Fréttablaðið - 30.01.2006, Blaðsíða 63
Á þessu ári mun að jafnaði annar hver miði
fá vinning. Tryggðu þér miða í 800 6611 eða
á hhi.is. Við látum þig vita þegar þú vinnur
– en engan annan.
Milljónamæringur nr. 82
Breskir fjölmiðlar voru uppfullir
af fréttum þess efnis að hugsan-
lega væru Spice Girls að koma
aftur saman eftir að paparazzi
ljósmyndarar náðu þeim Vict-
oriu Beckham og Geri Halliwell á
mynd. „Fína kryddið“ var þó ekki
lengi að vísa öllum slíkum vanga-
veltum á bug og sagði að þær stöll-
ur hefðu verið að ræða barneign-
ir enda eigi Halliwell von á sínu
fyrsta barni samkvæmt götublað-
inu The Sun.
Blaðið hefur eftir Beckham að
Geri sé hætt að vinna jafn mikið
og hún gerði og því geti þær eytt
meiri tíma saman. „Ég hef verið
að gæta hennar en Geri lítur ótrú-
lega vel út og óléttan fer henni vel,“
hefur blaðið eftir Victoriu sem
bætir um betur og segir vinkonu
sína vera mjög hamingjusama.
„Við vorum í það minnsta ekki að
leggja á ráðin um endurkomu. Ég
á ekki það marga vini og því var
notalegt að geta átt þessar stundir
með henni,“ sagði Victoria. ■
Endurkoma Spice
Girls ekki á döfinni
VICTORIA BECKHAM Hefur sjálf eignast þrjú
börn og ætti því að geta leiðbeint vinkonu
sinni hvað meðgönguna varðar.
NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES
Það er augljóst að poppsöngkonan
Madonna lepur ekki dauðann úr
skel því götublaðið The Sun grein-
ir frá því að hún hafi keypt sér nýtt
hús sem stendur við hliðina á villu
hennar í London. Húseignin, sem
kostaði litlar hundrað milljónir, er
þó ekki hugsuð fyrir poppdrottn-
inguna sjálfa heldur mun starfs-
fólk hennar hafa afnot af því. Þar
með hefur Madonna komið flestu
starfsfólki sínu fyrir í kringum
sig því umboðsmaðurinn hennar
býr í húsi við hliðina.
The Sun hefur eftir nágranna
Madonnu að hún hafi verið vön
miklu plássi í Los Angeles en hús-
eignirnar í London séu ekki jafn-
stórar og þar. „Madonna elskar
London en finnst hana vanta meira
rými,“ sagði nágranninn í samtali
við blaðið. Þá segir The Sun einnig
frá því að Madonna hafi verið hörð
í samningaviðræðum um kaupin
á húsinu og ekki gefið neitt eftir.
Báðir aðilar hafi þó gengið sáttir
frá borði.
Madonna hyggst nú flytja
fleira starfsfólk í næsta nágrenni
og auka á öryggisgæslu í húsinu
sem hefur skort verulega upp á.
Þá hefur hún látið hafa eftir sér að
hana skorti skrifstofupláss. Söng-
konan er stóreignakona því hún á
hús í Wiltshire, New York, Miami
og Los Angeles. ■
Madonna stækkar við sig MADONNA Á HLAUPUM Popp-dívan hefur kvartað undan plássleysi í London en ætti nú
að geta andað léttar þar sem
hún hefur keypt sér nýtt hús til
að stækka aðeins við sig.