyns athæfi í nútíman- um, þrátt fyrir allan barlóminn um nafnorðastílinn; og hins vegar óöryggi í meðferð beyginga, óvissu um virkni fallanna sem við sáum síðast í því hvernig sögnin „að spá“ tók skyndilega að stjórna þágufalli með þeirri afleiðingu að sögnin „að pæla“ nánast hvarf úr málinu á einni nóttu. Og loks sýnir spurn- ingin ískyggilegt sambandsleysi þeirra sem rannsaka málið við málnotkun nútímafólks; tilhneig- ingu til að líta svo á að Orðabók- in sé lokuð bók, íslenskan sé best geymd í glerskápum á minjasafni undir vökulu auga og sólahrings- vöktun Securitas. Páll Valsson skar upp herör um daginn til varnar íslenskunni sem lifandi máli; og heill og heiður honum. Undirtektir voru ýmislegar svo sem vænta mátti, en það sem þó skipti mestu var að menntamála- ráðherra fagnaði þessum umræð- um og virtist jafnvel deila þessum áhyggjum, samkvæmt viðtali við Moggann. Það eru tíðindi og brýnt að halda við þessum áhuga ráðherr- ans, því margt er undir Þorgerði Katrínu komið í þessu máli. Við megum sennilega vænta þess að í kjölfarið verði íslensku- deild Háskóla Íslands stórefld en um nokkurt árabil hefur deildin búið við slíkt fjársvelti að eðlileg endurnýjun hefur ekki orðið þar á prófessorahópnum þar; við verð- um að vona að fjárveitingarnar til þeirra stofnana sem við tunguna fást einskorðist ekki við reisa flott- ar húsabyggingar, eins og hefur því miður svo oft hent landsmenn þegar þeir hafa viljað sýna mynd- arskap að það liggur við að maður sé að verða andvígur húsum. Áhyggjur ráðherrans af framtíð íslenskrar tungu verða vonandi til þess að veitt verði stórauknu fé til þess að búa til íslenskt leikið sjón- varpsefni. Svo heppilega vildi til að um svipaðar mundir og þessar umræður urðu um framtíð íslensk- unnar þá sýndi Anna Th. Rögn- valdsdóttir fram á það með mynda- flokknum um alla liti hafsins að hægt er að búa til sannfærandi leik- ið efni í íslensku sjónvarpi, þegar vel og fagmannlega er að öllu stað- ið: við þurfum bara að venjast því svolítið að heyra fólk tala íslensku í sjónvarpi um eitthvað annað en júróvisjónkeppnina og leikararnir þurfa bara að reyna að venja sig af því að tala svona mikið með þind- inni eða hvað það nú er sem veldur þessari ábúðarmiklu séríslensku leikaraframsögn. Vilji er allt sem þarf. Smám saman hætta leikararnir að tala svona hátt og smám saman vex upp stétt manna sem lærir að skrifa sögur úr lífi okkar fyrir þenn- an miðil og smám saman hverfa bábiljur um að íslenska henti ekki í sjónvarpi: ef hún hentar í öllum þessum auglýsingum þá hentar hún í sögum sem ekki eru bara búnar til í því skyni að selja okkur eitt- hvað drasl. Vilji er allt sem þarf: og milljarðarnir frá Þorgerði Katrínu. Gleymi hún sér þá vænti ég þess að þingmenn minni hana á skyldur stjórnarinnar við íslenska tungu og menningu. Nú er að hamra járnið frá Páli og Önnu. ■ Nú er að hamra járnið Í DAG ÍSLENSK TUNGA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ...við þurfum bara að venjast því svolítið að heyra fólk tala íslensku í sjónvarpi um eitthvað annað en júróvisjónkeppnina... Sá gríðarlegi tekjuafgangur ríkis- sjóðs sem nú blasir við í ljósi ofsa- gróða margra íslenskra stórfyrir- tækja á árinu 2005 er fagnaðarefni. Þar nægir að nefna fyrirtæki á borð við Landsbankann, Baug og KB banka, en skattgreiðslur þessara fyrirtækja einna og sér vegna skatt- ársins 2005 nema vel á annan tug milljarða umfram það sem reikna hefði mátt með að óbreyttu, miðað við árið 2004. Eru þá ótalin fjölmörg önnur fyrirtæki sem eiga eftir að skila gríðarlegi tekjuaukningu umfram væntingar til ríkissjóðs í formi skatta og annarra gjalda. Þetta vekur upp spurningar um það með hvaða hætti ríkisstjórnin telur sanngjarnt að ráðstafa þess- um umframtekjum. Það lá fyrir áður en fyrstu uppgjör stórfyrir- tækjanna tóku að berast , að tekju- markmiðum tengdum fjárlögum upp á 310 milljarða króna vegna yfirstandandi árs yrði auðveldlega náð og að umtalsverður tekjuaf- gangur ríkissjóðs yrði staðreynd. Sá tekjuafgangur verður skv. þessu hins vegar margfaldur miðað við fyrri væntingar. Þrennt skal hér lagt til í þágu almennra þegna þessa lands: Að leiðrétta tafarlaust, með hækkun skattleysismarka, hina skammar- legu aðför að kjörum hinna lægst launuðu sem viðgengist hefur frá árinu 1994. Í þessum hópi eru fjöl- mennastir þeir sem skópu forsendur þessa vellauðuga íslenska samfélags nútímans, hinir öldruðu. Þá bæri að verðlauna fyrirdrjúgt framlag en ekki refsa með þeim hætti sem svo smánarlega hefur verið gert. Til að halda í við þau skattleysismörk sem giltu hér árið 1994 þyrfti að lag- færa árlegan hlut hvers einstakl- ings í þessum hópi um a.m.k. kr. 115.000 á ári miðað við n ú g i l d a n d i skat t leys is - mörk. Það þýðir reyndar ekki nema um þrjá og hálfan milljarð á ári, sem er brota- brot af þeim umframtekjum sem nú blasa við umsjónarmönnum rík- issjóðs miðað við gildandi fjárlög. Að afnema úrelt og óþörf stimp- ilgjöld vegna fasteignakaupa. Að lækka virðisaukaskatt, einkum á nauðsynjavöru. Þeir yrðu menn að meiri sem fyrir slíkum breytingum stæðu á mestu uppgangstímum Íslandssög- unnar. ■ EFST Í HUGA JAKOBS FRÍMANNS MAGNÚSSONAR Í dag ýtir Fréttablaðið úr vör nýjum verðlaunum með því að spyrja ykkur, lesendur góðir, hvort þið hafið orðið vitni að góðverki? Ef svo er viljum við biðja ykkur um að deila því með okkur og senda tilnefningar til blaðsins með nöfnum þess fólks sem þið teljið að hafi á einhvern hátt látið sérstaklega gott af sér leiða og með því bætt íslenskt samfélag. Þeir sem skara fram úr í þeim hópi munu hljóta Samfélagsverðlaun Fréttablaðs- ins sem verða afhent í fyrsta skipti við hátíðlega athöfn þann 23. febrúar. Það hefur verið sagt um fjölmiðla að þeir geri ekki annað en að spegla það samfélag sem þeir eru hluti af. Þetta er vissulega rétt, en þar með er ekki sagt að fjölmiðlar geti skotið sér undan ábyrgð á því hvernig mynd þeir bregða upp af umhverfi sínu; hvort áherslan sé úr hófi á hið neikvæða og skelfilega í lífinu frekar en hið góða og jákvæða. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, vakti athygli á því í grein hér í blaðinu fyrir skömmu að þrátt fyrir „blóði drifnar“ fréttir af ástandi heimsins sýndi ný ítar- leg rannsókn Human Security Report 2005 að árið 2004 voru skráð átök á heimsvísu 40 prósent færri en rúmlega áratugi fyrr og að fjöldamorðum hefði fækkað um 80 prósent frá því í byrj- un níunda áratugarins. Sem sagt, að þrátt fyrir hina nöturlegu heimsmynd sem birtist í fjölmiðlum er staðreyndin sú að heimur batnandi fer. Ef við lítum okkur nær er svipaða sögu að segja um þá mynd sem við íslenskir fjölmiðlamenn bregðum upp af okkar nánasta umhverfi. Þrátt fyrir að skýrslur og tölfræði lögreglunnar segi okkur að alvarlegum ofbeldisbrotum og glæpum almennt fari stöðugt fækkandi virðist einhver óskilgreindur ótti stigmagnast í samfélaginu. Nýleg skoðanakönnun sýnir til dæmis að allt að 80 prósent Reykvíkinga eru hræddir við að vera á ferð í mið- bænum eftir að skyggja tekur. Sem íbúi í miðbænum til margra ára get ég fullyrt að sá háski sem á að vera þar viðvarandi er stórkostlega ýktur, enda sýndi sama könnun að því fjær sem fólk bjó frá miðbænum og því sjaldnar sem það kom þangað, því meira óttaðist það hann. Á hverju byggist þá hræðslan? Tæplega öðru en þeim veruleika sem fjölmiðlar kjósa að sýna. Og það er mikið alvörumál, því ótti skerðir lífsgæði fólks. Í grein sinni vitnaði Árni Snævarr í orð Gareth Evans, for- seta International Crisis Group og fyrrverandi utanríkisráð- herra Ástralíu, sem fangaði þennan veruleika fjölmiðlanna í hnotskurn þegar hann sagði „að bestu fréttirnar séu þær sem komist ekki í kvöldfréttirnar, sögur um hunda sem ekki gelta. Eða hvenær má sjá fyrirsögnina: „Stríð braust ekki út,“ á síðum dagblaðanna?“ Í Fréttablaðinu í gær var einmitt frétt af þeirri ætt, en hún fékk ekki mikið pláss heldur lét lítið yfir sér í eindálki á blað- síðu 6 undir fyrirsögninni „Helmingi færri brjóta af sér nú“ en þar sagði frá því að hegningarlagabrotum hefur fækkað um 55 prósent í Hafnarfirði á þremur árum. Vissulega mjög ánægjuleg tíðindi sem segja okkur að Hafnarfjörður sé betri bær en áður til að búa sér heimili. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru lóð á vogarskálar jákvæðari frétta. Við vitum að sögur af hetjum hvunndagsins eru þarna úti. Nú er komið að ykkur, lesendur góðir, að koma þeim á framfæri við okkur. ■ SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru ný verðlaun sem verða veitt árlega hér eftir. Upplýsingar óskast um góðverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.