Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 22
[ ] Frábært fjölvítamín með spírolinu, lecetíni og fleiru í jurtabelgjum. Aðeins ein á dag Útsölustaðir m.a: Yggdrasill, Fjarðarkaup, Maður lifandi í Borgartúni og Hæðarsmára, Lífsins Lind í Hagkaupum, Lyfjaval í Mjódd og Hæðarsmára og Lyfja á Selfossi. S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet.is/heilsuhorn Póstsendum um land allt �������������� ����������� ������ �������������� ������������������ ����������� ������������������ Næstu námskeið og fyrirlestrar 31.01 Jákvæðni, húmor og hlýlegt viðmót – Edda Björgvinsdóttir 02.02 Heilbrigði og hamingja – Benedikta Jónsdóttir. 07.02 Íslenskir Náttúruadropar – Kristbjörg Kristmundsdóttir 08.02 10 grunnreglur 14.02 Hvað er Austurlensk læknisfræði? – Þórunn Birna Guðmundsdóttir 15.02 Heilbrigði og hamingja – Benedikta Jónsdóttir. Nánari upplýsingar www.madurlifandi.is Sími: 585 8700 Ferskt loft er gott fyrir heilsuna. Það er ágætt að skreppa út undir bert loft í smá stund nokkrum sinnum á dag og og anda að sér fersku lofti. Fyrir skömmu hóf Miðstöð sálfræðinga starfsemi sína að Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Fjórir sálfræðingar starfa þar og á vegum þeirra verður stað- ið að ýmsum námskeiðum um andlega heilsu. Hjá Miðstöð sálfræðinga starfa fjórir sálfræðingar, þær Claudia Ósk Hoeltje, Ágústa Gunnars- dóttir, Margrét Halldórsdóttir og Sjöfn Ágústsdóttir. Allar hafa þær mikla starfsreynslu og segja nálægðina hver við aðra nýtast þeim vel í starfi sínu. „Hér á Miðstöð sálfræðinga erum við með fjölbreytta ráð- gjöf og meðferð fyrir fjölskyld- ur og einstaklinga og við notum hugræna atferlismeðferð við ýmsum sálrænum vanda,“ segir Sjöfn Ágústsdóttir sálfræðingur. „Núna erum við að undirbúa fjöl- breytta fræðslustarfsemi fyrir almenning með það fyrir augum að auka aðgengi fólks að upplýs- ingum um málefni sem geta skap- að vanda og vanlíðan.“ Námskeiðin, sem haldin verða í Miðstöð sálfræðinga, eru opin öllum og gagnast bæði þeim sem vilja styrkja sjálfan sig eða fyrir aðstandendur. Staðið verður fyrir fræðslukvöldum þar sem fólk getur sótt örnámskeið. Hafi fólk áhuga á frekari fræðslu verður möguleiki á að taka framhalds- námskeið. Fjallað verður um þunglyndi, kvíða, fælni, athygl- isbrest hjá fullorðnum og margt fleira. „Núna er í gangi hjá okkur sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur með athyglisbrest,“ segir Sjöfn. „Síðan verðum við með námskeið í minnistækni og ýmis námskeið fyrir foreldra sem lúta að því að bæta tjáskipti á heimil- inu eða gefa foreldrum kost á að fara nýjar leiðir í uppeldi.“ Sjöfn segir þörfina á fræðslu um sálræn vandamál vera mikla. „Fólk veit svo margt um líkam- ann sinn og hvernig á að hugsa um hann en veit því miður allt of lítið um hvað hefur áhrif á and- lega líðan. Ef okkur líður illa lík- amlega þá getur okkur liðið illa andlega og öfugt. Líkami og sál eru ein heild.“ johannas@frettabladid.is Líkami og sál eru heild Sjöfn Ágústsdóttir, Ágústa Gunnarsdóttir, Claudia Ósk Hoeltje og Margrét Halldórsdóttir, sálfræðingar, starfa á Miðstöð sálfræðinga í Hafn- arfirði. Framundan hjá þeim eru fjölbreytt námskeið um andlega líðan sem verða opin öllum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FJÖLÓMETTAÐAR FITUSÝRUR Í ÓLÍFUOLÍU OG ÁLÍKA VÖRUM EKKI JAFN HOLLAR OG ÁÐUR VAR TALIÐ. Sænskir vísindamenn hafa nú komist að því að fjölómettuð fita getur haft óæskileg áhrif á heilsuna, gagnstætt því sem áður hefur verið haldið fram. Of mikil neysla á slíkri fitu getur aukið hættu á hjarta- og æðasjúk- dómum og orsakað bakteríusýkingar í líkamanum. Þessar niðurstöður rekja vísindamenn- irnir meðal annars til rannsókna á æðum þeirra sem látist hafa úr hjarta- og æðasjúkdómum. Heimild: Afton- bladed Ólífuolían ekki eins holl talið var Nýjar rann- sóknir hafa sýnt fram á að fjölómettuð fita getur haft óæskileg áhrif á heilsuna. Þefnæmi hunda getur komið sér vel við greiningu sjúkdóma hjá fólki. Vitað er að hundar geta greint krabbamein í þvagfærum fólks með því að lykta af þvagi. Nú eru bundnar vonir við að þeir geti einnig fundið lungna- og brjósta- krabbamein gegnum efni í útöndun fólks, jafnvel áður en rannsóknir hafa náð að greina meinið. Þessu hafa vísindamenn í San Anselmo í Kaliforníu komist að eins og fram kemur í New Scientist. Fimm hundar voru látnir ganga í gegn- um þálfun í slíkum greiningum. Eftir nokkurra vikna æfingar voru þeir teknir í próf og látnir þefa af útöndunarefnum frá 169 manns, þar af voru fimmtíu og fimm með lungnakrabbamein, 31 með brjósta- krabbamein og 83 voru heilbrigðir. Ekkert var gefið upp um þátt- takendurna í rannsókninni eða sýn- ishornin frá þeim. Hundunum tókst að finna 99% af lungnasjúklingun- um og 88% af þeim sem voru með brjóstakrabbamein. Skekkjurnar voru litlar. Meðal sýnishorna frá þeim heilbrigðu töldu hundarnir sig finna lungnakrabba hjá einu pró- senti og brjóstakrabba hjá tveimur prósentum. James C. Walker, yfirmaður rannsóknarstofnunar við Flor- ida State University segir í New Scientist að niðurstöðurnar séu sláandi. Næsta skref sé að ganga úr skugga um hvort það sé raun- verulega sjálft krabbameinið sem hundarnir finni eða hvort það sé fyrst og fremst almennt heilsu- farsástand sem þeir átti sig á. Hundar í lið með læknavísindunum Þrír af fimm hundum sem tóku þátt í rannsókninni voru af tegundinni Labrador retriver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.