Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 4
4 31. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR 2 fyrir 1 til Kanarí 7. febrúar frá kr. 19.990 Verð frá kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. Tveir fyrir einn tilboð, 7. febrúar í eina eða tvær vikur. Netverð á mann. Gisting frá kr. 1.250 m.v. 4 í íbúð með 2 svefnherb. á Dorotea. Netverð á mann pr. nótt. Kr. 1.690, m.v. 2 í íbúð á Aguacates. Netverð á mann pr. nótt. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að dveljast við frábærar aðstæður á Kanarí í janúar í eina eða tvær vikur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Við bjóðum þér góð íbúðahótel á meðan á dvölinni stendur. Síðustu 29 sætin Orð gegn orði Sænskir jafnaðarmenn eru í uppnámi. Formaður ungliðahreyf- ingar þeirra segir að dyravörður á krá hafi gengið í skrokk á sér um helgina en dyravörðurinn segir konuna hafa ráðist á sig. Konan var svo drukkin að hún var vistuð í fangaklefa um nóttina. SVÍÞJÓÐ Hraðlest út af sporinu Hraðlest með um 600 farþega innanborðs fór út af sporinu í Austur-Pakistan á sunnu- dag, með þeim afleiðingum að nokkrir lestarvagnar steyptust niður í gljúfur. Að minnsta kosti þrír biðu bana og um 40 manns slösuðust. PAKISTAN FÍKNIEFNAMÁL Fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík hefur í jan- úar lagt hald á mikið magn fíkni- efna og segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, að svo virðist sem fíkniefnaneysla fólks sé að aukast mikið. „Neyslan hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu misserum. Við hefðbund- ið eftirlit höfum við fundið töluvert af fíkniefnum nú í janúar. Það hafa komið upp nokkuð stór mál hjá okkur að undanförnu og við erum enn að rannsaka þau nánar.“ Fíkniefnalögreglan gerði upp- tækt mikið magn af kannabisefn- um í vöruhúsnæði við Höfðatún fyrir skemmstu en þar fannst einnig lítilræði af amfetamíni og kókaíni. Á dögunum var svo lagt hald á töluvert magn af efnum í hefðbundnu eftirliti lögreglu á skemmtistöðum í Reykjavík. Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á meðferðarheimili SÁÁ á Vogi, fagnar því að lögreglan sé að gera upptækt mikið magn en segist þó ekki geta gert sér grein fyrir því hvort neysla sé að aukast. „Það er greinilegt að lögreglan er að hand- leggja vímuefni nú á tímum sem eru komin inn í landið í meiri mæli en áður. Það virðist sem gæslan og eftirlitið sé meiri en áður og það er að sjálfsögðu jákvætt.“ Þrátt fyrir gott eftirlit lögreglu og mikið magn af fíkniefnum sem gerð hafa verið upptæk, er Þór- arinn ekki viss um að fíkniefna- neysla fólks sé að aukast. „Þar sem lögreglan er að ganga fram og taka fast á fíkniefnamálum, til dæmis á Suðurnesjum og Akureyri, þá sér maður að það er meira aðhald á unga fólkinu þar og það fer þá frekar í meðferð ef það á við vanda að stríða. Allar aðgerðir lögreglu eru því af hinu góða. En þrátt fyrir að fíkniefnamál séu alltaf að verða fyrirferðarmeiri hjá lögreglunni þá er alls ekki víst að það þurfi að fela í sér að neysla sé að aukast. Ég trúi því að lögreglan sé alltaf að nái betri tökum á þessum málum og við sjáum árangur af góðu eftirliti lögreglu.“ magnush@frettabladid.is Fíkniefnageymslan yfirfull Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, telur að fíkniefnaneysla sé að aukast. Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna það sem af er árinu. Yfirlæknir á Vogi segist sjá góðan árangur af aðgerðum lögreglu. AÐGERÐIR LÖGREGLU VIÐ HÖFÐATÚN Lögreglumenn sjást hér að störfum við vöruhús þar sem umsvifamikil kannabisræktun fór fram. Þar fannst einnig amfetamín og kókaín. MAGN TEKIÐ VIÐ HEFÐBUNDIÐ EFTIRLIT Í JANÚAR Magnið úr nýlegri upptöku efna í vöruhúsi við Höfðatún er ekki inni í þessum tölum. Tegund Grömm Stykki Samtals Kannabisefni hass 2.076,02 2.076,02 Kannabisefni kannabislauf 83,27 83,27 Kannabisefni kannabisplöntur 14 14 Kannabisefni kannabisstönglar 96,22 96,22 Kannabisefni marijúana 260,17 260,17 Kannabisefni tóbaksblandað 10,03 10,03 Læknislyf læknislyf 148 148 Óþekkt efni ekki skilgreint nánar 2.214,68 369 2.583,68 Örvandi efni amfetamín 1.063,55 1.063,55 Örvandi efni e-pillur (Ecstasy) 14 14 Örvandi efni kókaín 3,4 3,4 Samtal 5.807,34 545 6.352,34ÞÓRARINN TYRFINGSSON ÁSGEIR KARLSSON ÍRAK, AP Talsmaður Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar staðfesti í gær að banamein fimmtán ára stúlku, sem lést í Kúrdistan í Írak um miðjan janúar, var mannskæði fuglaflensuveirustofninn H5N1. Þetta er fyrsta staðfesta tilfellið í Miðausturlöndum. Enn er verið að rannsaka hvort frændi stúlkunnar, sem lést tíu dögum síðar og hafði svipuð ein- kenni, hafi einnig smitast af veir- unni. Jafnframt er verið að rann- saka 30 önnur tilfelli, samkvæmt ónefndum talsmanni stofnunar- innar. Heilbrigðisráðherra Íraks, Abdel Mutalib Mohammed, til- kynnti blaðamönnum í gær að hann hefði beðið Alþjóðaheilbrigð- isstofnunina um aðstoð vegna smitsins, en erfitt gæti reynst að hemja smit vegna ófriðarástands- ins sem ríkir þar í landi. Heilbrigðisyfirvöld í Norð- ur-Írak hafa hafist handa við að slátra alifuglum á svæðinu sem liggur að landamærum Tyrk- lands, en þar hafa að minnsta kosti 21 manns smitast af veiru- stofninum mannskæða. Yfirvöld á Kýpur hafa jafn- framt tekið upp miklar varúðar- ráðstafanir vegna smithættu, en veiran fannst í fuglum á norður- hluta eyjarinnar um helgina. - smk Alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfestir að fuglaflensa hafi skotið sér niður í Írak: Stúlka lést úr fuglaflensu FUGLAFLENSA Á KÝPUR Landamæravörður sótthreinsar bifreið Sameinuðu þjóðanna, sem er leið inn í Kýpurlýðveldið frá Norður- Kýpur, sem Tyrkir ráða yfir. Fuglaflensa hefur fundist á eyjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KANADA, AP Rúmlega 70 kanad- ískum námuverkamönnum var í gær bjargað úr brennandi pott- ösku-námu í Saskatchewan-fylki í Kanada, en þeir höfðu verið lok- aðir inni í námunni í rúman sólar- hring. Mennirnir leituðu skjóls í öryggisherbergjum þegar eldur- inn kviknaði snemma á sunnu- dagsmorgun og biðu þar meðan slökkviliðsmenn réðu niðurlög- um eldsins, en ekki var hægt að hleypa mönnunum upp á yfirborð- ið fyrr en búið var að lofta út eitr- uðum gufum og reyk. Ekkert amaði að mönnunum, enda voru öryggisherbergin vel útbúin með nægt súrefni, mat og vatn til hátt í tveggja sólarhringa dvalar. - smk Námubruni í Kanada: Lokaðir inni í sólarhring NÁMUSLYS Sjötíu og tveir námuverkamenn sátu fastir í kanadískri námu í rúman sólar- hring vegna eldsvoða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STÓRIÐJA Náttúruverndarsamtök Íslands hafa óskað eftir að fá afrit af skoðanakönnuninni sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins um afstöðu til stóriðju og virkj- anaframkvæmda og þeim fyrir- vörum sem Gallup gerði. Samtökin fara einnig fram á að fá upplýsingar um kostnaðinn vegna könnunarinnar og ráðstefn- unnar Orkulindin Ísland á Hótel Nordica fyrir helgi. Samtökin vilja fá að vita hvað öryggisgæsl- an kostaði á meðan ráðstefnunni stóð, hver auglýsingakostnaðinn var og hvort álfyrirtæki eða orku- fyrirtæki hafi greitt. - ghs Náttúruverndarsamtök Íslands: Krefjast svara um ráðstefnu GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 30.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 61,78 62,08 Sterlingspund 109,04 109,58 Evra 74,64 75,06 Dönsk króna 9,999 10,057 Norsk króna 9,199 9,253 Sænsk króna 8,096 8,144 Japanskt jen 0,525 0,528 SDR 89,3 89,84 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,5172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.