Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 2
2 31. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR ... og mundu eftir ostinum! ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� Tilraun til innbrots Reynt var að brjótast inn í félagsmiðstöðina í Þorláks- höfn í fyrrinótt en svo virðist sem þjófur- inn hafi ekki komist inn. Öryggisvörður tók eftir því reynt hafði verið að spenna upp hurðina og gerði lögreglu viðvart. LÖGREGLUFRÉTT LÖGREGLUMÁL Ungur maður réðst með látum inn í húsnæði Happ- drættis Háskóla Íslands að Tjarn- argötu og ógnaði starfsfólki með skotvopni. Hann hrifsaði peninga úr skúffu gjaldkera í afgreiðslunni og hljóp síðan á brott. Starfsmaður Happdrættis Háskólans veitti manninum eftir- för um stund en hann hljóp fyrst inn Suðurgötu og þaðan upp Tún- götuna. Maðurinn hljóp síðan niður Grjótagötu, þar sem hann losaði sig við bláan kuldagalla sem hann var íklæddur þegar hann framdi ránið. Eftir umsvifamikla leit hand- tók lögreglan mann sem grunaður er um verknaðinn. Hann er nú í haldi lögreglu. Bogi Sigvaldason, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, stýrði aðgerðum lögreglu á vettvangi og hann sagði starfsmenn Happdrætt- is Háskólans hafa brugðist rétt við þó að töluverð hræðsla hafi gripið um sig. „Við fengum tilkynningu um ránið klukkan 11.57 og fáum þá upplýsingar um að maður hafi ógnað fólki með skotvopni. Sér- sveitarbílar lögreglunnar voru því kallaðir til og viðbúnaður lögreglu mikill. Starfsfólkið brást hárrétt við aðstæðum og reyndi að halda ró sinni á meðan maðurinn var inni í húsinu.“ Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir ræningjann hafa verið fljót- an að tæma peningakassa sem var í afgreiðslunni. „Það er ein af öryggisreglum hér innanhúss að hafa sem minnst af peningum í kassanum niðri hjá okkur. Í þessu tilfelli voru ekki miklir peningar í kassanum og svo virðist sem mað- urinn hafi komist undan með um 95 þúsund krónur.“ Brynjólfur segir manninn lík- lega hafa verið búinn að kynna sér aðstæður innanhúss nokkuð vel þar sem hann gekk beint að peningaskúffunni og tæmdi hana fljótt. „Maðurinn gengur rakleitt að starfstúlku og ógnar henni með skotvopni, og segir að um rán sé að ræða. Síðan fer að hann beint að peningaskúffunni og opnar hana eins og hann þekki til verka og hverfur fljótt á braut með dálítið af peningum.“ Þetta er í fyrsta skipti í 72 ára sögu Happdrættis Háskóla Íslands sem rán er framið í höfuðstöðvum happdrættisins. magnush@frettabladid.is Ógnaði starfsfólki með skotvopni Ungur maður framdi í gær rán í höfuðstöðvum Happdrættis Háskóla Íslands. Hann ógnaði starfsfólki með skotvopni. Varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík segir starfsmenn hafa brugðist rétt við ógnunum ræningjans. LÖGREGLUMAÐUR VIÐ RANNSÓKN MÁLSINS Fjölmennt lið lögreglu kom á vettvang í gær eftir að tilkynnt var um rán þar sem starfsfólki var ógnað með skotvopni. Maðurinn komst undan en lögreglan hefur nú mann í haldi sem grunaður er um verknaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BELGÍA, AP Utanríkisráðherrar aðildarlanda Evrópusambands- ins fóru í gær fram á að Hamas- hreyfingin í Palestínu viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis, hafni ofbeldi og afvopnist, ella hætti Evrópulönd fjárhagsstuðningi við heimastjórn Palestínu. Jafn- framt verði hreyfingin að vinna að friði við Ísrael. Ráðherrarnir hittust á fundi í Belgíu í gær til að ræða úrslit þingkosninganna í Palestínu, en Hamas-hreyfingin, sem hlaut meirihluta þingsæta heima- stjórnarinnar, hefur gengist við tugum sjálfsvígsárása í Ísrael síðan árið 2000. George W. Bush Bandaríkja- forseti lýsti einnig yfir því í gær að ríkisstjórn hans myndi hætta öllum stuðningi við Palestínu myndi Hamas-hreyfingin meiri- hlutastjórn, nema hún viðurkenni tilveru Ísraels. Í gær bað leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, aðildarlönd Evr- ópusambandsins um að hætta ekki fjárstuðningi við heima- stjórnina. Hann sagðist tilbúinn að ræða skilyrðin sem þau setja og lofaði að fénu yrði ekki varið til hryðjuverka í Ísrael. Fjárstyrkur Vesturlanda til palestínsku heimastjórnarinn- ar á síðasta ári nam ríflega 50 milljörðum króna. - smk Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins setja Hamas úrslitakosti: Hamas gert að hafna ofbeldi BIÐUR UM AÐSTOÐ Leiðtogi Hamas-hreyf- ingarinnar, Ismail Haniyeh, á blaðamanna- fundi í Gazaborg í gær. Hreyfingin hefur beðið ríkari þjóðir heims um að hætta ekki stuðningi við Palestínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STÓRIÐJA „Yfirlýsingar iðnaðar- ráðherra eru einkennilegar og misvísandi,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, þegar hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár um stóriðjustefnu og mengunarkvóta á Alþingi í gær. „Er ráðherrann að tala um eitt, tvö eða þrjú álver á næstu sex árum? Ráðherrann veit að þetta mun leiða til tveggja milljóna tonna útblásturs gróðurhúsaloft- tegunda árið 2012 sem er langt umfram þær viðmiðanir sem við höfum í mengunarmálum.“ Helgi spurði einnig hvort mengunarkvóti fyrir flúorkolefni væri fullnýttur. „Eru menn orðnir vitlausir frú forseti,“ spurði Kolbún Halldórs- dóttir, þingmaður Vinstri grænna, eftir að hafa varað við heilsuspill- andi áhrifum í þéttbýli af tólf kílóum brennisteinstvíildis sem bærist út í andrúmsloftið fyrir hvert eitt framleitt tonn af áli. Helgi Hjörvar sagði erlend ríki ásælast fyrirtæki eins og Marel og tölvufyrirtækið CCP. Hann spurði hvort þungamiðjan í atvinnulífinu hér hætti að vera stóriðja þegar erlend fyrirtæki byðu í framúr- skarandi fyrirtæki sem áliðjan ryddi úr vegi. Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra sagði ekkert ákveðið enn um stækkun álversins í Straumsvík. Þar væru tilskil- in leyfi fyrir hendi og mat á umhverfisáhrifum lægi fyrir. Orkuveita Reykjavíkur hefði auk þess samið við Alcan síðastliðið sumar um nær helming þeirrar raforku sem félagið þarfnaðist vegna stækkunarinnar. Valgerður rakti stöðu mála og sagði að jafnvel þótt semdist um álver á Norðurlandi yrði það vart tekið til starfa fyrr en árið 2012. - jh TÖLVUGERÐ MYND AF STÆKKUÐU ÁLVERI Í STRAUMSVÍK Helgi Hjörvar spyr hvort stjórnvöld vilji skipta á álverum og Marel eða tölvufyrirtækinu CCP við erlend ríki. Þensla, mengun og uppbygging áliðnaðar var deiluefni á Alþingi í gær: Vara við mengun í þéttbýli SPURNING DAGSINS Kristján, eruð þið búnir að ná ykkur á strik? Já, det er så dæligt að nú tökum við flugið og stefnum beint á Strikið. Í sumar hefst beint áætlunarflug frá Akureyri til Kaupmannahafnar. Kristján Þór Júlíusson er bæjarstjóri á Akureyri. VIÐSKIPTI Kauptilboð í Hótel Sögu og Hótel Ísland var fellt á auka- aðalfundi Bændasamtakanna í gærkvöld með miklum meirihluta atkvæða. Alls greiddu 36 atkvæði á móti og 13 með. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna, vill ekki gefa upp hverjir það voru sem lögðu fram kauptilboð né hversu hátt það var. Hann segir þessa afgerandi niðurstöðu vera skýr skilaboð til stjórnarinnar um vilja félagsmanna. Ástæður taldi hann vera óánægju með verð og sjónarmið margra að ekki skyldi selja að svo stöddu. - sdg Bændasamtökin: Kauptilboðið var fellt HÓTEL SAGA Kauptilboð í Hótel Sögu og Hótel Ísland var fellt á aukaaðalfundi Bændasamtakanna. VEIÐAR Skipverjarnir á Narfa SU 68 fengu tröllvaxinn hákarl á línu sem þeir lögðu skammt út af Stöðvarfirði í síðustu viku. Reyndist hann lifandi þegar að var komið, en var skotinn áður en hann var dreginn til heimahafnar á Stöðvarfirði. „Hákarlinn var sjö metra lang- ur og tæpt tonn að þyngd. Stefán Guðjónsson, hákarlaverkandi á Eskifirði, keypti hann af okkur og fengum við ágætt verð fyrir. Annars hefðum við bara étið hann sjálfir,“ segir Guðni Ársælsson, einn fjögurra skipverja á Narfa. - kk Óvæntur fengur: Veiddu tröll- vaxinn hákarl HÁKARLINUM LANDAÐ Hákarlinn var sjö metra langur og vó tæpt tonn. OgVodafone-númer í símaskrá Nú er hægt að nálgast upplýsingar um símanúmer og heimilisföng viðskipta- vina OgVodafone í símaskránni og á simaskra.is með tilkomu samnings milli OgVodafone og fyrirtækisins Já. FJARSKIPTI RANNSÓKNIR Lyfjaþróun mun á næstu dögum svara erindi Vís- indasiðanefndar og Lyfjastofnunar varðandi rannsóknir fyrirtækisins á notkun nefúða til bólusetningar en grunur leikur á að átt hafi verið við niðurstöðurnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Kemur þar fram að ekkert óvanalegt sé við að fyrirtæki hætti rannsóknum sínum. Er því enn fremur vísað á bug að Lyfjaþróun hafi fengið opinbera styrki vegna þessa verkefnis. Þeir styrkir hafi farið í önnur rannsóknarverkefni innan fyrirtækisins. - aöe Þróunarverkefni Lyfjaþróunar: Ætla að svara á næstu dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.