Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 12
12 31. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR
1. vinnustofa 9. og 10. febrúar kl. 9.00 - 14.00
2. vinnustofa 9. og 10. mars kl. 9.00 - 14.00
Nánari upplýsingar veitir:
Anna Margrét Marinósdóttir
Verkefnastjóri
Sími: 599 6289
GSM: 820 6289
Netfang: annam@ru.is
Skráning er hafin!
Allar upplýsingar og skráning á www.stjornendaskoli.is
AÐ LAÐA FRAM ÞAÐ BESTA
THE COACHING CLINIC
Næsta vinnustofa er 9. febrúar nk. – takmarkaður sætafjöldi
Vinnustofan byggir á virkri þátttöku
og þjálfun stjórnenda í aðferðafræði
coaching.
Stjórnendaskólinn kynnir vinnustofuna Að laða fram það besta – „The
Coaching Clinic”, sem er talin ein áhrifamesta leiðin að árangri, hvatningu
og farsælum samskiptum. Þúsundir stjórnenda um heim allan hafa sótt
vinnustofuna við mjög góðan orðstír.
Leiðbeinandi:
Guðrún Högnadóttir,
þróunarstjóri
Stjórnendaskólans /
Associate Corporate Coach
„Samskiptalíkan CCU hefur gagnast sérstaklega vel við að beina
athyglinni að aðalatriðum hverju sinni og að starfsmaðurinn sjálfur
finni bestu leiðirnar til lausnar á verkefnum og beri ábyrgð á þeim.”
Vilborg Lofts, forstöðumaður starfsmannaþjónustu Íslandsbanka
„Ég get hiklaust mælt með þessu námskeiði, einnig er öll aðstaða til
fyrirmyndar. Þetta mun örugglega nýtast mér til reksturs á mínu
fyrirtæki.”
Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúð Benna
„Með því að laða fram það besta í öðrum næst betri árangur á öllum
sviðum og því er nauðsynlegt fyrir stjórnendur að tileinka sér þessa
tækni”
Sigrún Guðjónsdóttir, forstjóri Tæknivals
FRAKKLAND,AP Frakkland, land ást-
arinnar, er óðum að verða land
hinna ógiftu en barnmörgu ef
marka má skýrslu þingnefndar
sem kom út í vikunni. Seinustu
þrjá áratugi hefur giftingartíðni
þar í landi dregist saman um 27
prósent og árið 2002 var næstum
helmingur barna fæddur utan
hjónabands. Þrátt fyrir færri
hjónabönd er mikil aukning í
barneignum, en Frakkland er með
næsthæstu fæðingartíðni í Evr-
ópu með 1,94 börn á hverja konu.
Skýrslan var unnin af þver-
pólitískri þingnefnd sem var
skipuð fyrir ári síðan og á að vera
til hliðsjónar við breytingar á
núgildandi löggjöf um hjónabönd
og réttindi barna.
Í niðurstöðum nefndarinnar
segir að meðalgiftingaraldur hafi
hækkað um næstum sex ár hjá
báðum kynjum síðan 1970. Í dag
enda næstum 42 prósent hjóna-
banda með skilnaði, miðað við 12
prósent fyrir þrjátíu árum.
Ekki þykir lengur skammar-
legt að búa saman ógift líkt og
áður og margir sem hafa gengið
í gegnum skilnað kjósa einnig að
sleppa giftingu.
Þessi þróun franska fjölskyldu-
mynstursins gengur þvert gegn
staðalímynd fyrri tíma, segir
Claude Martin, franskur félags-
fræðingur við Þjóðarsetur fyrir
vísindarannsóknir í Frakklandi. Í
fyrsta lagi bendir hann á að lönd
þar sem kaþólskan hefur sterk
ítök, á borð við Ítalíu, Spán og
Pólland, hafa yfirleitt hærri fæð-
ingartíðni en lönd þar sem trú-
rækni er ekki jafn sterk, eins og
Frakkland. Í öðru lagi stuðli aukin
atvinnuþátttaka kvenna venjulega
að lægri fæðingartíðni. „Í löndum
þar sem konur hafa möguleika á
starfsframa er fæðingartíðnin
hærri,“ sagði Martin í viðtali við
Le Monde dagblaðið í Frakklandi.
Þingnefndin rannsakaði áhrif
franskra laga frá 1999 sem gáfu
ógiftum pörum, þar með talið
samkynhneigðum pörum, umtals-
verð lagaleg réttindi ef þau skráðu
samband sitt hjá ríkinu. Þessu
frumvarpi, sem kallast „PACS“,
var á sínum tíma þrýst í gegn af
vinstri stjórn og skapaði heitar
umræður í þjóðfélaginu. And-
stæðingar frumvarpsins töldu
það grafa undan hefðbundnum
fjölskyldugildum.
Í dag hafa 170.000 PACS-sam-
bönd verið skráð í Frakklandi.
Þingnefndin hvatti stjórnvöld til
að gera umbætur á lögunum og
tillögurnar snúa að eignarrétti,
erfðarétti og skattlagningu.
Þingnefndin mælti ekki með því
í skýrslu sinni að lögleiða hjóna-
bönd samkynhneigðra. Könnun
sem Figaro tímaritið í Frakklandi
gerði í ágúst sýnir að meirihluti
almennings styður hugmyndina
um hjónabönd samkynhneigðra,
þótt forseti landsins, Jacques
Chirac, hafi talað gegn því.
sdg@frettabladid.is
FRÖNSK BÖRN Í Frakklandi hefur börnum fjölgað þótt giftingum hafi fækkað.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Færri giftingar
en fleiri börn
Í nýrri skýrslu þingnefndar í Frakklandi kemur
fram að þótt æ færri Frakkar gangi í hjónaband hef-
ur síður en svo dregið úr fæðingartíðni í landinu.
NATO, AP Atlantshafsbandalagið
leitar nú nánara samstarfs við
Kyrrahafsstrandríkin Ástralíu,
Nýja-Sjáland, Suður-Kóreu og
Japan. Þetta samstarf er liður í
viðleitni bandalagsins til að efla
hnattrænt hlutverk sitt, að því er
talsmaður NATO í höfuðstöðvum
þess í Brussel greindi frá.
„Það er umræða í gangi milli
aðildarríkjanna um það að hve
miklu leyti þörf er á að koma þessu
samstarfi í fastari skorður,“ sagði
talsmaðurinn James Apparturai.
Að vísu sagði hann að það væri
ekki komin nein heildstæð mynd á
þessar hugmyndir enn sem komið
væri, en hann ætti von á því að
umræðan um það færðist í auk-
ana í aðdraganda næsta leiðtoga-
fundar bandalagsins sem fram
fer í Riga, höfuðborg Lettlands, í
nóvember.
Yfirvöld í Ástralíu og Nýja-
Sjálandi eru að íhuga að láta þá
hermenn sem þau hafa sent til að
sinna friðargæslu í Afganistan
ganga til liðs við gæslulið NATO
þar, ISAF, er það tekur við gæslu
í suðurhluta Afganistans. Íslensk-
ir friðargæsluliðar þjóna einnig í
ISAF en munu ekki gegna verk-
efnum í suðurhlutanum þar sem
skæruliðar talibana hafa haft sig
mest í frammi.
- aa
ÁSTRALSKIR HERMENN Í AFGANISTAN
Viðræður eru í gangi um að hermenn frá
Ástralíu og Nýja-Sjálandi þjóni innan ISAF-
liðs NATO. NORDICPHOTOS/AFP
Friðargæsluverkefni Atlantshafsbandalagsins:
Samstarf eflt við Kyrrahafslönd
FLOTTAR SPANGIR Taílensk stúlka með
litríkar spangir spjallar í farsímann sinn.
Spangir sem þessar eru orðnar að tísku-
æði í Taílandi, og reyna yfirvöld þar í landi
nú að stöðva þróunina með því að fang-
elsa og sekta framleiðendur og seljendur
gervispanga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík
stöðvaði ökumann í gærmorgun
sem reyndist vera með á þriðja tug
gramma af fíkniefnum í bíl sínum.
Maðurinn, sem er á fertugsaldri,
var með lítilræði af kannabisefn-
um í bíl sínum en rúmlega tuttugu
grömm af hvítu efni sem talið er
vera annaðhvort amfetamín eða
kókaín. Talið er að efnin hafi verið
ætluð til sölu.
Maðurinn hefur ítrekað komist
í kast við lögin vegna fíkniefna-
brota. Honum var sleppt að lok-
inni yfirheyrslu. - mh
Fíknefnafundur í Reykjavík:
Fíkniefni tekin
af ökumanni
HEIMSÓKNIR Forseti Íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, og Dor-
rit Moussaieff forsetafrú munu
heimsækja Grundaskóla á Akra-
nesi í dag en skólinn hlaut á síð-
asta ári Íslensku menntaverð-
launin fyrir nýsköpun og öflugt
fræðslustarf.
Heimsókn forsetahjónanna
hefst klukkan níu og þá taka
starfsmenn og nemendur skólans
á móti þeim.
Forsetahjónin ætla að kynna
sér af eigin raun það starf sem
unnið er innan veggja skólans og
mun Ólafur Ragnar flytja ávarp
að því loknu.
- aöe
Ólafur Ragnar og Dorrit:
Heimsækja
Grundaskóla
FEGURÐ Elín Gestsdóttir, fram-
kvæmdarstjóri Fegurðarsam-
keppni Íslands, segir að Ólafur
Geir Jónsson hafi verið ítrekað
áminntur áður en hann var sviptur
titlinum.
Hún segir að málið snúist
ekki eingöngu um sjónvarpsþátt
Ólafs Geirs en hins vegar hafi
hann verið á netinu þegar Ólaf-
ur upplýsti hana um tilvist hans
í upphafi keppninnar. Því hafi
aðstæður breyst þegar sýningar á
honum hófust í sjónvarpi 12. jan-
úar. Ólafur Geir hafi átt að ræða
það við aðstandendur keppninnar
en sinnti því ekki.
Ólafur Geir segir í yfirlýsingu
sinni að Elínu hafi verið full-
kunnugt um tilvist þáttarins og
er ósáttur með að það sé ástæða
sviptingarinnar. - sdg
HERRA ÍSLANDÓLAFUR GEIR ....
Framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Íslands:
Var áminntur oft
ÓLAFUR GEIR JÓNSSON